Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1986, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1986. 59 _____________________________Menning Fræði í öðru veldi Lúðvfk Krisíjánsson: ístenskir sjávarhætdr V. Lokabindi. Bókaútgáfa Mennlngarsjóðs 1986. Hálfrar aldar vertíð Lúðvíks Kristjánssonar er lokið og hann hef- ur fært aflafenginn í bú þjóðar sem ekki getur lifað á fiski einum saman. Hvílíkur feginsfengur! Hvílík þraut- seigja, alúð í verki og vald á við- fangsefni í fimmtíu ár! Þama á þjóðin í einum sjóði fullkomnustu sögu lífsatvinnuvegar og menningar hans sem henni hefur enn verið á hendur færð. Með þessu fimmta og síðasta bindi hefur Lúðvfk dregið nökkvann í naust. Þótt þetta lokabindi sé ef til vill minnst að meginefhi er þar auk þess að finna lykla að öllu verkinu í skrám um nöfii, teikningar og mynd- ir af munum í söfnum og heimildir, sem tekur allt saman dijúgt rúm, en auk þess er myndefhið í meira lagi. Helstu efhiskaflamir tveir í þessu bindi - um hvali og fugla - em harla gimilegir til skemmtunar og fróð- leiks. Að verkalokum Lúðvík lýkur bindinu með greinar- góðum eftirmála sem hann kallar Að verkalokum. Þar er vertíðar- sagan rakin allt frá þvi togarakarl munstraði hann í þetta hlutskipti með áhrínsorðum vestur á Hala fyr- ir hartnær sextíu áium. Síðan rekur hann útgerðina á landi og sjó og stefnir þar allt að einum lyktum. Margir koma við þessa útgerðarsögu Lúðvíks og er auðséð að honum hefur orðið vel til liðs og þarf mörg- um að þakka. Og eftirmála sínum lýkur hann með þessum orðum: „Markmið með íslenskum sjávar- háttum er að kynna og skilgreina foma, íslenska strandmenningu og minna með því á orð skáldsins Jóns Magnússonar: „Föðurland vort hálft er hafið“.“ Hvalur og fugl Bindið hefst á hvalsögunni sem er nær hundraði blaðsíðna. Þar er mjög leitað til fomlegra gagna úr lög- bókum og gjömingum, máldögum og fombréfasafni. Myndefni er ekki sérlega gerðarlegt í þessum kafla, helst gamlar ljósmyndir af mar- svínavöðum og rekahvölum. Líkast er sem við höfum aldrei reynt að nálgast hvali með myndavél í nátt- úrlegu umhverfi. Öðra máli gegnir um fuglinn. Mestur myndafengur í þessum kafla er teikningar af veiðiá- höldum, nytjagögnum og hvalbeins- munum. Á eftir hvalakaflanum er fjallað um rostunga við íslandsstrendur í stuttri grein. Þar vekur furðu hve rostungar hafa verið tíðir gestir hér við land á liðnum árum og öldum, og hve íslenskir gripir úr rostungs- tönnum era margir til. Meginkafli bókarinnar er um sjáv- arfuglanytjar, fullar tvö hundrað blaðsíður. Myndefiii þess kafla frá- bærlega mikið og gott, en fegurstar era litmyndir Bjöms Rúrikssonar af eyjum, fuglabjörgum, eggjum og fugli. Afbragðsljósmyndir hans era annars ekki lítið framlag til alls þessa ritverks. Ýmsir aðrir eiga margar og góðar ljósmyndir í þessum kafla. Teikningar Bjama Jónssonar era sem fyrr ómissandi lýsing í fylgd orða. Loks er allvænn kafli sem kallast Þjóðtrú og getspeki og er þar sitt- hvað sagt frá aflaboðum, afladraum- um og annarri forspá, varborðum og vítum, vámerkjum og feigðarspám, jafrivel kvaddir til sögu galdramenn, tröll og álfar. Síðasti efriiskaflinn er um marvætti og ókindur í sjó og loks er útdráttur efriis á ensku. Þá taka við hinar miklu skrár at- riðisorða og nafna, mynda og heimilda, og þekja kræðuletri um 140 síður. Þeir lyklar era ómissandi hverjum þeim sem vill nýta sér til gagns og skemmtunar þetta mikla fimm binda verk... Vönduð útgáfa Þess má varla láta ógetið hve fög- ur, stílhrein og vönduð þessi útgáfa er orðin. Þar hafa margir góðir menn unnið að, svo sem Guðni Kolbeins- son og Sigurgeir Steingrímsson að ritstjóm og hönnun umbrots, gerð atriða- og nafnaskrár, prófarkalestri og prentsmiðjufylgd. Guðmundur P. Ólafsson hefur hannað kápu, saur- blöð og bókband. Það er listilega af hendi leyst og í senn vel hugað að sérkennum og samkennum allra bindanna. Á þessu bindi skreytir æðarfúglinn framhliðina, en rost- ungur baksíðu kápu. (Hví ekki hvalur?) Fuglinn leggur alfarið und- ir sig saurblöðin. Lúðvík segir í lokaorðum sínum að