Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Spumingin Hvernig leggst veturinn í þig? Drífa Tryggvadóttir nemi: Eg held bara vel enn sem komið er, það er allavega allt í lagi með veðrið. Svanhvít Sigurgeirsdóttir af- greiðsludama: Hann leggst vel í mig, veðrið er búið að vera mjög gott það sem af er. Ragna Stefánsdóttir bókasafnsfræð- ingur: Byrjunin er mjög góð, þannig að ég er mjög sátt við þetta. Dóra Ósk Halldórsdóttir setjari: Ég er mjög ánægð með veðráttuna eins og er og vona bara að veðrið haldi áfram að vera svona gott. Erla Viðarsdóttir skrifstofumaður: Ágætlega það sem af er. Sigurður Þorsteinsson smiður: Mér líst mjög illa á veðrið og finnst mér það ekki næstum því eins gott og það hefur verið undanfarin ár. Lesendur Flokkaskipti þingmanna Þingmenn BJ ganga i nýjan fiokk á miðju kjörtímabili án samráðs við kjósendur sina.“ Halldór Kristjánsson skrifar: Guðmundi Guðmundssyni og öðr- um ámóta til leiðbeiningar skrifa ég fáein orð. Hann nefnir ýmsa þing- menn sem skipt hafa um flokk. Fæstir þeirra færðu sig milli flokka sitjandi á þingi á miðju kjörtímabili. Áki Jakobsson bauð sig fram fyrir Alþýðuflokkinn nokkrum árum eftiy að hann var þingmaður Sameining- arflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins. Ásgeir Ásgeirsson bauð sig fram ut- an flokka 1934. Bjöm Jónsson bauð sig fram fyrir Frjálslynda og vinstri menn 1971. Gils Guðmundsson var þingmaður Þjóðvamarflokksins og bauð sig fram fyrir Alþýðubandalag- ið eftir að Þjóðvamarflokkurinn var úr sögunni. Hannes Jónsson bauð sig fram fyrir Bændaflokkinn 1934 þegar sá flokkur var stofnaður að frumkvæði þeirra er yfirgáfu Fram- sóknarflokkinn. Héðinn Valdimars- son var einn af stofnendum Sameiningarflokks alþýðu þar sem hann vildi sameina Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn. Karvel Pálmasson færði sig heldur aldrei á milli flokka á miðju kjörtímabili. Þá er enginn eftir'af þeim mönnum sem Guðmundur nefndi nema Hannibal Valdimarsson. Hvað sem annars verður sagt um stjómmála- feril hans henti það hann aldrei að hlaupa úr þeim flokki sem hafði kosið hann á þing og ganga til liðs við annan flokk áður en kjörtíma- bili lauk. Upphlaup hans og pólítísk vistaskipti vom einkum í sambandi við kosningar. Enginn þessara manna hefur gefið fordæmi þess sem nú hefur hent þingmenn Bandalags jafhaðar- manna. Þeir buðu sig fram fyrir sérstakan flokk,. gegn öllum öðrum. Þegar eitt þing er eftir að kjörtíma- bili ganga jseir í einn hinna flokkana án þess að hafa nokkurt samráð við flokkssamtök sín. Alltaf er hugsanlegt að flokkar klofni vegna ágreinings um stefhu eins og henti Framsóknarflokkinn í árslok 1933 og Alþýðuflokkinn 1938. Þá geta einstakir þingmenn ekki fylgt hvorum tveggja. Hitt er einsdæmi að þingmönnum stjórmálaflokks hafi órðið það til ráðs að ganga þegjandi og hljóða- laust á miðju kjötímabili í annan flokk án alls samráðs við kjósendur sína. Allt annað væri að koma í framboð fyrir nýjan flokk þegar þar að kemur. Þjónustan góð í Bókasafni Garðabæjar Anna Kristjánsdóttir hringdi: Ég vil mótmæla kröftuglega umsögn frá 5653-1928 er birtist í DV 24. októb- er og kvartar um lélega þjónustu í Bókasafni Garðabæjar. Ég hef notað safnið frá því að það var stofnað og alltaf fengið fyrsta flokks þjónustu. Veit ég að þetta er mjög vinsæl stofn- un hér í bæ og einnig mikið notuð og eru flestir mjög ánægðir með þjón- ustuna er þar er boðið upp á. íslendingar eru sídrukknir sérvitnngar iigur lsland var á alfra vörum er leið- togafundurinn stóð yfir. Er náttúr- lega mjög gott hvað við íslendingar fengum góða auglýsingu á landi og þjóð vegna fundarins. Én það leiðin- lega við þetta allt var að dvöl hersins á Islandi skyggði á allar umræður fólks um landið. Raunin er sú að í augum Bandaríkjamanna er ísland baua herstöð og þar að auki illa þokkuð herstöð þar sem hermenn- imir verða að fara úr einkennis- búningunum sínum til að fara ferða sinna utan herstöðvarinnar. ísland er ekki skynjað af Bandaríkjamönn- um sem sjálfstæð þjóð heldur sem illa þokkað útvirki, byggt sídrukkn- um sérvitringum. Staðreyndin er sú að öllum er í nöp við þetta kalda virki á útjaðri heimsins. Sem sé, Bandaríkjamenn sjá Island aðeins með augum hersins. Kom það greinilega í ljós í útvarpi og blaða- viðtölum við bandarískan almenn- ing núna síðustu vikumar. Það má kannski til sanns vegar færa að þjóð með útlendan her í landi sínu til þess að annast vamir landsins er bara pínulítið sjálfstæð. Svo að Kan- amir hafa að nokkm rétt fyrir sér er þeir líta ekki á ísland sem þjóð heldur sem illa þokkaða herstöð. „ísland var mikið til umræðu vegna leiðtogafundarins." „íþróftaþættirnir á Stöð 2 mættu vera fjölbreyttari." Stöð 2 Þ.G. skrifar: Jæja, nú get ég ekki orða bundist lengur eftir að hafa horft á íþróttaþátt Stöðvar 2. Frá því að íþróttir hófust á þessari nýju sjónvarpsstöð hefur vest- ur-þýskur fótbolti ráðið þar ríkjum. Ég vonaði nú að loksins þegar Stöð 2 færi að sýna fþróttir yrðu þær kannski öriítið fjölbreyttari en íþróttimar hjá RÚV en samkvæmt öllu er fram er komið virðist raunin ætla að verða önnur. Mér finnst Stöð 2 hafa sýnt með þessu að íþróttaþátturinn hjá þeim getur ekki einu sinni staðið und- ir nafni enda em fleiri greinar innan íþróttasambandsins en fótbolti. Þar má til dæmis nefna sund, handbolta og körfubolta, svo ekki sé minnst á frjálsar íþróttir. Eftir að búið er að koma þessu á framfæri vona ég bara að stöðvarmenn sjái sig um hönd og sýni fleiri íþróttagreinar. Annars er ég mjög ánægð með Stöð 2 og vil þakka stöðinni fyrir hina stór- góðu myndaflokka eins og Miami Vice og teiknimyndimar skemmtilegu um góða drauginn Kaspar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.