Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. 15 Svo undramargt er ógert enn Afmælisþingi Þroskahjálpar er nýlokið. 10 ár eru ekki langur tími, en þó það drjúg vegferð að baki, að full ástæða er til þess að líta annars vegar um öxl og reyna að fanga þá framtíðarsýn, sem fólk vill bezta. Landssamtökin þroskahjálp ætti ekki að þurfa að kynna, en að þeim standa aðildarfélög alls staðar að af landinu, styrktarfélög, foreldrafélög og félög fagfólks. Allt er þetta fólk þama samankomið til að vinna að framþróun í málefniun þroskaheftra á öllum sviðum, afla þeim réttinda, hjálpar og hlutgengi í þjóðfélaginu framar öðm. Áfangasigrar Á þessu afmælisþingi var litið til baka um áratug og máske vel það, og ekki fór milli mála að allir vom sammála um það, að fjölmargir áfangasigrar hefðu náðst, áfangar að lokamarki, sem einnig var fúll- ljóst, að enn er víðs fjarri, enda spuming um það, hvort þessi barátta fram á við á að taka enda, því ætíð má betur gera í margri grein, þó hver sigur sé sætur. Foreldrar þroskaheftra, sem þama lýstu sinni skoðun, sögðu marga múrana enn þá sömu og fyrir tíu árum, þó marga hefði náðst að mola einnig. Sannarlega hefðu raddir þessa fólks þurft að óma í eyrum enn fleiri og nema sem beztan samhljóm hins breiða fjölda, sem em aðeins lítt meðvitaðir áhorfendur að ótrúlegum erfiðleikum þessa fólks. Merkasta framlagið á þessu lands- þingi vom frábærlega vel unnar skýrslur þeirra Bjama Kristjánsson- ar, forstöðumanns á Akureyri, og Friðriks Sigurðssonar, atvinnu- málafulltrúa svæðisstjómar Reykja- ness. Þar er bmgðið upp ljósum og auðskildum myndum af ástandi og þróun mála, m.a. og ekki hvað sízt hlut samfélagsins til þessara mála nú og áður, sem og athyglisverðum samanburði við aðra félagslega þjónustu í landinu og ekki hvað sízt samanburði við Norðurlöndin og nöturlegri staðreyndum þar fyrir okkur, sem þó þykjumst þekkja til, KjáOarirm Helgi Seljan alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið en okkur hafði í raun órað fyrir. Hins ber þó að geta að þessi mála- flokkur var miklu lengur vanræktur hér á landi en hjá frændþjóðum okk- ar og eimir þar rækilega eftir. En þó okkur finnist ótalmargt hafa áunnizt og í fjölmörgu orðið miklar framfarir þessi síðustu ár, m.a. bæði ákveðin jákvæð viðhorfsbreyting og allt önnur vinnubrögð, byggð á gjör- ólíkum lausnum fyrir hina þroska- heftu, þá veldur þessi skýrsla því að við megum réttilega enn bera kinn- roða af ýmsum samverkandi ástæð- um. Hér eru ekki tök á að gera þessu nein tæmandi skil en aðeins skal gripið á því sem mest var sláandi og enn og aftur komið að því megin- máli, sem varðar fjármagn til þessa málaflokks. Fyrst eru talnaupplýs- ingar um íbúðarrými, en viðmiðun þar er 1973. Fjöldi íbúa á heimilum fyrir þroskahefta 1973 var 369 en 1985,435. Hér er ekki öll sagan sögð. Á heimilum, sem störfuðu 1973, hefur íbúum fækkað um 44. Ný heimili eftir 1973 eru hins vegar alls 18 með 110 íbúum. Stórstofhanastefnan er því á undanhaldi, en raunaukning íbúðarrýma er þó aðeins 66. Gleði- legasta staðreyndin eru sambýlin með 92 íbúa nú, en voru 5 1973. Lögboðin framlög skert Alvarlegast alls í skýrslunni er meðferðin á Framkvæmdasjóði fatl- aðra, þar sem uppbygging nýrra heimila ræðst. Athyglisverðastur er munur á milli þeirra ára, sem fyrri sjóðir giltu, þ.e. áranna 1980-1983, og svo eftir að Framkvæmdasjóður fatlaðra tók við með stórauknum verkefnum 1984-1986. Framlög til framkvæmda 1980-1983, námu á ári að meðaltali 157 millj. að raungildi, en árin 1984-86 aðeins 94 millj. Rík- isvaldið hefur skert svo gífúrlega lögboðin framlög þessi ár, að óhugn- anlegt er, en óhrekjandi þó. Athygli skal vakin á ártölum og ríkisstjómum á þessum árabilum, og haldi menn þvi svo fram að það sé sama hver fer með fjármálavöld og fjármagnsskiptingu'i landinu. Þess- ar tölur segja meira en margar