Hrólfur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfú Menn- ingarsjóðs, hafi lagt sig mjög fram um að vanda til útgáfunnar og fátt hafi verið til hennar sparað. Verkin og bækumar sjálfar bera þessu ljóst vitni. Menningarsjóður hefur mjög vaxið af þessari útgáfu enda hefði það verið ófyrirgefanlegt að bregðast þessari gersemi í heimanfylgd. Lúðvík getur þess í eftirmálanum að Helga Proppé, kona hans, hafi verið betri en enginn í liðveislu við þetta verk, einkum við könnun skjala og annarra heimilda þar sem fara þurfti í saumana. Ég trúi því vel að hlutur Helgu sé ósmár í verki Lúðvíks og þótt þrautseigja hans sé vafalaust mikil trúi ég varla öðra en einhvem tíma hafi hann fundið á sér bilbug og vonarþrot um verka- lok í þessari hálfrar aldar lotu, og þá hafi virk og sterk hjálparhönd konu hans nokkra áorkað um fram- haldið og staðfestuna. Vera má að hlutur hennar sé því meiri en við sjáum, enda dregur höfundur síst fjöður yfir hann. Lifandi fortíðarmál Öllum þeim sem líta í þessar bæk- ur með opnum huga, og þá ekki síst höfundi sjálfum, mun það fúllljóst Bókmenntir Andrés Kristjánsson að Islendingar vora komnir á ystu þröm í von um að bjarga þessum menningararfi á land úr sjó tímans. Heföi það dregist svo sem einn mannsaldur enn heföi helftin glat> ast. Þá heföi Lúðvík þess tíma orðið að þræða eingöngu slóð prentaðs og ritaðs máls úr bókum, blöðum og skjölum í heimildaleit og frásögn en hið lifandi orð af vörum manna, sem lifað höfðu og þekkt þessa gömlu lífshætti, heföi verið að eilífu glatað og ekki orðið sú vogarstöng sem beinlínis hefúr lyft þessum ritum í annað veldi. Ég held að örðugt sé að gera sér grein fyrir því hve mik- ils væri misst ef svo heföi farið. Lifandi lýsingar Þegar maður reynir að ná yfirsýn um þetta afburðaverk Lúðvíks Kristjánssonar og gera grein fyrir henni í nokkrum setningum verður manni orða vant því að svo margt leitar á hugann. En ég held að það sem yfir ber um gerð þess og gildi sé samkveiking hinna lifandi lýsinga af vörum vettvangsmanna og ritaðra heimilda frá liðinni tíð. Þegar þetta kemur saman í frásagnarhætti og málsnilli Lúðvíks fáum við þann texta sem varla á sinn líka í hlið- stæðum fræðum samtímans. Og mesta afirekið við þessa samantekt er vafalítið hin mikla könnunarferð á vit manna sem lifðu og mundu þessa sjávarhætti víðs vegar um land og liggur hið litríka og lýsandi mál úr deiglu þessara þjóðhátta enn á tungu. Þótt Lúðvík heföi getað fúnd- ið flest þau gömlu orð og talshætti sem era óaðskiljanlegur hluti af þessum menningararfi heföu þau verið lömuð eða liðin og aðeins kom- ist til skila sem múmíur eða í besta lagi með þeim lífsanda sem höfundur gat blásið í þau, og slíkt er enginn leikur, hvað þá heldur að nokkur vissa yrði fyrir því að það væri þeirra rétta líf. I réttu samhengi En af þvi að Lúðvík lagði það á sig að sækja þessi orð og talshætti til lifandi manna, sem kunnu að nota þau í réttu hlutverki í frásögn, og nam þau í réttu samhengi endur- heimtir yngri kynslóð þennan mikla sjóð tungunnar þama sem lifandi mál en ekki dauða safnmuni eða orðabókarmál. Kannski er þetta það sem hæst ber og mikilvægast er í afreksverki Lúðvíks Kristjánssonar. óskandi væri að ritverk hans yrði að þessu leyti sem öðra til leiðsagn- ar fræðimönnum sem færast kunna svipað þrekvirki í fang á komandi árum. Ög þetta minnir á að ýmsar aðrar greinar menningararfs lífs- og atvinnuhátta hér á landi vantar enn sárlega sinn Lúðvik sem þyrfti að ganga til verks meðan verkamenn era ofar moldu og mega tungu hræra, þótt víngarðar þeirra séu undir torf fallnir. A.K. Lúðvik Kristjánsson ásamt konu sinni, Helgu Proppé. kynnir Vilbofour Bianco eldföstu formin í ofninn eða örbylgjuofninn Útsöiustaðir: Hamborg Fjarðarkaup Kaupf. Borgfirðinga Hagkaup KEA Akureyri Kaupf. Þingeyinga KRON Búsáhöld og leikföng Bjarnabúð Tálknafirði J.L. gjafavörur Mikligarður Gunnar Ólafsson Garðakaup Samkaup Njarðvík Vestmannaeyjum Heildsöludreifing: M JÓHANN ÓLAFSSON &C0.HF i ^ ém Sundaborg_________________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.