Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1986, Blaðsíða 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986.
Andlát
Guðmundur Björgúlfsson klæð-
skerameistari er látinn. Hann
fæddist á Norðfirði 13. júlí 1924.
Voru foreldrar hans Ólöf Guðmunds-
dóttir og Björgúlfur Gunnlaugsson.
Útför Guðmundar var gerð frá Foss-
vogskirkju í morgun.
Ólafur M. Waage, Kelduhvammi
11, Hafnarfirði, andaðist í Borgar-
spítalanum laugardaginn 6. desemb-
er.
Árni Sigurður Einarsson frá Þing-
eyri verður jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík þriðjudaginn 9.
desember kl. 13.30.
Ragnhildur Runólfsdóttir frá
Hólmi í Austur-Landeyjum, andaðist
í Vífilsstaðaspítala föstudaginn 5.
desember.
Árnheiður G. Guðmundsdóttir
Hafberg lést 28. nóvember sl. Hún
fæddist 25. apríl 1929, dóttir hjón-
anna Maríu Ámadóttur og Guð-
mundar J. Guðmundssonar. Eftirlif-
andi eiginmaður hennar er Ágúst
Hafberg. Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið. útför Ámheiðar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Hallbera Sigurðardóttir, Gnoðar-
vogi 22, Reykjavík, andaðist í
Landakotsspítala föstudaginn 5. des-
ember.
Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir
frá Höskuldsstöðum, Djúpavogi, til
heimilis í Klapparbergi 23, Reykja-
vík, lést í Landspítalanum að morgni
sunnudagsins 7. desember.
Gústav Sigvaldason, Blönduhlíð
28, andaðist 6. desember sl.
V/nnmgstölur 6. des.
2-3-10-13-29
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Nönnufelii 1, 4.t.v., þingl. eigandi Anna
Maríanusdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 11. des.'86 kl. 11.00.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Reykjahlíð 12, neðri hæð, þingl. eigandi
Haukur Hjaltason, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 11. des.'86 kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru Ævar Guðmundsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík,
Útvegsbanki islands, Landsbanki islands, Baldvin Jónsson hrl., Þórunn
Guðmundsdóttir hdl., Búnaðarbanki íslands, Skúli J. Pálmason hrl., Klemens
Eggertsson hdl., Landsbanki islands, Útvegsbanki islands, Guðjón Ármann
Jónsson hdl. og Gjaldheirman í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Nóatúni 24, 3.t.h„ þingl.eigandi Páll H. Kristj-
ánsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 11. des.'86. kl. 16.00. Uppboðs-
beiðendur eru Indriði Þorkelsson hdl, Ævar Guðmundsson hdl., Ólafur
Axelsson hrl., Guðmundur Jónsson hdl., Búnaðarbanki islands, Ásgeir Thor-
oddsen hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Sigurmar Albertsson hdl., Gjaldheimtan
í Reykjavík, Árni Einarsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands.
________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Hagaseli 22, þingl. eigandi Þór Sigurjóns-
son, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 11. des.'86 kl. 10.15. Uppboðs-
beiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík,
4 Búnaðarbanki islands, Baldur Guðlaugsson hrl„ Guðjón Ármann Jónsson
hdl. og Ingólfur Friðjónsson.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Njálsgötu 20, 1. hæð, þingl. eigendur Ingi-
björg Sigurðardóttir og Walter Marteinss., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud.
11. des.'86 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og
Ólafur Gústafsson hrl.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Skólavörðustíg 18,1 .h. norð, þingl. eigend-
ur Pétur Gunnlaugsson og Hallgr. Magnússon, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtud. 11. des.'86 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands,
Gjaldheimtan í Reykjavík, Gísli Baldur Garðarsson hrl„ Ammundur Backman
hrí., Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Tómas Þorvaldsson hdl„ Ólafur Thorodds-
en hdl„ Róbert Árni Hreiðarsson hdl„ Ólafur Gústafsson hri„ Jón Ingólfsson
hdl„ Jón Finnsson hrl., Málfl.stofa Guðm. Péturss. og Axels Einarss., Tómas
Þorvaldsson hdl„ Tollstjórinn í Reykjavík, Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafur
Thoroddsen hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Guðni Haraldsson hdl„ Sigurmar
Albertsson hdl. og Sveinn Skúlason hdl.
__________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
í gærkvöldi
Lilja Rafney Magnúsdóttir verkakona, Súgandafirði
Einskorða sig við höfuðborgarsvæðið
Sjónvarpsdagskráin var ekki nógu
góð í gækvöldi, ekki að mínum
smekk að minnsta kosti. Bamaefnið
er mjög gott og fréttimar horfi ég
alltaf á og það er mun betra að hafa
þær klukkan átta fyrir fólk úti á
landi þar sem við erum að vinna oft
lengur á daginn.
