Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986. Útlönd Mósambik: Þrjár borgir á valdi skæruliða Hægrisinnaðir skæruliðar í Mósarabik tilkynntu i gær að þeir heíðu tekið á sitt vald þrjár borgir í austurhluta landsins. Einnig til- kynntu þeir að þeir hefðu orðið að bana 400 hermönnum síðast- liðna viku. Sjálfir sögðust þeir hafa misst átta menn. Yfirvöld hafa ekki staðfest þess- ar upplýsingar og sendifulltrúar halda að þær séu orðum auknar en skæruliðar hafa barist við stjómina í Mósambik i áratug. Árásimar, sem gerðar hafa verið í þessum mánuði, virðast vera þær alvarlegustu hingað til og hafa skæmliðar tilkynnt að þeir muni láta meir til sín taka í kjölfar dauða Samora Machel, forseta Mósambik, en hann lést i flugslysi þann 19. október. Skæmliðamir hafa einnig til- kynnt að þeir muni gera árásir í nágrannalandinu Zimbabwe vegna stuðnings þess við stjórnina í Mósambik. Áætlað er að 12.000 hermenn frá Zimbabwe séu nú í Mósambik. Móðgandi ummæli á fyrsta- dagsumslagi Sameinuðu þjóðimar hafa tekið úr umferð umslög með fyrsta- dagsstimpli og frímerki tileinkað Kólumbíu þar sem fram kom að ein af aðaltekjulindum þjóðarinn- ar væri eiturlyf. Er frímerkið eitt af mörgum í seríu sem ef til vill verður tileinkuð öllum aðildarríkj- um Sameinuðu þjóðanna. Á umslaginu með frímerkinu stóð að landbúnaður væri aðalat- vinnuvegur landsins og aðallega væri lögð áhersla á kaffi, kókaín og maríjúana. Fulltrúi Kólumbíu hjá sameinuðu þjóðunum mót- mælti harðlega þessum orðum og sagði þau vera móðgun við þjóð hans. Umslagið með útgáfudagsstimpl- inum var framleitt af einkafyrir- tæki en þó svo að það hafi verið tekið úr umferð er hætta á að nokkur umslög hafi lent hjá einka- aðilum. Má þá gera ráð fyrir að hátt verð fáist fyrir þau hjá söfnu- rum. Ákærðir fyrir morðtilraun á Pinochet Fimm skæruliðar, sem hand- teknir voru í Chile i síðastliðinni viku, voru í gær ákærðir fyrir til- raunina til að ráða Augusto Pinochet af dögum og fyrir morðið á fimm lífvörðum hans. Pinochet slapp næstum ómeidd- ur er skæruliðar réðust á bílalest þá er hann ferðaðist í frá sveita- setri sínu þann 7. september síðastliðinn. ÞjóðfrelsLshreyfing Manuel Rodriguez lýsti yfir ábyrgð á tilræðinu en neitar að skærulið- amir, sem handteknir voru í síðastliðinni viku, séu meðlimir hreyfingarinnar. Samkvæmt upp- lýsingum yfirvalda tóku 24 skæruliðar þátt í árásinni. í gær vom einnig handteknir 250 stúdentar eftir að lögreglan hafði hindrað atkvæðagreiðslu í kosn- ingum um leiðtoga stúdenta við háskóla. Andóf bælt niður við Kankok háskóla Þúsundir her- og lögreglumanna kveða niður þriggja daga blóðugt andóf námsmanna við háskóla í Suður-Kóreu Öryggissveitir í Suður-Kóreu réð- ingar á háskólalóð Kankoks þriggja daga blóðugt andóf yfir átta ust í birtingu í morgun inn í bygg- háskólans í Seoul og bmtu niður hundmð námsmanna við skólann er Námsmenn mótmæla stjórnarstefnunni og standa andspænis öryggissveitum í fullum skrúða á háskólasvæð- inu í Seoul skömmu áður en þeir herskáustu á meðal námsmanna létu til sín taka og hernámu byggingar á Kankok háskólasvæðinu. staðið hefur undanfama þrjá daga. Til mikilla átaka kom er sjö þús- und her- og lögreglumenn réðust til inngöngu í húsakynni þau á há- skólalóðinni er námsmenn hafa haldið í herkví undanfama daga. Köstuðu námsmenn bensín- sprengjum, grjóthnullungum og hverju öðru lauslegu að öryggis- sveitum er þær rýmdu byggingamar og, að sögn sjónarvotta, handtóku