Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Austurbrún. 2ja herb. íbúð í háhýsi til leigu. Tilboð sendist DV, merkt „Stór- kostlegt útsýni“. Til leigu herbergi í Hlíðunum. Uppl. í síma 15073 eftir kl. 18. . ' ■ Húsnæöi óskast Ung hjón, 26 og 28 ára, með ‘A árs barn, óska eftir 3ja til 4ra herb. íbúð í mið- eða vesturbænum sem allra fyrst. Góðri umgengni heitið ásamt skilvísum greiðslum. Fyrirfram- greiðsla möguleg. Uppl. í síma 621468 á kvöldin og um helgar. Ung reglusöm hjón með tvö börn, 2ja og 6 ára, óska eftir 3-4 herb. íbúð í Kóp., allir fjarverandi á daginn í skól- um og vinnu, fyrirframgr. möguleg, og/eða öruggar mánaðargr. Allar frekari uppl. gefnar í síma 42526 á —-kvöldin og um helgar. Kópavogur. Okkur bráðvantar íbúð í Kópavogi sem allra fyrst, til greina kemur heimilishjálp ef óskað er. Fyr- irframgr. og meðmæli. Sími 44596. Læknir, nýkominn utan at landi, óskar eftir 3-4ra herb. íbúð sem fyrst. Fjögur í heimili. Reglusemi og öruggar greiðslur. Uppl. í síma 28257 eða 71256. 23 ára stúlka í háskólanámi óskar eftir herbergi á leigu, með eldunar- og bað- aðstöðu, eða leigja íbúð með öðrum, helst í miðbænum eða nálægt Háskól- anum, heimilisaðstoð kemur til greina. Uppl. í síma 19695. 27 ára karlmaður, nýkominn úr námi erlendis, óskar eftir einstaklings- eða 2ja herb. íbúð. Mjög góðri umgengni, reglusemi og skilvísum greiðslum heitið, einhver fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 31158. Húseigendur, athugið. Höfum leigjend- ur að íbúðum, sérstaklega 2-3 herb., einnig að öðru húsnæði. Opið kl. 10_ 17. Húsnæðismiðlun Stúdentaráðs HÍ, sími 621080. 26 ára reglusaman blaðamann og kennara bráðvantar 2ja herb. íbúð til leigu, öruggar greiðslur og góð um- gengni. Uppl. í síma 34612 eftir kl. 14. Athugið! 26 ára skóladreng bráðvantar einstaklingsíbúð. Lofa öllu sem aðrir lofa og stend við það. Uppl. í síma 18122 eftir kl. 18. Breiðholt. Reglusöm hjón með eitt barn óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð til leigu frá 1. des., góðri umgengni heit- ið. Uppl. í síma 75747 eftir kl. 18. Tvær ungar stúlkur óska eftir 2-3 herb. íbúð, einhver fyrirframgr. og öruggar mánaðargreiðslur Uppl. í síma 97-8328 og 99-6052. Einhleypur maður óskar eftir einstakl- ings- eða 2 herbergja íbúð. Uppl. í síma 71158. Vantar tveggja herb. íbúð, helst í mið- bænum, engin fyrirframgreiðsla, reglusemi. Sími 34970. Einstæða 2 barna móður, sem er í námi, vantar tilfmnanlega íbúð, helst í Ár- bæjarhverfi (þó ekki skilyrði). Ein- hver fyrirframgreiðsla og öruggar mánaðargreiðslur. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-1559. Hjúkrunarfræðingur, sem starfar á Borgarspítalanum, óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 651806 eftir kl. 16. ■ Atvinnuhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu 60-100 m2 vinnuaðstöðu fyrir ljósmyndavinnu. Símar 622463, 621871 eða 33424 eftir kl. 17. Til leigu 60 ferm, 3 herb. og snyrting á jarðhæð. Sími 40239. Geymsla fyrir eina bifreið óskast í u.þ. b. 4 mán., frá 1. nóv. ’86 til 1. mars ’87, lögð er áhersla á þrifalega um- gengni í geymslunni. Uppl. í síma 16640. Verslunarhúsnæði. Til leigu 75 fm verslunarhúsnæði á götuhæð nálægt Laugaveginum. Góðir gluggar, laust fljótlega. