Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Útlönd Fahd konungur með tögl og hagldir Konungsfjölskyldan í Saudi-Arabíu óánægð með Yamani. VIII aukinn hlut á olíumörkuðum Ákvörðun Fahds, konungs Saudi- Arabíu, í gærmorgun um að víkja Ahmed Zaki Yamani, olíumálaráð- herra landsins, úr embaetti eftir langvinna þjónustu kom óvænt og hefur vakið athygli. Yamani var búinn að vera olíu- málaráðherra Saudi-Arabíu í 24 ár og helsti frammámaður og skipu- leggjandi OPEC, samtaka olíufram- leiðsluríkja, eftir stofhun samtak- anna. Fréttaskýrendur telja brottvikn- ingu Yamanis sýna það svart á hvítu að í engu hefur dregið úr allsherjar- valdi Fahds konungs og hann hafi sem fyrr tögl og hagldir í landinu. Telja þeir ennfremur að konungur- inn og helstu ráðgjafar hans hafi ekki verið allskostar ánægðir með þróun olíusölumála innan OPEC að undanfómu og ábyrgð Yamanis á þeirri þróun. Vilja aukinn hlut Telja þeir að konungsfiölskyldan vilji hlut Saudi-Arabíu meiri á olíu- markaðnum, jafnvel þó slík aukning á framboði leiði ömgglega til lækk- andi heimsmarkaðsverðs og sé í óþökk samstarfsríkja Saudi-Arabíu i OPEC. „Yamani á marga óvini í konungs- fiölskyldunni og það er vitað mál að konungurinn var ekki ánægður með vemdarstefhu hans á verðlagn- ingu olíu og vildi að hann gætti betur hagsmuna Saudi-Arabíu,“ sagði olíusérfræðingur einn er ekki vildi láta nafhs sins getið. Almennt hefur verið litið á Ya- mani sem samnefnara stöðugleika á olíumarkaðnum, er frekar hafi að- hyllst samvinnu OPEC-ríkja á sviði verðlagningar en frjálst framboð og þar af leiðandi harðvítugt verðstríð. „Ég efast um að valdakjaminn í Saudi-Arabíu kunni að meta hvað Yamani hefur gert fyrir þá,“ sagði Morris Adelman, olíusérfræðingur hjá Massachusetts Institute of Technology, er brottvikning Ya- manis var kunngjörð. Spáði Adel- man auknu ósamræmi í stefhu Saudi-Arabíu í olíumálum, er yrði konungdæminu til tjóns er fram liðu stundir. Yamani var í forystu OPEC-ríkja árið 1973 er þau drógu verulega úr framboði olíu á heimsmarkaði og ollu áður óþekktri hækkun á olíu á heimsmarkaði, með tilheyrandi olíu- kreppu á Vesturlöndum. Eftir verðhmn á olíumarkaðnum undanfama mánuði sökum vaxandi framboðs og aukna efriahagskreppu á meðal OPEC-ríkja í kjölfarið, varð Yamani brátt helsti talmaður sam- vinnu olíuframleiðsluríkja um Umsjón: Hannes Heimisson framboð olíu og kvað einingu þeirra ógnað ef samtök þeirra næðu ekki samkomulagi um sameiginlegt fram- leiðsluhámark. Undanfama mánuði hafa olíu- málaráðherrar samtakanna átt með sér hvem maraþonfundinn á fætur öðrum í Genf þar sem ræddar hafa verið leiðir til að minnka framboðið. Tókst OPEC að lokum að hækka ögn heimsmarkaðsverð sökum tíma- bundinna takmarkana á framleiðslu, en hækkunin var langt frá því að nálgast verð það er OPEC-ríki höfðu fyrr fengið fyrir framleiðslu sína. Haft er eftir sérfræðingum er fylgst hafa með þróun markaðarins að undanfómu að nú eftir brottvikn- ingu Yamanis megi enn á ný búast við vaxandi óeiningu olíufram- leiðsluríkja, ekki síst ef Saudi-Arab- ía kýs að fella úr gildi framleiðslu- takmarkanir er hún hafði fyrr samþykkt undir forystu Yamanis. Ljóst er að ef Saudi-Arabía eykur framleiðslu sína veldur slíkt enn á ný vaxandi olíuframboði og frekari verðhruni. Alþjóða samskipti I Kaliforníu Eftirmaður Yamanis í embætti ol- fumálaráðherra, Hisham Nazer, er að auki kemur til með að halda fyrri embætti sínu sem ráðherra skipu- lagsmála, er gamalgróinn og þraut- reyndur embættismaður í stjómkerfi Saudi-Arabíu. Nazer hlaut mastersmenntun i al- þjóða samskiptum og stjómmála- fræði við Kalifomíuháskóla og hefur á undanfömum árum komið víða við í ráðuneytunum í Riyadh. Nazer er ekki með öllu ókunnur olíumálunum og gegndi meðal ann- ars embætti aðstoðarolíumálaráð- herra frá 1962 til 1968, auk þess að Enginn skyldi lengur efast um alls- herjarvald Fahds konungs I Saudi- Arabíu segja fréttaskýrendur, og telja brottvikningu Yamanis olíu- málaráðherra lýsa óánægju kon- ungs