Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. 15 Að hengja bakara fyrir smið Alþýðuflokkinn?" í stuttu máli var svar bóndans viö spurningunni þaö, að slikt væri ekki þorandi af því að Alþýöuflokkurinn bæri ábyrgö á gjald- þroti húsbyggjenda, íbúðakaupenda, fjölda fyrirtækja og heimila á síðustu árum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ljótt ef satt væri.“ Alltaf skýtur upp kollinum aftur og aftur í okkar siðferðisbrenglaða þjóðfélagi að rétt sé að hengja bak- arann fyrir smiðinn. Við sáum þetta síðast í nýlegum sjónvarpsþætti þar sem rætt var um skýrslu rannsókn- amefhdar á málefnum Útvegsbank- ans. Menn máttu skilja það á ráðamönnum, sem þar ræddust við, að mokstur bankastjóranna úr fjár- hirslum bankans upp á nokkur hundruð milljónir í skjóli þingkjör ins bankaráðs væri fréttamönnum og rannsóknamefndinni að kenna. Eigum við að kjósa Alþýðu- flokkinn? Einn slíkur bakarahengjari skrif- aði kjallaragrein í DV þann 3. des. sl. Sá heitir Sigurður Lárusson, bóndi á Gilsá i Breiðdal, og grein hans ber þessa spumingu sem yfir- skrift: „Eigum við að kjósa Alþýðu- flokkinn?" I stuttu máli var svar bóndans við spumingunni það að slíkt væri ekki þorandi af því að Alþýðuflokkurinn bæri ábyrgð á gjaldþroti húsbyggjenda, íbúðakau- penda, fjölda fyrirtækja og heimila á síðustu árum, þ.e. í tíð núverandi ríkisstjómar. Ljótt ef satt væri. Við fyrstu sýn leit maður á skrif þessi sem brandara en þegar lengra leið á lesturinn rann upp sú grákalda stað- reynd að bóndi hélt þessu fram af fullri sannfæringu. Eftirsjáin En hvemig í ósköpunum kemst KjaUarinn Bjarni Pálsson kennari Fjölbrautaskólanum Garðabæ Gilsárbóndinn að þessari furðulegu niðurstöðu? Jú, Alþýðuflokkurinn hafði barist fyrir verðtryggingu fjár- skuldbindinga á sinni tið. Rétt er það, enda sanngimis- og réttlætis- mál. Það vekur því furðu að enn skuli til fólk sem sjái eftir þeim tíma er skuldir þeirra, sem aðgang áttu að bönkum og sjóðum, hurfu sem dögg fyrir sólu í verðbólgubálinu. Það hefði náttúrlega ekki verið ónýtt að skulda nokkrar milljónir óverðtryggðar þegar meðreiðar- sveinamir í síðustu ríkisstjóm börðu hvað harðast fótastokkinn á verð- bólgumerinni. Svikin Það sem Gilsárbóndinn forðast að nefha í skrifum sínum var sú upphaf- lega hugsun sem lá að baki verð- tryggingu. Hún var mjög einfold eða sú að hækkun launa og lána héldist nokkum veginn í hendur. Ef maður fengi lán sem svaraði til tveggja mánaða launa hans átti hann að endurgreiða lánið með andvirði tveggja mánaða launa að viðbættum tiltölulega lágum vöxtum. Þannig var málflutningur þingmanna Al- þýðuflokksins svo og allra annarra þingmanna sem þátt tóku í umræð- unni. Fólk hélt því áfram að byggja og kaupa íbúðir og taka lán í trausti þess, að á Alþingi sæti fólk sem ein- hvers mæti orð sín. Hvað brást? Hver einasti hugsandi maður á landi hér veit hvað það var sem brást. Við stjómartaumunum tóku menn sem einmitt mátu orð sín ekki meir en skítinn sem þeir ganga á á götunni. Þetta veit Gilsárbóndinn mætavel þvi að hann segir í grein sinni að upp hafi hafist siðlaust okur sem versnaði enn þegar lausavísital- an var afnumin 1983. Ætli bóndi haldi að launavísitalan hafi lagt sig niður sjálf, enginn hafi þar komið nærri. Lánskjaravísitalan fékk hins vegar