Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Viðskipti Hvað er fiskmarkaður? Ekki er víst að allir viti hvað fisk- markaður er eða réttara sagt hvað þar fer fram og hvemig þar er unnið, en mikið er nú rætt um að setja upp slík- an markað hér á landi. Áratugahefð. er fyrir fiskmörkuðum í Bretlandi og Þýskalandi og hefur þar þróast upp kerfi sem án efa er eitt það besta sem hægt er að setja upp. Á þessum fiskmörkuðum hefst vinna mjög snemma. Um miðja nótt hefst undirbúningur að sjálfu uppboðinu sem vanaiega fer fram á bilinu 5-8 að morgni. Segja má að allt sé búið upp úr kl. 8, nema að þrífa salinn. Teikningin, sem hér fylgir, sýnir hvemig hlutimir ganga fyrir sig á fisk- markaðnum’ í Hamborg en hann er eins upp byggður og aðrir þýskir fisk- markaðir. -S.dór. Miklar breytingar á fasteignaverði ffá ágúst til september: Verð á einbýlishúsum hækkar um 13 prósent Miklar hækkanir urðu á söluverði íbúða í fjölbýlishúsum nú í haust og námu hækkanir á milli mánaðanna Peningamarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundn- 8-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8,5-10 Ab.lb. Vb 6 mán. uppsögn 9,5-13,5 Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður- Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-1.5 Sp 6 mán.uppsögn 2,5-3,5 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggö Bandaríkjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8,75-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskarkrónur 7,5-9 Ib Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv) 15,25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge Allir Almcnn skuldabréf(2) 15,5 Allír Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 15,25 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Utlán til framleiðslu ísl. krónur 15 SDR 7.75 Bandarikjadalir 7.5 Sterlingspund 12,75 Vestur-þýsk mörk 6.25 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1509 stig Byggingavísitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs. Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 216 kr. Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. ágúst og september 8,1%. Jafnframt er talið að um enn meiri hækkanir hafi verið að ræða á einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu og íbúða utan þess og benda fyrstu upplýsingar til þess að þar sé hækkunin um 13% á milli áðurgreindra mánaða. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Fasteignamats ríkisins. \ Ásamt því að verð íbúða hækkaði versnuðu greiðslukjör og í september var staðgreiðsluverð blokkaríbúða í Reykjavík 30,1% hærra en gildandi fasteignamat. Hins vegar var þessi munur aðeins 12,2% í apríl síðastliðn- um þegar söluverðið var hvað lægst. Þetta jafngildir um 16% hækkun íbúðaverðs á þessum fimm mánuðum. Ásamt því að söluverð hækkaði ver- snuðu greiðslukjör og hækkaði útborgun úr 70,4% af söluverði íbúða í fjölbýli í 74,9% milli mánaðanna ágúst og september og segir í frétta- bréfinu að lengi hafi útborgun ekki verið jafnhá. Þessar breytingar á fast- eignaverði og greiðslukjörum má rekja til fyrirheita um hækkun fast- eignalána með tilkomu nýrra laga um Húsnæðisstofhun ríkisins að því er fram kemur í fréttabréfinu og hafi umræður þar um skapað „væntingar“ á fasteignamarkaðinum og aukið eftir- spum. í fréttabréfinu kemur enn fremur fram að þegar miklar verðhækkanir verða, á skömmum tíma á fasteigna- markaðinum kemur einnig fram óregla á söluverði. Er tekið dæmi um hækkanir á söluverði íbúða í fjölbýli í september og kemur þar fram að verðið á slíkum íbúðum hefur hækkað um liðlega 15% fyrstu vikuna en nokkrar sveiflur urðu á verði þennan mánuðinn. -ój 01 og gosdiykkir: Samdráttur milli ára f „hagsveifluvog