Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. fþróttir Nýr stjóri hjá Bróssum Brasilíska knattspyrnusam- bandið hefur loks fundið eftir- mann fyrir Tele Santana sem það fékk til að taka við brasilíska landsliðinu sem „neyðarúrræði" fyrir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó í sumar. Hinn nýi herra landsliðsins heitir Jair Percira og er þekktur í heimalandi sínu og víða sem þjálfari og fyrrum knattspyrnu- maður. -klp- Sú sænska gerði það gott í golfinu Svíar hafa ekki aðeins verið að gera það gott í keppni atvinnu- manna i golfi í Evrópu í ár heldur einnig í keppni atvinnukvenna. Sérstiiklega er það þó ein stúlka sem það gerir. Hún heitir Lotta Neuman og er þetta hennar fyrsta ár í þessum mótum. Samtals hefur hún fengið í verðlaunafé á þessu keppnistímabili yfir 33 þúsund sterlingspund liðlega tvær milljónir ísl. króna. Varð hún önnur tekjuhæsta konan í keppni þeirra kvenna sem hafa atvinnu af þvi að leika golf í Evrópu í ár. Sú sem varð tekjuhæst var breska stúlkan Laura Davies sem vann sér inn 36.377 pund á árinu. Síðasta keppni kvennanna í ár var í síðustu viku á La Manga á Spáni. Fyrir þá keppni var Lotta búin að hala inn mest af aurum. En í þessu móti varð hún í 26. sæti og fékk lítið fyrir það. Laura v'arð aftur á móti í 1. sæti í mót- inu og fékk 3.750 pund fyrir. Það nægði henni til að komast upp fyrir þá sænsku. -klp- Norman efstur í USA Ballesteros í Evrópu Skarphéðinn • Ingrid Kristiansen. Hlaupið fyr- ir peninga Það má segja að það séu peningur í hverju skrefi hjá þeim sem best standa sig í hlaupum í heiminum í dag. Einna mestur er peningurinn hjá þeim sem allir halda að séu tandurhreinir áhugamenn og koma ffú löndum þar sem íþróttaforustan sver og sárt við leggur að hjá þeim sé ekki til neitt annað en áhugamennska. Eitt þessara ianda er Noregur og einn þeirra fjölmörgu hlaupara, sem keppirsem áhugamaður hvar sem er en fær greitt stórfé fyrir að keppa, er norska hlaupa- drottningin Ingrid Kristiansen. I Dagblaðinu norska var sagt frá því á dögunum að Ingrid þeirra gæti unnið sér inn liðlega 150 þúsund dollara og jafnvel enn meira en það ef hún sigraði í Chicago maraþonhlaupinu en það fór fram í Chicago um síðustu helgi. Blaðið sagði að hún fengi 40 þúsund dollara fyrir það eitt að mæta í mótið. Hún fengi aðra 40 þúsund dollara fyrir að sigra í mótinu. Þá fengi hún 25 þúsund dollara ef hún bætti met Joan Benoit, sem var 2:21.21 og ef hún bætti sitt eigið met, sem er 2:21.06, fengi hún 50 þúsund doil- ara að auki.. Ekki tókst þeirri norsku að ná í alla þessa dollarahrúgu í þetta sinn. Að sjálf sögðu sigraði hún í hlaupinu - og fékk sína 40 þúsund dollara fyrir það - og hin 40 þúsundin fyrir að mæta. En hún missti af 25 þúsundunum og 50 þúsundunum því tími hennar í þessu hiaupi - vegalengdin 42,195 km - var 2:27.09. Engu að síður er það nokkuð gott kaup fyrir um tveggja og hálfrar klukkustundar langt hlaup að fá 80 þúsund dollara og halda samt enn áhugamannaréttindunum. -klp- Nú er stærstu atvinnumannamót- unum í golfi á þessu keppnistímabili lokið. Keppnistímabilinu í Evrópu lauk um síðustu helgi með Portugal Open og aðeins eru nokkur minni húttar mót - í það minnsta hvað verðlaunaféð snertir eftir í Banda- ríkjunum. í gær var gefinn út listinn yfir þá kylfinga sem hafa unnið sér inn mestu upphæðirnar á þessu keppnis- tímabili sem eru ekki neinir smáaur- ar. Skiptir upphæðin sem þessir menn vinna sér inn á einu keppnis- tímabili milljónum íslenskra króna. Það sést best á þessum lista hér á eftir en þar eru skráð nöfnin og upp- • Greg Norman frá Astralíu er ekki á flæðiskeri staddur peningalega. 