Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 14
14 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Brot gegn samningunum Fyrirhugaðar hækkanir á verði opinberrar þjónustu eru brot á loforðum, sem ríkisstjórnin gaf, þegar síð- ustu kjarasamningar voru gerðir. Ríkisstjórnin brýtur þessa samninga aðeins nokkrum dögum eftir gerð þeirra. Það er illur fyrirboði um framhaldið. Með fyrir- huguðum verðhækkunum á opinberri þjónustu er hjól verðbólgunnar sett af stað. Það er slæm fyrirmynd fyr- ir aðra seljendur vöru og þjónustu og ýtir undir verðhækkanir annars staðar. Við gerð kjarasamninganna var reiknað með, að tækist að koma verðbólgunni niður í 7-8 prósent næsta ár. Allir vita, að samningarnir voru hóflegir. Verkalýðs- hreyfingin undirgekkst annað sinn í röð að standa fyrir baráttu gegn verðbólgu. Aðeins hinir lægstlaunuðu fengu umtalsverðar hækkanir. Slíkt var til fyrirmynd- ar. Staða efnahagsmála er viðkvæm. Hún stenzt ekki verulegar hækkanir. Því leituðu samningamenn laun- þega og atvinnurekenda til ríkisstjórnarinnar og báðu um loforð um, að hækkanir hjá hinu opinbera yrðu í samræmi við þá verðbólgu, sem vera skyldi næsta ár. Þetta ætlar greinilega ekki að ganga eftir. Ákveðið hefur verið að hækka afnotagjöld ríkisút- varpsins um 20 prósent. Póstur og sími kann að fá nálægt 16 prósent hækkun. Landsvirkjun hækkar gjald- skrá sína um 7,5 prósent. Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir 34,5 prósent hækkun. Þannig stefnir í, að opinber þjónusta, sem landsmenn verða að greiða, hækki langt umfram það, sem lofað var. Flestar þessar hækkanir þurfa ekki að koma til, sé rétt á haldið. Ætlazt verður til þess af ráðherrum, að þeir hafi vitað, hvað þeir gerðu, þegar þeir lofuðu að halda hækkunum í 7-8 pró- sentum. Nú eiga landsmenn til dæmis að greiða hærri afnota- gjöld til útvarps og sjónvarps, vegna þess að samkeppni hefur aukizt. Tekjur útvarps og sjónvarps af auglýsing- um hafa minnkað. Rás tvö er gengin sér til húðar. Hún stenzt ekki í samkeppninni. Því skulu menn nú skatt- lagðir. Þessu ætti auðvitað að vera öfugt farið. Samkeppnin og minni hlustun á stöðvar ríkisins ætti að þýða, að fólk greiddi minna en ekki meira til þeirra stöðva. En vald ríkisins er mikið. Þar gildir ekki sjónar- mið sanngirni. Valdið skal notað. Þjóðhagsstofnun hefur gagnrýnt hækkun Lands- virkjunar og bent á, að fresta megi afborgunum á næsta ári um 300 milljónir króna. Afborgunartími af hinum miklu lánum Landsvirkjunar, sem eru svo mikil vegna óráðsíu í stjórn fyrri ára, skyldi lengdur í 26 ár. Þjóð- hagsstofnun bendir landsfeðrunum þarna á leið til að láta hækkanir Landsvirkjunar ekki koma til fram- kvæmda og lækka þannig meðaltalshækkunina á opinberri þjónustu. Um aðrar hækkanir gildir einnig, að ríkisstjórnin á þess kost, nú eftir helgina, að stöðva þær og draga úr. þeim, þannig að hún verði ekki ber að svikum við samn- ingamenn. Algjörlega fáránlegt væri að láta Hitaveitu Reykjavíkur komast upp með þá miklu hækkun, sem hún boðar og mun koma harðast niður á fátækum barna- fjölskyldum og lífeyrisþegum. Hvernig hyggst þessi ríkisstjórn beita þrýstingi gagn- vart öðrum, svo sem kaupmönnum, þegar hún fer svona að ráði sínu? Haukur Helgason. Af flugmönnum, fóstram og frjálsri verðmyndun Skúla Magnússyni svarað Veruleikinn er víðfeðmur og óra- flókinn, svo að enginn ein kenning getur gert honum tæmandi skil. Þetta gildir auðvitað líka um verð- myndunarkenningu hagfræðinnar, sem ég hef beitt í nokkrum greinum hér í blaðinu til að sýna, að frjálsir samningar á milli fullveðja einstakl- inga leiða miklu oftar til mannúð- legrar