Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. Menning BFjmmtaiogisíðastctlDokinTíihinumigmivinsæla bókaflokkilumlhav.etteitiölskvldúnawsemiviðlhöfum fvlgstimeðTíygegnum bækurnarilnnflvtiend; urnirwðnnurikvnslód! Kaldakl íkanwfurinn dawoifilMn? inntlytiandans! Ur bókaflokknum ■ um Inntlytjendurna Howard Fast Barbáfallíavetterer aðalpersónanfi »wktiii »ii QuffiffllMiQSaíB hluti og gefst ■ aldrei upp. '£ »• I ✓ ! 494 TlMABÆR Bókmertntir Aðalsteinn Ingólfsson á enska vísindamanninum William J. Hooker (1809), segir svo frá þeim Mackenzie, Holland og Bright, sem allir komust síðar til metorða í Bret- landi (1810), skoska trúboðanum Ebenezer Henderson (1814), her- manninum og náttúrufræðingnum Smith (1819), þýska náttúrufræð- ingnum Friedrich A. L. Thienemann (1820) og heldur áfram sem leið ligg- ur út nítjándu öldina. Lestina rekur svo danski greifinn Harald Moltke sem var bæði á Is- landi og Grænlandi árið 1899. Listilegar lýsingar í leiðinni uppgötvar höfimdur einu frummyndina sem til er frá hendi Þorsteins Mugasonar Hjaltalín, ís- lensks listamanns sem flutti til Þýskalands á síðasta áratug átjándu aldar. Þótt höfimdur reyni að fella þá uppgötvun inn í heildarsnið bókar- innar, með því að lesa íslenskt minni út úr tiltölulega venjulegri evrópskri Frank Ponzi - ísland á nitjándu öld, 159 bls. Almenna bókafélagiö, 1988. Það hefur lengi verið á vitorði mætra manna að til er mikið af ferðasögum og myndum eftir útlenda menn, sem gerðu stans á íslandi á öldinni sem leið, og að minnst af þessu efni hefur komið fyrir sjónir Islendinga. Þó hafa verk margra aðkominna listamanna verið innan seilingar og beðið eftirtektar, til dæmis í Lista- safni íslands, Þjóðminjasafiúnu og Landsbókasafrúnu, svo og í einka- söfiium víða um land. Einhvem tímann kemur að því að reynt verður að flokka allt þetta efiú og gefa út þar sem það hefur mikið menningarsögulegt gildi, auk þess að vera augnayndi. Til dæmis eru til eftir útlendinga fjölmargar teikn- ingar og vatnslitamyndir af löngu horfnum íslenskum sveitabæjum sem hvorki voru festir á ljósmynda- plötu eða filmu. En þangað til einhveijum forleggj- ara dettur í hug að gera út á þennan efiúvið allan má hafa bæði gagn og gaman af bók þeirri sem Frank Ponzi hefur tekið saman og nefiúst „ísland á 19. öld“. Náttúrufræðingar og draum- óramenn Þar gerir höfundur stuttlega grein fyrir helstu ástæðum þess að menn lögðu leið sína til íslands á þvf tíma- bili sem um getur. íslandsfarar voru aðallega þrenns konar. Fyrst skal telja vísindamenn ýmiss konar, til dæmis jarðfræðinga, grasafræðinga eða kortagerðarmenn. Síðan komu til landsins tiltölulega vel stæðir, jafhvel konungbomir, draumóra- menn sem sérhæfðu sig í að flækjast um afskekkta staði jarðarkringlunn- ar í leit að æsandi eða hrífandi upplifunum, oftar en ekki undir áhrifúm rómantískra ferðalýsinga og skáldsagna. Loks sóttu okkur heim ýmsir aðdá- endur íslenskra fombókmennta sem vonuðust til að hitta fyrir vaska vík- ingaþjóð. Síðan rekur höfundur ferðalög þessara útlendinga í tímaröð, byijar Islandsmyndir aðkomumanna fossamynd af rómantískum uppruna, þá fellur hún ekki alveg í kramið. Þá hefði höfundur einnig þurft að taka afstöðu til fleiri íslenskra lista- manna sem settust