Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1986, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1986.
Frjálst, óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖIMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, Umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Bráðabirgðasamningar?
Margir verkalýðsforingjar mæla með því, að upp úr
áramótum verði aðeins gert bráðabirgðasamkomulag
um kjaramálin. Þetta hefur verið samþykkt í trúnaðar-
mannaráði Dagsbrúnar og kann að verða samþykkt nú
á sunnudag á almennum Dagsbrúnarfundi. Þessi hug-
mynd virðist eiga mikið fylgi í Verkamannasambandinu,
sem er aðalsambandið innan Alþýðusambandsins.
Meðmælendur bráðabirgðasamnings segja, að ekki
verði unnt að treysta á núverandi ríkisstjórn í samning-
unum, vegna þess að kosningar séu á næsta leiti.
Ríkisstjórnin kunni að fara frá og ný að taka við eftir
kosningarnar. Ríkisstjórnin gegndi talsverðu hlutverki
í síðustu samningum, aðallega í því formi að sam-
þykkja að leggja fram þann pakka, sem aðilar vinnu-
markaðarins báðu um. Nú segja meðmælendur
skammtímasamnings, að ekki sé á treystandi, að ný rík-
isstjórn stæði við það, sem núverandi stjórn byði.
Vissulega eru ríkisstjórnarflokkar í kosningaskapi
ekki hinir beztu aðilar að kjarasamningum. En margt
kemur til.
Núverandi ríkisstjórn er ekki líkleg til að ýta undir
verðbólgusamninga, sem mundu kollvarpa stefnu henn-
ar og eyða þeim árangri, sem náðst hefur í efnahagsmál-
um.
Núverandi ríkisstjórn getur ekki boðið gull og græna
skóga. Hún situr uppi með meira en tveggja milljarða
nalla á fjárlögum fyrir næsta ár.
Hún getur því ekki boðizt til annars en að auka fjár-
lagahallann, ef hún býður eitthvað, meðan hún hefur
ekki styrk til að skera ríkisbáknið niður á móti. Staða
stjórnarflokkanna mundi hríðversna í kosningunum,
ef þeir lentu að nýju í verðbólgufeni. Líkurnar eru því
þær, að áhrif þessarar ríkisstjórnar á samningana yrðu
ekki til bölvunar.
Bæði atvinnurekendur og launþegar tala í ályktunum
um, að í kjarasamningunum verði fyrst og fremst að
draga úr launamisrétti, til dæmis milli kvenna og karla.
Forseti Alþýðusambandsins ræðir, að hækka þurfi
kauptaxta og færa þá nær hinum launahvetjandi kerf-
um. Ríkisstjórnin virðist einnig þeirrar skoðunar, að
svigrúmið á næsta ári beri að nota til að leiðrétta launa-
misrétti en ekki til teljandi almennrar kauphækkunar.
Vinnuveitendasambandið bendir á, að lagt verði af stað
um áramótin með 4-5 prósenta aukningu kaupmáttar
milli ára. Aðalatriðið sé að varðveita þann mikla árang-
ur.
Þetta ætti að gefa til kynna, að unnt yrði að semja
um meginatriði, án þess að beðið yrði nýrrar ríkisstjórn-
ar.
Sama stjórn kann að sitja áfram eftir kosningar.
Geri hún það ekki, sýnir reynslan, að riokkuð langvinn
stjórnarkreppa yrði líkleg. Formenn flokkanna mundu
þá, hver af öðrum, fikta við að reyna að bræða saman
stjórn. Þetta er okkar reynsla. Það gæti tekið langan
tíma að koma saman nýrri ríkisstjórn, kannski mánuði.
Lagfæring launa til að draga úr misrétti má ekki
bíða. Þeir sem vilja aðeins bráðabirgðasamkomulag eru
í pólitískum leik, sem launþegum yrði dýr. Eða eru ein-
hverjir tilbúnir að bíða framundir mitt ár, eftir því að
einhver ný ríkisstjórn bjóði eitthvað nýtt til lausnar
kjarasamningum? í fyrsta lagi er ólíklegt, að slík stjórn
byði eitthvað nýtt. í öðru lagi situr hvaða stjórn sem
er uppi með fjárlagahallann mikla á næsta ári.
