Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Qupperneq 36
36
MANUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
íþróttir
Óvæntur sigur hjá
Aimin Bittner
Óvænt úrslit urðu í heimsbikar-
keppninni á skíðum í gær þegar Armin
Bittner frá V-Þýskalandi sigraði í svigi
í Hinterstoder í Austurríki. Þessi 22
ára gamli Þjóðverji var meðal annars
á undan Júgóslavanum Bojan Krizaj
sem er í miklu formi þessa dagana.
Krizaj sigraði á laugardaginn í svigi
í Kranjska Gora og er nú með forystu
í svigkeppninni. Hann er með 69 stig
en Ingemar Stenmark er næstur með
60 stig. Þessir tveir skera sig úr í svig-
inu.
Pramotton efstur
Richard Pramotton frá Ítalíu er nú
efetur í heildarstigakeppninni en hann
er með 118 stig. Pirmin Zurbriggen er
næstur með 112 stig. Markus Wasmei-
er er þriðji með 104 stig. Þess má geta
að heimsbikarhafinn Marc Girardelli
keppti öllum á óvart í gær en búist
var við að hann yrði að fara í upp-
skurð vegna axlarmeiðsla og yrði frá
keppni það sem eftir væri.
-SMJ
vr„5
1 (io h'jvtfeW*'
M 260. Tvískiptur, alsjálfvirkur. 260 lítra,
með þriggja stjörnu frysti, kr. 16.650,-
stgr.___________________________________________
ÉÉjayM&MMi
120 FM. 120 lítra frystiskápur, kr. 12.990,-
stgr.
Umboðsmenn um land allt.
Kaupf. Þingeyinga, Húsavík
KEA, Akureyri
Valberg, Ólafsfirði
Kaupf. Skagf., Sauðárkróki
Oddur Sigurðss., Hvammst.
Póllinn hf., ísafiröi
Kaupf. Stykkish., Stykkish.
Versl. Blómsturv., Helliss.
Húsprýöi, Borgarnesi
Skagaradíó, Akranesi
Kælitæki, Njarðvík
Árvirkinn, Selfossi
Mosfeli, Hellu
Kaupf. Vestmannaeyinga.
Vestmannaeyjum
Hátiðni, Höfn, Hornafirði
Rafvirkinn, Eskifirði
Myndbandaieigan, Reyðarf.
Búland, Neskaupstað
Kaupf. Héraðsbúa, Egilsst.
280 DL. Hálfsjálfvirkur. 280 lítra, með
tveggja stjörnu frysti, kr. 14.495,- stgr.
EKKI BRÆÐA ÞETTA
MEÐ ÞÉR LENGUR
ÞAÐ BÝÐUR ENGINN BETUR
OPIÐ LAUGARDAGA.
DL 150. Hálfsjálfvirkur. 150 lítra, með
tveggja stjörnu frysti, kr. 9.985,- stgr.
Skipholti 7, símar 20080 og 26800.
IGuðmundur Guðmundsson var besti leikmaður íslenska liðsins gegn Finnum. Hér s
Islenskur i
á HSI-mó
- Landsliðið vann Finna í úrslitalc
Það voru íslendingar sem stóðu uppi
sem sigurvegarar í landsliðamóti HSÍ en
til þess að sigra í mótinu þmftu þeir að
leggja Finna að velli í úrslitaleik ó laugar-
daginn. Það tókst, íslenska liðið rak af
sér slyðruorðið og sigraði Finnana, 31-25,
eftir að staðan hafði verið, 15-13, fyrir
íslendinga í hófleik.
Þetta var reyndar ekkert sérstaklega
tilþrifamikill leikur frekar en aðrir leikir
í þessu móti. Fyrri hálfleikur var jafn
framan af en góður kafli í lokin tryggði
íslenska liðinu tveggja marka forystu.
Seinni hólfleikur hélt áfram þar sem
þeim fyrri lauk og íslendingar bættu jafht
og þétt við forystuna það sem eftir var.
Það gekk vel hjá íslenska liðinu í fyrri
hálfleik að stöðva aðalmann Finna, Jan
Rönnberg sem skoraði þá aðeins tvö
mörk. Það losnaði hins vegar mikið um
hann í seinni hálfleik og skoraði hann
eitt sérlega merkilegt mark. Þó bókstaf-
lega rakti hann boltann upp allan völlinn
eftir hliðarlínu og skoraði síðan úr hom-
inu. Dæmigert mark fýrir þennan harð-
skeytta leikmann en auðvitað var
ótrúlegt að hann skyldi komast upp með
þetta. „Hinn Finninn" í þessu tveggja
manna liði, Kaelleman, var bestur þeirra
í gær og skoraði 9 mörk. Annars er oft á
tíðum skemmtilegt að sjá til finnska liðs-
ins. Það spilar mjög frjálslegan handbolta
þó að spil liðsins byggist að verulegu leyti
á tveim mönnum. Þá létu Finnarnir sig
hafa það að skora eitt „sirkusmark" -
svona til að skemmta þeim 100 áhorfend-
um sem lögðu leið sína í Höllina.
Hjá íslendingum var varnarleikurinn
mun betri en í fyrri leik liðanna og við
það batnaði markvarslan. Þeir Kristján
og Einar stóðu í markinu sinn hólfleikinn
hvor og vörðu sæmilega. Einar 6 skot,
þar af eitt víti og Kristján varði 7 skot í
seinni hálfleik. Guðmundur Guðmunds-
son ótti einna bestan leik íslendinga og
sýndi oft mikið harðfylgi. Þá komust þeir
Sigurður og Júlíus ágætlega fró leiknum.
Steinar átti ágæta spretti en gerði svo
slæm mistök þess á milli. Þá var fyrirlið-
inn Þorgils Óttar greinilega ekki í formi
og misnotaði færi sem hann er ekki vanur
að klikka í, hann var því lítið notaður í
sóknarleiknum. Þá var Geir harðskeyttur
í vöminni þó hann ætli að fylgja í fótspor
læriföðurs síns, Þorbjöms Jenssonar, og
láti reka sig óþarflega oft út af.
Mörk íslands: Guðmundur 8, Sigurður
G. 7 (2 v.), Júlíus 6, Steinar 4, Geir 2,
Þorgils 2, Aðlsteinn 1, Karl 1. Mörk
Finna: Kaellman 9 (3 v.), Rönnberg 7 (1
v.), Gorman 6, Lindberg 1, Nyberg 1,
Maekinen 1.
Þýsku dómaramir Rauchfuss og Buch-
da dæmdu leikinn mjög vel. -SttiJ