Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Side 56
56 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. Mertning Friða Siguröardóttir. EINS OG HAFK) Vaka, 1986, 148 bls. Saga þessi gerist í sjávarplássi, sem virðist dæmigert, hafa helstu drætti ýmissa útgerðarbæja, án þess að tengt verði við nokkum sérstakan. Sagan hvarflar sífellt milli margra persóna á ýmsum aldri, sýnir okkur inn í hug þeirra allra. Miðpunktur þorpsins er gamalt hús, og mest er fylgst með íbúum þess í sex íbúðum. Sjónarhomið er sérkennilegt, til dæmis má nefiia, að í öðrum kafla fylgjumst við með hugsunum ungl- ingsstúlkunnar Kristínar um ástar- ævintýri sitt kvöldið áður. Inn í þær hugsanir blandast hávaði frá Kjart- ani uppfinningamanni í kjallaranum og hugsanir hans, Beggi gamli uppi á lofti minnist sjómennsku sinnar í glæstri mynd, og Steini smiður minnist martraðarlegrar sjó- mennsku sinnar. En hugleiðingar Stínu eru alltaf undiraldan, eins og í næsta kafla hugsanir Gullíar, sem er tólf-þrettán ára, og horfir í spegil- inn af þeirri vanmetakennd, sem aldrinum fylgir. Það leiðir yfir í fé- lagslega vanmetakennd hennar vegna þess að móðir hennar hefur átt þau systkinin sitt með hverjum og heldur við giftan mann, foður hennar. Nánar kynnumst við ásta- málum Svönu þessarar í rifiildi hennar við drukkinn vonbiðil sinn Steina, en það heyrir Gullí, slitrótt í gegnum svefiúnn. Þannig birtist forsaga helstu persóna smám saman eins og tilviljunarkennt í hugsunum og tali ýmissa persóna, gjaman aukapersóna. í sjónhending Við erum látin skynja þetta marg- breytta mannlíf í sjónhendingu, á einni anddrá, á mjög svipaðan hátt og hjá Einari Má Guðmundssyni, og einnig hér er sálarlífið mikilvæg- asti þáttur raunveruleikans. Þannig endar IV. kafli á því að Petra for- mælir drykkjuskap manns síns, en í upphafi V. kafla er sagt frá mannin- um: ,Á sömu stundu og bölbænir Petru fljúga út í rigninguna eins og vængjaðir drekar, á sömu stundu eða kannski augnabliki síðar skellur viskíflaskan á gangstéttinni. Veðurbarið andlit Begga stirðnar í vantrúarsvip og þrútnar hendumar kreppast eins og þær vilji herða takið á ein- hverju." sem er bæði grimmúðugt og dap- urt í senn, kannski líka í því einhvers konar undrun.“(bls. 110). ísáttogsamlyndi Það er mikið í lagt, og þessi kafli virðist ætla að verða þungamiðja sögunnar. En á eftir fyrri klausunni hér að ofan er þá óvart skotið inn gamanmálum - sem rjúfa þennan magnaða hugblæ alveg. Síðan kem- ur verulegur bálkur (í XL-XIIL k.) um ástamál Svönu, hún missir ást- manninn, er eins og rotuð, en sættir sig loks við ósigurinn. En ekki nóg með það, í lok sögunnar fellur allt í ljúfa löð, hjá öllum þessum persón- ugrúa. Það er þá lítið hægt að lifa sig inn í þessi vandamál þeirra, varla hægt að taka þau mjög hátíðlega. Útkoman verður saga sem er miklu áhrifaminni en efiú virtust standa til. Nú mætti spyija hvort það sé vegna þess eins, að fylgst er með miklum fjölda persóna í stuttri sögu. Þannig var einmitt fiábær saga sem kom út í fyrra, Pedro Paramo eftir Juan Rúlfo. Munurinn er bara sá, að þar leysast engin vandamál. Sú saga er yfirlit um ævi margra, þar sem aðeins birtast grundvallaratrið- in í ýmsum gerðum - lífsgleði, ást, kvöl og dauði. En öll vandamál, sem lögð eru fram í þessari sögu, leysast þannig að allt verður með friði og spekt í samfélaginu. Systumar sættast á ell- iárum eftir ævilanga óvild, maður- inn sem ætlaði að drepa sig út af ástarsorg, hættir við það á síðustu stund, þá fær presturinn trúna aftur og hættir að drekka. Eiginmaðurinn snýr aftur heim til konu sinnar, ást> konan sættir sig við það eftir mikið hugarstríð, og virðist jafiivel farin að nálgast vonbiðil sinn sem á sjálfs- morð hugði. Einstæð móðir fer