Nýi ástralski myndaflokkurinn
Keppikeflið var ekki nógu góður, en
það er eflaust margir sem hafa gam-
an af honum og sænska myndin
Svínabúið var með leiðinlegra móti
enda gafst ég upp á henni.
í útvarpinu hlustaði ég á lög unga
fólksins með öðm eyranu í gær-
kvöldi en Daglegu máli missti ég því
miður af, ég er vön að leggja þar við
hlustir. Ég hlustaði á Mál málanna,
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
sem var um málefhi fatlaðra, það var
afar fróðlegur þáttur. Rás 2 hef ég
ekki hlustað á undanfama daga
vegna bilunar hér fyrir vestan sem
oft gerist og nú höfum við ekki heyrt
í þeirri rás undanfama fimm daga.
Það sama má segja um sjónvarpið,
við höfum misst úr þætti í fram-
haldseríum vegna truflana sem orðið
hafa hér vegna veðurs, það minnsta
sem þeir geta gert er að endursýna
þá þætti aftur.
Það vantar fleiri þætti á borð við
Stiklur Ómars Ragnarssonar og Á
líðandi stund, þætti sem fara meira
út á landsbyggðina. Mér finnst þeir
einskorða sig of mikið við höfúð-
borgarsvæðið.
Hrafn Haraldsson kennari lést 28.
nóvember sl. Hann fæddist á Seyðis-
firði 11. nóvember 1932, sonur
hjónanna Margrétar Brandsdóttur
og Haralds Guðmundssonar. Hrafn
lagði stund á viðskiptafræði við Há-
skóla íslands og lauk kandidatsprófi
árið 1963. Síðar hlaut hann réttindi
sem löggiltur endurskoðandi og rak
síðan eigin endurskoðunarskrifstofu
hér í Reykjavík um nokkurra ára
bil. Hin síðari ár stundaði Hrafn
kennslu úti á landi og nú síðast við
Héraðsskólan að Laugum í S-Þin-
geyjarsýslu. Hann kvæntist Ragn-
hildi Kvaran en þau slitu samvistum.
Þeim varð fjögurra sona auðið. Fyrir
hjónaband hafði Hrafn eignast einn
son. Útför Hrafns verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Emil Jónsson, fyrrverandi ráð-
herra, er látinn. Hann fæddist í
Hafnarfirði 27. október 1902, sonur
hjónanna Jóns Jónssonar og Sigur-
borgar Sigurðardóttur. Emil lauk
verrkfræðinámi í Kaupmannahöfn
árið 1925. Hann var kjörinn bæjar-
fulltrúi og bæjarstjóri í Hafnarfirði
1930 og alþingismaður 1934. hann
hvarf frá störfum bæjarstjóra og var
skipaður vita- og hafnamálastjóri
1937. Því embætti gegndi hann með
frávikum til 1956 að hann varð
Landsbankastjóri til 1958. Árið 1956
var hann kjörinn formaður Alþýðu-
flokksins og endurkjörinn til þeirra
starfa á meðan hann gaf kost á sér.
Sama ár var hann kjörinn forseti
sameinaðs þings. Emil kvæntist
Guðfinnu Sigurðardóttur en hún lést
fyrir nokkrum árum. Þeim hjónum
varð sex bama auðið sem öll eru á
lífi. Útför Emils verður gerð frá
Haftiarfjarðarkirkju í dag kl. 13.30.
Haukur Kjartansson bifvélavirki,
Áslandi 4a, Mosfellssveit, er andaðist
á Reykjalundi 2. desember verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 10. desember kl. 15.
María Anderson (Sveinsdóttir)
lést í Bandaríkjunum 2. desember.
Útförin hefur farið fram.
THkyimingar
Vímulaus æska
Skrifstofa foreldrasamtakanna Vímulaus
æska, Síðumúla 4. Opið mánudaga kl.
13-16, þriðjudaga kl. 9-12, miðvikudaga
kl. 9-12, fimmtudaga kl. ÍL10, föstudaga
kl. 9-12. Sími 82260.
Jólaalmanak
ungra framsóknarmanna
1. des. 3046, 2. des. 4129, 3. des. 3899, 4.
des. 3301, 5. des, 7097, 6,- des. 7385, 7. des.
2765, 8. des. 6018.
Ný framköllunarþjónusta í
miðbæ Kópavogs
Filman sf. hefur opnað nýja framköllunar-
þjónustu að Hamraborg 1, Kópavogi.