9. Bernhard Langer.......337.300 10. John Mahaffey.........375.672 Allir þessir menn nema Greg Norman (Ástralíu) og Bernhard Langer (V-Þýskalandi) eru Bandaríkjamenn. Evrópa: Steve. Ballesteros, Spáni..346.558 J. Maria Olazabal, Spáni...195.558 Howerd Clarl, Bretlandi....174.319 Ian Woosnam, Bretlandi.....159.971 Gordon Brand, Bretlandi....152.029 Mark McNulty, Zimbabe......144.897 Rodger Davis, Ástralíu.....136.462 Anders Forsbrand, Svíþjóð..121.129 Ronan Rafferty, Bretlandi..114.879 Gordon Brand jr., Bretlandi ...112.453 Vert er að geta þess að keppnis- tímabilið í Evrópu er mun styttra en i Bandaríkjunum og verðlaunaféð oft ekki eins hátt þar. Það sem vekur mesta athygli á þessum Evrópulista er gott gengi Svíans Anders Forsbrand en þó mest frábær árangur hins unga Spánverja Jose-Maria Olazabal. Þetta var hans fyrsta ár sem at- vinnumaður í golfi. Hann vann sér atvinnumannaréttindin með því að sigra í keppninni eða skólanum sem þeir Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson tóku þátt í á Spáni sl. haust. Þaðan komust þeir efstu í at- vinnumennskuna. Olazabal var spáð glæstri framtíð í íþróttinni en enginn átti von á þessum árangri hjá honum strax á fyrsta ári. -klp- hæðin sem þeir bestu höfðu á árinu. Þarna er aðeins um verðlaunafé úr mótum að ræða. Þar fyrir utan hafa þessir menn annað eins ef ekki meira í tekjur fyrir auglýsingar og annað er varðar golfið og fleira. Þeir tekjuhæstu eru þessir, upp- hæðin er í bandarískum dollurum. Bandaríkin: 1. GregNorman............653.2% 2. Bob Tway.............647.780 3. Payne Stewart........535.389 4. Andy Bean............491.939 5. Dan Pohl.............461.130 6. Hal Sutton...........429.434 7. Tom Kite.............394.164 8. Ray Floyd............390.508 •Severiano Ballesteros þénaði mest allra kylfinga í Evrópu. I I „Botnliðið í deildinni „iyefviixxefxu jl iavíjvuuj-jí sagði í texta með þessai Það skýrir sig að sjálfeögðu þegar maður veit hvaðan myndin og textinn kemur jafnvel íþróttafréttamenn, oft i léttu skapi. Textinn er heldur ekkert rangur. 1 Irlandi og varð í neðsta sæti í írsku kvennadeildinni í hurling sem er sérstök i • Það er munur að geta migið standandi eða hvað? Þessi mynd var tekin fyrir knattspyrnuleik í Laugardalnum í haust og sýnir vel það aðstöðuleysi sem fyrir hendi er og ekki sér fyrir endann á. Hvemig hefði farið ef kvenfólk hefði átt hlut að máli? DV-mynd Gunnar Sverrisson réð ekki við Kjartan Bikarinn hvarf og hesturinn lést Frægt varð þegar styttunni sem veitt var heimsmeisturum í knatt- spyrnu var stolið hér um árið. Hún fannst og önduðu þá allir knatt- spyrnuáhugamenn um allan heim léttar. Nú hefur annarri frægri styttu ve- rið stolið. Er það hinn frægi „Chelt- enham Golf Cup" en það eru fínustu verðlaun sem veitt eru í hestahlaup- um á öllum Bretlandseyjum. Gripurinn, sem er um 25 sm hár og úr skíragulli, var í varðveislu hefðarfrúarinnar í County Water- ford Hill á írlandi. Var hann hjá henni eftir að hestur hennar, Dawn Run, hafði unnið þennan eftirsótta grip í mars sl. Ekki kemur til þess að hann vinni hann aftur - þó svo að gripurinn, sem metinn er á yfir 16 þúsund sterlings- pund, komi aftur í leitirnar. Dawn Hill lést á hlaupabrautinni 1 París í júlí sl. eftir að hafa hálsbrotnað við fall yfir hindrun. -klp- „Kjartan Busk var illviðráðanleg- ur,“ ságði Torfi Rúnar Kristjánsson, þjálfari Skarphéðinsmanna, eftir tap gegn HK í karladeildinni í blaki á Laugarvatni í gærkvöldi. Kópavogspiltar sigruðu 3-0; 15-11, 15-11 og 15U3. I lokahrinunni höfðu Sunnlendingamir lengst af yfirhönd- ina en töpuðu á endasprettinum. I fyrrakvöld steinlágu Víkingar íyrir meisturum Þróttar nokkuð óvænt. Þróttur sigraði 3-0; 15-10, 15-8 og 15-4. Búist hafði verið við meiri mót- spymu af hálíú Víkinga, sem annars hafa byrjað veturinn mjög vel. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.