Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
Fréttir
Jólagetraun DV
Skilafrestur til 8. janúar
Nú hafa allir tíu hlutar jólagetr
raunar DV birst. Væntanlega hafa
allir nú fyllt út svarseðlana og merkt
við rétt nöfn á þeim. Þá er ekki ann-
að en að setja þá alla í eitt umslag
og senda þá til DV, Þverholti 11,105
Reykjavík, merkt „Jólagetraun".
Skilafrestur er til 8. janúar næst-
komandi.
Veglegir vinningar eru í boði í
jólagetrauninni. Heildarverðmæti
þeirra nemur kr. 93.000. Vinningur
nr. 1 er fúllkomið videotæki af gerð-
inni NV -G7- HQ. Þetta er ein af
nýjungunum frá Panasonie. Verð á
tækinu er kr. 37.850. Það er búið
D ,D ON ^ . p f, Off , , . ,
J L C u ■ u u c' c JIJ
hpause/&tíU >:nop
HQ Vi-íeo Crtsseite tö*r NV-G ? ■ Pa»as©nie
Vinningur nr. 1 í jólagetraun DV, fullkomið videotæki frá Panasonic af gerðinni NV- G7- HQ. Verð 37.850.
Vinningur nr. 2, Sony sjónvarpstæki með 14 tommu skermi. Verð 27.880.
læsanlegum hraðleitara með mynd,
32ja stöðva minni, 99 rásum og 14
daga upptökuminni með fjórurn rás-
um. Og það fer í gang við innsetn-
ingu spólu.
Vinningur nr. 2 er Sony sjónvarps-
tæki með 14 tommu skermi. Það er
búið Trinitron myndlampa sem er
rómaður fyrir endingu og gæði.
Verðið á tækinu er kr. 27.880.
Vinningar nr. 3-7 eru fimm vönduð
ferðaútvarpstæki af gerðinni Pana-
sonic RX- 4910L. Verð hvers tækis
er kr. 5.450. Þessi tæki eru með fjór-
ar bylgjur, FM stereo, langbylgju,
miðbylgju og stuttbylgju. Það verður
því vandræðalaust fyrir vinnings-
hafana að ná þeim útvarpsstöðvum
sem eru í gangi hér. Og nú er bara
að bíða og sjá hveijir hreppa þessa
glæsilegu vinninga
Vinningar nr. 3-7, vönduð Panasonic ferðaútvarpstæki. Verð hvers tækis
5.450.
Eggert Guðmundsson.
Þórarinn Ó. Þórarinsson.
Kvikmyndin Skyttumar
Tökum
lokið
Tökum á kvikmyndinni Skyttun-
um er lokið en þær fóru fram í
Reykjavík, í Hvalfirði og úti á hvala-
miðunum. Klipping myndarinnar er
hafin og er það verk framkvæmt í
Kaupmannahöfri. Klippingu annast
Tómas Gíslason en honum til að-
stoðar er Valdís Óskarsdóttir.
Skyttumar fjalla um tvo hval-
veiðisjómenn sem verið hafa til sjós
í tuttugu ár eða svo. Þá langar til
að kynnast lífinu í landi aðeins nán-
ar og jafhvel fá sér vinnu þar. Þetta
gengur mjög brösuglega og brátt eru
þeir félagar lentir í alvarlegri málum
en þeir áttu von á.
Friðrik Þór Friðriksson er leik-
stjóri myndarinnar, handritið er eftir
hann og Einar Kárason og með aðal-
hlutverkin fara þeir Þórarinn Óskar
Þórarinsson og Eggert Guðmunds-
son.
Kvikmyndin verður væntanlega
frumsýnd í Háskólabíói í byijun fe-
brúar á næsta ári.
-FRI
Ákaflega litla
reynslu og
þröngt sjónarsvið
- segir Garðar Sigurðsson alþingismaður um eftírmann sinn, Margrétí Frímannsdóttur
„Mér líst ekkert illa á Margréti. Hún
hefur að vísu ákaflega litla raunveru-
lega pólitíska reynslu og stjómmála-
legt sjónarsvið er þröngt,“ segir
Garðar Sigurðsson alþingismaður um
Margréti Frímannsdóttur sem leysa
mun Garðar af sem efsti maður lista
Alþýðubandalagsins í Suðurlands-
kjördæmi.
Þessi orð lætur Garðar falla í opin-
skáu viðtali við Bæjartíðindi, yngsta
bæjarblað Vestmannaeyja, undir fyr-
irsögninni: „Ég hafði ekki lengur
„Hún hefur ákaflega lltla raunveru-
lega pólitíska reynslu og stjómmála-
legt sjónarsviö er þröngt," segir
Garðar um Margréti Frimannsdóttur.
áhuga á að slást við það lið sem vildi
mig burt.“ Lýsir hann því yfir að hann
muni ekki taka heiðurssæti framboðs-
hstans bjóðist honum það.
Um Margréti segir Garðar ennfrem-
ur:
„Slagorðatrumban er hægt tæki, en
landinu verður ekki stjómað með
henni; gagnrýnið sjálfemat er nauð-
synlegt, en það er hins vegar þægilegra
að láta forystuna leiða sig og jafhframt
miklum mun betra fyrir einsýna for-
ystu að eignast nýjan jábróður eða
systur. Vona ég að Margrét og Ragnar
(Öskarsson) hætti senn að klappa fyrir
tillögum eins og bróðir vor Olafur á
til að finna upp og rúlla mönnum upp
úr.“
Um stöðu Alþýðubandalagsins segir
Garðar meðal annars:
„Síðasta þing fyrrverandi stjómar
var hörmulegt pólitískt slys; tilraun
gerð til að stjóma landinu án þess að
hafa meirihluta. Afleiðingamar vom
hroðalegar, svo sem menn muna. Auð-
vitað er hægt að vinna sig út úr slíku
en til þess verða menn að viðurkenna
staðreyndir, líka þær óþægilegu.
Það er einnig óhætt að fullyrða að
stjómarandstaðan hefur verið slök.
Enginn flokkur undanskilinn. Það
mætti kannski snúa út úr Páli frá
Tarsus: „Þótt ég talaði tungum manna
og engla, en hefði ekki kærleika, væri
ég sem hljómandi málmur og hvell-
andi bjalla." Þama mætti skipta á
„kærleika" og „raunsæi".
Það mætti einnig segja að sá flokk-
ur, sem ekki leggur áhersluna fyrst
og fremst á stöðugleika á áreiðanlega
ekki upp á pallborðið hjá kjósendum.
Einkunnarorðin gætu til dæmis ve-
rið: Stöðugleiki, raunsæi, réttlæti.
Alþýðubandalagið getur bætt sig
vemlega ef það gerði ekkert annað en
að fylgja þessari hugsun í meginatrið-
um, sleppa froðunni, bjóða ekki upp á
gull og græna skóga á öllum sviðum.
Getan er takmörkuð. Það em nægi-
lega margir sem lofa of miklu og of
langt upp í ermar sér.“
-KMU
Garðar Sigurösson: Alþýðubandalag-
ið ætti aö sleppa froðunni, bjóða ekki
upp á gull og græna skóga á öllum
sviðum.