Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Stjómmál____________ Ágreiningur milli stjómarflokkanna - atriði í fjáriagafhimvarpinu komu okkur á óvart, segir Guðmundur Bjamason Ágreiningur er milii stjómarflokk- anna um ýmsa þætti í fjárlagafrum- varpinu. Guðmundur Bjamason, varaformaður fjárveitinganeíndar, sagði á Alþingi í gær að sum atriði í frumvarpinu hefðu komið þingmönn- um Framsóknarflokksins nokkuð á óvart þegar Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra lagði það fram. Stærsta ágreiningsmálið er skerðing á tekjum framkvæmdasjóðs Ríkisút- varpsins um 100 milijónir króna. „Mér er ekki kunnugt um að þessi hugmynd hafi nokkum tíma verið rædd í þingflokki framsóknarmanna og tel ég ekki líklegt að hún verði samþykkt þar,“ sagði Guðmundur. Sagði hann síst tíma til þess nú að ráðast á tekjustofna Ríkisútvarpsins, veikja með því undirstöðumar og draga úr möguleikum þess að gegna sínu mikilvæga hlutverki. Áform fjármálaráðherra um að fresta framkvæmdum við áfengisversl- un í Mjóddinni, þar sem KRON keypti nýlega kjörbúð, en opna vinbúð í Hag- kaupshúsinu nýja næsta sumar, hafa einnig skapað úlfúð meðal stjómar- flokkanna. „Þykir mér einsýnt að þar sem samningar um framkvæmdir í Mjódd- inni em í raun tilkomnir miklu fyrr en kaup á verslunarhúsnæði í Kringl- unni, eða árið 1977, hljóti að vera óhjákvæmilegt að halda þeim fram- kvæmdum áfram og komi tii greina að fresta einhveijum framkvæmdum, þá hljóti það að verða við verslunina í Kringlunni svokölluðu,“ sagði Guð- mundur. Viðbótarskerðing á tekjum Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga upp á 130 millj- ónir króna, tilfærsla skólakostnaðar, þar á meðal vegna skólaaksturs, frá ríki til sveitarféiaga, er einnig ágrein- ingsmál milli stjómarflokkanna. Guðmundur sagði framsóknarmenn líta svo á að ef ekki næðist samkomu- lag við sveitarfélögin um þessa verkefnatilfærslu þurfi aftur að hækka fjárveitingu til Jöfnunarsjóðsins um þessar 130 milljónir króna. Fleiri atriði, eins og flutningur Hót- el- og veitingaskóla íslands til Laugar- vatns og sú einhliða ákvörðun menntamálaráðherra að leggja niðui' nokkra hússtjómarskóla, ætla einnig að reynast framsóknarmönnum tor- melt. -KMU Embættismenn i fjármálaráðuneytinu fylgdust með umræðum þingmanna. DV-mynd: GVA. Þorsteínn Pálsson fjármálaráðherra: Aðhalds gætt án þess að öxin sé reidd til höggs „Þessi ríkisstjóm hefur á ferli sínum gætt aðhalds án þess að reiða öxina til höggs. Þetta frumvarp endurspeglar þau sjónarmið," sagði Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra er hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu á Alþingi í gær. „Það mikilvægasta við fjárlaga- frumvarpið er þetta: Það skilar okkur vemlega áleiðis að hallalausum ríkisrekstri, þótt því marki verði ekki náð á næsta ári. Það tryggir jafnframt heldur minni þátt hins opinbera í þjóðarbúskapnum og veitir öðrum þar með meira svigr- úm. Jafhframt markar það þau mikils- verðu þáttaskil að opinberir aðilar em nú i fyrsta skipti í áraraðir að grynnka á erlendum skuldum. Þjóðhagsstofnun gerir einnig ráð fyrir því að jöfnuður, eða því sem næst, geti náðst í viðskiptum við önn- ur lönd á næsta ári. Með minnkandi halla er þannig stefnt að áframhald- andi jafnvægi í efiiahagsmálum. Þetta frumvarp er ekki dæmigert fyrir fjárlagafrumvörp Sem lögð em fram á síðasta vetri fyrir kosningar. í því em engin ábyrgðarlaus yfirboð, hvorki útgjalda- né tekjumegin. Ég ætla að láta stjómarandstöðunni eftir að mæla fyrir ábyrgðarleysi