suður að heimsækja son sinn, sem hafði loksins náð sambandi við föðurinn, sem hann alltaf vantaði. Allir fá húsnæði. Við þessi endalok komu mér í hug orð franska skáldsins Michel Toumier, að það sem oftast bili í sögu sé endirinn. Sjálfur sagð- ist hann ævinlega semja endinn, þegar hann væri rúmlega hálfnaður með sögu, þannig tryggði hann að seinni hlutinn stefndi að endinum, hann yrði eðlilegur. Hvort sem fólk nú fellst á þessa túlkun mína á þessari sögu eða ekki, þá em hæfileikar höfundar og kunn- átta ótvíræð. Húsið Málfar persóna er hvert með sínum hætti, en þó jafiian eðlilegt. Stíllmn er margbreyttur eflir því hlutverki sem hann gegnir á hverjum stað. Ég vil sérstaklega nefiia sem dæmi hvemig hraði og æði er sýnt með síbyljumálsgrein með mörgum stutt- um setningum, tengdum með og (bls. 72): „æpandi á guð og slagsmálun- um sem loga um salinn og Danni lögga og Markús ráða ekkert við svo þeir verða bijálaðir líka - og það er allt brjálað - og þeir hlæja og hún rís upp af gólfinu og grípur næsta stól og sveiflar honum í hlæjandi andlitin - sveiflar honum í kringum sig þar til einhver tekur hann af henni og hláturinn er horfinn í hávað- ann og lætin, og hún kemur engu hljóði upp nema þessu hása kveini - eins og eitthvað hafi brostið." Bygging I upphafi sögunnar em settar fram andstæður draums og hversdags- skynjunar, því þá er gamla húsið sýnt í rökkrinu sem ævintýrahöll, og uppruni þess rakinn til ástaræv- intýris - sem lýst er í ævintýrastíl. En jafiian kveður við í sögunni, að það eigi að rífa húsið. Eftir að þessi upphafesaga hefur verið sögð í ævin- týrastíl, koma aðrar útgáfur hennar í öðrum tóntegundum, sem sýna að sínum augum lítur hver á silfrið. Nánar að gætt er þetta ástarævin- týri mjög líkt því sem verður mest áberandi í sögunni, samband Svönu og Ágústs. Bókmenntir Örn Ólafsson Bygging sögunnar er úthugsuð og vönduð. Með því að endurtaka minni í breyttu formi, nær hún að sameina þetta mikla persónusafii í eina helid. Þar má nefiia leit þeirra Kjartans, Steina og prestsins að innihaldi í lífinu, en afbrýðisemi í garð náskyldrar konu birtist hjá unglingnum Gullí og gömlu konunni Petrn. Ýmsum vitrast sál hússins - vofa ungu konunnar sem það var byggt fyrir. Þar á meðal er Steini smiður, en spaugilegt er, að síðar reynist þetta hafa verið Petra gamla. Á ýmsa þvílíka vegu þéttir höfundur sögu sína. Myndrænar lýsingar eru þýðing- armiklar í sögunni. Þar má nefiia fyrmefiida lýsingu hússins í upphafi og lýsingu á hrömun þess í upphafi XI. kafla þegar endalokin nálgast. Upphaf 4. kafla er mynd óveðurs í aðsigi, en síðan er sagt frá tryllingi vonsvikins biðils, smiðsins. En eink- um vil ég taka sem dæmi upphaf X. kafla, þegar smiðurinn ætlar að fremja sjálfemorð. Lýsing tunglsins sýnir einsemd mannsins, en líka eitt- hvað meira, annarlega fegurð sem gæti átt við mannlífið sjálft, og birt- ist aftur í útliti helstu persóna í lok kaflans, eftir að sjálfemorðstilraunin mistekst. „Máninn líður um himininn, % hellir undarlegri bfrtu sinni á jörðina, gagnsærri, ójarðneskri. Máninn líður um himinninn, stígur dans við léttar skýjatásur sem vilja hylja hann í faðmi sér, en svo ýtir hann þeim fiá sér, einn vill hann stíga næturdans- inn sem villir haf, jörð og himin, einn. Ljómi hans er kaldur, og það fer hrollur um Steina þar sem hann styðst fram á skófluna og strýkur moldugri hendi um sveitt ennið.“(bls. 100). „Á teknu andliti séra Önundar, mörkuðu drykkju og vökum, er kynlegur ljómi. Eitthvað skylt brosi en þó svo fjarlægt því flö- grar yfir andlit Steina, eitthvað Fríða Á. Sigurðardóttir. Skilafrestur til 8. janúar. Sendið inn alla 10 seðlana - í einu umslagi - TAKIÐ ÞÁTT GLÆSILEGIR VINNINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.