Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 30
42 ^ÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. HERSHÖFÐINGI VIKUNNAR Status Quo - In the army now (PHONOGRAM) Þetta lag er eiginlega skólabókardæmi um hvernig einfaldleikinn er oftast bestur, Status Quo er reyndar ekki þekkt fyrir annað en einfalt rokk .og þessi útgáfa sveitarinnar af þessu hollenska lagi er borðleggjandi smellur. ÓBREYTTAR SMÁSKÍFUR Everything but the girl - Don’t leave me behind (BLANCO YNEGRO) Ekki er þetta borðleggj- andi smellur en það er nú sjaldnast sem það besta er vinsælast. Hér er góð sveifla og fjör, jasslyktin smýgur í gegn hér og hvar, biásarar og strengir og mikið óskaplega venst þetta vel. LIONEL RICHIE - Love will Conquer all (MOTOWN) Lionel Richie við sama heygarðshornið, ballaða að hætti -hans eins og svo margar á undan. Þessi sker sig ekki úr hópnum nema síður sé eða hitt þó heldur, nema ef vera skyldi fyrir það að hún er ný,- SOUTHSIDE JOHNNY AND THE JUKES - You can count on me (RCA) Þegar Southside Johnny tekst vel upp eru ekki margir sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað tilfínningu varðar í lögum. Blúsinn og treginn skín í gegnum allt lagið en það er einmitt það sem gerir lagið svo heill- andi. Ég hrærist. BOSTON - Amanda (MCA) Boston taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir átta árum og eiginlega sýn- ir þetta lag í hnotskum hvað bandarískt popp hef- ur staðnað gjörsamlega. Sem melódía er þetta ágæt- is lag en þetta er ekkert tímamótaverk. EDDIE MONEY - Take me home tonight (EPIC) Meira staðnað bandarískt iðnaðarrokk í hefðbundn- um stíl, þetta hefði allt eins getað verið Bryan Adams og þar að auki hljómar ýmislegt í laginu kunnug- lega, hefur líklega verið fengið að láni, kannski vís- vitandi, kannski ekki. -SþS- EMs Costello - Blood And Chocolate Bragðgóð blanda Þeir eru ekki margir tónlistarmenn- imir sem fara í fötin hans Elvis Costello hvað afköst varðar. Allar götur frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1977 hefur hann sent frá sér eina plötu ó ári að minnsta kosti og stundum tvær. Og þetta árið er hann í stuði, fyrr ó árinu kom út platan „King Of Amer- ica“ og fyrir skemmstu kom svo platan „Blood And Chocolate". Þessar tvær plötur eru ólíkar að möigu leyti, sú fyrmefhda var til dæm- is aðeins að hluta til unnin í samvinnu við hljómsveitina sem fylgt hefur Costello í gegnum þykkt og þunnt, The Attractions, og tónlistin var nokkuð sundurleit, einna helst eins og Co- stello hefði verið að hreinsa til í skúffunni hjá sér, dálítið kántrí, smáblús, rokkabilly og sitthvað fleira. Hér em aftur á móti The Attractons aftur komnir til leiks og er það vel því ég held að engir hljóðfæraleikarar þekki tónlist Costellos jafhvel og þess- ir strákar. Og Costello kemur dálítið á óvart ó þessari plötu með því að vera upp á gamla móðinn í nokkrum lögum, þau bera keim af upphafsárum Costellos, hrá rokklög sem hann syngur í nokk- uð aggressívum tón, en þrátt fyrir harðneskjulegt yfírborð svíkur tilfinn- ing Costellos fyrir melódíum hann ekki. Þessi lög þarf að hlusta á nokkrum ______________________Ýmsir - A Fine Mess_______________________ Blanda af gömlu og nýju sinnum áður en þau fara að láta vel í eyrum. Inn á milli em svo ballöður þmngn- ar tilfinningu og fegurð og ennfremur má finna á plötunni mjúk rokklög eins og þau gerast best, léttleikandi og melódísk. Blood And Chocolate er ómissandi gripur í safh hvers einasta Costello- aðdáanda og þó svo hún sé kannski ekki í hópi þeirra allra bestu sem frá Costello hafa farið er hún gæðagripur því viðmiðunin er ekkert venjuleg. -SþS- Eins langt og ég man aftur í tímann hefur Henry Mancini gert tónlist við myndir Blakes Edwards. Hefúr sam- vinna þeirra gefið af sér margar perlur, bæði á sviði kvikmynda og tónlistar. Svo er einnig í nýjustu kvikmynd þeirra, A Fine Mess. Áhrif Mancini em þó mun minni hér en oft áður því Edwards hefúr kosið, eins og svo margir aðrir nú til dags, að krydda myndina með nýjum og gömlum dæg- urlögum og fengið til liðs við sig marga valinkunna listamenn á því sviði. Henry Mancini á þó tvö lög á plöt- unni með tónlist