Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. 7 Atvinnurnál Gríðarleg flugvélakaup Gunnars Björgvinssonar „Ég held að þetta sé stærsti samn- ingur sem ég hef gert,“ sagði Gunnar M. Björgvinsson flugvélasali um gríðarleg flugvélakaup sem hann stendur nú í. Til DV höfðu borist fregnir um að Gunnar væri að kaupa íjölmargar þotur af DC-9 gerð frá Sviss. „Ég get bara sagt að þær eru fleiri en tíu, kannski ellefu eða um það bil. Þetta eru allt DC-9 þotur, flestar frá Sviss. Þær eru keyptar frá tveim aðilum, annar er i Sviss. Ég vil ekki ræða það nánar hverjir það eru. Ég sé bara um þetta verkefni. Ég er ekki að kaupa neitt sjálfur. Þetta er einn pakki. Ég sé um kaupin fyr- ir ýmis fyrirtæki og einstaklinga," sagði Gunnar. Um þjóðemi kaupendanna sagði hann fyrirtækin aðallega skrásett í „skattahagstæðum ríkjum", einnig Skandinavíu. „Ég er með umboð frá nokkmm aðilum um að líta í kringum mig þegar ég sé vélar til sölu og álít að það sé hagkvæmt að fara af stað. Það taka nokkrir sig saman til að dreifa áhættunni, til að hún verði ekki öll á einum herðum. Það verður reynt að selja þessar þotur eða leigja. Það er búið að selja eina. Við erum bara búnir að fá eina aflienta. Þær verða aðallega afhent- - kaupir tug af DC-9 þotum, aöallega frá Sviss Þota af gerðinni DC-9. Gunnar keypti yfir tíu slíkar. ar á næsta ári og 1988,“ sagði Gunnar. DV hefur áður birt fréttir af mikl- um flugvélakaupum hans. Árið 1983, fyrir þremur árum, skýrði blaðið frá því að hann hefði keypt fimm Boeing 707-þotur frá Air France og sex þyrl- ur frá danska ríkinu. „Ég reyni að hafa samningana stóra til að geta haft frí á milli. Ég vil geta lifað lífinu,“ sagði Gunnar. Gunnar M. Björgvinsson flugvéla- sali. Skrúfuþotan sem Gunnar ferðast með um Evrópu. Magnús Guðmundsson fiugstjóri, sem er fyrir framan flugvélina, flaug með Gunnar um tima árið 1983. DV-mynd Valgeir Hann er nú búsettur í Liechten- stein, smáríkinu á landamærum Sviss og Austurríkis. Um helgar dvelur hann oft í húsi sínu í Nice á frönsku Rívérunni. Til að auðvelda ferðalög milli Evr- ópuborga, meðal annars reglulega á stjórnarfundi í fyrirtæki í Brússel, hefur hann skrúfuþotu og flugmann sérstaklega fyrir sig. Gunnár er fæddur í Reykjavík og er flugvirki að mennt. Hann vann hjá Loftleiðum í Lúxemborg frá 1962 til 1974 er hann færði sig yfir til Cargolux. Þar var hann yfirmaður viðhaldsdeildar til 1982 er hann fór út í eigin rekstur. Fyrir sjö árum lét Gunnar af ís- lenskum ríkisborgararétti og fékk í staðinn ríkisfang í Lúxemborg. -KMU DV á Húsavík: Unnið á fullu í íþróttahúsinu Jón G. Haukssan, DV, Akureyii; „Við erum að klæða meðfram loftinu núna, en annars er verkið samkvæmt áætlun, húsið verður örugglega búið fyrir landsmótið næsta sumar,“ sagði Bergsteinn Karlsson húsasmiður en Trésmiðirnir Bergsteinn Karisson, fyrrum markvörður Völsungs í hand- bolta, og Leifur Jósefsson við vinnu i salnum í nýja íþróttahúsinu á Húsavik. hann er einn þeirra sem vinna í nýja íþróttahúsinu á Húsavík. Stórglæsilegt íþróttahús. Það er rúmir tvö þúsund fermetrar að stærð og sjálfur salurinn verður gríðarlega stór. Áhorfendabekkirnir verða út- dregnir, líkt og neðri sætin í Laugar- dalshöllinni. í húsinu verður ennfremur kaffiter- ía, þreksalur, aðstaða fyrir kennara og margt fleira væri hægt að telja upp. Að sögn Bergsteins hafa menn þegar þjófstartað og spilað handbolta á steyptu gólfinu. „Þetta er saklaust. ennþá, það verður lagt á gólfið í mars, eftir það styttist í að allt verði klárt.