Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 45
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 45 Ekki öll þar sem hún er _____Meiming lesin Pétur Eggerz: ÆVISAGA DAVIÐS, 212 bls. Útgefandl Skuggsjá 1986. Við fyrsta tillit á kápu kemur manni í hug að þessi bók sé ein grein hins gilda meiðs æviminninga í bó- kaútgáfu þessa árs og allra ára en þegar spjaldinu er lyft blasir við orð- ið skáldsaga undir aðalheiti á titil- síðu. Manni flýgur þá í hug að höfundur hugsi með sér: Allur er varinn góður - og líklega ekki van- þörf á. Fletti maður titilblaðinu kemur annar fyrirvari og ekki minni: „Þær persónur og þeir atburðir, sem greint er frá í þessari bók, eru alger hugarsmíð höfrmdarins.“ Já, hest að taka af allan vafa. Pétur Eggerz hefur gegnt störfum í utanríkisþjónustu íslendinga meg- inhluta starfealdurs síns og ritað að minnsta kosti einar þrjár bækur um þann feril án þess fyrirvara sem nú er hafður. Og hvað sem um fyrirvar- ann má segja eru þeir að minnsta kosti samlandar, sendiherrann og áður hinn óttalegi leyndardómur sem ekki má hafa orð á, jafnvel ekki í skáldsögu. Siðan liggur leiðin til Þýskalands og þá yfirskyggir ástin sendiherrann frá Sagnalandi og gerist leiðsögu- maður hans um grafgötur þýskrar þjóðarsálar. Sú könnunarferð og niðurstöður hennar verður býsna forvitnileg fyrir lesandann og athug- anir höfundar á afetöðu þýsku eftir- stríðsþjóðarinnar til Hitlers og tíma hans eru líklega mestur fengur úr þessu ritverki. Þar er sitthvað fallið til betri skilnings þeim lesanda sem hefur aðeins nasasjón af þýsku þjóð- inni fyrir. Tvö viðhorf vegast á Loks liggur leið Davíðs heim til Sagnalands í fylgd fulltrúa hinnar þýsku þjóðarsálar, og hann gengur með honum um garða, þar sem æskusaga hans er leidd fyrir sjónir lesanda og þessi tvö lífeviðhorf látin vegast á. Þetta er býsna álitlegt form & .. v -:wv. • Pétur Eggerz - „starfsferillinn óneitanlega líkur". skáldsögupersónan sem nú birtist okkur - báðir Sagnlendingar, og starfeferillinn óneitanlega líkur að áföngum. Á dularvegu Ævisaga Daviðs gerist í New York, Þýskalandi og Sagnalandi, með við- komu í London. Sagan hefet með fisksölu í Þýskalandi á stríðsárun- um, víkur sér síðan vestur um Atlantsála um sinn, þar sem Davíð lendir í nokkurri sálarkreppu og leit- ar á dularvegu sér til lausnar. Raunar er of margt sagt í hálfkveðn- um vísum eða gefið í skyn til þess að lesandi geti áttað sig á refilstigum þeim sem hrella Davíð. En þar er eitthvað gruggugt og kannski nóg sagt fyrir þá sem til þekkja. Það er aðeins orðað svona. „Davíð, þú veist of mikið, þú verður að fara frá Amer- íku eins fljótt og auðið er“. En hvað það er sem Davíð veit er eftir sem til samanburðarins en frásögnina vantar safa og dýpt - jafnvel glóð - til þess að hún hrífi. Hún tekur jafn- vel á sig mynd skýrslu eða viðtals þar sem Davíð svarar grunnfæmum spumingum hins þýska fulltrúa og hagræðir-þeim til þess eins að geta rakið sviplitla bemskuslóð. Upp- skeran verður þýsk aðdáun á töfrum Sagnalands en ekki sér nema að litlu leyti í kviku þeirra hughrifa. Þetta er satt að segja harla óvenju- leg skáldsaga á marga lund, bseði að innihaldi og frásagnarhætti. En hver getur gert kröfu um