Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. 39 Mennirig Einfalt - Fjölþætt bandi við listsköpun og þá aðallega um það hvemig þessar forsendur móta sjálfa skynjunina. Auk þess em þama nokkrir mynd- rænir brandarar á kostnað hugtaka, sem okkur er tamt að grípa til hugsun- smlaust („Opið hús“, nr. 2) . Hugmyndir um nálægð og fjarvídd, um massa og tómarúm, um tvívídd og þrívídd, um náttúm og hegðan lit- anna, em kmínar til mergjar og hlutgerðar á þann hátt sem Níels ein- um er lagið. „Litaspjald" er þríhymingur innan í hringlaga mynd (tondó). I þríhym- ingnum miðjum er þríhymdur kjami, myndaður af þremur ferhymdum ein- ingum í litum. Við sérhvem ferhyming er límdur pensill með þeim tveimur litum sem mynda hvem litflöt. Bræður í andanum Það liggur við að hægt sé að búa sér til jöfnu yfir þessa myndrænu rök- fræði listamannsins. En þessi rök hans em ekki skotheld, fremur en gamanvisindi Duchamps. Hafstein er ekki að leika Einstein. í raun er þankagangur Níelsar ljóð- rænni, óræðari, en hann vill vera láta. Stundum em þeir eins og bræður í andanum, Magnús Pálsson og Níels. Sjá „Þrívíða Ijarvídd" hins síðar- nefhda, sem þríhymdur skúlptúr, blár eins og fjarlægðin. Myndþrenna hans, „Einfalt/Fjöl- þætt“ (nr. 11), virðist í fyrstu ganga út á hreinar og klárar andstæður: þrí- hyming innan í hring, hring innan í femingi, feming innan í þríhymingi. En þar að auki liggur nokkurs konar sjónhringur þvert yfir hverja mynd, Það má Níels Hafstein eiga að hann er ekki að eltast við loptanda og hjóm í myndlist sinni. Hann gengur að hverju verkefni nánast eins og vís- indamaður, skilgreinir markmið sín og aðferðir, hefst síðan handa. Á end- anum liggja fyrir áþreifanlegar niður- stöður í formi myndverka. Þannig vann Níels í árdaga, þannig vinnur hann í dag, og þannig á hann sjálfsagt eftir að vinna það sem eftir er ævinnar, hvemig sem vindar listar- innar kunna að blása. Tækni listamannsins er í stíl við þankaganginn. Hann hefúr allt á hreinu, í teikningu, litavali og öðm, þannig að ekki fer milli mála hvað hann er að fara. Sumum finnst þetta fremur kald- ranaleg myndlist, að minnsta kosti ef miðað er við allar þær tilfinningar sem nú ganga lausar í málverkinu. En hún Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson villir í það minnsta ekki á sér heimild- ir. Níels fer sér í engu óðslega í listinni og mörg ár líða milli sýninga hans. Nú bregður svo við að fimmtán ný eða nýleg verk eftir hann em til sýnis í Nýlistasafninu, undir yfirskriftinni „List og fagurfræði", til 2. nóvember næstkomandi. Forsendur listsköpunar Þessi verk em eins konar myndræn- ar hugleiðingar um ýmsar viðteknar forsendur sem menn nýta sér í sam- og á eða við hann em límdar tvær útsetningar af sama hlutnum, flugvél, bíl, báti. Ekki hef ég minnstu hugmynd um það hvað þetta verk á að fyrirstilla, en engu að síður þykir mér það fallegt. Eini gallinn á póetískri rökleiðslu Níelsar er sá að stundum verður hún of langdregin. „Opin form“ hans í gler- kassa á efri hæðinni ganga sér til húðar í úrvinnslunni. -ai 3906 myndbandstæki, hæð 9,5 cm, framhlaðið, 3 möguleikar á upptöku, 14 daga minni, 12 rás- ir, scart tengi. Vestur-þýsk - japönsk gæðavara, Verð aðeins kr. 39.990,- stgr. 22" Digivision 3476 HiFi stereo. Tölvustýring á myndlampa, HiFi tuner, 99 Canal og fl. og fl. Tæki með öllu. Verð aðeins kr. 49.920,-stgr. 22" 3425 með fjarstýringu. Av inngangur, 29 rás ir og fl. og fl. Verð aðeins kr. 44.920,- stgr. 22" 3415, 16 rásir, 6 vatta hátalarar og fl. og fl Verð aðeins kr. 39.990,- stgr. j 'WUw, | I -'W' MIB' JS i j ^ v ^ ^ %■ | 14" 3106, 8 rásir, 3 vatta hátalari. Verð aðeins I J kr. 24.990,- stgr. Umboðsmenn um land allt. Hjá Óla Keflavík Rafeindavirkinn Grindavik Árvirkinn Selfossi Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli Neisti Vestmeyjum Hátiöni Höfn, Hornaf. Rafvirkinn Eskifirði Kaupf. Héraðsbúa Egilsstöðum Kaupf. Þingeyinga Húsavik KEA Akureyri Radióþjónustan Ólafsfirði Kaupf. Skagfirðinga Sauðárkróki Oddur Sigurðsson Hvammstanga Póllinn hf. ísafiröi Kaupf. Stykkishólms Stykkishólmi Verslunin Blómsturvellir Heilissandi Husprýði Borgarnesi Skagaradic Akranesi JL-húsið Reykjavík Níels Hafstein við verk sitt „LitaspjaldT 1979.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.