Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - -Helgarblað 60 kr. Vont fjárlagafrumvarp Fjárlagafrumvarpið er vont frumvarp, þegar litið er til stærstu þátta þess. Mestu skiptir, að ríkissjóður verð- ur á næsta ári rekinn með gífurlegum halla. Ýmislegt hefur lagazt í efnahagsmálum á þessu ári. Hallinn á ríkisrekstrinum er nú eitt versta vandamálið. Stjórnin sýnir engin merki um bata. Talað er um að fjármagna hallann með innlendum lántökum, ekki erlendum. Með innlendu lántökunum þrýstir ríkið þó á vexti, tekur til sín stóran hlut þess fjármagns, sem til er. Það þýðir, að almenningur þarf að borga hærri vexti en ella af lánum sínum og á miklu erfiðara með að fá lánin. Sem sagt, íjárhagur heimilanna verður verri en ella. Eftir kjarasamningana í febrúar síðastliðnum var sagt, að hallinn á ríkisrekstrinum yrði 1,5 milljarður í ár. Hann verður 2,2 milljarðar. Nú segir í fjárlagafrum- varpi, að hallinn næsta ár verði 1,6 milljarður króna. Sem sé svipuð tala og fyrr. Jafnlíklegt er, að hallinn á næsta ári verði ámóta og í ár, þegar upp verður staðið. Ríkisstjórnin sagðist fyrr á árinu ætla að eyða halla á ríkisrekstrinum á þremur árum. Sú afstaða er ekki verj- andi, þótt fjármagna eigi hallann með lántökum innanlands. Enn sem fyrr kemur í ljós, að landsfeðurn- ir eru ekki vaxnir þeim vanda að skera ríkisbáknið nægilega niður, til þess að hér verði þokkalegt efna- hagsástand. Af nýmælum, sem fram koma, ber skatt á innfluttar olíuvörur hæst. Fjármálaráðherra segir, að skatturinn muni skila ríkissjóði 600 milljónum króna. Hann telur, að þjóðarbúið hafi til þessa hagnazt um tvo milljarða króna á lækkun verðs á þessum vörum. Því sé rökrétt, að ríkið hirði eitthvað af þessu. Þessi nýja skattlagning er hættuleg. Ekki verður annað ráðið en hún muni keyra upp verð á bensíni, þar sem almenningur hafði glaðzt um sinn, þegar hluti lækkunar erlendis kom fram í lækkun bensínverðs. Nú verður verðið rifið upp, verðbólgan eykst. Launþegar munu í vetur reyna að endurheimta þann kaupmátt, sem við þetta tapast. Olíuverð rýkur upp. Útgerðarmenn eru undrandi og reiðir. Það mun þýða, þegar fram í sækir, að fiskverð hækkar. Hækkun fiskverðs veldur því, að kröfur um gengisfellingu til að bjarga stöðu fiskvinnslu munu verða háværari. Með olíuskatti kann ríkisstjórn- in að vera að kalla yfir sig og þjóðina meiri verðbólgu en ella, meiri launahækkanir og meiri fellingu gengis- ins. Fjármálaráðherra stærir sig af lækkun tekjuskatts um 300 milljónir, sem boðuð er í frumvarpinu. Þetta er þó lítið skref og þýðir svik við loforð, sem ríkisstjórnin gaf fyrir þremur árum. Þá var sagt, að afnema ætti tekju- skatt af almennum launatekjum í áföngum á þremur árum. Fyrsta árið var stigið skref með lækkun tekju- skattsins um 600 milljónir. Annað árið var ekkert gert. Nú er lækkunin aðeins innan við 10 prósent af þeim tekjuskatti, sem einstaklingar bera. Þetta er ekki til að hrósa sér af, heldur einber blekking. Þannig eru stærstu fréttirnar um fjárlagafrumvarpið neikvæðar fyrir landsmenn. Kjarasamningar í vetur hljóta að verða erfiðari en menn vonuðu, að þyrfti að vera. Ríkisstjórnin stendur ekki við að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið, heldur stofnar í hættu þeim árangri, sem náðst hefur. Haukur Helgason. „Kröfluvirkjun. offjárfestingar i ýmsum greinum atvinnulifsins, óskynsamlegar orkuframkvæmdir og fleira og fleira eru minnisvarðar um tækifæri sem við höfum glatað á síðasta áratug." Framfarir eða glötuð tækifæri Þjóðartekjur á mann hækkuðu á siðustu 10 árum um 17%—25% eftir þvi við hvaða ár er miðað. Meðal- vöxtur þjóðarteknanna var 1,6%~2,3% á ári. Þessar tölur eru vísbendingar um hversu mikið lífs- kjörin hafa batnað á síðastliðnum áratug. Við getum kallað þessi ár áratug hinna glötuðu tækifæra. Mikið fj'árfest Mikið var íjárfest á þessum árum. Þjóðarauðurinn á mann jókst um 33%-34% eða um tæp 3% á ári að meðaltali. Þjóðarauðurinn mælir allt það sem við höfum fjárfest { gegnum tiðina. Þegar þjóðartekj- umar aukast ekki jafhhratt og þjóðarauðurinn gefur það til kynna að fjárfestingar okkar hafi ekki ver- ið skynsamlegar. Það þýðir að framleiðni fjármagnsins hefur verið