Notuð eru framköllunartæki Minilab 23
frá Fuji, sem eru fljótvirkustu framkölfun-
artæki heimsins, framkalla og skila full-
unnum myndum til viðskiptavina á innan
við klukkustund. Þar sem fjölbreytni í
ljósnæmi litfilma hefur aukist mjög á síð-
ustu árum hefur þörfin fyrir nákvæmari
framköliun aukist mjög en Minilab 23
framköllunartækin eru búin fullkomnum
tölvustýrðum lit- og ljóssetningarbúnaði
sem tryggja bestu gæði á vinnslu mynd-
anna. Kosturinn við þessa nýju framköil-
unartækni er m.a. fólginn í því að
framköllunarþjónustan flyst nær við-
skiptavinunum og sparast því stór kostn-
aðarliður sem er smölun á filmum
víðsvegar að, eins og háttur var hafður á
áður. Ennfremur sparast mikið vinnuafl
vegna sjálfvirkni tækjanna. Það sem
skiptir viðskiptavinina miklu máli auk
gæðanna er auðvitað verðið en Filman sf.
býður 10^40% ódýrari framköllun en hér
þekkist. Að sjálfsögðu eru framkallaðar
litfilmur frá öllum framleiðendum. Þá er
hægt að fá stækkanir í fjölmörgum stærð-
um, seldar verða filmur, myndarammar,
myndaalbúm og myndavélar.
Fótaðgerða-, snyrti- og nudd-
stofan Eygló
hefrn- flutt starfsemi sína á Langholtsveg
17 en sl. ár hefur hún verið í Sólheimum
1. Eigandi stofunnar er Eygló Þorgeirs-
dóttir og hefur hún einnig starfað um
árabil á heilsuhælinu í Hveragerði. Stofan
býður upp á fótaaðgerðir, andlitsböð og
aðrar hefðbundnar snyrtingar. Þess fyrir
utan spangarmeðferðir á niðurgrónum
nöglum, electróniska háreyðingarmeð-
ferð, líkamsnudd, partanudd og sjúkra-
nudd. Sánabað G-5 og hátíðnimeðferð.
Sími stofunnar er 36191.
Til umhugsunar
Þú, sem gefur börnum gjafir þessi jól.
Hvað ætlarðu að gefa þeim? Við hvetjum
þig til að vanda valið vel. Það setur eng-
inn tímasprengju í jólaböggul bamanna
né heldur önnur vopn. - Gerið börnin ekki
að litlum hermönnum: - Gefið þeim friðar-
gjafir og leggið með þeim áherslu á frið,
samvinnu og bróðurkærleika.
Menningar- og friðarsamtök íslenskra
kvenna.
Hreyfing og offita
Á félags- og fræðslufundi Náttúrulækn-
ingafélags Reykjavíkur um ný viðhorf í
heilbrigðismálum verða tveir kunnir
menn, Valdimar Örnólfsson, fimleikastjóri
Háskóla Islands, og Sigurður Þ. Guð-
mundsson, læknir á Landspítalanum, með
fræðslu um hreyfingu og líkamsrækt ann-
ars vegar og offitu og afleiðingar hennar
hins vegar. Fundurinn verður haldinn á
Hótel Esju fimmtudaginn 11. desember kl.
20.30. Allir áhugamenn em velkomnir á
meðan húsrúm leyfir.
Happdrætti
Dregið hefur verið
í Ólympíuhappdrættinu.
Eftirtalin númer hlutu vinninga:
Volvo bifreið að verðmæti kr. 584.000:
Nr. 36867 og 75583.
Volvo bifreið að verðmæti kr. 414.000:
Nr. 25415,32241,51041,96509,29512,33538,
63928, 124216.
Vélsleði að verðmæti kr. 400.000: Nr.
32497 og 140262.
Vélsleði að verðmæti kr. 250.000: Nr.
37404, 47962, 79429, 124438.
Ferðavinningar að verðmæti kr.
53.300: Nr. 17684, 38613, 58874, 83061,
118408, 137612.
Vinninga skal vitja á skrifstofu Ólymp-
íunefndar Islands í Laugardal.
Spllakvöld
Spilakvöld Kársnessóknar
Spiluð verður félagsvist í safnaðarheimil-
inu Borgum þriðjudaginn 9. desember kl.
20.30
Afmæli
85 ára afrnæli á í dag, 9. desember,
Sigurlína Guðmundsdóttir frá
Efri-Miðvík í Aðaldal, Suðurgötu 12
í Keflavík. Hún ætlar að taka á
móti gestum á heimili sinu nk.
sunnudag, 14. þ.m., eftir kl. 15. Eigin-
maður hennar var Sölvi Þorbergsson
er lést 1960. Varð þeim 6 bama auð-
ið og eru þau öll á lífi.