Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Lesendur Ekki hissa á Lennon að falla fyrir Yoko Konráð Friðfinnsson skrifar: Einu sinni var hljómsveit til sem hét The Beatles. Hana skipuðu íjórir ungir menn, John Ixrnnon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo nokkur Starr. Fjórmenning- amir lögðu heiminn að fótum sér í upphafi sjötta áratugarins. John var sá þeirra sem mest bar á meðan sam- starfið stóð og á eftir. Margir urðu sárir og reiðir er kona ein birtist sem þruma úr heiðskíru lofti við hlið átrúnaðargoðsins. Yoko Ono heitir hún og ekki löngu seinna splundrað- ist hið virta band. Þegar Bítla- draumurinn var allur 1970 tóku þau hjónakom aðra stefnu i lífi sínu, með músíkina þó í bakgrunni. Fóm að huga að friðarmálum og unnu gott starf á þeim vettvangi, á því leikur enginn vafi. Ég er þeirrar skoðunar að mótmæla- aldan, sem yfir Bandaríkin gekk og víðar á sínum tíma varðandi Víet- namstríðið, hafi, óbeint að vísu, verið þeirra hjúa verk sem síðan leiddi til að Kaninn kallaði herlið sitt burt frá Víetnam (þar er reyndar stríð sem er annað mál). Og vann „Hin frægu hjón kunnu að nýta sér mátt fjölmiðlanna i baráttu sinni fyrir friði á jörð. Mætti í því sambandi nefna tíu daga rúmlegu þeirra um árið.“ Nixon þá mjög þarft verk og á heið- ur skilinn þrátt fyrir öll Watergate- hneyksli. Eftir því sem ég les og heyri meira um hina merku konu, sem að framan hefúr verið nefnd, verður hrifningin af persónunni sterkari og er ég ekki hissa þó Lenn- on sálugi hafi fallið flatur á þeirra fyrsta fundi. Það eitt er á hreinu að hin frægu hjón kunnu til hins ýtr- asta að nýta sér mátt fjölmiðlanna í baráttu sinni fyrir friði á jörð. Mætti í því sambandi nefna tíu daga rúmlegu þeirra um árið sem vakti athygli meðal margra þjóða. Stefnur til hægri eða vinstri varðaði þau ekki um, aðeins frið. John Lennon var myrtur í byrjun vetrar 1980. Hann féll fyrir hendi vitfirrts byssumanns, því sem hann barðist svo ötullega gegn. Það er mín von og áreiðanlega allra íslend- inga að margrómaður leiðtogafund- ur stórveldanna tveggja, sem haldinn var að Höfða um helgina, leiði til þess að stórlega verði dregið úr kjamavopnum og almennum her- umsvifum þessara aðila í heiminum á næstu árum. Um BHreiðaeftirlK ríkisins Spumingin Að loknum leiðtogafundi: Hvort líst þér betur á Gorbatsjov eða Reagan? Páll Ársælsson deildarstjóri: Miðað við það sem gerðist hér heima er ég hlynntari Gorbatsjov en Reagan er minn maður. Heimir Bjarnason læknir: Ég treysti mér ekki til að segja til um það. Guðmundur Þorkelsson innheimtu- maður: Ég get ekki neitað því að mér líst betur á Gorbatsjov eftir þennan fund. Jóhanna Axelsdóttir skrifstofumað- ur: Reagan, hann ermiklu jákvæðari persónuleiki, glaðlyndari og hress- ari. Ingvi Már hárskeri: Mér líst betur a Reagan. Gorbatsjov kom í áróðurs- skyni til að heilla almenning en ekki með viljann til að semja. Þórdís Guðmundsdóttir húsmóðir: Þeir eru báðir bráðhuggulegir. Þótt mér lítist vel á þá báða finnst mér Reagan öllu hressilegri. H.P.I. skrifar: Nokkuð hefur verið skrifað um Bif- reiðaeflirlit ríkisins undanfama daga í DV. Þjónustan á þeim bæ hefur ve- rið gagnrýnd og það nokkuð með réttu. En lítum nánar á málið. Aðstæð- ur til bifreiðaskoðunar í húsnæði Sigríður Sigurðardóttir skrifar: Nokkrir aðilar virðast hafa orðið fyrir því að borga tannlæknum sam- kvæmt hækkáðri gjaldskrá þeirra (fyrri hækkunin nam yfir 