að ösla áfram í fríði. Ekki einn einasti stjómarþingmaður lét að þvi liggja fyrir síðustu kosningar hvað til stæði ef þeir kæmust í valdaat- stöðu. Það heitir að ljúga með þögninni. Við túngarðinn heima Vonandi kemur Gilsárbóndinn tímanlega auga á smiðinn svo að hann geti smeygt snömnni af hálsi bakarans. Það er líka réttara að hann beini geiri sínum að þeim sem em og vom við túngarðinn heima hjá honum, þeim Tðmasi, Hjörleifi, Halldóri og Sverri, en láti ekki illsku sína út af núverandi stjómarfari bitna á Alþýðuflokknum. Bónda til upplýsingar má benda honum á að um fjórðungur kjósenda hefur þegar svarað spumingunni, sem fram er borin í fyrirsögn á grein hans, ját- andi. Vonandi verða þeir fleiri þegar talið verður upp úr kjörkössunum í vor. Bjarni Pálsson „Það sem Gilsárbóndinn forðast að nefna í skrifum sínum var sú upphaflega hugsun sem lá að baki verðtryggingu. Hún var mjög einföld eða sú að hækkun launa og lána héldist nokkurn veginn í hendur.“ Jafnrétti í reynd Hagtíðindi em komin út með nið- urstöðum sveitarstjómarkosning- anna sem fóm fram sl. vor. Það er ekki seinna vænna því nú á að fara að kjósa aftur en Hagtíðindin em gleggsta heimildin og vandaðasta sem völ er á um ýmsa talnalega þætti í þjóðfélagsþróun okkar. Ekki verður það talið greinarefni þó að Hagtíðindi komi út en tilefni greinarinnar er niðurstaða Hagstofu Islands um fylgi stjómmálaflokk- anna og skiptingu fulltrúa í sveitar- stjómum eftir kyni og aldri. Úrslitin Úrslit sveitarstjómarkosninganna hafa legið fyrir lengi, en nú hefur Hagstofan birt sínar niðurstöður, sem em vandlega unnar, eftir að stofhunin hefúr metið fylgi svokall- aðra blandaðra lista. Niðurstaða Hagstofu íslands er sem hér segir: Atkvæði 1982 1986 Alþýðuflokkur 11,6% 16,7% Framsóknarfl. 14,7% 11,8% Sjálfetæðisfl. 46,8% 43,6% Alþýðubandalag 17,7% 19,5% Kvennafr.b.-listar 6,8% 4,6% Flokkur mannsins 1,6% Önnur framboð 2,4% 2,3% Niðurstaða: í þriðja sinn í röð er Alþýðubandalagið stærsti and- stæðingur ihaldsins í kaupstöð- unum. Konur fleiri í nýja fulltrúahópnum í kosningunum 1982 kom í fyrsta sinn fram kvennaframboð hér á landi. Kvennaframboðið hefur ýtt hressilega við flokknum eins og sést af eftirfarandi tölum: 56% sveitarstjórnarmanna hafa ekki setið í sveitarstjómum áður, alls 292 fulltrúar. Þar af em konur 96 talsins eða 32,8% nýrra fulltrúa. Endurkjörnir fulltrúar eru 226, þar af 36 konur eða 15,0%. Kon- umar sækja á. Nýkjömir fulltrúar Alþýðuflokks- ins em 34, þar af 11 konur eða 32,2%. Nýkjömir fulltrúar Framsóknar- flokksins em 32 þar af 12 konur eða 37,5%. Kjallarinn Svavar Gestsson alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið Nýkjömir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins em 60, þar af 16 konur eða 26,6%. Nýkjömir fulltrúar Alþýðu- bandalagsins em 34, þar af 16 konur eða 47%. Alþýðubandalagið enn langhæst Kjömir fulltrúar alls em 518. Þar af em konur 132 eða 25,5%. Skiptingin eftir flokkum er þannig: Alþýðuflokkur 50 fulltrúar alls, konur 12 eða 24%. Framsóknarfokk- urinn 64 fulltrúar alls, þar af 16 konur eða 25%. Sjálfstæðisflokkurinn hefur 130 fulltrúa, konur em 32 eða 24,6%. Alþýðubandalagið hefur 57 full- trúa, þar af eru konur 38,6% og er því með langhæsta hlutfall allra flokkanna. Það er reyndar