Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Utlönd Sjónvarpslaust kvöld í Svíþjóð að íslenskum sið? ísland í sviðsljósi sænskra fjölmiðla í kjölfar leiðtogafundar island og íslendingar hafa hlotið verðuga umfjöllun i sænskum fjölmiðlum í kjölfar leiðtogafundarins í Reykjavik. Nokkuð hefur verið um fréttaflutning frá íslandi af málum er á engan hátt tengjast leiðtogafundinum en Svíum þykja engu síður forvitnileg. íslenskri fjölmiðlun hafa verið gerð góð skil og þeirri spurningu meira að segja opinberlega varpað fram hvort Sviar ættu ekki að feta í fótspor tveggja áratuga reynslu íslendinga með einu sjónvarpslausu kvöldi í viku. Gurmiaugur A. lónsson, DV, Lundi; Allt frá því að fréttin barst um það að Reagan og Gorbatsjov ætluðu að hittast á íslandi í byijun mánaðarins haíá daglega birst fréttir hér í Sví- þjóð í einhverjum sænsku fjölmiðl- anna frá íslandi. Engum blöðum er um það að fletta að í þessu hefur verið fólgin töluverð landkynning. Flestir Svíar ættu nú til dæmis að vita hvemig Höfði og Hótel Saga líta út, svo oft sem myndir af þessum byggingum hafa birst í sjónvarpi og dagblöðum hér. Flestir Svíar vissu áður hvað for- seti íslands heitir. Núna ættu flestir þeirra líka að vita hvað forsætisráð- herrann heitir, enda Steingrímur Hermannsson verið tíður gestur á sjónvarpsskjánum og í öðrum fjöl- miðlum hér undanfama daga. Steingrímur átti til að mynda að vera í opinberri heimsókn i Svíþjóð dagana fyrir leiðtogafundinn, en fékk því frestað er fréttist að von væri svo tiginna gesta til Islands. Er ljóst að Steingrímur kemur sem frægari maður til Svíþjóðar er af heimsókn hans getur orðið. Hinu er þó ekki að leyna að nei- kvæðir drættir hafa verið nokkuð fyrirferðarmiklir í fréttunum frá ís- landi, þá sérstaklega í húsnæðis- kreppunni dagana fyrir fúndinn. Af fyrirferðarmiklum fréttum af því tagi voru fréttir af öngþveitinu, fréttir er sumum hveijum virðist hafa verið ætlað að sýna að verkef- nið hafi reynst íslendingum alger- lega ofviða og hafi margir orðið að líða fyrir. Stjörnufræðingum kastað út Þar var sérstaklega minnst á dag- ana fyrir fundinn þar sem ferða- mönnum, er komið hefðu í öðrum tilgangi en að fylgjast með leið- togafundínum, hefði verið kastað út af hótelum, stjömuffæðingar er komið hefðu til að fylgjast með sól- myrkva hefðu ekki fengið neina þjónustu og margir hverjir ekki komist á áfangastað fyrir vikið. Fréttir af dýrtíð og okri hafa sömu- leiðis verið fyrirferðarmiklar og frá því skýrt hvernig Islendingar hafi á allan hátt reynt að gera sér peninga úr ævintýrinu. Enn eitt sænsku dagblaðanna seg- ir skömmu fyrir fundinn að okur íslendinga kunni að draga úr þeirri jákvæðu landkynningu sem þeir geri sér vonir um að fundur stórveldanna í Reykjavík veki um heim allan. Ekki er laust við að í sumum þess- ara frétta megi greina undiröldu öfúndar frænda okkar yfir því að litla ísland skyldi verða fyrir valinu sem fundarstaður. í frétt sænska út- varpsins var bent á að svo margir útlendir fréttamenn, er fylgst hefðu með leiðtogafundinum á Islandi, hefðu. aldrei komið til Svíþóðar. Eitt blaðið furðar sig á tali Reag- ans um hlutlausan fundarstað og segir að Island sé auðvitað ekki hlut- laust, heldur náinn bandamaður Reagans og Atlantshafsbandalags- ins. Má lesa milli línanna að nær hefði verið að halda fundinn í hlutlausu ríki, eins og til dæmis í Svíþjóð. Nokkur huggun kann það að reyn- ast frændum okkar Svíum að einn háttsettur sovéskur embættismaður sagði í sjónvarpsviðtali hér, að- spurður hvers vegna ísland hefði orðið fyrir valinu, að það bæri að líta á það sem virðingarvott við Norðurlöndin öll. Eftir því sem nær dró fundinum og á meðan á honum stóð jókst umfjöllun sænskra fjölmiðla um ís- land og fundinn til muna. í sænskum blöðum hafa meðal annars birst lengri greinar um fundarstaðinn ís- land og fólk það er landið byggir. Sænsk blöð birtu flest á forsíðu stóra mynd af því er Reagan kom til Keflavíkur og skelfingarsvipurinn skín úr andliti hans frammi fyrir