Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Stjómmál Tökum 8,3 milljarða að láni erlendis árið 1987 - ríkið og aðrir opinberir sjóðir ætla að fa 7,5 milljarða að láni innanlands Ríki, sveitarfélög og aðrir opin- berir sjóðir munu taka að láni alls 12,2 milljarða á næsta ári samkvæmt frumvarpi til lánsíjárlaga fyrir árið 1987 sem lagt var fram með fjárlaga- frumvarpinu. Erlend lán hins opinbera verða upp á 4,8 milljarða króna. Lán tekin innanlands hljóða upp á tæpa 7,5 milljarða. Gert er ráð fyrir að atvinnufyrir- tæki taki erlend lán upp á 3,5 millj- arða króna. Samtals hljóða erlend lán því upp á 8,3 milljarða og láns- fjárlögin alls upp á rúma 15,7 millj- arða króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir að afborganir af erlendum lánum verði alls 6,7 milljarðar. Lántaka erlendis, nettó, eykst því um 1,5 milljarða. Af þeim 15.744 milljónum króna, sem teknar verða að láni erlendis og innanlands, tekur ríkissjóður, A-hluti, 4.850 milljónir króna, þar af 1.700 milljónir króna erlendis, 1.500 milljónir með sölu spariskír- teina og 1.650 milljónir með verð- bréfakaupum bankanna. Fyrirtæki með eignaraðild ríkis- sjóðs taka 500 milljónir króna, allt erlend lán, og sveitarfélög 350 millj- ónir króna, eingöngu erlendis frá. Til húsbyggingarsjóða verða 3.490 milljónir króna teknar að láni, allt innanlands aðallega með verðbréfa- kaupum lífeyrissjóða. Húsnæðis- málastjórn fær 3.050 milljónir króna og Byggingarsjóður verkamanna 440 milljónir króna. Aðrar lánastofnanir fá 3.054 millj- ónir króna að láni, þar af 2.230 milljónir króna erlendis. Fram- kvæmdasjóður tekur 564 milljónir króna, Fiskveiðasjóður 1.050 millj- ónir króna, þar af 650 milljónir króna vegna greiðsluhalla, Byggða- stofriun 750 milljónir króna, sjóðir iðnaðarins 650 milljónir króna og Stofnlánadeild landbúnaðarins 40 milljónir króna. -KMU Þungbúnir þingmenn: Stefán Valgeirsson, Ólafur Þ. Þórðarson og fjær Kristín Kvaran. Sjátfstæðismenn: Prófkjör á Norðuriandi eystra um næstu helgi Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið næsta laugardag. í framboði eru átta manns, þar á meðal báðir þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Halldór Blöndal og Bjöm Dagbjarts- son. Aðrir sem eru í framboði eru Bima Sigurbjömsdóttir, Margrét Kristins- dóttir, Stefán Sigtryggsson, Tómas Ingi Olrich, Tryggvi Helgason og Vig- fús B. Jónsson. Rétt til þátttöku hafa allir flokks- bundnir sjálfstæðismenn, svo og þeir er undirrita inntökubeiðni í eitthvert sjálfstæðisfélag, búsettir í kjördæminu og náð hafa 18 ára aldri. -KÞ Sjálfstæðisflokkurinn: Ekkert prófkjör á Suðurlandi Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurlandi mun ekki hafa prófkjör til að velja frambjóðendur á lista heldur munu kjömir fulltrúar félaganna i kjördæ- misráði, varafulltrúar þeirra og aukafulltrúar tilnefna fólk á listann. Þetta var ákveðið á fundi kjör- dæmisráðs flokksins um síðustu helgi. Valið fer þannig fram að útbúin er kjörskrá með öllum fulltrúum í kjör- dæmisráði, varafulltrúum þeirra og aukafulltrúum. 25. október verða svo opnaðar kjördeildir hjá hverju fulltrú- aráði i kjördæminu. Til þessara kjördeilda mæta fulltrúamir og skrifa nöfn einhverra sex manna á kjörseðil- inn sem skipa eiga sex efstu sæti listans. Niðurstaða þessa kjörs verður svo lögð fyrir aðalfund kjördæmisráðs um miðjan nóvember. -KÞ í dag mælir Dagfari Að loknum fundi Fljótt skipast veður í loftí. Fundur- inn i Höfða, sem endaði án þess að nokkur niðurstaða fengist og allir vom sammála um að hefði mis- heppnast, er nú orðinn merkilegur og gagnlegur og sögulegur og já- kvæður á nýjan leik. Fer þá aftur að vænkast hagur Reykjavíkur, en um tíma leit út fyrir að borgin okkar yrði svartur blettur á landakortinu og tungunni. Gestabókin