Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. 27 Sviðsljós Ólyginn sagði... Peter Holm fær nú loksins að leika á móti sinni heittelskuðu Joan Collins. Hann verður í nýjum sjónvarps- þáttum sem heita Monte Carlo og leikur þar njósnaFa sem bjargar lifi Joan frækilega. Sá góði maður lætur lífið víð bram- boltið og liggja handritshöfund- ar undir grun um að hafa með öllum ráðum reynt að losna við fírinn af skerminum sem allra fyrst. Þetta verður að teljast nokkuð snyrtilega að málum staðið enda Hollívúddarar öllu Bianca Jagger er víst þekkt fyrir annað en góð- an smekk og er eiginmaðurinn fyrrverandi - Mick Rollingur Jagger - oftlega nefndur máli því til sönnunar. Síðast gekk hún yfir fína liðið með því að mæta í kokkteilboð i Beverly Hills klædd dökkum smóking- jakkafötum og bikinibrjósta- haldara. Bianca átti allra athygli það kvöldið og fór heim i hátt- inn með sigurbros á vör. Warren Beatty og Molly Ringwald reyndu bænir, blíðmælgi og hótanir í samskiptum við aldraða plast- pokakerlu á Manhattan en höfðu ekki erindi sem erfiði. Stefnan var að fá þá gömlu til þess að færa sig niður eftir gö tunni svo hún væri ekki inni i myndinni þegar taka á nýrri sjónvarpsmynd stóð yfir. En kerlingin haggaðist ekki og æpti sem sitt síðasta tillegg í umræðurnar: „Ég hreyfi mig ekki fyrir nokkurn mann! Og þar að auki getið þið ekkert leikið hvort sem er - allir með tölu. Eitthvað lá í loftinu undir lok síð- ustu viku - að minnsta kosti í Þingholtunum. f ljós kom að orsökin var leiðtogafundurinn rnikli, vegna dvalar Reagans i bandaríska sendi- ráðinu var umferð um hverfið meira og minna lömuð - eða jafnvel bönn- uð. Heilu svæðin vöktuð af öryggis- vörðum og þar fór enginn um nema með tilskilin skilríki. Samt var umferð óvenjumikil því hverfið yfirfylltist af passalausum köttum. Allir sem vettlingi gátu valdið voru ekki aðeins utan dyra heldur hreint alveg ofan í sendiráð- inu - enda hafa kettir pottþétt frétta- nef. Þeir eru hinir fæddu fjölmiðla- menn dýraríkisins og voru í essinu sínu þetta haustkvöld. Og taugatrekktir öryggisverðir reyndu að fylgjast jafnt með ferðum katta og manna - lítt öfundsverðir af verkefninu. Meðfylgjandi DV- mynd BG sýnir nokkra hinna vökulu gesta, kött sem hefur allt á hreinu og eitt hinna stórgrunsamlegu ræsa sem drógu til sín áhyggjufulla örygg- isverði með skömmu millibili. Hvað þeim þótti svo varhugavert við ræsin er óleyst gáta ennþá. Brjóstgóðar - og blíðlegar líka Brjóst eru vinsælt umfjöllunar- efni á hinum ýmsu vígstöðvum og er þá bæði tekið fyrir allt sem við- kemur lagi og þyngd þykknisins. Svo tengjast þau víst tískunni að auki þannig að ekki þykir alltaf fínt að hafa þau i annaðhvort stærra lagi eða minna. Yfirleitt er í lagi að hafa þarna einhverjar bungur ef frá eru taldir tímar eins og þegar Twiggy var upp á sitt besta eða sjarlestonæðið gekk yfir. Bogalínur hafa verið með besta móti á síðustu árum og hér sjást nokkrar heimsþekktar og brjóstgóðar kvensur. Þær eru vist brjóstbestar í Hollívúdd og þótt víðar væri leitað. Víst er að Bette Midler er með eitthvað þarna líka - tvær keimlík- ar bungur. En Dolly Parton rúllar þeim öllum upp. Brjóstmálið er hundrað og tuttugu sentimetrar. Sú fertuga Farrah Fawcett Mayors hefur lag á að vekja athygli hvar sem hún kemur. Elísabet Taylor hefur tapað þrettán kílóum og augljóslega ekki að of- anverðu. Aliur er varinn góður... Fréttanef katta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.