með skertan hlut Saudi-Arabíu á olíumörkuðum heimsins. hafa verið nefndarmaður í svoköll- uðu olíumálaráði undir forsæti Fahds konungs, er hefúr æðstu stjóm með olíuframleiðslu í landinu. „Nazer er hluti af æðsta valda- kjamanum og er búinn að hafa veruleg áhrif í langan tíma, en er þó ekki eins vel þekktur og Yamani á meðal þeirra er fylgjast með olíu- málurn," segir bandarískur olíusér- fræðingur er kynnst hefur Nazer. Baukur L. Haukæcn, DV, Kaupmannahcéí: Nýlega kom fram frétt þess efhis að fbúar Orkneyja og Shetlandseyja norðan við Skotland óskuðu eftir að heyra undir danska konungsríkið á ný; Á níundu öld hertóku norskir vík- ingar eyjamar og vom þær undir stjóm sjálfstæðra jarla þar til 1380 er þær féllu undir dansk-norska kon- ungsríkið. Árið 1469 veðsetti Danakonungur, Kristján I„ eyjamar í reiði sinni. Þurfti hann að tryggja heimanmund Margrétar dóttur Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir sinnar er giftist Játvarði III., kon- ungi Skota. Veðið var aldrei leyst út og hefur lengi ríkt óvissa um undir hverja eyjamar í raun heyra. Fram á miðja átjándu öld var töluð norsk mállýska á Orkneyjum og á eyjunum er mikið um dönsk-norsk ömefhi. Á Orkn- eyjum em um tuttugu þúsund íbúar og einnig á Shetlandseyjum. Gleymdar eyjar Að baki óskar eyjaskeggja um að heyra á ný undir danska konungs- ríkið er langvarandi óánægja með stöðu eyjanna innan breska kon- ungsveldisins. Það sem fyllti mælinn var ákvörðun stjómarinnar í Lond- on um að reisa kjamorkúver á eyjunum. Segja eyjaskeggjar að hingað til hafi eyjamar verið nánast gleymdur hluti Bretlands og litið á íbúana sem annars flokks fólk. Nú séu eyjamar hins vegar nógu góðar og mikilvægar. Auk þessa sé mið- stýringin mikil og fari oft út í öfgar og það skrifstofuveldi er henni fylg- ir. Lýsandi dæmi er þegar bruni verður á eyjunum. Þá segja reglum- ar að sá er gerir slökkviliðinu viðvart eigi að hringja til Aberdeen í Skotlandi. Síðan sjái brunayfirvöld í fyrstu vom eyjaskeggjar ekki hrifnir af þvi að fá olíuiðnað á eyjamar en sættu sig þó við það þar sem atvinnutækifærum fjölgaði. þar um að gera slökkviliði staðarins viðvart. Hafa mörg hótel bmnnið til gmnna á eyjunum. Þrátt fyrir óánægjuna em eyja- skeggjar að hluta til háðir breska ljóninu efnahagslega. Eini iðnaður- inn er olíuiðnaður. 1 fyrstu var fólk ekki hrifið af því að fa olíuiðnað á eyjamar en þar sem þrjú hundmð manns fengu vinnu var gefið eftir. Heim til Danmerkur Óskir um að heyra undir Dani á ný hafa heyrst einna hæst á Orkn- eyjum. Þar em samtök er nefhast „Heim til Danmerkur" og hafa þau sent undirskriftalista til Margrétar drottningar með ósk um að heyra undir stjóm hennar á ný. Margur lítur líklega á þetta sem einhvers konar spaug en íbúum eyjanna er alvara. Ef þeir ná ekki markmiði sínu hafa þeir í það minnsta ógnað stjóminni í London. En þeir ætla sér að ná fram vilja sínum. Vonast þeir til að ná sömu stöðu innan danska konungsríkisins og Færeyingar og Grænlendingar hafa fengið og bæta því við að þeim geðjist mjög vel að skandinavískum aðstæðum. Má þar nefna stefnu í félagsmálum, náttúmvemdarmálum og fiskveiðimálum. fbúar eyjanna segja einnig að þeir séu mjög ólíkir Skotum og því geti þeir alveg eins heyrt undir danska stjóm. Skattar og viskí Eina áhyggjuefni þeirra er skattaálagning Dana á áfengi en eft- ir því sem heimildarmenn á eyjunum segja hafa hinir tveir viskíframleið- endur eyjanna uppi áætlanir er myndu leysa þá undan slíkum álög- um ef... Breska stjómin segist ekki vera tilbúin til að láta af hendi Orkneyjar og Shetlandseyjar fyrst um sinn enda áætlanir uppi varðandi kjamork- una. Eyjaskeggjar hafa aftur á móti beðið danska utanríkisráðuneytið um að reka aðskilnaðarmál sitt fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Verður athyglisvert að fylgjast með við- brögðum gamla heimsveldisins í þessu máli. Heim til þín, Danmörk Shetiandseyjar og Orkneyjar vilja aftur undir danska sljóm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.