hækkar í verði og nú geta Reykvíkingar tekið niður hauspokana og farið að benda á Höfða með stolti og segja: þama var fundurinn. Vegir stjómmálanna em stundum órannsakanlegir. Fyrst sögðu Rúss- amir að sögulegur fundur væri í nánd. Síðan komu þeir út af fúndin- um og sögðu að Kanámir hefðu eyðilagt fundinn á síðustu stundu og komið friðnum fyrir kattamef. Þeir sögðu að stjömustríðið væri einskis nýtt mgl, sem ekki væri mark takandi á. Samt neituðu þeir að skrifa undir samkomulag nema Kaninn hætti við stjömustríðið. Rússamir segjast vilja fækka eld- flaugum og Kaninn háfi verið búinn að samþykkja að fækka hjá sér líka. Samt skrifaði hvomgur undir. Hvemig á maður að botna í þessu? Af Bandaríkjamönnunum er það að segja að þeir sögðu í upphafi að þetta væri undirbúningsfundur, þar sem ekki ætti að ganga frá neinu endanlegu samkomulagi. Svo kom Shultz út af fundinum og lýsti von- brigðum með að ekkert samkomulag skyldi gert. Reagan vildi ekki semja en samt vildi hann semja. Eða rétt- ara sagt: Reagan vildi semja en vildi samt ekki semja. Hvað snýr upp og hvað snýr niður? Niðurstöður fundarins í Höfða vom þær að engar niðurstöður feng- ust. Samt lítur flest út fyrir að nú séu báðir aðilar sammála um að fundurinn hafi fengið jákvæða nið- urstöðu! Hvað skyldu þeir eiginlega segja þegar niðurstöður verða þær að niðurstöður fast? Þá er líka at- hyglisvert sem fréttaskýrendur segja og maður verður auðvitað að taka mark á að þetta með fundinn hafi alveg verið aukaatriði. Það sem skiptir máli er áróðursstríðið eftir fundinn. Fundurinn hafi sem sé ve- rið settur á svið sem einhvers konar stökkpallur fyrir áróðurinn. Þetta sé ekki spuming um það hver vilji semja um frið. Þess þarf ekki enda ríkir ágætur friður í Evrópu og á hann er ekkert bætandi. Það gildir hins vegar í stöðunni að láta það líta svo út í áróðrinum að andstæð- ingurinn sé á móti friðnum en ekki með honum. í þessum efnum er það mál manna að Rússamir hafi skorað fleiri mörk. Gorbatsjov hafði vit á því að taka konuna með sér til ís- lands sem var gífurlega mikilvægt til að varpa húsmóðurlegum og bros- mildum svip á friðarviðleitni Sovét- ríkjanna. Fundurinn, sem hann hélt í Háskólabíói, er sömuleiðis talinn vera snjall leikur í stöðunni, þar sem Gorbi lýsti því fjálglega hvað hann er mikill friðarins maður. Hann var bókstaflega búinn að semja um var- anlegan frið og endanlega afvopnun þegar Kanamir þverskölluðust við tillögum hans og eyðilögðu fundinn. Þetta er ekki dónalegur árangur hjá Gorba þegar haft er í huga að hann ætlaði sér aldrei að semja um frið. Rússamir hafa með öðrum orðum unnið áróðursstríðið og í því er trikkið fólgið. Ekki að semja um frið eða eyða eldflaugum, heldur að vinna það stríð sem snýst um áróð- urinn og er miklu þýðingarmeira heldur en venjulegt stríð þar sem beita þarf sjálfum vopnunum. Vopn- in em framleidd fyrir áróðurstríðið en ekki kjamorkustríðið. Þessu hefur fólk ekki áttað sig á, og ef Dagfari væri ekki svona snjall að lesa á milli linanna og skilja diplómatamál þá hefði hann heldur ekki komið auga á þennan kjama málsins. Vopna- og hergagnafram- leiðsla er báðum stórveldunum nauðsynleg. Hundmð þúsunda manna hafa af því atvinnu að smíða hergögn og hvergi er að finna meiri framfarir í tækni og vísindum heldur en í vísindastöðvum vopnaverk- smiðjanna. Hvomgur aðilinn hefúr efni á því að leggja þessa framleiðslu niður og hvað á að gera við allan þann fjölda ungra manna sem stunda herþjónustu ef enginn em vopnin og vamarstöðvamar til að manna og búa til? Nei, mennimir vom ekki að semja um frið. Þeir vom að semja um það hvemig þeir gætu komið í veg fyrir að semja um frið. Og það tókst. Þess vegna er fundurinn bæði sögulegur og gagnlegur og jákvæður. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.