óeirðaseggina alla með tölu. Tvær byggingar á háskólalóðinni er námsmenn héldu í tvo daga eru stórskemmdar eftir átökin, og aðrar þrjár byggingar er einnig vom her- teknar af námsmönnum em sagðar rústir einar. Á meðan öryggissveitimar gerðu atlögu sína sveimuðu lögregluþyrlur yfir háskólalóðinni og vörpuðu nið- ur táragassprengjum. Á sama tíma umkringdu' sérstakir óeirðavagnar með háþrýstibúnum vatnsbyssum háskólabyggingamar er sprautuðu vatni á óeirðaseggina. Ekki var ljóst í morgun hvort orð- ið hefði mannfall í árás öryggissveit- anna, né um íjölda særðra, en að sögn sjónarvotta mun töluvert hafa orðið um meiðsl í átökunum. Segir sekt Hasenfus fyrirfram Enrique Sotelo Borgen, sérlegur verjandi Eugene Hasenfus, banda- ríska flugmannsins er skotinn var niður yfir Nicaragua fyrir skömmu og ákærður hefur verið af sandinistfyrir að hafa stundað vopnaflutninga til contra skæmliða á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fordæmdi í morgun sérstakan alþýðudómstól er skipaður hefur verið til að kveða upp dóm yfir skjólstæðingi sínum og kvað hann þegar hafa ákveðið að dæma Hasenfús sekan. Borgen fordæmi einnig sönnunar- gögn þau er lögð hafa verið fram af saksóknara Nicaragua, er að sögn ákveðna yfirvalda eiga að sanna aðild og ábyrgð CLA á flugi Hasenfus með vopn og vistir til contra skæruliða. Alþýðudómstóllinn, er skipaður hef- ur verið til að kveða upp dóm yfir Hasenfus, tekur fyrir sakamál í Nic- aragua er tengjast borgarastríðinu í landinu er geisað hefur undanfarin fimm ár. í slíkum réttarhöldum fer málflutningur fram í formi ritaðra yfirlýsinga málsaðila og sakboming- um yfirleitt ekki leyft að verja sig sjálfir en búist er við því að Hasenfús verði heimilað að taka til máls í réttin- um á morgun, málstað sínum til varnar. Enrique Sotelo Borgen, verjandi flugmannsins Hasenfus, fordæmdi málatil- búning alþýðudómstóls Nicaragua í morgun og kvað hann þegar hafa ákveðið sekt skjólstæðings sins. Sendiherra Sýrlands, Haydar Assad, sem rekinn var frá Bretlandi vegna meintrar aðildar að tilraun til sprengjutilræðis. Astralía gætir hagsmuna Bretlands Ástralía hefur tekið að sér að gæta hagsmuna Bretlands í Sýrlandi efitir stjómmálaslitin sem áttu sér stað í síðastliðinni viku. Utanríkisráðherra Ástralíu, Bill Hayden, tilkynnti að Bandaríkin, Kanada og þjóðir Evrópubandalags- ins hefðu einnig átt viðræður við vfirvöld í Ástralíu. Sagði hann að Bretlandi gætti hagsmuna Ástralíu í mörgum löndum væri hann á- nægður að geta org;5 að liði. Bretland sleit stjc3 málasambandi við Sýrland eftir að § rdaninn Nezar Hindawi var dæmcc fyrir að hafa reynt að koma sprU.gju um borð í ísraelska farþegaþotu. Við yfir- heyrslumar kom fram að sendiráð Sýrlands og sýrlenska leyniþjónust- an væm viðriðin tilraunina. Souphanovong sagði af sér Prins Souphanovong, forseti Laos undanfarin ellefú ár, sagði af sér emb- ætti í morgun af heilsufarsástæðum, að því er fréttastofa landsins segir í morgun. Souphanovong er nú orðinn 77 ára gamall og hefur ekki gengið heill til skógar að undanfomu. Fyrrum aðstoðarforsætisráðherra, Phoumi Vongvichit, hefur að sögn fréttastofunnar tekið við forsetavaldi í landinu. Prins Souphanovong, leiddi Pathet Lao þjóðfylkinguna er aðhyllist kom- múnisma til sigurs í Laos árið 1975, eftir tveggja áratuga blóðuga baráttu gegn franskri nýlendustefnu og kon- ungsveldi er naut stuðnings stjóríf- valda á Vesturlöndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.