sínu. Það er létt verk, en ekki að sama skapi merkilegt, að æsa upp nýjar útgjald- akröfur og kalla á skattalækkanir sem ekki er möguleiki á að hrinda í fram- kvæmd við núverandi aðstæður," sagði Þorsteinn. -KMU Eiður Guðnason, Alþýðuflokki: Hættulegt þenslufrumvarp „Þótt frumvarpið sé þenslufrum- varp og hættulegt og allt annars eðlis en hæstvirtur fjármálaráðherra lætur í veðri vaka þá er það líka íhaldsfrumvarp vegna þess að það vottar ekki fýrir nýjum hugmynd- um,“ sagði Eiður Guðnason, formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins. „Frumvarpið boðar ekki neina nýja stefnu er horfi til framfara eða búi í haginn fyrir komandi ár og þá kjarasamninga sem í vændum em. Það mótar ekki efnahagshorfumar að einu eða neinu leyti. Það er jafnvel svo að þeim ár- angri, sem náðst hefur í margum- ræddri baráttu við verðbólguna, kann nú að vera stefnt í hættu. Árangri sem fyrst náðist vegna fóma almennings, þegar kaupgetan var skert svo um munaði og al- þýðuheimili fundu fyrir. Árangri sem náðist meðal annars vegna þess að raunsæi og skynsemi réðu ferðinni í samningamálum hjá verkalýðs- hreyfingunni. Árangri sem náðist vegna þess hve viðskiptakjör okkar bötnuðu feiknarlega, með lækkuðu olíuverði og hækkantii afurðaverði erlendis. Þetta er því miður ekki það frum- varp þar sem verkefhum er raðað í forgangsröð þannig að hægt sé að segja að brýnustu verkefnin sitji í fyrirrúmi. Enn er hér lagt til að verja hundr- uðum milljóna til að styrkja útflutn- ing landbúnaðarvara og niðurgreiða landbúnaðarvörur heimafyrir. f mál- efnum landbúnaðarins stefnir enn sem fyrr í óefhi. Vegna þess að það er ekki tekið á vandanum. Bændur og neytendur bera skarðan hlut frá borði meðan milliliðimir hafa allt sitt á hreinu. Og það vantar sannarlega sitt af hveiju í gjaldahlið þessa frumvarps. Þar er margt í þoku og Ijóst, að ekki sé sterkar til orða tekið, að þetta frumvarp ber þess ýmis merki að það em kosningar í vændum. Það er ámælisvert að tekjuhlið þessa frumvarps er í mjög svo veiga- miklum atriðum byggð á lagabreyt- ingum, sem á þessu stigi em aðeins ráðgerðar og sem þingheimur veit ekkert um á þessu stigi. Frumvarpið er gloppótt og götótt, ófrágengið og endasleppt í veiga- miklum málaflokkum. Niðurstöðu- tölur frumvarpsins em markleysa. Þær eiga eftir að taka miklum breyt- ingum,“ sagði Eiður. -KMU Ragnar Arnalds, Aiþýðubandalagi: Stefna frumvarpsins er andfélagsleg „Ef nefha ætti eitt orð sem lýsir þessu frumvarpi, þá er það að stefha þess er andfélagsleg," sagði Ragnar Amalds, formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins. „Fjárlagafrumvarpið boðar að áfram verður mikil óstjóm á flármál- um ríkisins. Enn ætlar ríkisstjómin að taka rísastóran óreiðuvíxil til að fleyta sér fram yfir kosningar þrátt fyrir gífurlegan halla á fjárlögum þriðja árið í röð. Ríkisstjómin ætlar að skilja eftir sig uppsafnaðan halla þessara þriggja ára sem nemur að minnsta kosti 6.000 milljónum króna, vanda sem komandi ríkisstjóm er ætlað að leysa með aðstoð skattgreiðenda. Varla þarf að segja neinum að þetta verður Ijótasti viðskilnaður íslenskrar ríkisstjómar frá upphafi. Þetta frumvarp færir skattgreið- endum vondar fréttir. Tekjuskattur einstaklinga, sem hækkaði um 600 milljónir króna á þessu ári - þrátt fyrir hástemmd lof- orð í gagnstæða átt - lækkar aðeins sem nemur hálfri þessari hækkun. En áfram munu stórfyrirtæki og eignamenn njóta góðs af hriplekum skattalögum með margvíslegum smugum og ástæðulausum undan- þágum, sem skerða tekjur ríkissjóðs