úr A Fine Mess. Annað er titillagið sem sungið er af gömlu soulkempunum The Temptat- ions sem nýlega em famir að koma saman aftur. Þeir standa fyrir sínu í annars frekar daufu lagi og hefur Mancini oftast gert betur. Hitt lagið eftir Mancini er síðasta lag plötunnar, Stan & Ollie, og er það eina eiginlega kvikmyndatónlistin sem prýðir A Fine Mess. Þetta lag minnir á þöglu kvik- myndimar og er mun betra en titillag- ið, enda er Mancini þar á heimaslóð- um. Fyrir utan titillagið em eingöngu gömul þekkt lög á fyrri hlið plötunn- ar, Walk Like A Man, gamla Four Season-lagið, hér flutt af Mary Jane Girls, Easier Said Than Done, flutt af Chico DeBarge, Christine McVie gerir Presley-laginu Cant Help Falling In Love ágæt skil og Slow Down er flutt af Billy Vera & The Beaters. Fyrir utan gamla slagarann Im Gonna Be A Wheel Someday, sem Los Lopos flytja, er seinni hliðin eingöngu með nýjum lögum sem flokka má sem soultónlist. Kemur það engum á óvart að soultónlistin sé í hávegum höfð á A Fine Mess, þar sem Motown-fyrir- tækið er útgefandi plötunnar. Nýju lögin em í heild frekar slöpp. Það er helst að kommgurinn hjá Motown, Smokey Robinson, sýni gamla takta í Wishfúl Thinking. í heild er A Fine Mess nokkuð skrykkjótt. Gömlu lögin standa fyrir sínu. Flutningur þeirra er hefðbund- inn. Nýju lögin hefðu mátt vera betri. HK. Ruthless people - úr kvikmynd Markaðslög hl|omleikuni The Snnths i handteknir eftir ad hlióð- fékk flösku i hófuóið og æstur skrillinn hafðí dregið jorne on, voru fluttir á siasaðir, skrámur hér og hvar en aðstoðarmaður rætur sinar eilarinnar lenti ; utistoð- «m við dyraveroi Kiutmsins og gengu þeir í skrokk á ir f átökuni v»ð utkastarana Forstjóri ^ klúbbsins segir eyðilögð og hún engin iac Firebird!.. George Að leika í kvikmynd er eitt. Að syngja í kvikmynd er annað. Það er af sem áður var þegar kvikmynda- stjömur sungu titillög myndanna og dönsuðu jafhvel um leið. í dag er kvikmyndatónlist aukabú- grein stórpoppara. Sumir hafa hana að aðalatvinnu eins og Harold Falt- hemeyer. Samfara þessu hefur kvik- myndatónlistin breyst. Nú em þeir sem syngja eða leika kvikmyndalögin ekki síður mikilvægir en leikaramir í myndinni. Það skiptir jafhmiklu máli fyrir velgengni myndar að tónlistar- stjömunar séu sem skærastar. Tökum sem dæmi David Bowie. Flestar mynd- ir, sem hann kemur nærri, vekja athygli, Dýragarðsbömin, Cat people, Fálkinn og snjómaðurinn, Absolute beginners. í Ruthless people ægir saman þekkt- um poppurum. Þeir em frægari en leikaramir í myndinni. Titillagið er sungið af Mick Jagger og það eitt nægir til að vekja áhuga fólks. Hann semur lagið að auki í félagi við Daryl Hall og David A. Stewart sem aðstoða ýmsa um þessar mundir. Ekki er held- ur hægt að segja að Billy Joel og Paul Young séu beinlínis óþekktir. Joel tekur lag af nýjustu plötu sinni, The Bridge, Modem woman. Young leggur aftur á möti til lag af fyrstu plötu sinni, No parlez, Wherever I lay my hat, that’s my home. Heimilislegur söngur það. Af fleiri stjömum má nefna Bmce Springsteen og Cool & the Gang. Bruce syngur hálfómerkilegan rokka- billíslagara eftir sjálfan sig og Cool og strákamir böðlast í gegnum eitt diskólagið til. Nokkur smástimi em síðan notuð til uppfyllingar. Dan Hartman flytur til dæmis lagið Wait- ing to see you. Hann hefur aldrei náð að fylgja eftir því stórgóða danslagi, Instant replay, og er hættur að reyna það. Nú líkir hann í staðinn eftir Kenny Loggins. Tónlistin í Ruthless people er í takt við tímann. Plötur með kvikmynda- tónlist em safiiplötur nútímans. Þetta er það sem markaðurinn vill. Að því leyti er platan Ruthless people prýði- leg söluvara. unni á dögunum, var þar sakaður um drykkju- og ælt vinkonu sina alla út og m hlaðinu Tbe Sun fyrr æru- ineiðingar. Það eina sanna viðkomandi samkomuhúsi umrætt kvöld., ,Kate Bush er i iðnara lagi um þessar munrlir, i fyrra sendi fiún frá Love eftír langt hlé og nú á ekki að láta bíða eftir sér þvi ný breiðskifa, „The Whole Story", er væntanleg i byrjun nóvember oa smá- skila al þessari plötu er þegar komin út, „Experí- mcnt IV”.. .Sjáumst síð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.