Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Magnús Reynir Guðmundsson, varaþingmaður á Vesfjörðum: Steingrímur sveik okkur Stefnuræðu Steingríms sjónvarpað Stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum um hana á Alþingi verður bæði útvarpað og sjónvarpað annað kvöld, fimmtudagskvöld, frá klukkan 20 til 23. Auk Steingríms talar Haraldur Ól- afsson fyrir hönd Framsóknarflokks- ins. Fyrir Alþýðuflokk tala Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sig- urðardóttir og Stefán Benediktsson. Fyrir Sjálfstæðisflokk Þorsteinn Páls- son, Ólafur G. Einarsson og Matthías Á. Mathiesen. Fyrir Alþýðubandalag Svavar Gestsson og Hjörleifúr Gutt- ormsson. Fyrir Kvennalista Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Málmfríður Sigurð- ardóttir. -KMU Fokker bilaði Jón G. Hauksson, DV, Akureyit Fokkervél Flugleiða á leið frá Reykjavík til Grænlands, með átta farþega og þriggja manna áhöfn innan borðs, var snúið við til Akureyrar með bilaðan hreyfil laust eftir miðnætti í fyrrakvöld. Vélin lenti á Akureyrar- flugvelli klukkustund síðar og var talsverður viðbúnaður á flugvellinum. Viðgerð var þegar hafin og var vélinni flogið til Reykjavíkur í gærmorgun. Hassfannst á konu Um 440 grömm af hassi fundust inná konu á Keflavíkurflugvelli síðastlið- inn sunnudag. Konan var að koma frá Kaupmannahöfn og hafði hassið með- ferðis þaðan. Við yfirheyrslu sagðist hún hafa keypt hassið og flutt það inn á eigin vegum. Markmiðið var að selja hassið hér heimá. Málið fer nú fyrir dómstóla. Konan er 36 ára gömul og hefúr oft komið við sögu lögreglunn- -KB TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVIK. SIMAR: 92-4700-92-3320. „Steingrímur Hermannsson hefúr sýnt á sér nýja hlið. Hann hefúr gengið á bak orða sinna og svikið okkur Vestfirðinga. Það, að hann skuli svo tilkynna þetta suður í Hafnarfirði, sýnfr að manninum er varla sjálfrátt,“ sagði Magnús Reyn- ir Guðmundsson, bæjarritari á ísafirði og varaþingmaður Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum. DV leitaði álits hans á fyrirhuguðu framboði Steingríms í Reykjanes- kjördæmi. „Við ólíkustu tækifæri hefur Steingrímur alltaf sagt að hann færi hvergi í framboð nema héma fyrir vestan á meðan við vildum hafa hann. Það hefúr hvergi nokkurs staðar komið fi am annað en að við vildum að hann yrði hér áfram. Þetta em því hrein svik og framsóknar- menn hér em almennt undrandi, sárir og hreinlega í rúst yfir þessari framkomu. Mér sýnist þetta merki um að Framsóknarflokkurinn ætli að sýna landsbyggðinni minni áhuga hér eftir en á því var síst þörf eins og nú er komið,“ sagði Magnús Reynir. Hann var spurður hvort hann gæfi kost á sér í skoðanakönnun flokksins. „Ég get engu svarað um það á þessari stundu. I síðustu kosn- ingum varð ég varamaður Stein- gríms og raunar Ólafs Þ. einnig. Ég veit ekki hvort ég get talist vara- maður Steingríms lengur eftir að hann gerðist þingmaður Reyknes- inga í gærkvöldi. Annað get ég ekki sagt núna.“ Ölafur Þ. Þórðarson, annar þing- maður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, lýsti því yfir að hann myndi ekki taka þátt í skoðana- könnun sem flokkurinn ætlaði að halda í fyrravetui-. „Það snerti þá skoðanakönnun, sem ég var á móti á þeim tíma, en ég hef ekki ákveðið hvort ég tek þátt í þeirri könnun sem nú stendur til,“ sagði Ólafur í morg- un. „Ég hef ekki verið harður fylgis- maður margs af þvi sem flokkurinn hefur stefnt að undanfarið svo að þessi mál verður að skoða vel.“ Byggung: Bakreikn- ingar nema milljónum „Það er langt síðan ég lauk við að greiða íbúðina mína samkvæmt kaup- samningi en svo fæ ég núna bakreikn- ing upp á 800 þúsund krónur. Aðrir hafa fengið enn hærri bakreikninga, allt upp í rúma milljón,“ sagði íbúi í Byggungsblokk við Seilugranda í samtali við DV. „Við eigum að kaupa þessar íbúðir á kostnaðarverði en núna þykir okkur kostnaðarverðið orðið nokkuð hátt. Það er farið að líkj- ast toppverði á fasteignamarkaðin- um.“ íbúar í 129 íbúðum við Seilugranda og Rekagranda munu sitja fund með framkvæmdastjóra og stjóm bygging- arsamvinnufélagsins Byggung í KR-heimilinu annað kvöld þar sem bakreikningamir verða ræddir. Þar ætla íbúarnir að krefjast þess að bók- hald Byggung verði rannsakað og hafa þeir þegar haft samband við end- urskoðendur í því skyni. „Þessi krafa okkar er einfaldlega fram komin vegna þess að við skiljum ekki hvemig allar þessar milljónir sem við nú eigum að greiða em tilkomnar. Einnig viljum við fá að vita hvemig stjóm Byggung ætlast til að við greið- um bakreikningana," sagði einn íbúanna í morgun. Um óánægju íbúanna hafði Guð- mundur Karlsson, framkvæmdastjóri Byggungs, eftirfarandi að segja: „í þessum bakreikningum em bíla- geymslur sem kosta 258 þúsund krónur. Afganginn má skýra með því að mismunandi var hvenær fólk vísi- tölubatt eftirstöðvar af greiðslum sínum. “ -EIR Fiskverðshækkun í Bandaríkjunum „Það stendur til að hækka 5 punda pakkningamar í Bandaríkjunum og ég á von á því að það verði tilkynnt á morgun. Menn hafa verið að funda um þetta vestra undanfama daga og þetta er niðurstaðan," sagði Olafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystíhúsanna, í samtali við DV í morgun.. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, hefúr undanfama daga verið í Bandaríkjun- um vegna þessa máls en hann er væntanlegur heim í dag. Viðræður um endurskoðun á verðsamningi SH og Long John Silver leiddu ekki til fisk- verðshækkunar til þessarar stóm veitingahúsakeðju en samningur SH og Long John Silver gildir fram á næsta sumar. S.dór HERB LOKI Nú segja vestfirskir framsóknarmenn: Þú líka, Steingrímur! Veðrið á morgun: Suðvesflæg átt og bjart á Norður- og Austurlandi Suðlæg átt á Suðvestur- urlandi, skýjað en þurrt fram ei degi. Suðvestlæg átt og bjarf Norður- og Austurlandi. Helc hlýnandi þegar líður á daginn fer að rigna á Suðvesturlandi s degis. Játning og geð- rannsókn Þijátíu og tveggja ára gamall Reyk- víkingur, sem handtekinn var vegna árásar á 54 ára gamla konu í kirkju- garðinum við Suðurgötu sjötta októb- er síðastliðinn, hefúr játað á sig verknaðinn. Hann situr nú í gæslu- varðhaldi og mun gangast undir geðrannsókn. Maðurinn, sem nauðgaði ungri konu í Hljómskálagarðinum fyrir skömmu, er ófúndinn og að sögn Rannsóknar- lögreglunnar er fátt að fara eftir í því máli. -KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.