Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 47
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986.
47
Tíðarandi
Upp með jóiaskapið
Jólasveinarnir eru ómissandi á jólaböllum og er komu þeirra beðió með eftirvæntingu en hjá þeim eins og
öðrum er nóg að gera nú fyrir jólin. DV-mynd GVA
Jólapakkar, jólaföt, jólaklipping,
jólakort og jólamatur, það er sama
hvað um er rætt, nú snýst allt um
jólin enda aðeins tveir dagar til jóla.
Enn er þó tími til stefiiu og hægt
að bjarga hlutum fyrir hom eins og
svo margir gera á Þorláksmessu.
Þótt að mörgu sé að hyggja má samt
ekki gleyma jólaskapinu í öllu um-
stanginu. Það er vissulega misjafiit
hvað fólk gerir til að komast í jóla-
skap. Sumum nægir að hugsa til
jólanna og þá er stemmningin komin
en aðrir þurfa kannski einhveija
örvun eins og að heyra jólalög eða
að gera jólainnkaupin.
Fastir iiðir eins og venjulega
í kringum jólin er mikið af föstum
liðum eins og venjulega í lífi fólks.
Á sumum heimilum er til dæmis allt-
af skata í matinn á Þorlák og síðan
er jólahangikjötið soðið. Lokaátakið
í hreingemingunum fer oftast fram
á Þorláksmessu og eftir það er
stranglega bannað að fara inn á
skónum og rusla út.
Yngstu fjölskyldumeðlimunum
finnst tíminn oft vera lengi að líða
og vilja helst af öllu að klukkan sé
orðin sex á aðfangadag eða helst
meira til að þeir geti nú farið að
opna pakkana. Streita stóra fólksins
snertir þau yngstu lítt
„Jólaglögg“
Það em ekki eingöngu fastir liðir
á Þorláksmessu sem setja svip sinn
á daglegt líf um þessar mundir. Und-
anfarin ár er það nánast orðinn
fastur liður á vinnustöðum, í alls
kyns klúbbum og hópum, að hafa
samsæti með jólaglögg. Algengt er
að fólk fari í fleiri en eitt slíkt boð
og eftir því sem nær dregur jólum
verða boðin, þar sem boðið er upp á
jólaglögg, algengari. Við fengum
þær upplýsingar í áfengisútsölu
ÁTVR við Snorrabraut að í desemb-
er pöntuðu þeir u.þ.b. 200 kassa á
viku af tveggja lítra rauðvíni, sem
er gjaman notað í jólaglöggina, en
venjulega pöntuðu þeir u.þ.b. 50
kassa á viku. En það er ekki bara
rauðvín í glögginni, eins og flestum
er kunnugt, því yfirleitt er bætt ein-
hveiju sterku áfengi þar saman við.
Lögreglan í Reykjavík virðist ekki
fara varhluta af stemmningunni í
kringum jólaglöggina í bænum því
hún lýsti ástandinu undanfama
daga sem ,jólaglöggsástandi“ í DV
á föstudaginn.
Jólaböllin byrjuð
Þótt jólin séu ekki komin em jóla-
sveinamir allflestir komnir til
byggða og því tímabært að dansa í
kringum jólatré og hitta sveinana.
Þeirra er beðið með mikilli eftir-
væntingu og á jólaballi Skálatúns-
heimilisins, sem var haldið í
Templarahöllinni í síðustu viku,
vom gerðar margar og góðar til-
raunir til að syngja nógu hátt og
hressilega til að sveinamir vissu
hvert þeir ættu að koma. Á Bamasp-
ítala Hringsins tóku bömin, sem
vom þar í síðustu viku, ofúrlítið for-
skot á sæluna og að sjálfsögðu
mættu jólasveinar á staðinn. Annar
þeirra átti við ýmsa krankleika að
stríða og var tekin blóðprufa úr þeim
stutta. Bömin vom spurð að því
hvort þeim fyndist rétt að nota stóm
sprautuna við aðgerðina og töldu
þau svo vera og sögðu hann hafa
gott af því. -SJ
Samsæti meö jólaglögg eru haldin á hinum ýmsu stöðum
eins og sjá má, en hádegishópurinn i Laugardalslauginni
lékk afnot af einum búningsklefanum fyrir sína jólaglögg.
