Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. 31 • Boris Becker bætti fjárhaginn. Becker með góða ávísun frá Japan Þýska tennisundrið Boris Becker flaug frá Tokýo í Japan sl. mánudag með ávísun upp á 60 þúsund dollara í vasanum. Hana fókk hann fyrir að sigra í Seiko-mótinu í tennis, en þar mættu margir af bestu tennis- leikurum heims. Becker sigraði Svíann Stefan Edberg í úrslita- leiknum, 7-6 og 6-1. Þetta var í fimmta sinn sem þeir mætast á tennisvellinum og hefur sá þýski alltaf sigrað Svíann. Edberg fékk 30 þúsund dollara fyrir annað sætið og var nokkuð sáttur við það þó svo að hann neitaði því ekki að hin ávísunin hefði farið betur í vasa og flugið heim verið ánægju- legra ef hann hefði lpks haft það af að sigra vin sinn Boris. -klp- - Allt í rúst hjá IFK Malmö. Saab og Olympia gengur betur GunnJaugur A. Jónsscm, DV, Svíþjóö: „Ég er alls ekki búinn að segja mitt síðasta orð hér hjá IFK Malmö,“ sagði handknattleiksmaðurinn Þor- bjöm Jensson sem leikur með sænska liðinu IFK Malmö og er jafnframt aðstoðarþjálfari liðsins. I síðasta leik sínum tapaði liðið hroðalega á heima- velli gegn Sávehof, 18-31. Þorbjörn skoraði eitt mark í leiknum. Þorbjörn sagði að hann væri mjög óánægður með hve Svíar gæfust fljótt upp þegar á móti blési. Þá æfðu félag- ar hans illa, þá vantaði oft á þriðju hverja æfingu og slíkt hefði aldrei þekkst heima á Islandi þrátt fyrir að leikmenn væru búnir að vinna stans- ri mynd sem við fengum fyrir skömmu. . Hún er frá írlandi en þar eru menn, áðið á myndinni kemur frá Dublin á írsk íþrótt... -klp- laust í tíu klukkustundir. Þorbjörn ræður ekki mjög miklu hjá félaginu en það gæti þó breyst á næstu vikum. Hann sagði einnig að það væri mikið áfall fyrir liðið að meiðsli Gunnars Gunnarssonar væru alvarlegri en i fyrstu hefði verið talið. Hann væri brákaður á rist og yrði lengi frá af þeim sökum. Saab að spjara sig Þorbergur Aðalsteinsson og lærling- ar hans hjá Saab eru að sækja í sig veðrið og eru nú í fjórða neðsta sæti. Saab vann stóran sigur gegn Warta, 25-17, um síðustu helgi og skoraði Þorbergur þá 3 mörk. I gærkvöldi lék svo Saab á útivelli gegn GUIF og tap- aði naumlega, 16-15. Þorbergur skoraði 2 mörk í leiknum. Liðinu hef- ur gengið afleitlega á útivelli en það virðist vera að lagast. Sagði Þorbergur reynsluleysi liðsins í Allsvenskan að- alástæðuna fyrir slæmu gengi á útivöllum. Allir voru á einu máli um að Saab félli strax í 1. deild en liðið er ekki í fallsæti sem stendur. Sigur Olympia Brynjar Harðarson og félagar hans hjá Olympia sigruðu Wasatema, 24-19, í síðasta leik sinum í 1. deild- inni og var Brynjar markahæstur með 6 mörk og hefur skorað 8 mörk að meðaltali í leikjunum það sem af er keppnistímabilinu. -SK HM í golfi: Kanada hafði betur í einvíginu við Bandaríkin Kanadamenn urðu sigurvegarar f heimsmeistarakeppni áhugamanna í golfi, Eisenhover-mótinu, sem haldið var í Caracas og lauk um síðustu helgi. Lið Kanada lék á samtals 838 högg- um og var þrem höggum betra en lið Bandaríkjanna sem var á samtals 841 höggi. í þriðja sæti varð lið Formósu á 849 höggum en í fjórða sæti varð lið Svíþjóðar á 858 höggum. I einstaklingskeppninni sigraði Eduardo Herrera frá Colombíu. Hann jafnaði vallarmetið í síðasta hring - lék þá á 65 höggum - en sam- tals lék hann 72 holurnar á 275 höggum. ísland sendi ekki lið í þessa keppni - og hefur ekki gert síðan í Sviss 1982. Tvö síðustu mót hafa verið of langt í burtu fyrir fjárhag Golfsam- bandsins 1984 í- Hong Koxig og núna í Caracas. -klp- I I I WaastilBayem? | | Vestur-þýska knattspjTnuliöiö | IBayern Mtinchen hefur mikinn áhuga á því aö ná til sín vestru-- I þýska landsliösinamiínum Herbert ■ IWaas en hann leikur með Bayer I Leverkusen. Waas. sem 23 ára, hefur I Ií hyggju að líta á aðstæður en vill ■ ekkert segja til um það hvort hann | . gangi til liðs við Bayem Munchen . I á þessu stigi málsins, en Bayem I * Munc-hen hefm- áhuga á að semja Ivið piltinn til sex ára ef samningar I takast. Forráðamenn i^everkusen ■ Ivilja helst að Waas spili út þetta I tímabil með félaginu en samningur I j^ians rennur úl í vor. -JKSj Lendl enn í efsta sæti Svíar fengu gull í „bolaflokknum" - á HM í glímu Alþjóða tennissambandið sendi frá sér í gær lista yfir atvinnumennina