Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Page 10
10 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. Utlönd Jólanissamir endurvaktir í Danmörku Danir hafa endurvakið gömlu þjóðtrúna um jólanissana sem koma með birtu og kátínu inn í gráan hversdagsleika landsmanna í svartasta skammdeginu. Ekki veitir af því að Dönum er, eins og okkur hér á Fróni, ekki vanþörf á einhverju upplífgandi þegar skammdegisdrunginn drepur allt í dróma. Þetta undirstrika skýrslur Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar þvi að samkvæmt þeim er hvergi annars staðar á Vesturlöndum jafn- mikið um sjálfsvíg. Þær sorglegu tölur sýna að meðaltalið hjá Dönum er fimm á dag og kveður rammast að þeim ósköpum um þetta leyti árs, einmitt rétt fyrir hátíðimar. Jólanissamir, sem eru ef til vill líkastir þeirri mynd sem dregin er upp af búálfum í sögum hérlendis, eru smáverur með skotthúf- ur, í rauðum stökkum, spekingslegir á svip og með hrokkið skegg, ef marka má lýsingar danskra þjóðsagna. Þeim á að skjóta upp óvænt úr felustöðum í afkimum og skúma- skotum og láta stundum gott af sér leiða en þykja hvinnskir komist þeir í matarhirslur matmóður hins danska heimilis, hnýsnir og handóðir. í þessari endurvöktu útgáfu hafa jólaniss- amir reyndar tekið nútíma fjölmiðlatækni i sína þjónustu og birtast Dönum á sjónvarps- skjánum eða koma fram á öldum ljósvakans í gegnum útvarpstækin á hveijum morgni klukkan sex. Dagskrá þessi, sem er tveggja klukkustunda sprell og skemmtun, er kölluð „Dregur að jólum“ og hófst í byrjun desember. Henni er haldið úti fram til aðfangadags 24. desember. Henni er stjómað af tveim búálfakóngum eða öllu heldur tveim þekktum dönskum sjón- varpsleikurum sem bregða sér í gervi tveggja jólanissa. Skemmtidagskráin er blanda af gömlum og góðum jólalöguni, spuminga- keppni og svo framvegis. Nýtur þessi dagskrá feikivinsælda og er ætlað að yfir tvær milljónir Dana fylgist með henni sem mundi vera tæplega helmingur þjóðarinnar. Þessir vetrarálfar héldu innreið sína í danska útvarpið fyrst í desember 1969 en þetta er í fyrsta skiptið sem þeir hafa lagt undir sig sjónvarpið sömuleiðis. Hinir morgunsvæfu, sem missa af morgun- þáttunum, geta huggað sig við að dagskráin er endurtekin að kvöldi, eða að minnsta kosti hlutar hennar, innan um fréttaútsendingar og annað dagskrárefni. „Okkar hlutverk er að bregða birtu á skammdegið, færa heim til fólks gleðina og anda jólanna eins og hann var hér áður,“ segir Jöm Hjorting sem leikur annan yfiijóla- nissann. í sama streng tekur Otto Leisner, sem leikur hinn, en hann mundu kannski margir lesendur danska tímaritsins Familie Joumal þekkja af fasta dálkinum sem hann hefur haldið þar úti í fjölda ára. Þeir visa báðir á bug gagnrýni um að jólanissatrúin sé of bamaleg, smekklaus og heimskuleg til þess að fullorðnir geti haft gaman af þáttunum. Þjóðháttafræðingar telja að jólanissinn gamli sé undanfari eða fyrirmynd jólasveins- ins eins og hann er þekktastur í dag. Hafa sumir þeirra viljað rekja þjóðsöguna um jóla- nissana aftur til heiðninnar þegar ásatrúar- menn efhdu til jólablóts við vetrarsólstöður. Jólanissar eins og danskir hugsa sér þá. Truong Chinh, sem er sjötiu og níu ára og aðalritari kommúnistaflokksins i Víetnam, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hinn áttræði forsætisráðherra Víetnams, Phnam Van Dong, er sagður vera alvarlega veikur og víkur hann úr embætti fyrir nýjum leiðtoga. Efnahagslífið á heljarþröm: Leiðtoga- skipti í Víetnam Nýr leiðtogi Víetnams var kjörinn á sjötta þingi kommúnistaflokks landsins sem haldið var í síðustu viku. Er það Nguyen Van Linh, fyrrum aðalritari flokksins í Ho Chi Minh- borg (Saigon), sem tekur við af gömlu bylting- armönnunum. Þeir Truong Chinh, aðalritari flokksins, Pham Van Dong forsætisráðherra og Le Duc Tho, háttsettur maður í stjómarráðinu, á- kváðu að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og kom það ekki á óvart. Hörð gagnrýni Efhahagslífið í Víetnam er á heljarþröm og hefur almenningur mátt líða mikinn skort. Stjóm flokksins hefur sætt harðri gagnrýni fyrir fyrri þing en aldrei eins mikilli og núna. Gagnrýnin beinist ekki gegn kerfinu heldur gegn persónum sem sakaðar em um óhæfni og þröngsýni. Sjálf hefiir stjóm flokksins tekið þátt í gagn- rýninni en þá hefur hún beinst niður á við. Tmong Chinh, fyrrum aðalritari flokksins, hefur ekki sparað gífuryrðin. Meðlimir flokksins hafa verið sakaðir um mútuþægni, smygl og fyrir að sölsa undir sig eignir á ólög- legan hátt. Hjálparhella Helsta hjálparhella Víetnams hefur verið dregin inn í þetta uppgjör eftir að flokks- forystan hefur lýst því yfir að aðstoðin frá Sovétríkjunum sé í hættu vegna þess að flokksmeðlimir sói í vitleysu fé því er berst. Svona opinskáaryfirlýsingar em óvenjuleg- ar og þykja benda til þess að Sovétríkin hafi komið með hörð tilmæli um að betur yrði farið með hjálparféð. Talið er að árleg fiár- hagsaðstoð Sovétríkjanna til Víetnams sé rúmlega þrjátíu milljarðar króna til hemaðar og rúmlega fjömtíu milljarðar til annarra mála. Efnahagsörðugleikamir stafa ekki ein- göngu af styrjöldinni sem háð var gegn gömlum og nýjum nýlenduveldum. Þeirri styijöld lauk fyrir ellefu árum. En þrátt fyrir sigursældina hefur hagsældin látið bíða eftir sér. Margs konar mistök Mistökin hafa verið margs konar. Breyting- ar á gjaldeyrislögum og fækkun niður- greiðslna fyrir ári höfðu alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. Verðbólgan er um sjö hundmð prósent og hafa allir íbúamir, sem em sextíu milljónir talsins, sopið seyðið af ástandinu. Efnahagsörðugleikamir hafa versnað vegna styrjaldarinnar í Kampútseu og landa- mæraeija við Kínveija. Miklu fé er varið í hemað vegna þessara átaka. Annað fjárhagslegt tjón vegna þeirra er þau viðskipti við aðrar þjóðir sem ekki verður af og einnig fjárfestingar. Gleymast ekki Þó svo að ekki hafi verið eytt miklum tíma í að ræða þessi átök á þinginu þá gleymast þau ekki. Það verður ekki hjá því komist að gera ráð fyrir því í efnahagsáætlunum hjá einni af fátækustu þjóðum heims að hundrað og fimmtíu þúsund af hermönnum hennar heyja stríð í nágrannalandinu Kampútseu. Að halda uppi fimm hundmð þúsund manna her við landamæri Kína og Víetnams kostar einnig dijúgan skilding.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.