Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Stjómmál Horkuslagur um líkleg átta þingsætí í Reykjavík: Stólastimpingar í SjáHstæðisflokknum Próíkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna framboðs til Alþingis í vor fer fram á laugardaginn. Fimmt- án frambjóðendur bítast um átta sæti sem líkleg eru til þess að verða þing- sæti. Þar af eru einungis fjórir núverandi þingmenn. Þinglið sjálf- stæðismanna í Reykjavík verður því áreiðanlega skipað einhverjum nýlið- um hvemig sem núverandi þing- mönnum vegnar í prófkjörinu. Á því er enginn vafi að talsverðar og í sumum tilvikum miklar sti mping- ar munu standa um þessi vænianlegu þingsæti. Um 10.000 manns eru á kjör- skrá, fiokksbundið fólk, og flestir sem enn eru á lífi hafa þegar fengið yfir sig skæðadrífu af bænarskjölum, rit- um, símtölum og jafnvel heilar bækur. Alþjóð verður svo vitni að auglýsinga- stríði í fjölmiðlum og sér að allir frambjóðendumir, utan tveir eða þrír, reka kosningaskrifstofur með tilheyr- andi umstangi. Kostnaður frambjóðenda er að sjálf- Peningamarkaöur VEXTIR (%) hæst Innlán ówerötryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Ui Sparireikningar 3ja món. uppsögn 8.S-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-13.5 Vb 12mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparaö í 3S mán. 8-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3.5 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8.75-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5=4 Ab Danskar krónur 7-9 Ib Utlán óverðtryggð Almennir vixlarjforv.) 15.25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kfle Allir Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15.25 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf AA 2.5 árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Ailir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7.75 Bandarikjadalir 7.5 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4raára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.18 G«ngistryggð(5ár) 8.5 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1509stig Byggingavísitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hakkeði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 218 kr. Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 87 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til upp- gjörs vanskilalána er 2% bæði á verð- tryggð og óverðtryggð lán. Skammstaf- anir: Ab=Alþýðubankinn, Bb=Búnaðarbankinn, Ib=Iðnaðar- bankinn, Lb=Landsbankinn, Sb= Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb=Ver8lunarbankinn, Sp=Sparisjóðimir. Nánari upplýslngar um peninga- markaðinn birtast i DV á fimmtudög- um. sögðu misjafn í samræmi við misjöfh umsvif. í sumum tilvikum er hann greinilega vemlegur og hleypur á hundruðum þúsunda. Heimildir DV telja að þeir sem mestu eyði í stóla- stimpingamar fari með hálfa til heila milljón króna. Talað er um að fram- bióðendur í prófkjörinu muni leggja fram meira fé en flokkurinn sjálfur í kosningunum þegar þar að kemur. Fjármagn er þannig bersýnilega talið þungt á vogarskálunum í þessu próf- kjöri sem snýst um áhrif á löggjafar- samkundu þjóðarinnar. Albert og Friðrik En það er ekki einungis barist um að komast í átta sæta úrvalið. Metnað- ur segir sumum að eitt sæti sé öðrum merkilegra og þannig kljást Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, og Albert Guðmundsson um fyrsta sætið. í prófkjöri fyrfr fjórum árum hafði Albert þetta sæti en Friðrik lenti í öðru sæti. Eftir það varð Friðrik varaformaður og telur nú eðlilegt að skipa þetta „forystusæti" þar sem flokksformaðurinn er í framboði í öðru kjördæmi. Þýðing þess að skipa nákvæmlega efsta sætið er ekki augljós. Því fylgir í rauninni ekkert annað en að hafa nafhið sitt efst á listanum. Vissulega ber það vott um mikið traust. En stundum hefur það jafhvel þótt merki- legra að lenda í baráttusæti, sæti sem viðkomandi flokkur ætlar að halda eða ná í harðri baráttu. Hvað um það, nú vilja þeir Albert og Friðrik báðir fyrsta sætið. Þessir menn beita ólíkum baráttuað- ferðum. Albert hringir með liði sínu „á línuna". „Hann hringir í alla kjör- skrána og segist berjast fyrir pólitisku lífi sínu,“ sagði einn samflokksmanna hans sem þekkir vel til. Einnig eru birtar heilsíðuauglýsingar í dagblöð- um frá stuðningsmönnum Alberts og sumir þeirra skrifa um hann í blöðin jafnframt. Friðrik hefur aftur á móti hægt um sig og treystir á virðuleik varaformannsins umfram annað. Hann er þó búinn eða er að senda mönnum línu í hefðbundnum stíl flokksforingjans. Talið er að breyttar aðstæður þess- ara manna innan flokksins og aðrar prófkjörsreglur kunni að valda sæta- skiptum þeirra nú. Síðast var þátttaka bundin flokksmönnum og þeim sem skrifuðu undir stuðníngsyfirlýsingu við flokkinn. Nú er hún eingöngu bundin flokksmönnum. 