í tennis - eða eins og þeim er upprað- að eftir árangur þeirra þetta keppn- istímabil. Athygli vekur að John McEnroe, sem var í einu af efstu sætunum á listanum fyrir rúmu ári, er nú kom- inn í 10. sætið. Ivan Lendl heldur enn fyrsta sætinu og Boris Becker er í öðru sæti. Fyrir einu og hálfu ári var Becker ekki einu sinni á 50 manna listanum. Þá er einnig athyglisvert að af þeim 20 fyrstu á þessum nýja lista ATP eru 6 tenniskappar frá Svíþjóð. Þ.eir fyrstu 10 á listanum eru þessir: 1. Ivan Lendl, Tékkóslóvakíu 2. Boris Becker, V-Þýskalandi 3. Stefan Edberg, Svíþjóð 4. Mats Wilander, Svíþjóð 5. Vanniek Noah, Frakklandi 6. Miloslav Mecir, Tékkóslóvak. 7. Henri LeConte, Frakklandi 8. Jimmy Connors, Bandaríkjunum 9. Joakim Niström, Svíþjóð 10. John McEnroe, Bandaríkjunum -klp- Ivan Lendl - ennþá sá besti. Keppendur frá Austur-Evrópu- löndunum voru sigursælir á heims- meistaramótinu í grísk-rómverskri glíntu sem fram fór í Búdapest og lauk um síðustu helgi. Þar var keppt í sex þyngdarílokk- um og veitt eins og venjulega þrenn verðlaun í hverjum - gull, silfur og brons. Af þeim 18 mönnum sem ko- must á verðlaunapall voru 14 frá austurblokkinni. Þeir fengu öll gullverðlaunin nema ein, það var í „bolaflokki" - menn 130 kg eða meira. Þar sigraði sænski bangsinn Thomas Johansson. Sviar fengu auk þess eitt silfur, Norðmenn einnig eitt silfur og Japanir eitt brons. -klp- •Tomas Johansson, sigurvegári í „bolaflokknum" tekur hér hraustlega á þjálf ara sinum eftir að sigurinn var i höfn. Vildu örugglega fáir vera i sporun þjálfarans. „Hef ekki sagt mitt síðasta orð“ íþróttir • Michael Ray Richardson, of mikið kókain. Richardson stoppaður af Bandaríski köríúknattleiksmað- urinn, Michael Rav Richardson. sem dænrdur var í tveggja ára leik- bann i NBA-deil$linni bandarísku fyrir að hafa notað kókaín. var stoppaður afi skönrmu áður en liann hóf að leika með liði í ísra- el. SkeyTi kom fni FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandinu. jress efnis að Richardsson væri einnig ólöglegur í ísrael. Þess má geta að samningur kappans við ísraelska liðið hljóðaði upp a 2.5 mtlljónir króna. -SK Spánverjar meistarar Spánverjar tryggðu sér Evrópu- meistaratitilinn i knattspvrnu þar sem léku leikmenn 21 árs og vngrí i úrslitaleik gegn ítöhmr á Spáni í gær. italir sigruðu í fviri leik þjóðanrm sem fram fór á Ítalíu. 2 l. en í leiknum í gær sigruöu Spiinverjar með sömu markatölu og því stóðu þjóðimtu-jafn- ar að vígi. það þurfii þá nö framlengja leikitm og þad dttgöi ekki heldur og það var ekki fytT en í vitaspyrnu- keppni sem Spánverjar tryggðu sér sigurinn. -JKS Celtic vann stórt Fimm leikir voru leiknir í f\n-akvold í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og ttrðu úrslitin jxwsi: Celtic Clydehank..............fi 0 Dundee Uld Kangers.............0 0 Falkirk Hearts.................2 0 Hibemian-Dundee................0 3 STMirren Motherwell............1 0 -JKS Halldór með 11 Halldór Ingólfsson unglinga- landsliðsmaður skoraði 11 mörk í gærkvöldi þegar Grótta sigraði Fylki. 24 21. í spennandi leik í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik. Þetta var annar sigurleikur Gróttu í röð. „Mikill hugur í stúlkunum“ - ísland - Portúgal í kvöld „Það er mikill baráttuhugur í stúlk- unum eflir sigurinn gegn Spánverjun- um í fyrrakvöld og þter eru ákveðnar í að selja sig dýrt í leiknum við Portú- galina," sttgði Helga Magnúsdóttir í landsliðsnefhd kvennalandsliðsins í handknattleik í samtali við DV í gter- kvöldi. „Við vitum lítið sem ekkert run portúgölsku stúlkumar. Ixer vom rétt að koma og viö höfum ekkert séð tii þeirra. Við hölduin þó aö j>ær séu ekki oins sterkar og þ:i-r spænsku. Bogdan sagði okkur áður en við fómm að hann hefði séð leik með þeim og vildi meinn að við ættum að eiga góða möguleika á sigri.” Eins og áðtu- hefur kornið fitaiir leik- ur landsliðið simi fyrsla leik í C-keppni heimsmeistarmóts kvemia í kvöld. Leikurinn fer fram í Burriana á Spáni og'er leikvu- fslands og Portúgals fyrsti leikur mótsins, strax á eflir íeika svo Austui-ríki og Firmland sem eni í riöli með íslensku stúlkunum ásamt Dön- um. Á sunnudagskvöld leika þær svo við danska landsliðið. -BD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.