Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Page 35
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 35 Iþróttir „Átti ekki von á þessu“ - sagði Eðvarð Þór sem setti fjögur íslandsmet í sundi í gær „Ég ætlaði mér að bæta metið í fjór- sundinu en að ég mundi bæta það um 15 sekúndur átti ég ekki von á,“ sagði Eðvarð Þ. Eðvarsson, sundkappi úr Njarðvík, sem gerði sér lítið fyrir í gær og setti fjögur íslandsmet á innanfé- lagsmóti UMFN sem fór fram á Keflavíkurflugvelli í gær. Eðvarð synti 4x100 m fjórsund á 4:28,3 mín. og bætti gamla metið um 15 sek. Þessi árangur hefði fært Eðvarð 6. sæti á síðasta Evrópubikarmeistaramóti. Þá tvíbætti Eðvarð metið í 50 m bringu- sundi. Fyrst synti hann á 30,0 sek. í boðsundi en sveit Njarðvíkinga setti þar íslandsmet, synti á 2:16,0 mín. Síð- ar bætti svo Eðvarð metið í bringu- sundinu og synti á 29,6 sek. „Ég hafði enga keppni í fjórsundinu og hefði án efa gert betur ef ég hefði haft hana,“ sagði Eðvarð sem fékk nýlega 200 þúsund kr. styrk úr afreks- mannasjóði ÍSÍ. Þessi 19 ára afreks- maður ætlar ekki að láta deigan síga og segist stefiia á að bæta órangur sinn verulega á næsta ári en hann hefur fengið boð á nokkur stórmót. -SMJ Góð jólagjöf Glæsileg, hollensk myndaalbúm. Verð frá kr. 318.00. 'ÍCfiOftA Hö^HUSIO LAUGAVEGI 178. (NÆSTA HUS VIO SJONVARPIÐ) sími 686780. GLOS FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæö- • Eðvarð Þ. Eðvarðsson á þessu ári. ■ sundkappinn snjalli V ^/0^ ■ hefur náð frábærum árangri Marseille og Bodeaux efst í Frakklandi Kr. 99 Kr. 99 í gærkvöldi voru nokkrir leikir í frönsku knattspymunni fyrir vetrar- hlé en nú verður í fyrsta skipti um slíkt að ræða í Frakklandi. 1. deildin hefst ekki aftur þar fyrir en í lok febrú- ar. Olympique Marseille og Bordeaux em áfram með forystu í deildinni en bæði liðin unnu sannfærandi sigra í gærkvöldi. Marseille vann Racing Club, 2-0, með mörkum frá Jacky Bonnevay og Jean-Pierre Papin. Bordeaux vann Nice, 4-1, og em því með 31 stig eins Marseille eftir 22 leiki. Þó vann Monakó Auxerre, 2-0, og Toulouse Laval einnig 2-0. -SMJ Sendum í póstkröfu um allt land. JIE KORT rA A A A A A * % □ c q zl líauoar lUHriUUUUHlil (Iftlu Jón Loftsson hf. ________Hringbraut 121 Sími10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.