Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. 9 Utlönd securon 5Q Nokkur ólöglegra frímerkja er Samstödumenn hafa að undanförnu gefið út i Pollandi. Efst frímerki með mynd Lech Walesa Samstöðuleiðtoga og annað þar sem hernám Sovétmanna í Afganistan er fordæmt og samúð lýst yfir með skæruliðum frelsissveitanna. Frímerkið í miðju sýnir hönd af beinagrind teygja sig í átt frá Sovétríkjunum yfir pólsku landamærin, merktri JOÐ-131, er táknar geislavirkt efnasamband er myndast við kjarnaklofnun í úrani og er að finna i geislavirku ryki. Með þessu eiga Samstöðumenn við Tsérnóbyl-kjarnorkuslys- ið og streymi geislavirkra efna inn fyrir pólsk landamæri en pólskur almenning- ur á hættusvæðum vissi ekkert um slysið fyrr en fréttir fóru að birtast f vestrænum fjölmiðlum. Annað frímerki að neðan sýnir afmyndaða mynd af Jaruselski hershöfðingja. Neöstu tvö frímerkin bera myndir af sovéska andófs- manninum Andrei Sakharov og konu hans Elenu Bonner er lengi hafa barist fyrir brottfararleyfi frá Sovétrikjunum. POCZTA NtgZALEZNA niezaleZna zt n»9«m M AZOWSZE Ö4 POCZTA Andóf og fyrirlitning endurspeglast í frímerkjunum Ólögleg Samstöðufrímerki seljast vel í Pollandi og eru eftirsótt af söfríurum POLSKA ÖRYGGISBELTIFRÁ Frjáls og óháð verkalýðsfélög Sam- itöðu í Póllandi eru ekki í dauðateygj- miim þrátt fyrir að vera ólögleg og itöðuga baráttu yfirvalda er knésetja vilja starfsemi þeirra í eitt skipti fyrir öll. Vikuritið Time fjallar í nýjasta hefti sínu um sérstæða og ólöglega frí- merkjaútgáfu Samstöðumanna í Póllandi og hvemig ágóði af útgáfunni er notaður til að fjármagna enn frek- ari prentun og útgáfu rita á vegum Samstöðu sem bannað er að gefa út í Póllandi. Hugvitssamir Sámstöðumenn hafa á síðustu sex árum gefið út fjölmörg ólögleg frímerki í landinu þar sem lít- ið er gert úr kommúnistaflokki lands- ins og ríkisstjóm Jaruselskis hershöfðingja, auk þess sem ítök Sov- étmanna í landinu em fordæmd. Venjulegast er upplag frímerkjanna fimm til tiu þúsund eintök og oft kom- ast þau í umferð með hjálp samvinnu- þýðra starfsmanna póstþjónustunnar er senda þau áfram með tilheyrandi póststimpli. Sérstaklega hafa frímerki með mynd Jóhannesar Páls páfa verið vinsæl og merki með afskræmdri mynd Jams- elskis hershöfðingja. FYRIR FRAMSÆTI, AFTURSÆTI, BARNABELTI, BURÐARRUMSFESTINGAR OG RALLBELTI. VARA ú\ IrA /i # , w HLIITIR SIÐUMULA 3 0 3 7 2 7 3 Sænski jafhaðaimannaflokkurinn: Skylduaðild afnumin? Gurmlaugur A Jónssom, DV, Lundi; Stjóm sænska jafnaðarmanna- flokksins ákvað í gær að fara fram á það við landsþing flokksins að skylduaðild verkalýðshreyfingar- innar að flokknum vrði afnumin. Ekki er þó ætlunin að þetta gerist í einu vetfangi en árið 1991 á breyt- ingin að vera komin í kring. Þá eiga bara einstaklingar að vera félagar í flokknum en ekki eins og nú er, heilar deildir verkalýðshreyfingar- innar. Skylduaðildin hefur sætt mikilli gagnrýni og hafði Lars Wemer, for- maður vinstri flokksins - kommúnis- tanna, hótað að leggja fram frumvarp í þinginu í haust gegn skylduaðildinni og það frumvarp hefðu borgaralegu flokkarnir að sjálfeögðu stutt. Til að forðast slíkan álitshnekki hafa jafhaðarmenn nú orðið fyrri til og boðað þessa breytingu. Það er fullvíst að yfirlýsing flokksstjómar jafnaðarmanna nægi til þess að vinstri flokkurinn - kommúnistamir hætti við frumvarp sitt. ALLT AFSLATTUR AF FUAVARNAREFNUM ALLT AÐ AFSLATTUR AF MALNINGU OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 v/Hringbraut, sími 28600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.