Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. Fréttír Bankasfjóm Seðlabankans sagði í nóvember 1986 um endurreisn Útvegsbankans: „Langversti kosturínn og kemur alls ekki til álita4' í skýrslu sinni um endurskipu- lagningu bankakerfisins og lausn á vanda Útvegsbankans, sem banka- stjórn Seðlabankans gaf út 10. nóvember í vetur, var endurreisn Útvegsbankans dæmd ótæk. „Maður tekur bara við salómonsdómi og seg- ir ekki neitt,“ sagði Tómas Ámason seðlabankastjóri um málið núna eft- ir að stjómarflokkamir völdu þessa leið. „Að mati Seðlabankans er endur- reisn Útvegsbankans langversti kosturinn sem fyrir hendi er í banka- málum. Svo veigamiklar röksemdir mæla gegn þessari leið að telja verð- ur að hún komi alls ekki til álita,“ segja seðlabankamenn. Og þeir liggja ekki á röksemdunum: „Alls enginn áfangi næðist í nauð- synlegum skipulagsbreytingum bankakerfisins" og „þetta yrði dýr- asti kosturinn fyrir ríkissjóð". Nú ber þess þó að gæta að í samkomu- lagi stjómarflokkanna er gert ráð fyrir hlutafélagi og að ríkissjóður selji hlutabréf sín í fyllingu tímans. En vill einhver kaupa? Því er ósvar- að. I Seðlabankaskýrslunni frá í nóv- ember em röksemdir gegn endur- reisn Útvegsbankans undirstrikaðar með allítarlegum skýringum. Segir þar meðal annars:...engan veginn verður séð hvaða hagsmunum það þjónar að endurreisa bankann og óneitanlega hræða gengin spo>- í því efrii." „Útvegsbankinn hefiir um langt árabil átt við stórfelld vandamál að glíma í starísemi sinni. Stærstu vandamálin hafa verið mjög nei- kvæð lausaíjárstaða, ófullnægjandi rekstrarafkoma og verulegir ágallar í dreifingu útlána til einstakra lán- þega og atvinnugreinasegja seðlabankamenn. Þá er minnt á margendurteknar tilraunir til þess að rétta Útvegs- bankann af og sagt að verðgildi beinna fjárframlaga ríkissjóðs og Seðlabankans á síðustu 12 árum hafi numið 535 milljónum króna á verðlagi í október í vetur. Ennfremur er það sagt mat löggilts endurskoð- anda Útvegsbankans og bankaeftir- litsins að líklega verði bankinn fyrir meiri útlánatöpum en þegar höfðu verið færð í reikningsskil hans. -HERB Grænlensku rækjuskipin: Þúsund lestum af rækju um- skipað á Isafirði knattspymuráð sér um hleðslu flutningaskipsins Eftir að ákveðið var að veita græn- lenskum rækjuskipum áfram aðstöðu og þjónustu hér á landi, eftir nokkurt hlé, hafa þau streymt inn til ísafjarðar til að losa rækju. Frá því um síðustu helgi hefur eitt skip á dag verið að landa og í gær voru þau tvö. Græn- lenskt flutningaskip tekur rækjuna um borð og var það að verða full- hlaðið í gær en það tekur eitt þúsund lestir. Það er knattspymuráð ísafjarð- ar sem tók að sér að sjá um hleðslu skipsins til að afla fjár fyrir ráðið. Mikil mannekla er nú á ísafirði og fjáröflunarleið knattspymumanna því vel þegin. Þjónustuatvinna er mikil við græn- lensku skipin. Þau þarfiiast margs konar viðgerða auk þess sem þau kaupa kost og oh'u og raunar ýmislegt fleira á ísafirði. Þau eru því veruleg búbót fyrir atvinnulífið vestra. Áfram er von á einu skipi á dag með rækju fram yfir næstu helgi. Græn- lendingar em á djúprækjuveiðum og er rækjan fryst og send þannig á Jap- ansmarkað. -S.dór Bretiandseyjamarkaðurinn: ■bb mm Við ernrn orðnir uggandi - segir Ingólfur Skúlason í Grimsby Unnið viö að setja fisk í þá fjóra gáma sem Grandi hf. sendi á Bretlandsmarkað með leiguskipi. DV-mynd S Gámafiskur fluttur út með leiguskipum - váðum ekkert við leiguskipin, segja farmenn1 „Sannast sagna lítur þetta orðið