1982 kusu 8.155 en nú er búist við því að varla kjósi nema 5-6 þúsund manns í lokuðu prófkjöri. Fyrir borgarstjómarkosn- ingamar tóku 5.200 þátt í slíku prófkjöri. Þessi breyting ein er talin Friðrik verulega í hag sem öðm höfði flokksins og um leið Albert í óhag sem nýtur nú ekki óflokksbundinna stuðn- ingsmanna sinna. Birgir og Ragnhildur Hinir tveir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, sem bjóða sig fram, em Birgir ísleifúr Gunnarsson og Ragnhildur Helgadóttir. Ragnhild- ur biður raunar um annað sætið svo að þröngt er á toppnum. Hún var í fimmta sæti 1982. Birgir ísleifúr hafði þá þriðja sætið og Ellert B. Schram eið fjórða. Hann er hættur. Birgir leifur er þungur á bámnni sem fyrr að mati flestra þeirra sem DV ræddi við. Hann er jafhvel talinn geta bland- að sér í bardagann um fyrsta sætið sem þriðji kostur fyrir þá sem ekki vilja standa í uppgjöri milli Alberts og Frið- riks. Slagur þeirra tveggja er í raun- Utankjörfundaratkvæöagreiðsla hefur staðið yfir að undanförnu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. Myndin var tekin þegar einn kjósandi var að greiða atkvæði í gær. DV-mynd KAE inni slagur allra þessara fjögurra núverandi þingmanna flokksins í Reykjavík. Líklegast er að þeir skipi þessi fjögur sæti. Það getur svo oltið á ýmsu hver röðin verður og atfylgið. í prófkjörinu í nóvember 1982 fékk Albert 6.027 atkvæði af 8.155. Friðrik fékk 5.670, Birgir ísleifur 5.608, Ellert 5.386 og Ragnhildur 5.137 atkvæði. Fréttaljós Herbert Guðmundsson Sex um fjögur sæti í þeim hópi sem talinn er af nær öllum heimildarmönnum DV ganga næstur fjórmenningunum í þessu próf- kjöri em sex manns. Það verður því hlutskipti þessara sexmenninga að kljást um þau fjögur sæti til viðbótar sem talið er víst að flokkurinn hljóti. Þessi þingmannatala er auðvitað ekki gulltrygg. Flokkurinn gæti alveg eins fengið sjö eða níu menn en varla miklu færri eða fleiri. í þessum hópi er aðeins ein kona eins og í fyrsta hópnum, María E. Ingvadóttir. Hún er formaður Sjálf- stæðiskvennafélagsins Hvatar. Hún er nýliði í prófkjörsframboði en þykir, samkvæmt heimildum DV, einna næst því að ná einhverjum árangri núna. Henni hefur tekist vel að kynna sig og nýtur stuðnings sterkra afla innan flokksins. Fimm konur em á fimmtán manna framboðslista í prófkjörinu. Ragnhild- ur var talin í fyrsta hópnum. Auk hennar og Maríu em þær Bessí Jó- hannsdóttir, Esther Guðmundsdóttir og Sólveig Pétursdóttir í framboði. Bessí varð í 11. sæti 1982 og sækist raunar eftir 6. sæti nú. Esther varð enn neðar og Sólveig er nýliði og nær alveg óþekkt innan flokksins. Sumir heimildarmenn DV vildu ekki útiloka að Bessí næði í fyrmefndan sex manna hóp frekar en María. Karlaslagur enn í þessum sex manna hóþi em svo taldir fimm karlmenn sem allir hafa verið áberandi í flokksstarfi sjálfetæð- ismanna. Eyjólfur Konráð Jónsson kemur sem þingmaður úr Norður- landskjördæmi vestra og virðist hafa góðan byr. Guðmundur H. Garðarsson varð í áttunda sæti í prófkjörinu 1982 og nýtur stuðnings meðal annars sem fyrrverandi verkalýðsforingi í hópi verslunarmanna. Pétur Sigurðsson sjómaður hættir nú þingmennsku. Það er talið styrkja Guðmund til metorða á listanum. Þá em þrír úr yngri manna röðum. Jón Magnússon og Geir Haarde em forverar Vilhjálms Egilssonar sem for- menn Sambands ungra sjálfetæðis- manna og þessir þrír em allir í framboði. Jón varð í níunda sæti 1982 og Geir í tíunda en Vilhjálmur er ný- liði. Heimildarmenn DV telja þó Vilhjálm ekki eiga minni möguleika en forverana þar sem hann sé vel kynntur sem hagfræðingur vinnuveit- enda. Annars er torvelt að spá um afdrif þeirra sem skipa þennan sex manna hóp. Ólíklegri til frama Áður var getið um þær þrjár konur sem tæpast em taldar blanda sér al- varlega í stólastimpingamar þar sem gildir þó fyrirvari um mismunandi mat á líklegu gengi Bessíar. Með þeim í hópi, þriðja hópnum, em svo tveir karlmenn sem hafa það sammerkt að reka hvað skemmtilegasta kosninga- baráttu, að minnsta kosti ef marka má blaóaauglýsingar þeirra. Þetta em þeir Ásgeir Hannes Eiríksson og Rúnar Guðbjartsson flugstjóri sem kemur raunar beint af himnum ofan í hóp þeirra sem ganga nú með þing- mann í maganum. Sú flokkun sem hér er gerð á fram- bjóðendum í prófkjöri Sjálfetæðis- flokksins í Reykjavík byggir að sjálfeögðu á ýmsum og mismunandi heimildum. í baráttu af þessu tagi get- ur vitanlega margt breyst á skemmri tíma en hálfrí viku. Og stundum verða þeir fyrstir sem áður vom síðastir svo það er aldrei að vita hver sest í hvaða stól eftir klukkan m'u á laugardags- kvöldið. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.