Haukur Helgason.
„Þess verður að krefjast að að þvi komi aö sú tæknikunnátta og sá dugnaður við lausn erfiðra verkefna, sem
sérstakiega sannaðist að til væri hjá Landssímanum í sambandi við lausn mála í vikunni fyrir fund þeirra Reagans
og Gorbatsjovs í Reykjavík, verði notaður til aö bæta úrelt og rangnefnt sjálfvirkt simakerfi víöa út um land.“
Úrelt Irfæð
við heiminn
Landssími Islands minntist 80 ára
afmælis síns um síðustu mánaðamót.
Um svipað leyti leysti Landssíminn
og starfefólk hans vel af hendi alla
þjónustu í sambandi við fund þeirra
Gorbatsjovs og Reagans. Það hvað
Landssíminn stóð sig vel í sambandi
við leiðtogaíundinn mun í hugum
margra vera staðfesting á þvi að sím-
inn geti leyst verkefrii sín vel af
hendi og sú prófraun hafi verið
stofhuninni verðug afmælisgjöf.
í sambandi við 80 ára afmælið gaf
Póst- og símamálastofnunin út bækl-
ing, „Lífæð við heiminn", til kynn-
ingar á þróun og starfeemi
fyrirtækisins. Þar stendur m.a.:
„Fyrstu sjálfvirku símstöðvamar
vom opnaðar í Reykjavík og Hafh-
arfirði 1932. Árið 1950 bættist við
sjálfvirk símstöð á Akureyri. 1960
vom teknar í notkun sjálfvirkar sím-
stöðvar í Keflavík og nágrenni og
vom þær með nýrri og ömggari
veljurum, svokölluðum hnitvelj-
urum. Um svipað leyti var gerð
áætlun um sjálfvirkt simakerfi sem
náði til allra helstu þéttbýlisstaða
landsins og var hún framkvæmd
á árunum 1965-76. Samkvæmt sér-
stökum lögum frá 1981 hófust síðan
framkvæmdir í -strjálbýli við að
tengja síma allra landsmanna sjálf-
virka símakerfinu. Þeim lauk á
afmælisárinu 1986. Þá vom síðustu
handvirku símamir teknir úr notk-
un, en þeir vom í daglegu tali
kallaðir sveitasímar." (Feitletrað
Sk.Al.)
Framkvæmdum er ekki lokið
Hér er mikið sagt. Staðreyndin er
nefnilega sú að framkvæmdum við
sjálfvirkt símakerfi er hvorki lokið
„til allra helstu þéttbýlisstaða" né í
strjálbýlinu.
Frá því „sjálfvirkt" símakerfi var,
eins og sagt er, komið upp til þétt-
býlisstaða á Vesturlandi hefur þetta
kerfi aldrei nýst á þann hátt að
hægt hafi verið að grípa til þess á
svipaðan hátt og á Reykjavíkur-
svæðinu, þ.e. að hægt hafi verið að
nota símann án langrar yfirlegu til
að ná sambandi við aðal þjónustu-
og verslunarsvæði landsins og
stundum jafnvel við næsta nágrenni.
Sá sem hefur ætlað að nota þetta
sjálfvirka kerfi hér á Reykjavíkur-
svæðinu til að hafa símasamband
vestur hefur lent í því sama.
Við höfum beðið eftir því ár frá
ári að „línum verði fjölgað", „komið
verði upp nýjum tækjum" og línum
hefur fjölgað og ný tæki hafa verið
sett upp en ekkert hefur breyst nema
þá kannski í nokkra daga eftir slíkar
aðgerðir. Menn hafa spurt. Em
tæknimál illa á vegi stödd hjá
KjaUariim
Skúli Alexandersson
alþingismaður
Alþýðubandalagsins
Landssímanum, áætlanagerð illa
unnin? Að svo sé er í sumum tilfell-
um slegið föstu.