sennilega um álíka upphæð og halla- rekstrinum nemur. Ekki vantar örlætið í þetta frum- varp þegar gæluverkefni ríkisstjóm- arinnar eiga í hlut. Verslunareigendur í nýja Hag- kaupshúsinu fú þær góðu fréttir að varið verði 40 milljónum króna i nýtt útibú Áfengisverslunarinnar þar á staðnum til að auka aðsóknina í húsið. Og flugstöðin nýja fær 500 milljón- ir króna. Hins vegar er efni frumvarpsins vont fyrir sveitarfélögin sem svipt em 300 milljóna króna tekjum. Vond tíðindi fyrir landsbyggðina almennt, fyrir bændur vegna rým- andi niðurgreiðslna og 30% boðaðr- ar hækkunar á áburðarverði næsta vor, fyrir námsmenn, bæði hvað varðar Lánasjóðinn og dreifbýlis- styrki til framhaldsskólanema. Vond tíðindi fyrir húsbyggjendur með 300 milljóna króna lækkun framlags til byggingarsjóða. Vond tíðindi fyrir alla þá sem leggja áherslu á jafnréttismál og fé- lagsleg verkefni, eins og til dæmis birtist í helmings niðurskurði á framlögum til leikskóla og dag- heimila," sagði Ragnar. -KMU Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista: Þeir sem landið erfa horfa fram á þungbæra skuldadaga „Því er þeim mun meiri ástæða til að undrast það, og andmæla því, að ríkisstjómin skuli ekki sjá efni til þess að auka kaupmátt launa svo nokkm nemi á næsta ári,“ sagði Kristín Hall- dórsdóttir, Kvennalista. „Og þeim mun meiri ástæða er til að vekja enn og oftarathygli á hrika- legum hallarekstri ríkissjóðs og þungbærum vaxtagjöldum, sem væm þó þungbærari ef ekki nyti þeirrar vaxtalækkunar, sem orðið hefur á er- lendum lúnum. Enn mega þeir, sem landið erfa, horfa fram á þungbæra skuldadaga. Almennt launafólk gerir þá kröfii til stjómenda landsins að þeir reyni að reka þjóðarbúið af ábyrgð og sann- gimi. Vonbrigði þess em margvísleg og er því þó hreint ekki alltaf kunn- ugt um þær raunir sem skattpening þess hendir. Reiknað er með hálfum öðrum millj- arði í halla á næsta ári. Er þó deginum ljósara að sá halli er vanáætlaður, bæði hvað varðar launaliði og ýmsa aðra liði. Þrátt fyrir þetta allt saman sér ríkis- stjómin engin önnur ráð til að afla tekna á móti, nema það eitt að leggja gjald á innfluttar olíuvörur. Er það réttlætt með því að ríkissjóður hafi í engu notið lækkunar olíuverðs á und- anfömum mánuðum og sé nú röðin komin að honum að njóta góðærisins af þessum sökum. Slík fullyrðing er að sjálfsögðu röng. Ríkissjóður hefur sparað umtalsverðar fjárhæðir á lækkun olíu- og bensín- verðs. Ég tel þessa álagningu varhuga- verða, að ekki sé meira sagt, þar sem hér er ráðist að einni af mikilvægustu forsendum fyrir því góðæri, sem um er rætt, og sumir hafa reyndar orðið minna varir við en aðrir. Ráðherramir halda að sjálfsögðu áfram að bruðla með fé í vafasamar fjárfesting- ar og þeir hafa gefist upp á að halda rekstrargjöldum ríkissjóðs í skeQum. Þetta er sú mynd sem við blasir í góðærinu og menn skulu ekki gleyma því að við erum ekki aðeins að vísa hallanum í úr til framtíðarlausnar heldur er hann til viðbótar við halla undanfarinna ára, svo að nú er það dæmi komið í um sex milljarða í mín- us. Það er heldur ófögur mynd og ófagur vitnisburður um störf og stefnu núverandi ríkisstjómar." Um helmings niðurskurð á fjárveit- ingum til byggingar dagvistarstofn- ana, úr tæpum 40 milljónum króna í fyrra niður í 20 milljónir nú, sagði Kristín: „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Verður því ekki trúað að meiri- hluti Alþingis samþykki þennan fáranlega og ósanngjama niður- skurð.“ -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.