Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. 3 Fréttir Að leiðtogafundinum loknum var byrjað að grafa aftur skurðinn við Sætún sem fylltur var upp vegna leiðtogafundarins i Höfða. Að sögn Ólafs Guð- mundssonar, yfirverkfræðings gatnadeildar Reykjavikurborgar, munu þessar aukaframkvæmdir kosta borgina um tvær milljónir og kemur þetta til með að tefja framkvæmdir um viku til tíu daga. -SJ/DV-mynd GVA „Ljóst að íslend- ingar beri nokkum kostnað 4 sagði Kjartan Lámsson, forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins „Ég held að það sé nokkuð ljóst að íslendingar beri nokkum kostnað vegna leiðtogafundarins. Hins vegar ber að líta á mögulega sveiflu í neyslu vegna töluverðs fjárstreymis inn í landið og þegar til lengri tíma er iitið held ég að þetta skili sér aft- ur.“ ságði Kjartan Lárusson, for- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, í samtali við DV í gær. Hann sagði erfitt að áætla hversu mikið fjárstreymið væri og hversu mikill kostnaðurinn væri. Nú er unnið að því að taka saman niður- stöðutölur hjá Ferðaskrifstofunni og meðal annars er verið að revna að ná til þeirra fjölmörgu aðila sem stóðu ekki við pantanir sínar hjá skrifstofunni. „Það er ljóst að al- mennar leikreglur í ferðamálum voru ekki virtar og við sitjum uppi sem miililiður," sagði Kjartan. -S.I Bókaflóðið skellur á um miðjan nóvember: Búist við um 400 bókatitlum í haust „Enn er ekki hægt að segja um það með vissu hve margir bókatitlar koma út í haust en ég giska á að þeir verði um 400, eða álíka margir og í fyrra. Þótt ein og ein bók sé komin á mark- aðinn má segja að hið svokallaða bókaflóð hefjist ekki fyrr en um miðjan nóvember," sagði Eyjólfiir Sigurðsson, formaðui- Samtaka bókaútgefenda, í samtali við DV. Eyjólfur sagði að árið 1983 hefði verið eitthvert versta ár í sögu bóka- útgáfu hér á landi. I fyrsta lagi voru gefnar út fleiri bækur en nokkru sinni fyrr, eða um 550, salan var í lágmarki og verkfall um haustið. Eftir þetta áfall hefðu bókaútgefendur sest niður og rætt málin. Þá voru menn á því að gefa ekki út fleiri titla en um 400 fyrir jólamarkaðinn og það hefur að mestu leyti haldist. I fyrra var mikil uppsveifla í bóka- útgáfu og mun það hafa verið með betri árum hjá bókaútgáfum hér á landi. Eyjólfúr Sigurðsson sagðist vera bjartsýnn með bókasöluna í haust. Svo virtist sem bókin væri að sækja á aft- ur ef borið væri saman við árin upp úr, 1980 og ef salan yrði viðlíka og í fyrra væri allt í lagi. Ástæðuna fyrir því að bækur færu ekki almennt að koma út fyrr en um miðjan nóvember sagði Eyjólfur vera þá að ný tækni í prentun og bókbandi gerði mönnum kleift að vera seinna á ferðinni en áður. Eins hefði verið mik- ið óöryggi á vinnumarkaði bókagerð- armanna á hausiin fi-rir nokkrum árum en nú væri ekki um það að ræða. -S.dór. BIRGIRISLEIFUR ER EINARÐUR OG ÖTULL TALSMAÐUR SJÁLFSTÆÐISSTEFNUNNAR. HEFUR REYNST SJÁLFSTÆÐISMÖNN- UM FARSÆLL FORYSTUMAÐUR. HEFUR STAÐIÐ VÖRÐ UM HAGSMUNI REYKVÍKINGA BÆÐI í BORGARSTJÓRN OG Á ALÞINGI. TRYGGJUM BIRGI GLÆSILEGA KOSNINGU. STUÐNINGSMENN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.