40%), án þess að fá leiðréttingu mála sinna. Það fékk hins vegar „opinberi geirinn“, Reykjavíkurborg og fleiri. Urðu tann- læknar sem kunnugt er að geifla á saltinu gagnvart þeim aðilum. Að sögn tannlækna vom hækkanir á verðskrá þeirra gerðar í samráði við lögfræð- ingana Guðmund Ingva Sigurðsson og Benedikt Siguijónsson. Engu hafa fyrmefndir lögfræðingar svarað ítrek- uðum fyrirspumum í blöðum tun það hvort tannlæknum beri ekki að endur- Bifreiðaeftirlitsins em vægast sagt hörmulegar, þarf ekki að tíunda það nánar. Þær þekkja bifreiðaeigendur á Reykjavíkursvæðinu. Reglur um um- skráningu ökutækja, skráningu og skoðun em fyrir löngu gengnar sér til greiða einstaklingum líkt og hinu opinbera (svo að mér sé kunnugt). Nú lenti ofEuirituð í því að borga tannlækni samkv. háu gjaldskránni og sá hefur neitað öllum endurgreiðsl- um. Þvi vil ég hér með beina þeirri fyrirspum til Lögmannafélagsins og/ eða siðanefndar lögmanna hvort ég eigi ekki rétt á endurgreiðslu frá við- komandi tannlækni? Svar Lögmannafélagsins: Ef einhver aðili telur sig eiga rétt á endurgreiðslu af þessu tagi, ætti hann að snúa sér til dómstóla í landinu. Mál sem þetta heyrir undir dómstóla. Lögmannafélagið getur ekki úrskurð- að í slíkri deilu. Það tilheyrir ekki verksviði félagsins. húðar. Það eitt t.d. að þurfa að skipta um númeraspjöld á bifreið kaupi Reykvíkingur hana í Kópavogi er for- kastanleg vitleysa og tekur óhemju tíma. Að auki má nefria að kaup bifreiða- eftirlitsmanna og kvenna er fyrir neðan öll velsæmismörk eins og allra ríkisstarfsmanna. Bifreiðaeflirlitinu óska ég síðan alls hins besta með þeirri von að aðstæður þeirra batni í ffamtíðinni. Montiðframúrhófe Grímur verkstjóri skrifar: Ég er einn þeirra er fylgdust grannt með leiðtogafúndinum í Höfða, aðallega gegnum sjónvarpið sem stóð sig ágætlega í frásögn af þessum merkisatburði. Eitt fannst mér þó verulega miður i þessum sjónvarpsútsendingum og það var montið í Ingva Hrafni sem keyrði ffarn úr hófi á stundum. Það kastaði þó fyrst tólfunum þeg- ar hann fór að segja okkur saklaus- um sjónvarpsáhorfendum að einhver ljósamaður sjónvarpsins væri allt í öllu í Höfða og helst mátti skilja á Ingva að ekkert hefði orðið úr fund- inum ef þessi ljósamaður hefði ekki bjargað málunum. Persónulega hef ég ekkert á móti því að menn blási sig svolítið út enda er ég ættaður úr Skagafirði. Það ættu þeir þó að gera prívat og persónulega en ekki fyrir ffaman alla þjóðina. Menn ættu ekki að blása sig út fyrir framan þjóðina, að mati bréfritara. Ingva Hraffi á þing Kristján hringdi: Ég á vart til orð til þess að lýsa hrifningu minni á ffammistöðu Ingva Hrafiis í sjónvarpinu á meðan á leiðtogafúndinum stóð. Sérstak- lega þótti mér Ingvi góður undir lok viðræðnanna þegar hann talaði meira og minna látlaust allan daginn og gaf greinargóðar upplýsingar um gang mála. Ég er viss um að þetta úthald og þessi seigla Ingva sé ekki öllum gefin. Því skora ég á fréttastjóra sjón- varps að gefa kost á sér til setu á Alþingi við fyrsta tækifæri því þama fer maður sem er með munninn fyrir neðan nefið og virðist vel að sér um flesta hluti. Persónulega myndi ég óska þess að hann færi í framboð fyrir Jón Baldvin og Alþýðuflokk- Ber tannlæknum ekki að endurgreiða þeim sem borguðu samkvæmt háu gjald- skránni?, spyr bréfritari. Fyrirspum til Lögmannafélagsins: Eiga tannlæknar ekkí að enduvgreiða?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.