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-1538. Lítil heiidverslun óskar eftir 1-2 skrif- stofuherbergjum. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-1577. ■ Atvinna í boði Spennandi starf í nýju fyrirtæki. Einn af viðskiptavinum okkar vantar starfsmann til þess að hafa umsjón með efnisvinnslu, sníðagerð, sauma- skap, gæðaeftirliti og pökkun í nýju fyrirtæki. Nánari uppl. gefur auglýs- ingastofan Gott fólk, Ármúla 15, sími 39600. Kona eða maður óskast til að gæta sjúklings hálfan daginn 2-3svar í viku eftir samkomulagi. Uppl. í síma 41530. Beitingarmenn óskast til starfa í Hafn- arfirði. Uppl. í síma 52376. Okkur vantar hressa stúlku á kaffiter- íu, vaktavinna. Uppl. í síma 12940. Óskum eftir að ráða stúlkur til fram- leiðslustarfa nú þegar. Unnið í bónus. Mjög góðir launamöguleikar. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-1492. Plastiðnaður. Vel staðsett iðnfyrirtæki óskar eftir stúlkum á tvískiptar vakt- ir. Góðir tekjumöguleikar. Uppl. í síma 27542 milli 10 og 17. Kleppsvegur. Kona óskast til að sjá um ræstingu á sameign í fjölbýlis- húsi, mæting 1-2 í viku. Uppl. í síma 686204 eftir kl. 19. Skalli, Hafnarfirði. Okkur vantar röska ög ábyggilega stúlku til starfa strax. Uppl. á staðnum milli kl. 17 og 19. Skalli, Reykjavíkurvegi 72. Oskum að ráða starfskraft allan dag- inn, einnig starfskraft einu sinni í . viku. Uppl. í Veislumiðstöðinni, Lind- argötu 12, og í síma 10024. Vantar goff starfsfólk til afgreiðslu- starfa í matvöruverslanir hálfan og allan daginn. Uppl. hjá ráðningar- þjónustu Kl, Húsi verslunarinnar, 6. hæð. Komandi kjarasamningar: Frestað til vors? Þeirrí hugmynd vex fylgi að gera bráðabirgðasamninga um áramót Karl Bjarkason, járnamaður á Húsavík, bindur í nýja byggingu sýsluskrif- stofunnar og lögreglustöðvarinnar. Rúllunni snúið, virinn utan um, það er járn i járn í nýju lögreglustöðina. DV-mynd JGH DV á Húsavík: Jám í jám hjá löggunni Um næstu áramót renna kjara- samningar verkalýðsfélaganna og VSÍ út, sem og samningur BSRB og ríkisins. Enn hefur verkalýðshreyf- ingin ekki mótað endanlegar kröfur, en foringjar hennar hafa nefnt eitt og annað sem þeir telja að nást verði fram í komandi samningum. Þröstur Ólafsson, hagfræðingur Dagsbrúnar, leggur til að um áramót verði aðeins gerðir bráðabirgðasamningar en beðið til vors eftir að ný ríkisstjóm taki við völdum og við hana verði síðan samið á svipuðum nótum og í febrúarsamningunum. Þröstur sagði í samtali við DV að þessari hugmynd sinni hefði verið heldur vel tekið og hún hefði m.a. verið rædd í trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar og fengið jákvæðar undirtektir. Á sunnudaginn kemur verður félagsfundur í Dagsbrún um kjaramálin og þar verður þessi hug- mynd rædd. Karl Steinar Guðnason, varafor- maður Verkamannasambandsins, hefur opinberlega tekið undir hug- mynd Þrastar, sem bendir til þess að innan Verkamannasambandsins eigi hugmyndin stuðning Halldór Bjömsson, varaformaður Dagsbrúnar, segir hugmyndina góða en hann segist efast um að hún sé framkvæmanleg. Segist hann efast um að VSÍ ljái máls á þessu og að það þurfi tvo til þegar um samninga sé að ræða. Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, telur að það geti verið vafasamt að semja við ríkisstjóm sem aðeins á eftir að sitja í nokkra mánuði. Ekki þá nema með því móti að draga stjómarandstöðuna til ábyrgðar í slíkum samningum. Ásmundur segir að það liggi ljóst fyrir að þrennt sé mikilvægast í komandi kjarasamn- ingum. I fyrsta lagi að afnema lægstu kauptaxta til að hækka laun þeirra lægst launuðu, færa taxtana að greiddu kaupi og að auka fasta hlut- ann í kaupaukakerfinu. Hann telur þetta líklegast til að skila láglauna- fólki auknum hlut. I öðm lagi að minnka launamun karla og kvenna og að minnka launamun milli lands- byggðarinnar og Reykjavíkursvæð- isins. I könnun kjararannsóknar- nefhdar hafi þessi munur komið afar skýrt fram. „Ég tel að þeir samning- ar, sem gerðir verði í vetur, verði að taka á þessum atriðum. Afstaða til þess hvort samið verður til langs eða stutts tíma hlýtur að ráðast af efnislegu innihaldi samninganna," sagði Ásmundur Stefánsson. Hann bætti því við að þessum atriðum hefði ítrekað verið frestað í kjara- samningum en slíkt geti ekki gengið lengur. Á miðstjómarfundi í ASl sl. mið- vikudag var einmitt samþykkt að leggja áherslu á í komandi samning- um að bæta kjör kvenna á vinnu- markaði og taka á launamismuni þeim sem ríkjandi er í þjóðfélaginu. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði að bandalagið væri ekki farið að móta sínar kröfur enn og væri beðið niðurstöðu úr launa- könnun, sem BSRB hefur verið að láta framkvæma. Varðandi það hvort bíða eigi með samninga eftir nýrri ríkisstjóm sagði Kristján að hann hefði sagt það áður að hann óttaðist alltaf afstöðu ríkisstjómar sem væri í kosningaham. Frekari tíðinda er að vænta af sviði kjarasamninga upp úr miðjum nóvember, þegar samböndin fara að funda um endanlegar kröfur í kom- andi kjarasamningum. -S.dór. Jón G. Hauksson, DV, Akureyri; „Þetta er ágætt núna, en jámabind- ingar em viðbjóður í rigningu," sagði járnamaðurinn Karl Bjarkason, þrít- ugur Tjörnesingur, búsettur á Húsa- vík. Hann var að binda jám í bita nýrrar byggingar á Húsavík, húss sýsluskrif- stofunnar og lögreglustöðvarinnar. Nú aðeins jám og mótauppsláttur, en eftir rúm tvö ár fallegt hús á tveimur hæðum. Þennan dag var fremur kalt, en bót í máli að sólin var að gægjast fram. Daginn áður vatnsveður, um nóttina frysti, og því bölvaður krapi úti. „Ég hef heyrt að það fari um 13 tonn af jámi i húsið, en þú ættir að spyija verktakann til að fá nákvæma tölu,“ sagði Karl. DV á Húsavík: Völsungar skiptu um þökur á vellinum ^2 , Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Skipt var um þökur á hluta knatt- spymuvallarins á Húsavík í haust. Vanir menn, Völsungar, á velli, þeir klámðu dæmið á aðeins tveimur helg- um. Létt verk. Allt var unnið í sjálf- boðavinnu og tóku um 50 manns á öllum aldri þátt i þökuvinnunni. Sem kunnugt er leikur Völsungur í 1. deild í knattspymu næsta sumar, eftir að hafa sigrað í 2. deild síðastlið- ið sumar. Geysilegur knattspymuá- hugi ríkir nú á Húsavík og em strákamir í Völsungi staðráðnir í að standa sig næsta sumar eins og það síðasta. Vanir menn, Völsungar, á velli. Um 50 manns á öllum aldri tóku þátt i þöku- vinnunni. Þeir Sigurjón Sigurðsson, t.v., og Halldór Bjarnason sveifluðu þökunum með leikni. Hressir menn og að sjálfsögðu fór „græna hliðin upp“. Myndir Vikurblaðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.