að utanlands á átjándu og nítjándu öld. Allt um það er fengur að frummynd Þorsteins Hjaltalín sem eykur eilítið við okkar stuttu myndlistarsögu. Nú er mér ekki alveg ljóst á hvaða forsendum höfundur velur ferða- langa og listamenn í bók sína. Velur hann þá sem listilegast kunnu að koma til skila hughrifum sínum í máh og myndum? Ef svo er hefúr valið eitthvað farið úrskeiðis á stöku stað. Til dæmis er Dufferin lávarður, höfundur merkrar íslandsbókar (Letters from High Altitudes), nefnd- ur til sögunnar, til þess eins að hægt sé að birta grafíkmynd af skipi hans í togi, svo og ljósmynd af stafiimynd á sama skipi. Ekki veit ég heldur hvers vegna doktor Henri Labonne er sérstak- lega getið þar sem ekki er vitnað í skrif hans, en hins vegar sýnd mynd af íslenskum kvenbúningi sem hann gaf til Musée de l’Homme í París. Hin ágætustu listaverk En hvemig svo sem höfundur hef- ur lagt dæmið niður fyrir sér fer ekki á milli mála að bók hans opin- berar fjöld markverðra myndverka eftir ágæta útlenda myndlistarmenn, olíumálverk, steinprent, málmgrafík, vatnshtamyndir, tréskurðarmyndir og blekteikningar. I tengslum við útkomu bókarinnar hefði verið vel til fundið að efna til sýningar á þeim myndverkum sem í henni em. Mörg þeirra mundu sennilegast flokkast undir staðarlýsingar eða skrásetrúngar, en mörg em hin ágætustu listaverk. I flokki þeirra síðamefndu em mikilfenglegar landslagsmyndir hins þýska Christian Ezdorf þar sem gert er lítið úr manninum andspænis hrikalegum náttúmöflunum. Geysismyndir em fyrirferðarmikl- ar í bókinni og kannski ekki að ófyrirsynju því allar leiðir aðkomu- manna lágu í Haukadal. Hins vegar uppdöguðu þeir ekki Gullfoss fyrr en seint og síðarmeir, eins og sést á því að í bókinni er engin mynd af þessu uppáhaldsvatnsfalli Islend- inga. Frederick Kloss, dansk-þýskur listamaður, málar áhrifamikla mynd af Friðrik krónprins við Geysi (1834), Emanuel Larsen, einn besti málari sem til íslands kom á 19. öld, málaði fleiri en eina mynd af Geysi, Frakk- inn Charles Giraud sömuleiðis, að ógleymdum Carl F. Sörensen, sem gerði grafíkmynd af litla bróður, Strokki. I æðra veldi Útlendingar vom líka hugfangnir af Snæfellsjökli, enda var hann víð- kunnur, bæði af skáldsögum og munnmælum. Jökullinn kemur fyrir í myndum eftir Ezdorf, hinn fræga heimskauta- könnuð, Friðþjóf Nansen, Daniel de Haene, en það er aftur Emanuel Larsen sem lyftir jöklinum í æðra veldi í málverkum sínum. Hekla og Þingvellir em einnig vin- sæl myndefiii, en þar ber hæst hið 266 sentímetra breiða málverk Heinrichs Hasselhorsts af Þingvöll- um, sem gert var árið 1861. I „ísland á 19. öld“ em enskir og íslenskir textar birtir samsíða eða á víxl sem er orðinn sjálfsagður hlutur í bókum af þessu tagi. Ólafúr B. Guðnason er ábyrgur fyrir íslensk- unni sem er hnökralítil og oftast þjál. Nokkrir íslenskir áhuga- og fræði- menn hafa látið sig varða ferðalög og hstsköpun þeirra manna sem fjallað er um í þessari bók og hafa ritað um þá greinar. Kemur á óvart að þeirra skuli að engu getið í heim- ildarskrá. „ísland á 19. öld“ er gagnvönduð og eiguleg bók sem ætti að höfða bæði til íslendinga og nýrrar kyn- slóðar útlendra ferðalanga á Islandi. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.