iðnaðarins", sem er könnun á stöðu íslensks iðnaðar og Félag íslenskra iðnrek- enda og Landssamband iðnaðar- manna gefa út, kemur fram að vöxtur er í nær öllum greinum ís- lensks iðnaðar. Það stingur }>ó í augu að í framleiðslu öl og gos- drykkja er samdráttur hjá öllum sem svara í könnuninni milli 2. ársfjórðungs* 1985 og 2. ársfjórð- ungs 1986. Þegar skýringar á þessu var leit- að voru svörin á þá leið að ekki hefði orðið samdráttur í fram- leiðslu og sölu á gosdrykkjum en aftur á móti er samdráttur í sölu á íslensku öli. Ástæðan er mjög harðnandi samkeppni við innflutt léttöl. Þá mun einnig hafa orðið minnkun í sölu á ávaxtadrykkjum framleiddum hér á landi. Kemur þar fleira en eitt til. í fyrstii lagi var mikil uppsveifla í sölu þeirra 1985 en þá var verið að markaðs- setja þessa vöru og mikið auglýst. { annan stað hefúr samkeppnin harðnað með innflutningi á er- lendum ávaxtasafa sem seldur er á afar hagstæðu verði. Að sögn Hjartar Hjartar, hag- fræðings Félags íslenskra iðnrek- enda, má segja að hvað varðar ávaxtadiykkina og ölið standi framleiðendurþess nú friimmi fyrir svipuðu vandamáli og sælgætis- iðnaðurinn fyrir nokkrum árum í samkeppni við innflutninginn. Sælgætisiðnaðurinn mætti sam- keppninni af hörku og hefui’ nú rétt sinn hlut og það ættu öl- og ávaxtadrykkjaframleiðendur að geta líka. -S.dór. Góð ávöxtun í víxlaviðskiptum bankanna: Ná yfir 40 prósent ávöxtun í 15 prósent verðbólgu (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. (2) Vaxtaálag á skulda- bréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtu- dögum. Ávöxtunarkröfur bankanna í víxla- viðskiptum eru frá því rúmlega 33% og upp fyrir 40% þegar miðað er ann- ars vegar við algenga, almenna víxla og hins vegar við algenga viðskipta- víxla. Hraði verðbólgunnar er nú um 15%, mældur til árs, og þeir vextir sem bankamirgreiða á iimlán gefa 13-19% ársávöxtun. Víxlaviðskipti virðast því vera þokkalega arðbær. Útvegsbankinn gerir hæsta ávöxt- unarkröfú bæði varðandi almenna víxla og viðskiptavíxla en Lands- bankinn þá lægstu, samkvæmt samanburði sem birtur er í Tíðindum Vinnuveitendasambandsins. Borin eru saman víxillán í fimm bönkum, Búnaðarbanka, Landsbanka, Verslunarbanka, Iðnaðarbanka og TJtvegsbanka. I útreikningi á vaxta- töku af 50.000 króna viðskiptavíxli til 25 daga tekur Landsbankinn 36,4%, miðað við ár, en Útvegsbankinn er nokkru hæstur með 40,6%. 2-3% lægri ávöxtun er á almennu víxlunum. f Tíðindum VSÍ er einnig greint frá mismunandi meðferð bankanna á föllnum viðskiptavíxlum. Meginregl- an virðist vera sú að þessir vixlar eru gjaldfærðir á seljendur víxlanna með áfollnum dráttarvöxtum mismörgum dögum eftir að þeii gjaldfalla. Þannig getur ávöxtun bankanna á víxilkaup- afé næstum tvöfaldast í sumum tilvik- um, eins og DV hefúr raunar greint frá áður. Þá eru vanskilavíxlar í einhverjum tilvikum gjaldfærðir á hlaupareikn- inga seljenda, jafnvel þótt reikning- amir fari þá yfir heimild. -HERB Um 120 tonnum af síld var landað úr Valdimar Sveinssyni i Eyjum fyrir helgi. Myndin er tekin við löndunina. DV-mynd Ragnar S. Vestmannaeyjar: Fyrsta sfldin Kagnar Siguijónsson, DV, Vestaeyjunr Valdimar Sveinsson kom fyrir helgina til Vestmannaeyja með 120 tonn af síld. Þetta er fyrsta síldin sem berst á land í Eyjum á þessari vertíð. Síldin veiddist í Norðfjarðarflóan- um en þangað er um það bil sólar- hringssigling frá Eyjum. Hún fór bæði í salt og frystingu og var skipt á milli stöðvanna. Þær hefur sárlega vantað hráefni til vinnslu í haust þannig að vinna hefur fallið niður af þeim sökum. Ef rætist úr mark- aðsmálum má gera ráð fyrir að ástandið lagist fljótlega hjá frysti- húsunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.