ís- lensku haustveðráttunni. Spuming er hversu mikil landkynning er fólg- in í þeirri mynd. Hins vegar er ekki laust við að fréttir sænskra fjölmiðla um ísland hafi orðið jákvæðari um ísland er nær fundinum dró og á meðan á honum stóð og skilmerkilega skýrt frá því að íslendingum hafi tekist frábærlega að leysa öll þau vanda- mál er fylgja því að halda svona stóra fundi, með árangursríkri yfir- vegun og rósemd sinni. Aukinn fréttaflutningur frá ís- landi Þegar hafa birst í Svíþjóð ýmsar fréttir frá íslandi er ekki tengjast leiðtogafundinum á neinn hátt og búast má við mörgum slíkum á næs- tunni. Enda vita þeir það er fengist hafa við fréttamennsku að blaða- mönnum, er sendir eru langa vega- lengd til að fylgjast með einstökum viðburði, er gjaman uppálagt að snapa upp sitthvað fréttnæmt í leið- inni til að nota ferðina sem best. Af slíkum fréttum má nefna fféttir af góðum árangri íslendinga í bar- áttunni við erkióvinn sinn, verð- bólguna. Einnig hafa borist hingað fréttir af íslenskum sjónvarpsmálum, að íslendingar hafi nú með tilkomu nýrrar sjónvarpsstöðvar misst sitt fræga sjónvarpslausa kvöld. Má í því sambandi geta þess að í nýlegum umræðuþætti í sænska sjónvarpinu um sjónvarpsmál lagði einn þátttak- endanna það til að Svíar tækju upp eitt sjónvarpslaust kvöld í viku hverri, að hætti íslendinga. Konur í iðnvæddum löndum Freista gæfunnar sem eigin atvinnurekendur Konur koma nú í auknum mæli út á atvinnumarkaðinn í hinum iðn- vædda heimi á meðan þeim karl- mönnum fjölgar sem stilla sér upp í raðir atvinnulausra. Frá árinu 1978 hafa konur fengið um 70 prósent allra nýrra starfa í Bandaríkjunum samkvæmt tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni í París. í Bretlandi, Frakklandi, Japan og Vestur-Þýskalandi - þar sem ekki hefúr tekist að skapa eins mörg ný störf og í Bandaríkjunum hefúr þátttaka kvenna í atvinnulífinu aukist um 7 prósent en þátttaka karla minnkað um 1 prósent. Mikið er um að ekki sé um fullt starf að ræða, það er oft illa borgað og innan þröngs ramma verslunar- og þjónustustarfa. Nýjar rannsóknir gefa þó til kynna að konur séu fam- ar að freista gæfunnar sem eigin atvinnurekendur. Líklegt þykir að þær eigi einnig eftir að hasla sér völl í ríkara mæli á sviði viðskipta og læknavísinda. Það sem aðallega liggur að baki fjölgun kvenna í atvinnulífinu er aukið mikilvægi alls kyns þjónustu, svo sem banka, trygginga, tengsla við almenning og ferðamála á meðan verksmiðjustörfúm fækkar hlutfalls- lega. Auknar kröfur um hlutavinnu hafa líka átt sinn þátt í fjölguninni og hafa mörg fyrirtæki komið til móts við þarfir kvenna. Er það líka sérstaklega mikilvægt vegna hinnar öm þróunar á tæknisviðinu. Fjar- vera, þó ekki sé nema í skamman tíma, gerir það að verkum að sú kunnátta, sem fyrir hendi er, verður fljótt úrelt. Reynsla í þjónustustörfum hefur einnig verið stökkpallur þeirra kvenna sem stofnað hafa eigin fyrir- tæki. Samkvæmt skýrslu Efhahags- og framfarastofnunarinnar, sem birt var í þessum mánuði, er ljóst að þeim konum fjölgar sem stunda eigin atvinnurekstur, þó sva að karlmenn séu enn í meirihluta. Mest hefur fjölgunin verið í Bandaríkjunum, Konum fer Qölgandi í atvinnulífinu í hinum iðnvæddu löndum á meðan fleiri og fleiri karlar flykkjast í raðir atvinnu- lausra. heíúr konum þeim, er reka eigin fyr- irtæki, fjölgaö um 76 prósent á síðastliðnum áratug en karlmönnum um 10 prósent. Að sögn Roberts Goffee, lektors við verslunarskóla í London, eru aðallega tvær ástæður til þess að konur fara út í eigin atvinnurekst- ur. Önnur ástæðan er aukin eftir- spum á sviði þjónustu, þar sem oft þarf lítið stofúfé. Hin er brostnar framavonir, aðallega innan nýrra vaxandi þjónustustarfa, 'svo sem al- menningstengsla, viðskipta og tölvuþjónustu. Á ámnum eftir seinni heimsstyrjöldina hafa konur bundið meiri vonir við starfsframa en áður og fyrirtækin, aðallega þau stærri, hafa ekki breyst nógu hratt til þess að mæta þessu nýja viðhorfi kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.