ákveðið snið eða efhistök skáfdsögu nú á dögum? Og hvar eru mörkin milli hugarheims og reynsluveraldar? Þau em að minnsta kosti vand- fundin í þessari sögu og er ekki um að fást. Hér virðist ekki heldur fylgt neinu ákveðnu skáldsögumynstri og lítt hirt um þótt línan sveiflist milli skáldsöguforms og minningastíls. Málfar slétt og fellt Sagan er líka ýmist sögð í þriðju persónu Davíðs og fyrstu persónu höfundar að þvi er virðist. Á sög- unni má finna ýmsa hnökra en líka ýmislegt af betra tagi. Hér em sjaldnast miklar málalengingar, Bókmenntir Andrés Kristjánsson stillinn allt að því knappur á stimd- um. Setningar em stuttar og málfar- ið slétt og fellt, víða fallegt tungutak og jafnvel snjallt. Þótt varla verði sagt að djúpt sé kafað í kviku sögunnar, og benda megi á sitthvað sem varla er nógu skýrt eða skilgreint, er margt sem ýtir við lesanda og hvetur hann til að skyggnast bak við orðin og gera sér sjálfur hugmyndir um orsakir og afleiðingar. Hvorki söguefiii né svið eiga sér margar hhðstæður í ís- lenskri skáldsögugerð - reynslu stjómarsendimanna á erlendri grund. Þeir em auðvitað líkir öðm fólki en þessi saga segir okkur þó að þar ber ýmsa nýlundu við og för- in liggur ekki um íslenskar alfara- leiðir. Þessi reynsla setur líka mark sitt á mennina og stefnir þeim í ýmsan voða en kennir líka varúð og fótaforráð. Sagan er því viðhorfi trú. Eins og ráöin gáta Þó að manni finnist að loknum lestri að sagan hafi verið naum við lesandann, og varla lyft tjaldinu eins og henni bar, verður hún þó býsna fastheldin og áleitin og vekur um- hugsun um margt það sem ekki er sagt berum orðum. Hún víkur ekki frá manni eins og ráðin gáta. Og verið gæti að einstök orð hennar og atvik leituðu á hugann síðar og les- andinn spyrði sjálfan sig: Hvað átti hann annars við með þessu, - eða hinu og eitthvað skýrist ef til vill síðar? Og örðugt er að trúa því að Davíð sé ekki nákomnari höfundin- um að yfirbragði og gerð en fyrirvar- amir greina frá. Ekki er ótrúlegt að einhver lesandi sitji hljóður um stund þegar hann hefur lokað bók- inni og hugsi sem svo: Þetta er kynleg skáldsaga og varla öll þar sem hún er lesin. En em það ekki einmitt bestu sögumar? A.K. ■íslensk bókamenning er verðmæti' Skuggar feðranna í þýðingu Guðmundar Daníelssonar og Jerzy Wielunski er eftir frægasta skáld Úkraínu, Mykhailo M. Kot- sjúbinski (1864-1913) og mun vera fyrsta rit- verk hans sem þýtt er á íslensku. Sögusvið er bændabyggð í Suðvestur-Úkraínu í Karpat- afjöllunum. Þetta er ástar- og bændal ífssaga. Leyndarmál Laxdælu er önnur bókin í flokkn- um íslensk ritskýring sem dr. Hermann Páls- son prófessor í Edinborg hóf þegar Uppruni Njálu og hugmyndir kom út 1984. Fjallar Hermann í hinni nýju bók sinni um athygl- isverða staði í Laxdælu sem er eitt ágætasta og frægasta listaverk íslendingasagna. Rannsóknarferðir þær er hér segir frá tókst Stefán Stefánsson skólameistari á hendur 1888-1896 þegar hann ferðaðist víða um héruð og óbyggðir til að kanna grasafræöi íslands. Dró hann saman með þeim rann- sóknum föng aö hinu merka riti sínu Flóru íslands sem opnaði almenningi innsýn í leyndardóm eins þáttar íslenskrar náttúru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.