ekki í fyrsta sinn, hefur jafnan verið svo, en hlutfall kvenna meðal al- þýðubandalagsfulltrúa í bæjar- stjómum í heild nálgast nú 40% markið sem miðað er við í lögum flokksins og starfsreglum. Alþingiskosningarnar í þingflokki Alþýðubandalagsins er nú ein kona í tíu manna þing- flokki. í fyrri umferð forvals Al- þýðubandalagsins á Suðurlandi var hlutur kvenna mjög sterkur; Margr- ét Frímannsdóttir langhæst. Á Austurlandi reyndist Unnur Sólrún Bragadóttir afgerandi sigurvegari nýrra frambjóðenda og hlaut hún 2. sætið, sem er þingsæti á Austur- landi. I Reykjavík varð útkoman sú í forvalinu að í fimm efstu sætunum em þrjár konur. Þijár efstu konum- ar fengu alls yfir 2000 atkvæði, en þrír efstu karlamir fengu um 1750 atkvæði. Það em þvi allar horfúr á því að í næsta þingflokki Alþýðu- bandalagsins verði ekki aðeins ein „Og allir flokkar og allir íslendingar verða að gera sér ljóst að pólitískar ákvarðanir eru því aðeins góðar að konur jafnt og karlar eigi aðild að þeim ákvörðunum .. li Ml SIiI Hiesi MM ;st«» „Það eru því allar horfur á þvi að i næsta þingflokki Alþýðubandalagsins verði ekki aðeins ein kona og ekki tvær heldur ffeiri. Það er því komið að þeim timapunkti að nú er ekki lengur unnt að halda því fram að það verði að kjósa Kvennalistann til þess að tryggja konum sæti á Alþingi." kona og ekki tvær heldur fleiri. Það er því komið að þeim tímapunkti að nú er ekki lengur unnt að halda því fram að það verði að kjósa Kvenna- listann til þess að tryggja konum sæti á Alþingi: Stuðningur við Al- þýðubandalagið er einnig ávísun á fleiri konur á Alþingi og ber þá að benda á að atkvæði í einstökum kjördæmum nýtast flokknum um allt land. í þessu sambandi er einnig fróðlegt að bera saman hina flokkana. Þar er ljóst að hlutur kvenna er yfirleitt óvemlegur og ekki aukirrn vemlega frá því í síðustu kosningum til Al- þingis. Hefúr þetta meðal annars komið fram í niðurstöðu Landssam- bands framsóknarkvenna sem þrátt fyrir mikið og öflugt starf og ákveðn- ar kröfúr hafa ekki fengið áheyrn i flokki sínum. I Framsóknarflokkn- um hefur ekki setið kona á þingi á fjórða áratug. Það er von að forystu- sveit framsóknarkvenna neiti að taka þátt í þvi að efla annan eins steingerving til þingsetu. Hið sama er að segja um Sjálfstæð- isflokkinn. Þar hefur hlutur kvenna ekki aukist frá síðustu kosningum. Þar er nú ein kona í þingflokknum fyrir hverja 8 þingmenn og ekki em horfur á að það breytist í næstu al- þingiskosningum. í þingflokki Alþýðuflokksins em nú tvær konur. Ekkert hefur gerst sem bendir til þess að hlutfall kvenna hækki í þingliði Alþýðu- flokksins. Af hverju? Hvemig stendur á því að hlutfallið innan flokkanna er jafnmismunandi og raun ber vitni um? Það er vegna þess að flokkamir hafa mismunandi gmndvallarstefnu. Alþýðubanda- lagið er jafnréttisflokkur og hlýtur því að leggja meiri áherslu á þessa þætti en nokkur annar flokkur. Það sýna niðurstöður þessarar greinar. Og allir flokkar og allir íslending- ar verða að gera sér ljóst að pólit- ískar ákvarðanir em því aðeins góðar að konur jafnt og karlar eigi aðild að þeim ákvörðunum, því að liinar pólitísku ákvarðanir eiga að gilda fyrir allt þjóðfélagið, konur jafiit og karla. Svavar Gestsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.