Þar var mikið um dýrðir og sungu menn jólalög við lúðra-
blástur og harmóníkuleik. DV-mynd GVA
Menningarstofnun Bandarikjanna býður i jólaglögg eins og
svo margar stofnanir og hér sjáum við þau Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur og Hauk Ingibergsson lyfta glösum i boði
stofnunarinnar i siðustu viku.
Boð, þar sem drukkin er jólaglögg, eru kjörin til mikilvægra
samræðna eins og önnur boð og er ekki annað að sjá en
Eiin Pálmadóttir sé hér að ræöa mikilvæg mál við þau Ein-
ar Sigurðsson, stjóra Bylgjunnar, og Kristinu Ingólfsdóttur,
konu hans, í boði Menningarstofnunar Bandarikjanna.
Þeir veittu okkur öryggi
- veitum þeim viðskipti
Vestfjaröaleiö Vélsmiðja Einars Guðbrandssonar Vélsmiöjan Járnverk hf Vista Vöruval
Sætúni 4 Eirhöfða 15 Armúla 32 Höföabakka 9 Garðatorgi 1
105 Reykjavík 112 Reykjavik 108 Reykjavík 112 Reykjavik 210 Garðabær
Vesturgarður Vélsmiðja Guðmundar Vélsmiðjan Jónas Vífilberg Winnýs-Hamborgarar
Sævarhöfða 4 Fifuhvammsvegi Tangarhöfða 2 Iðnbúð 6 Laugavegi 116
110 Reykjavik 200 Kópavogur 110 Reykjavík 210 Garðabær 105 Reykjavík
Vélaverkstæði Vélsmiðja Guðmundar Bjarnasonar Vélsmiöjan Þór hf Vikurbakarí Þingeyrarhreppur
Sig Sveinbjörnssonar hf Asgarði 7 Suöurgötu 9 Skiöabraut 3 470 Þingeyri
Skeiðarási 220 Hafnarfjörður 400 Isafjöröur 620 Dalvik
220 Hafnarfjöröur Þórsbakari
Vélsmiðja Isafjaröar Vélvirkinn sf Vikurröst Borgarholtsbraut 19
Vélfaxi Sundahöfn Hafnargötu 8 620 Dalvik 200 Kópavogur
Örlygshöfn 400 Isafjörður 415 Bolungarvlk
450 Patreksfjörður Vogafell Þórshafnarhreppur
Vélsmiöja Kjartans Jónssonar Videohúsiö Dugguvogi 8 Langanesvegi 3
Vélhjól og sleðar Skútahrauni 13 Skólavörðustig 42 104 Reykjavík 680 Þórshöfn
Tangarhöfða 9 220 Hafnarfjörður 101 Reykjavík
110 Reykjavlk Volti Þristikla
Vélsmiðja Kjartans og Inga Viöja Vatnagöröum 10 Vesturlandsvegi
Vólin sf. Sigtúni 7 Smiöjuvegi 2 104 Reykjavík 110 Reykjavík
Síðumúla 29 105 Reykjavik 200 Kópavogur
108 Reykjavlk Vökvatengi Þurrhreinsunin Snögg sf
Vélsmiðja Njarövíkur Vilhjálmsson Fitjabraut 4 Stigahlið 45
Vélsmiðja Sjávargötu 14 Sundaborg 1 230 Keflavik 105 Reykjavík
Árna Jóns Þorgeirssonar 230 Keflavik 104 Reykjavík
Háarifi 3 Völur Þvottahúsið Lin
360 Hellisandur Vólsmiöjan Faxi hf Vinnuver Öskjuhlið Auðbrekku 26
Skemmuvegi 34 Mjallargötu 5 101 Reykjavik 200 Kópavogur
200 Kópavogur 400 Isafjöröur
Nýlega var fest kaup á brunavarnakerfi að Staðarfelli.
Ofangreindum aðilum er þakkaður ómetanlegur stuðningur.
Þykkvabæjarkartöflur
lönbúð 8
210 Garðabær
Þýsk íslenska hf.
Lynghálsi
110 Reykjavík
Þörungarverksmiðjan
Reykhólum
380 Króksfjarðarnes
Önn hf
Hamraborg 1
200 Kópavogur
Örtölvutækni sf
Ármúla 38
108 Reykjavík
Örvi
Kópavogsbraut 1
200 Kópavogur
Sfjórn Styrktarfélags Staðarfells.