Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... ■ Margaret Thatcher hefur lýst því opinberlega yfir að hana langi óskaplega í barnabörn. Hins vegar sér hún litlar vonir til þess og er víst aðalhindrunin sú að börn henn- ar tvö - Mark og Carol - eru ekki komin I hjónaband ennþá. Þetta eina smáatriði hefur nú hingað til ekki staðið i vegi fyrir barneignum hérna á íslandi þannig að eitthvað er þetta á annan máta í Bretlandi. Ronald Reagan er efstur á lista yfir þá sem besta mannasiði kunna í Bandaríkjun- um. Sérfræðingarnir segja það viðurkennt meðal bæði demó- krata og repúblíkana þannig að treysta megi niðurstöðunum. Nærri honum á listanum má finna Barböru Bush sem er víst kurteis líka. Hin? vegar fyrir- finnast George Bush og Nancy Reagan þar hvergi og því hlýtur það að vera stóra spurningin hvað í ósköpunum fór úrskeiðis i uppeldi þeirra - bæði i barn- æsku og hjónabandi. Victoria Principal er ákaflega hrifin af fiskmeti og dreif í sig hráan fisk af mikilli atorku í Japansreisu með els- kunni sinni, Harry Glassmann. En máltíðinni var ekki lokiðþeg- ar leikkonan bögglaðist saman af kvölum og mun orsökin hafa verið heiftarleg matareitrun. Harry er herramaður mikill og kippti málunum í lag í snatri - kom elskunni sinni umsvifalaust á sjúkrahús þar sem hún var orðin sæmilega gangfær eftir tvo tíma. Ekki fylgdi sögunni hvort skvísan fór aftur á veit- íngahúsið og kláraði af diskin- um sínum. Blóð Brandos Þeir segja vestra að hún hafi sjóbisnessinn i blóðinu - hin sextán ára gamla Gorgeous Cheyenne Brando. Myndin er tekin á skólasýningu í Pap- etee á Tahiti en þar býr þessi dóttir Marlons Brando og þriðju eiginkonunnar, Taritu. Hvort hún verður síðar súperstjarna stendur víst bara í stjörnunum ennþá en ekki vantar hana hæfileikana að dómi hinna (ærustu sérfræðinga í listinni. Kathleen Kennedy-Townsend er á fuliu í pólitíkinni. A síðasta fundi mætti hún með dæturnar Meaghan, Maeve Kvenkyns „Ég á þá ósk að einn góðan veður- dag verði kvenmaður forseti Banda- ríkjanna - og að hún beri nafnið Kennedy." Þessi fróma bæn gat ekki komið frá neinum öðrum en höfði Kennedyklansins, hinni rúmlega ni- ræðu Rose Kennedy. Sú gamla lætur ekki deigan síga og stjórnar ennþá þeim yngri með harðri hendi. Núna virðist margt benda til þess að henni geti orðið að ósk sinni því að þrjátíu og fjögurra ára gömul dóttir Ethel og Roberts Kennedy er á góðri leið með að verða þekkt nafn í stjómmálaheiminum. Kathleen og Kate. Kennedy Kennedy-Townsend heitir konan, þriggja dætra móðir og byrjaði feril- inn sem aðstoðarmaður Teds Kennedy. Nú segir hún tíma til kom- inn að breyta mynstrinu örlítið: „Konumar í Kennedyfjölskyld- unni hafa alltaf stutt karlmennina og staðið að baki þeim í öllu meiri- háttar veraldarvafstri. Nú er kominn tími til þess að breyta til og hætta að halda okkur í bakgrunni fyrir karlana. Ég hef bara stigið fyrstu skrefin út í sviðsljósið og vona að reynslan muni sýna að tímar jafn- réttis séu raunverulega upp runnir. Fjölskyldan var fjarri Þegar loksins margumrætt brúð- kaup Tatum O’Neal og Johns McÉnroe var haldið þótti íjöl- miðlafólki undarlegt að enginn úr fjölskyldu brúðarinnar sást á staðnum. En skýringin er nú komin í dagsljósið - þeim var bara alls ekkert boðið! Og það sem meira er, Tatum hringdi og bað þau vinsam- legast um að láta ekki sjá sig. Slæmt samkomulag milli Ryans og Johns, andstyggð McEnroanna á foreldrum Tatum og manndráps- ákæra á hendur Griffith, bróður hennar, gerði það að verkum að hin verðandi brúður hringdi í ætt- ingjana og bað þá í guðanna bænum að halda sig fjarri. Ekki gæti gengið að sumir mættu en aðrir ekki og ljóst var að ekki töld- ust allir sýningarhæfir fyrir aðal- inn á Long Island. Faðir Tatum er ekki vanur að taka mótlæti ljúfmannlega og núna öskraði hann af reiði og hótaði að kýla alla tengdafjölskyldu dóttur- innar kalda við næsta tækifæri. Allt kom fyrir ekki og meira að segja amma Tatum - en brúðar- kjóllinn var einmitt úr fataskáp þeirrar gömlu - var beðin um að sitja heima. Nánir vinir þeirra segja ákvörð- unina að mestu komna frá John sem gat ekki hugsað sér frekari hneykslismál á síðum blaðanna. Til þess að deyfa áhrifin gekk hann að þeirri kröfu eiginkonunnar til- vonandi að í framtíðinni fylgdu hún og sonurinn, Kevin, með á öll- um keppnisferðalögum. John finnst það truflandi fyrir spilamennskuna en Tatum segist vita það af eigin reynslu að þetta sé þeirra eina von til þess að halda hjónabandinu til frambúðar. Aöeins ættingjar brúðgumans voru velkomnir í brúðkaupið og hriktir nú hressilega i fjölskyldu O’Nealanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.