að minnka. Við hefðum auðveldlega átt að geta aukið tekjur okkar á síð- asta áratug um 3% að meðaltali á ári. Kröfluvirkjun, offjárfestingar i ýmsum greinum atvinnulífsins, ó- skynsamlegar orkuframkvæmdir og fleira og fleira eru minnisvarðar um tækifæri sem við höfum glatað á síð- asta áratug. Hefði því fé sem fór til þessara fjárfestinga verið varið til arðbærra hluta væri ástandið mun betra en það er. Framleiðni þjóðarauðsins En skynsamlegustu fjárfestingam- ar hafa ekki aðeins í för með sér aukna framleiðni vínnuaflsins. Sum- ar fjárfestingar spara líka fjármagn. Slíkar flárfestingar auka framleiðni sjálfs þjóðarauðsins. Þvf ætti að vera mögulegt að auka þjóðartekjumar hraðar en þjóðarauðinn, ef fjárfest- ingamar em sem allra skynsamleg- astar og aðrar hvetjandi aðstæður einnig fyrir hendi. Það er athyglisvert að 3,5% meðal- vöxtur þjóðartekna á ári gerir yfir 40% á 10 árum og 4% meðalvöxtur hleðst upp í 48% á einum áratug. Með því að skoða söguna í áratugum sést hvað við erum að missa með því að fjárfesta vitlaust og búa ekki vel að atvinnulífinu. Það þarf engar út- skýringar til þess að skilja hversu auðveldara væri að lifa í landinu og halda uppi menningu og velferð ef kjörin bötnuðu um 40%-50% á ára- tug í stað 17-25%. Kjallariim Vilhjálmur Egilsson formaöur SUS Framfaraáratugurinn Höfuðmarkmið stjómmálamanna í efnahagsmálum á næstu árum á að vera að tryggja að næstu tíu ár verði áratugur framfara en ekki ára- tugur hinna glötuðu tækifæra. Þjóðartekjur á mann á næsta áratug verða að aukast um 40%-50%. Við verðum að komast út úr 17%-25% farinu. Búa verður þannig að atvinnulíf- inu að stjómendur og starfsfólk finni hag sinn í því að leggja sig ffam við að auka framleiðni og verðmæta- sköpun. Verðmætin verða til á vinnustöðunum og þar verða þeir að fá að njóta verka sinna sem ná árangri. Hér skiptir fyrst og ffemst máli að skattar séu ekki svo háir að þeir refsi fólki fyrir að vinna og að undanþágu- og frádráttarreglur séu ekki hvetjandi fyrir eyðslu og bmðl. Stjómmálamenn verða að leyfa fólki að vinna og koma sér áffam. Frelsi og ábyrgð Treysta verður ffelsi einstakling- anna til orða og athafna. En jafn- framt verður að gera kröfu til þess að ábyrgð fylgi gerðum. Fólk verður að fá að spreyta sig og uppskera þegar vel gengur. En án ábyrgðar á eigin gerðum fæst engu breytt þegar miður tekst til. í þjóðfélagi framfara er sífellt verið að gera tilraunir með nýjungar í atvinnulífinu. Forsenda þeirra er athafnafrelsið en ábyrgð á eigin gerðum er til þess að skilja ffá þær tilraunir sem takast og þær spm mistakast. Stjómmálamenn verða að leggja áherslu á athafnaffelsi en þeir mega ekki láta fólk skjóta sér undan ábyrgð. Samkeppnin er nauðsynleg í þjóð- félagi frsimfaranna. Lukka fólks í atvinnulífinu verður að fara eftir því hvemig gengur að uppfylla óskir annarra. Þá fara saman velgengni einstaklinganna og almennar fram- farir. Þegar einum er hyglað á kostnað annars er það fyrirboði stöðnunar. Þess vegna verða stjóm- málamenn að leyfa kostum sam- keppninnar að njóta sín í atvinnulíf- inu. Er skynsemi öfgar? Þannig má halda lengi áfram. En flest af því sem þarf að gera til þess að ná árangri er það sem einungis má kalla gamaldags almenna skyn- semi. Á síðustu 10 árum hefur þessi almenna skynsemi hins vegar ekki átt alltof mikið upp á pallborðið hjá stjómmálamönnum. Það hefúr verið miðlað alltof mikið málum við fram- sóknarmenn allra flokka sem hefur svo komið meira og meira niður á okkur eftir því sem árin hafa liðið. Það er seint hægt að vera öfgafull- ur þegar almenn skynsemi er annars vegar. Það verður að halda almenn- ri skynsemi á lofti og þrjóskast við þegar verið er að leggja til og fram- kvæma hluti sem allir vita að draga úr möguleikum okkar til þess að ná árangri. Stjómmálamenn verða að vera tilbúnir til þess að hugsa í tveimur og þremur kjörtimabilum. Þegar sjóndeildarhringurinn er að- eins frá kosningum til kosninga verða glötuðu tækifærin of mörg. VUhjálmur Egilsson. „Treysta verður frelsi einstaklinganna til orða og athafna. En jafnframt verður að gera kröfu til þess að ábyrgð fylgi gerðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.