ræður. Oftlega hefur verið réttlætt, hversu framkvæmdasjóður hefúr verið skertur með stóraukningu fjár- magns til rekstrar nýrra stofnana og víst eru verkefhin fleiri og fjöl- þættari. Hins vegar kemur í ljós að raunveruleg breyting hvað varðar nýjar stofhanir og þjónustu frá 1980 er ekki nema um 84% á fjárlögum 1985 og fyirlög ársins 1986 breyta engu stórkostlegu um þetta, því mið- ur. Aukningin er áugljós, en miklu minni en jafnvel kunnugir hefðu haldið. Þetta rakti ég raunar í fjöl- miðlum í fyrra eftir dæmalausar yfirlýsingar ráðherra um margfold- un fjár til þessara mála. Skýrslan nú sannar mál mitt óþyrmilega. ísland neðst á blaði Þó kom fátt eins illa við þingfull- trúa og beinn samanburður við útgjöld til þjónustu við aldraða og öryrkja sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu. Þar erum við 1983 neðst á blaði með 0,2%, Norðmenn 0,5%, Finnar 0,8%, Svíar 2,2% og Danir 3,4%. Og sízt hafa síðustu ár bætt um betur. Þessar sláandi tölur ættu að segja úrtöluafturhaldi frjáls- hyggjunnar þá sögu, sem ætti að duga því til að þegja um bruðl og sóun samfélagslegra verðmæta í „óarðbæra" þjónustu, eins og kenn- ing þeirra segir þeim að kalla þjónustu þessa eðlis. Von mín er sú að skýrsla þeirra Bjama og Friðriks eigi eftir að hljóta verðuga og mikla kynningu, svo sem hún á skilið. En ffarnar öðru er mér þó ljós sú staðreynd sem einum af stofhendum Þroskahjálpar, að þrátt fyrir ýmislegt, sem áunnizt hefur, er þó undramargt ógert enn. Tölurnar úr skýrslunni, kaldar staðreyndim- ar, kalla á okkur og knýja til enn djarfari sóknar í þessum málaflokki, sem má aldrei vera hornreka'í vel- ferðarþjóðfélagi því sem meginþorri þjóðarinnar vill að hér sé haldið uppi af fullri reisn. Helgi Seljan. „En þó okkur finnist ótaimargt hafa áunnist og í fjölmörgu orðið miklar framfarir þessi síðustu ár, m.a. bæði ákveðin jákvæð viðhorfsbreyting og allt önnur vinnubrögð, byggð á gjörólíkum lausnum fyrir hina þroskaheftu, þá veldur þessi skýrsla því að við megum réttilega enn bera kinnroða af ýmsum samverkandi ástæöum." „Ríkisvaldið hefur skert svo gífurlega lög- boðin framlög þessi ár, að óhugnanlegt er, en óhrekjandi þó.“ Bandalag jafnaðarmanna lifir Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá brotthlaupi flugumanna annarra flokka og ýmissa óþurftarmanna innan Bandalags jafnaðarmanna höfum við sem eftir stöndum innan forustusveitar BJ fundið fyrir ótrú- legum stuðningi hins almenna borgara og fengið að finna hjá fólki siðgæðisvitund sem fyrirlítur allt samningamakk sem viðgengst hjá stjórnmálamönnum í skúmaskotum og dimmum bakherbergjum. Eru stjóramál einkamál fjór- flokksins og hagsmunagæðinga hans? Við skulum minnast þess að íslensk stjómmál eru að stórum hluta orðin að atvinnu einstakra hagsmunagæslumanna, öðru nafni þingmanna fjórflokksins, með mikil fjárráð og hinn almenni borgari hef- ur sífellt minni áhrif á gang lands- mála. í reynd hefur það sýnt sig að þó upp komi hæfir einstaklingar og fólk með nýjar hugmyndir þá eiga við- komandi erfitt uppdráttar og enda oftar en ekki sem embættismenn hagsmunagæslunnar. Það er skelfilegt til þess að vita að ýmsir hópar, sem myndast hafa og eru óháðir allri flokkspólitík og hafa ýmis réttlætismál á sínum snærum, samanber hópinn um jafn- rétti á milli landshluta, Sigtúns- hópinn o.fi. o.fl., skuli ekki ná meiri árangri en að vekja upp umræður um skamman tíma og fá nokkur lof- orð stjómmálamanna sem síðan er stungið ofan í skúffú og látin ryk- falla og gleymast að lokum þar. Þessi og ótalmörg dæmi önnur sýna okkur bandalagsfólki og sanna að þessu kerfi þarf að breyta en því miður verður kerfinu ekki breytt nema innan frá, það er með stjóm- kerfisbreytingu. Innan regnhlífar Bandalags jafn- aðarmanna er vítt til allra átta og bandalagsfólk er áhugafólk um pól- itík og hugsjónafólk með margar hugmyndir