Margt gert vegna leiðtoga-
fundarins
Svo kemur afmæli og leiðtoga-
fundur. Það kemur ekki annað fram
en allt sé í lagi hjá þessari stofnun.
Hún gerir jafhvel það sem kalla
mætti kraftaverk.
Þorvarður Jónsson, yfirverkfræð-
ingur Pósts og síma, segir t.d. í
viðtali við Morgunblaðið um það
hvað síminn stóð sig vel í sambandi
við leiðtogafundinn:
„Það stóð aldrei á þjónustu okkar
og þeir sem hennar nutu vom mjög
ánægðir með dugnað starfefólks
okkar sem hefur staðið sig með mik-
illi prýði. Erlendu fréttamennimir
em kröfuharðir og hafa komið víða
og þeir sögðust sjaldan eða aldrei
hafa fengið jafnsnögga úrlausn allra
mála.
Talsímarásum um Skyggni var
fjölgað úr 220 í um það bil 300, urn
600 leigulínur vom tengdar milli Is-
lands og annarra landa. Sjálfvirkum
línum til Bandaríkjanna var fjölgað
úr 48 í 54 og auk þess var símasam-
böndum breytt með þeim hætti að
hringja mætti til Bandaríkjanna um
London og þannig bættust við 32 lín-
ur vestur um haf og því vom alls
opnaðar þangað 86 línur. Þessi
breyting var í undirbúningi fyrir
fundinn og svo vildi til að henni var
lokið fyrir hann, en breytingin er til
frambúðar. í Reykjavík vom pantað-
ar 800 sjálfvirkar línur og settar upp
og auk þess 100 á Keflavíkurflug-
velli. Þá var sett upp mikið af
beinum samböndum milli staða í
Reykjavík og milli Keflavíkurflug-
vallar og Reykjavíkur, meðal annars
4 víra samband, bæði fyrir útvarp
og talsendingar með sjónvarpi auk
sjónvarpssambands með örbylgju.
Þá vom sett upp 17 30 rása stafræn
fjölrásatæki til að tengja saman
ýmis svæði og lagðir ljósleiðara-
strengir til að auka afkastagetu
símakerfisins."
Landsbyggðin þarf kraftaverk
En það bar lítið á tæknikunnátt-
unni eða kraftaverkum gagnvart
símnotendum á landsbyggðinni,
a.m.k. á Vesturlandi. Þess verður að
krefjast að að því komi að sú tækni-
kunnátta og sá dugnaður við lausn
erfiðra verkefha, sem sérstaklega
sannaðist að til væri hjá Lands-
símanum í sambandi við lausn mála
í vikunni fyrir fund þeirra Reagans
og Gorbatsjovs í Reykjavík, verði
notaður til að bæta úrelt og rang-
nefnt sjálfvirkt símakerfi víða út
um land.
Eftirfarandi er haft eftir Jóni A.
Skúlasyni, fyrrv. póst- og símamála-
stjóra, og haft að lokaorðum áður-
nefhds bæklings Póst- og símamála-
stofiiunar, „Lífæð við heiminn".
„Póstur og sími er byggður upp
fyrir fjármagn frá notendum sjálfúm
sem eru allir landsmenn. Má þvf með
sanni segja að Póstur og sími sé
stofnun allra landsmanna. Stofnunin
á að vera vinur sem enginn kemst
hjá að blanda geði við, séum við
minnug orða Hávamála um þann vin
sem við trúum vel og förum að finna
oft.“
Það er kannski of mikið sagt að
þessi lokaorð bæklingsins séu öfug-
mæli. Mér finnst að þau lýsi frekar
ósk en að verið sé að segja frá stað-
reyndum - mætti sú ósk verða að
veruleika.
Skúli Alexandersson.
„Menn hafa spurt. Eru tæknimálin illa á
vegi stödd hjá Landssímanum, áætlana-
gerð illa unnin? Að svo sé er í sumum
tilfellum slegið föstu.“