“ íþróttahúsið á Húsvík verður eitthvert það glæsilegasta hérlendis. Griöarlega stór iþróttasalur verður i þvi, auk kaffiteriu, þreksalar og fleira. DV-mynd JGH Vanrækt að skrá slys á sjómönnum Árið 1985 vom skráð slys á fískiskipum 419 og 35 í farskipum í ályktun frá þingi Sjómannasam- bands Islands er því haldið fram að áreiðanlegar heimildir séu fyrir því að slys um borð í íslenskum skipum séu ekki alltaf skráð. Þess vegna skoraði þingið á skipstjómarmenn og trúnað- armenn sjómanna að sjá til þess að öll slys um borð í íslenskum skipum verði skráð. Árið 1985 em skráð 419 slys á sjó- mönnum um borð í fiskiskipum og 35 um borð í farskipum. Þetta er mjög há slysatíðni, hvað þá þegar vitað er að öll slys em ekki skráð. Nú mun í burðarliðnum mikil her- ferð hjá Siglingamálastofnun til þess að fá öll slys skráð. Magnús Jóhanns- son siglingamálastjóri segir að fyrir- byggjandi starf til að koma í veg fyrir slys um borð í skipum nái ekki fullum tilgangi fyrr en slysaskráning verði fullkomin. Magnús telur að ástæðan fyrir því að skipstjómarmenn skrá ekki öll slys sé fyrst og fremst kæm- leysi en ekki að menn séu vísvitandi að koma sér undan því. Það mun eink- um vera ef smáslys á sér stað sem menn ekki skrá þau. Þeir gleyma því að næst getur slys af sömu ástæðu orðið stórt. -S.dór. Staðarvalsnefnd: Skýrsla um Suðumesin Staðarvalsnefnd um iðm-ekstur, sem skipuð var 1980, hefur sent frá sér skýrslu um náttúrufar, minjar og landnýtingu á Suðumesjum sem unnin er af Náttúrufræðistofhun ís- lands. I skýrslunni er fjallað um jarðfræði, gróðurfar og dýralíf á Suðumesjum, þ.e. svæðinu milli Hafria og Hvaleyrarholts. Fjallað er um svæði sem talin eru sérstaklega áhugaverð og viðkvæm og ástæða er til að vemda. Staðarvalsnefnd var falið að fjalla um hvar helst kæmi til álita að reisa iðjuver í tengslum við nýtingu á orku og hráethisáuðlindum landsins. Störf nefndarinnar hófust með svo- nefndu forvali á þeim svasðum sem helst komu til greina fyrir orkufrek- an iðnað. í þessu forvali var lögð sérstök áhersla á eftirfarandi atriði; vinnumarkað, hafnarskilyrði, land- r>ini og orkuöflun. Að þessu loknu kom seinni áfangi verksins sem nefndin kallar stað- háttarannsóknir. Fjöldi rannsókna hefur þegar verið gerður í þessum áfanga og eru þar nefndar náttúm- fræðirannsóknir á vesturströnd Eyjafjarðar, við Húsavík, í Reyðar- firði, á Innnesjum (höfuðborgar- svæðinu) og á Suðumesjum. í desember sl. ákvað iðnaðarráðherra að leggja staðarvalsnefnd niður en fól jafnframt fomianni hennar og starfsmönnum að ljúka þeim verk- efnum nefndarinnar er þá voru á lokastigi. Eitt af þéim var útgáfa skýrslu um náttúrufar á Suðurnesj- um sem nú er komin út. Þessi skýrsla þykir svo merkilegt plagg að ákveðið hefur verið að selja hana á almennum markaði og fæst hún i Bókabúð Keflavíkur og Bóka- búð Lárusar Blöndal í Reykjavík. -S.dór. Viðvarandi vinnuaflsskortur hjá iðnfyrirtækjum: Lýsa eftir 330 manns Hjá fyrirtækjum, sem eiga aðild að Félagi íslenskra iðnrekenda, vantar stöðugt fólk til starfa. í skyndikönnun, sem gerð var hjá 174 fyrirtækjum, vantaði 330 manns í vinnu en störf hjá þessum fyrirtækj- um eru alls 5150. Mestur reyndist skorturinn á höf- uðborgarsvæðinu. Sérstaklega vantaði ófaglært fólk í fataiðnað, einkum í stærri verksmiðjur og á dagvaktir þar sem vaktavinna er. Annars staðar á landinu vantaði firemur faglært fólk. í matvælaiðnaði vantaði 38 manns, þar af 3 faglærða. I fataiðnaði vant- aði 119 ófaglærða og 3 faglærða. í tréiðnaði vantaði 44, þar af 26 fag- lærða. í steinefnaiðnaði vantaði 25, þar af 3 faglærða. í málmiðnaði vant- aði 2 ófaglærða og 32 faglærða. Einhverja vantaði í nær allar aðrar iðngreinar. „Hér er ekki um tímabundið ástand að iæða heldur viðvarandi og því nauðsynlegt að kanna vel hvernig bregðast megi við,“ segir í riti FII, Á döfinni. en þar er greint firá þessu ástandi í íslenskum iðnaði. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.