sem geta breytt íslensku þjóðfélagi til hins betra. Við lítum niður á stjómmálamenn sem hafa flokks- og eiginhagsmuni að leiðar- ljósi en gleyma einstaklingnum. Því skorar Bandalag jafnaðarmanna á einstaklinga um land allt sem hafa áhuga á siðferði og réttlæti í stjóm- málum að koma til liðs við Bandalag jafnaðarmanna. Ný forusta I kjölfar fundar, sem varð þess valdandi, sökum eiginhagsmuna og einræðistilhneiginga Guðmundar Einarssonar og Stefáns Benedikts- sonar, að þorri fundarmanna lagði niður störf fyrir BJ, komu saman nokkrir aðilar úr fomstusveit BJ saman til fundar í Hainarfirði. Niðurstaða þess fundar varð eftir- farandi: 1. U.þ.b. helmingur landsnefndar, aðili úr fyrrverandi landsnefnd og öll framkvæmdanefnd BJ ákváðu að halda áfram störíúm þar til landsfundur verður haldinn og ákveður nýja fomstu fyrir Banda- lag jafriaðarmanna. 2. Fundurinn vítti frammistöðu hinna pólitísku fulltrúa Banda- lags jafnaðarmanna. 3. Fordæmt var brotthlaup fyrrver- andi þingmanna BJ og skorað á þá að segja af sér þingmennsku til að hægt yrði að kalla inn vara- Kjallariim Alfreð Guðmundsson þingmenn til setu á Alþingi og endurreisnar þingflokks Banda- lags jafriaðarmanna. 4. Ákveðið var að stefna að fram- boði Bandalags jafnaðarmanna í öllum kjördæmum í komandi al- þingiskosningum. Starf landsnefndar og fram- kvæmdanefndar Nú að þremur vikum liðnum er hægt að tala um sjáanlegan árangur af starfi landsnefndar og fram- kvæmdanefndar. I fyrsta lagi má nefna erindi frá landsnefnd og framkvæmdanefnd BJ til forseta sameinaðs Alþingis um í framkvæmdanefnd Bandalags jafnaðarmanna „Við skulum minnast að íslensk stjórnmál eru að stórum hluta orðin að atvinnu ein- stakra hagsmunagæslumanna, öðru nafni þingmanna fjórflokksins,...“ beiðni til Alþingis um að farið verði að stjórnarskrá og lögum um að fyrr- verandi þingmenn BJ hverfi af Alþingi og varaþingmenn verði kall- aðir inn til að hægt verði að endur- reisa þingflokkinn. Svar hefur ekki borist frá forseta en við væntum svars innan tíðar. I öðm lagi væntum við þess að fjár- munir, bókhaldsgögn og lausafjár- munir, sem eru undir höndum þingmanna Alþýðuflokksins, verði afhent formanni framkvæmdanefnd- ar BJ þessa dagana. í þriðja lagi eru húsnæðismál BJ komin í lag og skrifstofa BJ að Templarasundi 3, Reykjavík, er tek- in til starfa og verður þar framvegis svarað í símum 21399 og 21833. í fjórða lagi hefur verið ákveðið að halda opna almenna umræðu- fundi á fimmtudagskvöldum kl. 20 og vinnufundi eftir hádegi á laugar- dögum. í síðasta lagi er í öðm bréfi til for- seta sameinaðs Alþingis bent á að félag Alþýðuflokksins hefur helgað sér þingflokksherbergi Bandalags jafnaðamianna. í framhaldi af því er sú ósk borin upp í bréfinu að herbergið verði rýmt og það falið umsjá þingvarða, enda mun koma til endurreisnar þing- flokks BJ komi varaþingmenn inn. Framboðsmál Nú þegar núverandi fomstusveit Bandalags jafnaðarmanna hefúr af- greitt af höndum sér brotthlaups- menn og flugumenn annarra flokka þykir rétt að greina frá framboðs- málum. Kjördæmisráð í Reykjaneskjör- dæmi hefur lagt fram fullskipaðan fi'amboðslista fyrir næstu alþingis- kosningar. Framboðsmál í Revkjavík, á Norð- urlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðurlandi em í fúllum gangi og em aðilar úr BJ innan þessara svæða komnir með drög að fram- boðslistum. Ákveðið hefur verið að nokkrir félagar úr fomstusveit BJ fari í ferðalag um flest kjördæmi landsins og em félagar og stuðningsmenn BJ í öllum kjördæmum beðnir að hafa samband við skrifstofu BJ í Reykja- vik. Alfreð Guðmundsson. „...bandalagsfólk er áhugafólk um pólitík og hugsjónafólk, með margar hugmyndir sem geta breytt íslensku þjóðfélagi til hins betra. Við lítum niður á stjórnmálamenn sem hafa flokks- og eiginhagsmuni að leiðarljósi..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.