niðurstöðu en föðurleg forsjá þeirra, sem með ríkisvaldið fara. Sennilega hef ég þó ekki alltaf kom- ið eins beinum orðum að takmörk- unum þessarar kenningar og æskilegt hefði verið eða sett nægi- lega fyrirvara við henni. Því heldur Skúli Magnússon jógakennari að minnsta kosti fram í DV dagana 5. og 10. desember, ef ég skil hann rétt, og hyggst ég nota tækifærið til að skýra mál mitt betur. Um hvað snýst málið? Fyrst skal ég rifja upp um hvað deilumál okkar Skúla snýst. Því hafði verið andmælt af Snjólfi nokkrum Ólafesyni, að lögmál hag- fræðinnar giltu á Islandi. Hafði hann það til sannindamerkis, að fóstrur hefðu lág laun þrátt fyrir skort á þeim, en flugmenn mjög há laun, þótt á þeim væri offramboð. Ég svar- aði því til, að aðrar skýringar væru miklu eðlilegri. Fóstrur hefðu lág laun, vegna þess að þær væru í slæmri samningsaðstöðu, og þær væru í slæmri samningsaðstöðu vegna þess að þær hefðu aðeins einn viðsemjanda, hið opinbera. En flug- menn hefðu hærri laun en þeir gætu líklega fengið á frjálsum markaði, vegna þess að þeim hefði tekist í krafti öflugs verkalýðsfélags að loka atvinnugrein sinni fyrir hugsanleg- um keppinautum úr röðum fólks með flugmannsréttindi. Eg hélt i rauninni svipuðu fram um flugmenn og fóstrur. Ef laun þessara tveggja atvinnustétta eru óeðlileg (laun fóstra of lág og flug- manna of há), þá er það vegna þess, að verðmyndun á þjónustu þeirra er ekki frjáls, heldur einokunarverð- myndun. Munurinn er sá, að flug- mennimir hafa markaðsvald gegn vinnuveitendum sínum, en hið opin- bera hins vegar geng fóstrum. Samningar hins opinbera við fóstrur Skúli Magnússon segir, að rök- semdir mínar standist ekki. Fóstrur hafi meira markaðsvald en ég vilji vera láta. Enginn neyði þær til að velja þessa atvinnu, þær geti leitað í aðrar atvinnugreinar, séu þær óán- ægðar með kjör sín, og hafið harða kjarabaráttu. Þær geti líka orðið „dagmæður", rekið eigin bama- heimili, ef þær vilji. Ennfremur séu viðsemjendur þeirra í raun og vem margir, þar sem þær starfi margar hjá sveitarfélögum, en ekki ríkinu. Ég held, að þessar athugasemdir Skúla séu réttar, svo langt sem þær ná. Auðvitað hafa fóstrur eitthvert markaðsvald. En mergurinn málsins er, að hið opinbera (ríki og sveitarfé- lög) hefúr miklu meira markaðs- vald og ber þess vegna gjaman hærri hlut frá samningaborði. Ef það er rétt, að fóstrur og ýmsir aðrir opinberir starfemenn hafi óeðlilega lág laun, þá er skýringin hiklaust sú, að hið opinbera hefúr meira markaðsvald en þessir starfe- menn. Er þetta ekki umhugsunar- vert fyrir opinbera starfemenn? Ættu þeir ekki að reyna að auðvelda einkafyrirtækjum að keppa við ríkið um margvíslega þjónustu, því að um leið keppa þau við það um vinnuafl? Ég er til dæmis viss um, að starfe- menn einkaútvarpsstöðva hafa að jafnaði hærri laun en þeir, sem vinna hjá gamla gufúradíóinu. Samningar flugmanna og vinnuveitenda þeirra Skúli tekur síðan undir það með mér, að flugmenn haldi uppi háum launum í krafti samtaka sinna. En hann lætur svo um mælt: „Er dr. Hannes að boða afriám félagafrelsis? .. .Hvað er hann að mælast til ann- Frjálshyggjan er mannúðarstefna KjaUarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor ars en þess að ríkisvaldið afiiemi félagafrelsið úr stjómarskránni?" Hér er málum mjög blandað. Félaga- frelsi það, sem tryggt er í stjómar- skránni, er að mínum dómi ekki síður frelsi til að ganga úr félögum en í þau. Við getum tæplega amast við því, að menn myndi verkalýðs- félög til að gæta hagsmuna sinna, enda er raunar vandséð, hvemig unnt er að koma í veg fyrir það. En mér finnst ekki, að þeir megi skylda alla þá aðra, sem stunda svipuð störf, til að vera í slíkum félögum. Menn mega ekki beita ofbeldi til að meina öðrum („hvítliðum“ eða „verkfallsbrjótum" eins og þeir eru stundum nefndir) að semja við vinnuveitendur um lægri laun en þeim þóknast sjálfum að heimta. En er þetta ekki einmitt gert í öll- um vinnudeilum á íslandi og annars staðar, þar sem verkalýðsfélög em öflug? Verkalýðsfélög hér á landi láta sér ekki nægja að semja fyrir hönd þeirra, sem í þau ganga af fús- um vilja. 