Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986. 19 DV Atvinnumál Ótrygg verkefni hjá skipasmiðjunum: Skipasmíðin flutt úr landi „Meðal útgerðannanna hefor gætt og gætir enn ríkrar tilhneigingar til að sniðganga innlend skipaiðnaðar- fyrirtæki og semja frekar við erlenda aðila um viðgerðarverkefni, skipa- kaup og nýsmíðar," segir nefrid sem ljallað hefúr um stöðu þessara mála. Hún segir að innlendar skipasmiðjur hafi ótrygg verkefiii þrátt fyrir að út- gerðin standi nú í miklum endurbótum og skipakaupum. Nefiidin sem gengið hefur undir heitinu K-nefnd segir að flest íslensk skipaiðnaðarfyrirtæki hafi aðeins í sjónmáli verkefni til tveggja eða þriggja mánaða og sum þeirra til enn skemmri tíma. Tillögur K-nefiidarinn- ar snúast um skipulagningu á viðhaldi og endumýjun skipaflotans og fram- kvæmd og fjármögnun sem stuðli að eflingu innlendra skipasmíða. Þessar tillögur hafa nú verið kynnt- ar og vinna samtök skiþaiðnaðarins að framgangi þeirra með samvinnu við útgerðina og stjómvöld og aðra þá aðila sem fjalla um þessi málefiíi. -HERB .JOLATILBOÐ FJOL5KYLDUNNAR FRA TECHNICS Komið þið nú biessuð og sæl. Ég er hljómtækjasamstæðan Z-50 og er íjólaskapi. Ég ermjög stolt af mér, enda engin furða. Ég erfrá Technics og flokkast þar afleiðandi undir alvöru hljómtæki. Ég er ekki úr plasti. Ég er ekki sambyggð og hliðarnar á mér eru ekki fastar við skápinn. Ef þið hafið áhuga á að heyra hvernig alvöru hljómtæki hljóma og þar að auki frá Technics, þá skora ég á ykkur að koma og hlusta á mig. Nú fæst ég á sérstöku jólatilboðsverði. Þið getið fengið mig með einu eða tvöföldu kassettutæki.og verðið á mér með hátölurum og skáp er frá 33.340 kr. m WJAPIS BRAUTARHOLT 7 SÍMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.