Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Fréttir Edda Magnúsdóttir matvæiafræðingur sker börð af skötu. Dr. Grímur Valdimarsson, forstöðumaður Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins, dr. Guðmundur Stefánsson matvælafræðingur og Unnur Steingrímsdóttir lifefnafræðingur horfa á. Edda og Guðmundur hafa umsjón með skötuverkefninu. Lrftæknin leysir aldagamait vandamál: Örverur losa skráp- inn af skötunni Þama heldur Edda á skötubörðum, annars vegar með skráp og hins veg ar skráplausu eftir nótt í ensimbaði. DV-mynd: GVA. Aldagamalt vandamál við skötuát er að hverfa úr sögunni. Framleiðsla á ensímum til þess að leysa upp skrápinn með göddum og öllu saman er í burðarliðnum hjá Rannsóknar- stofhun fiskiðnaðarins. Skötubörðin eru einfaldlega lögð í ensímlög yfir nótt og síðan er skrápurinn skolaður af undir krana. Engin breyting verð- ur á bragði og eftir situr gómsætur fiskur sem seldur er dýrum dómum víða um heim. Upptökin að því að nýta örverum- ar eru hjá Rannsóknarstofnun Háskólans. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins tók við því hlutverki að búa til sams konar blöndur í stór- um stíl og unnar voru í tilraunaglös í upphafi. Ensímin eru unnin úr venjulegu fiskslógi. Með sömu tækni eru nú gerðar tilraunir til þess að hreinsa hreistur af roði ýsunnar, hreinsa hörpuskelfisk og ná himnu af lifúr. Við þetta eru notaðar mis- munandi ensímblöndur. Að sögn Gríms Valdimarssonar, forstöðumanns Rannsóknarstofnun- ar fiskiðnaðarins, er greinilega fyrir hendi áhugi fiskframleiðenda til þess að nota sér líftæknina við þessi verk- efni, sem hvorki mannshöndin né vélar hafa ráðið sæmilega við. Sem dæmi um þýðingu þeirra má nefha að ekki munu vera hirt nema um 200 tonn af skötu af hérlendum fiski- skipum á ári, um 2.000 tonnum sem koma með öðrum fiski í skipin er hent. Talið er líklegt að veiða megi miklu meira af þessu lostæti sem við höfum ekki kunnað að nýta okkur nema í smáum stíl. HERB Tveir gengu berserksgang á Djúpavogi: Rústuðu verbúðina og slösuðu 5 manns lögregluþjónninn sleginn er hann ætlaði að skakka leikinn Tveir menn gengu berserksgang í verbúðinni á Djúpavogi, rústuðu þeir allt innanstokks og slösuðu fimm fbúa húsins. Er lögregluþjónn staðarins ætlaði að skakka leikinn var hann sleginn af mönnunum. Atburður þessi átti sér stað um síð- ustu helgi. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsfirði hafa þeir sem æðið rann á ekkert viljað segja um upptökin. Ljóst er að þeir voru mjög ölvaðir er lætin hófust. Átta manns voru í ver- búðinni og kom upp ósætti milli mannanna tveggja, sem eru heima- menn, og hinna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á berserkjunum voru tvær farandverkakonur frá Nýja-Sjálandi, þar af önnur þeirra al- varlega því þeir tóku hana kverkataki og slógu utan í vegg. Allir þeir fimm, sem urðu fyrir barð- inu á mönnunum tveimur, eru meira og minna lemstraðir á eftir. Lögregl- an, sem slegin var, mun hafa sloppið lítt slösuð. Skemmdimar á verbúðinni em mikl- ar. Mennimir tveir mölbmtu sjö hurðir í verbúðinni, rifu slökkvitæki af veggnum og sprautuðu kvoðu úr því um alla verbúðina auk þess sem stólar og borð urðu undan að láta í hamaganginum. -FRI „Forysta flokks- ins vildi útiloka mig“ - segir Guömundur J. „Það vom sterk samtök um að úti- loka mig. Það gekk maður undir manns hönd í nafhi vináttu að sann- færa mig um að ég væri með öllu vonlaus í prófkjöri," segir Guðmundur J. Guðmundsson í viðtali sem birtist í helgarblaði DV á morgun. Þar segir hann frá átökum síðustu vikna í Al- þýðubandalaginu og tildrögum þess að hann hefur ákveðið að hætta þing- mennsku. Aðspurður hverjir stóðu að baki samtökunum um að útiloka hann frá prófkjörinu svarar Guðmundur: „Ýmsir helstu forystumenn flokksins." Hann sagði einnig að Svavar Gestsson „tefldi þetta eins og skák. Hann þurfti nú að fóma manni“. Guðmundur segir í viðtalinu að Al- í helgarviðtali við DV þýðubandalagið sé nú á mörkum þess að liðast í sundur vegna persónulegra deilna forystumanna þess. Hann segir að framboð sitt hefði kostað mikil og ef til vill afdrifarík átök í flokknum. „Ég segi ekki að flokkurinn hefði klofnað en það hefði orðið gífurlegt blóðbað," segir Guðmundur. Guðmundur segist hafa íhugað al- varlega að leika sama leikinn og Albert Guðmundsson í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. „Það hefði orðið illvígur slagur. Ég á engan hulduher en ég hefði getað smíðað hann.“ Guðmundur boðar að hann muni snúa sér að verkalýðsbaráttu næstu árin og megi búast við harðri lotu frá honum í þeim efnum. GK Harður árekstur varð á Hafnarfjarðarveginum skammt frá Kópavogsbrúnni í gær er bifreið var ekið aftan á aðra á mikilli ferð. Fremri bifreiðin var stöðvuð á veginum þar sem sprakk á dekki á henni og afleiöingarnar urðu aftanákeyrsla. Engin slys urðu á fólki í árekstrinum. DV-mynd S. Jólasveinamir komnir Jólasveinamir eru komnir í bæinn og þeir eru sjálfum sér líkir meö hvítt skegg i vöngum og pakka í pokum. Að vanda eru það jólasveinarnir i glugga Rammageröarinnar í Hafnarstræti sem eru fyrstir á vettvang og á myndinni sést starfsfólk vera að koma þeim fyrir á sinum stað. í dag eru 53 dagar til jóla. -EIR DV-mynd B.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.