illa út hjá okkur. Við eigum einnar til tveggja vikna birgðir af unninni vöm en um næstu helgi verður allt hráefni upp urið hjá okkur. Þá stöndum við uppi með 300 manns á launum, verk- efhalausa. Ef undanþága fæst til að flytja frystan fisk til okkar og ef hann kæmi um næstu helgi myndi þetta bjargast," sagði Ingólfur Skúlason for- stjóri Icelandic freezing plants limited, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvarinnar í Grimsby. Ingólfur sagði að fyrir sfðustu jól hefði tekist að hækka fiskverðið vem- lega á Bretlandsmarkaði en hætta væri á að ef holskefla af fiski kæmi á markaðinn þegar verkfalhnu lyki myndi verðið hrapa aftur. Þetta yrði að vera jafiit og þétt ef halda ætti verðinu uppi. Eins sagði hann það mjög hættulegt ef fyrirtækið stæði uppi hráefhislaust og gæti ekki sinnt þörfum fastra viðskiptavina. Þeir myndu þá snúa sér annað og engin vissa fyrir því að þeir kæmu aftur að verkfallinu loknu. „Við höfum verið að reyna að skrapa saman fiski í Evrópu en þar er lítið að fá um þessar mundir og við erum orðnir verulega uggandi um okkar hag ef farmannaverkfallið dregst á lang- inn,“ sagði Ingólfur. -S.dór í dag verður 60 tonnum af gámafiski frá Granda hf. skipað út í leiguskipið Jan í Sundahöfn í Reykjavík. Fiskur- inn fer á Bretlandsmarkað. Magnús Magnússon, verkstjóri hjá Granda, sagði að í fyrradag hefði öðm eins magni af gámafiski skipað út í leigu- skipið Nicole og fór sá farmur einnig til Bretlands. Birgir Björgvinsson hjá Sjómanna- félagi Reykjavíkur sagði að farmenn réðu ekkert við flutninga leiguski- panna, það væri ekki fyrr en samúðar- verkfall Dagsbrúnar kæmi til framkvæmda að þetta yrði stöðvað. I gærmorgun kom inn á Sundahöfii eitt stærsta flutningaskip sem til ís- lands hefur komið. Heitir það Mercan- dia og er danskt 8-10 þúsund lesta skip. Farmurinn em 500 bifreiðar og 250 gámar. -S.dór Öiyggismál á BláQallasvæðinu: Engar reglur um eftirlit „Það kemur stundum fyrir að bílar bila hér og fólk skilur þá eftir og ég get nefiit dæmi um bilaðan bíl sem stóð í tíu daga nú fyrir skömmu á Bláfjallavegi án þess að vera sótt- ur,“ sagði Þorsteinn Hjaltason, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum, í samtali við DV í gær þegar rætt var við hann vegna hrakninga ungs manns í þijá sólar- hringa á Bláfjallasvæðinu án þess að eftir yrði tekið. Þorsteinn var spurður hverju það sætti að starfsmenn Bláfjallasvæðis- ins hefðu ekki aflað upplýsinga um Frétt blaðsins i gær. af hveiju bíll mannsins stóð á stæði við skíðasvæðið alla helgina. Svar- aði Þorsteinn því til að engar ákveðnar reglur giltu í svona tilfell- um en sagðist hafa það sjálfur fyrir sið að spyijast fyrir um yfirgefria bíla á svæðinu. Þá gat hann þess að skíðasvæðið hefði verið lokað alla helgina vegna veðurs og óvíst væri að starfsfólk svæðisins hefði tekið eftir bílnum. Þorsteinn sagði það enga kvöð á starfsfólki að fylgjast með yfirgefiium bílum, en benti á að þegar skíðasvæðinu væri lokað kannaði starfsfólkið hvort nokkurt fólk væri þar eftir. Ómar Einarsson, framkvæmda- stjóri Bláfjallanefndar, sagði í gær að engar reglur um eftirlit með fólki á skíðasvæðinu væru í gildi. Hins vegar sagði hann að öiyggismál í Bláflöllum yrðu tekin til skoðunar í framhaldi af þessum atburði og fleir- um sem átt hefðu sér stað undanfarin misseri. Nefridi ómar að meðal ann- ars hefði komið fram hugmynd um uppsetningu þokulúðra á svæðinu sem fólk gæti staðsett sig eftir. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.