'Þau heimta líka að fá að semja fyrir hönd allra þeirra ann- arra, sem stunda svipuð störf, en banna þeim harðlega að semja sjálf- um við vinnuveitendur sína. Öll verkalýðsfélög eru einokunarsam- tök frá hagfræðilegu sjónarmiði séð. En reginmunur er vitanlega á félög- um, sem mönnum er eins frjálst að ganga úr og í, og hinum, sem neyða menn til félagsaðildar að viðlögðum atvinnumissi. Þetta er munur á frjálsum eða sjálfvöldum félögum annars vegar og nauðungarfélögum (sem Bretar kalla „closed shop“) hins vegar. Takmarkanir frjálsrar verð- myndunar Fyrri athugasemd Skúla er rétt, svo langt sem hún nær, þótt hún sé alls ekki ósamrýmanleg því, sem ég hef sagt um samningsaðstöðu fóstra. Hin síðari hvílir hins vegar augljós- lega á misskilningi. En hvað gengur Skúla til með skrifum sínum? Ég get mér þess til, að hann sé að vekja athygli á því, að frjáls verðmyndun á markaði leysi ekki allan vanda. Um það er ég hjartanlega sammála honum. Þótt ég sé þeirrar skoðunar, að möguleikar frjálsrar verðmynd- unar séu alls ekki fúllnýttir á íslandi, rekum við okkur fyrr eða síðar á takmarkanir hennar. Ég nefni þrennt. í fyrsta lagi er hugsanlegt, að ein- hver atvinnustétt hafi óeðlilega lág laun, þótt markaðurinn sé frjáls (þ.e. enginn einn aðili hafi mjög sterka samningsaðstöðu eða markaðsvald). Ástæðan getur til dæmis verið, að þessi atvinnustétt hafi blátt áfram ekki áhuga á hærri launum. En þetta er þó ákaflega ólíklegt og alls ekki í samræmi við reynslu okkar af og skilning á mannlegu eðli. í öðru lagi er alkunna, að illfram- kvæmanlegt er að verðleggja sum eftirsóknarverðustu gæði tilver- unnar í frjálsum samningum, svo að ríkið þarf hugsanlega að sjá okkur fyrir þeim. Má þar nefna löggæslu og landvamir. Síðast, en ekki síst, varða efnisleg gæði í þrengstu merkingu alls ekki mestu í lífinu. Það skiptir miklu meira máli, hvað við erum en hvað við höfum. Tengsl okkar mannanna takmarkast ekki við gagnkvæman hag okkar af viðskiptum, því að við erum ekki aðeins viðsemjendur, heldur líka vinir og vandamenn. Stundum tala hagfræðingar óneit- anlega eins og þeir viti verðið á öllu, en ekki gildið á neinu, svo að fræg- um orðum Óskars Wildes sé vikið lítils háttar við. En Skúla Magnús- syni og öðrum andmælendum mínum hefúr þrátt fyrir það ekki tekist að hagga því, sem ég hef reynt að vekja athygli á í greinum mínum hér i blaðinu, að frjálsir samningar á milli fullveðja einstaklinga leiða miklu oftar til mannúðlegrar niður- stöðu en föðurleg forsjá og að frjáls- hyggjan er þess vegna sannkölluð mannúðarstefna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þessi grein verður min síðasta að sinni, þar sem ég mun dvelja við fræðirann- sóknir erlendis næstu mánuði. Lesend- um þakka ég kærlega áhugann, sérstaklega öllum þeim, sem hafa gagn- rýnt mig, enda er ég sannfærður um, að við getum aðeins gert okkur vonir um að þokast nær sannleikanum við l'rjálsa samkeppni hugmynda. „Þótt ég sé þeirrar skoðunar að möguleik- arfrjálsrar verðmyndunar séu alls ekki fullnýttir á íslandi rekum við okkur fyrr eða síðar á takmarkanir hennar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.