Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1987, Síða 19
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987. 19 Set stefhuna á landsliðssæti - segir Janus Guðlaugsson sem ætlar að leika með Fram í sumar „Ég hyggst æfa og leika knatt- spymu með Framliðinu í sumar og markið er vitanlega sett hátt. Að sjálf- sögðu stefni ég á landsliðssæti enda væri annað hreinasta firra. Ef ég stefni ekki á toppinn gæti ég rétt eins hætt afskiptum af íþróttum." Þetta sagði knattspymumaðurinn snjalli, Janus Guðlaugsson, í samtali við DV. Janus er nú leikmaður og þjálfari þriðju deildar liðs ÍH í hand- knattleik. Á síðastliðnu sumri var Janus einn af burðarásum knattspymuliðs Fram en meiddist nokkuð alvarlega og varð frá keppni í lok íslandsmótsins. „Ég er í ágætu formi nú og æfi vel, enda eru leikmenn ÍH liðsins áhuga- samir. Það er því rökrétt framhald á þessu brölti mínu nú að venda við blaði og spila fótbolta er vorar.“ • Ef Janus leikur að nýju með Fram- liðinu verður það án efa mikil lyfti- stöng fyrir félagið. Ekki mun af liðsinni hans veita því markavélin, Guðmundur Torfason, er horfin úr herbúðum félagsins. Að auki em þeir að hugsa sér til hreyfings, fóstbræð- umir Guðmundur Steinsson og Pétur Ormslev. Em þeir báðir tengdir sama félaginu í V-Þýskalandi - Kickers Of- fenbach, sem leikur í svokallaðri Oberligu. Framliðinu hefur þó bæst liðsauki sem getur sjálfsagt mætt þess- ari blóðtöku að einhverju leyti. Er þar um efnilega menn að ræða. Kristján Jónsson kom úr Þrótti, Reykjavík, en Pétur Amþórsson frá Víkingum þeirra Norðmanna. -JÖG •Janus Guðlaugsson, sem hér sést ásamt Sigurði Grétarssyni i Sviss á sið- asta vetri, ætlar að leika með Fram í sumar og stefnir að þvi að endurheimta landsliðssæti sitt. Zuibriggen vann sitt annað gull - í stórsviginu í Crans-Montana •Zurbriggen fagnar sínu öðm gulli i 9ær- Gulldrengurinn frá Sviss, Pirmin Zurbriggen, hélt upp á sinn 24. af- mælisdag með viðeigandi hætti. Hann sigraði í gær i stórsvigi og hefur því unnið til tveggja gullverðlauna og tveggja silfurverðlauna á heimsmeist- aramótinu. Tími Zurbriggens var tvær mínútur 32,38 sek. en í öðm sæti var helsti keppinautur hans, Marc Girardelli. Þriðji varð Alberto Tomba frá Ítalíu. Zurbriggen getur að nokkm þakkað óheppni vinnar síns, Joel Gaspoz, sig- urinn en hann datt í brautinni nokkra metra frá markinu eftir að vera kom- inn með sigurinn nánast i hendumar. Gaspoz fekk besta tímann í fyrri ferð- inni. „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt með Gaspoz en ég var alveg sannfærð- ur um að hann ynni gullið," sagði Zurbriggen eftir á. Svisslendingar hafa nú unnið sex af sjö gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu. •Daníel Hilmarsson frá Dalvík keppti í stórsviginu í gær og varð í 48. sæti en 96 keppendur hófu keppni. -SMJ | Sheffield | S Wed. komst i j áfram j - Tveir leikir fóm fram í fjórðu ■ I mnferð ensku bikarkeppninnar í I ■ gærkvöldi. I QPR sigraði Luton á heimavelli ■ I með 2 mörkum gegn 1. Terrv Fen- I ■ wick og John Byrne settu mörk J I þeirra Drottningargarðsmanna en | J Mick Harford svaraði fyrir Luton. ■ I Þá sigraði Sheffield Wednesday | _ Chester með 3 mörkum gegn 1. ■ I Mörk Sheffield skomðu þeir Lee I ■ Chapman og Carl Bradshaw, en | J eitt markið var sjálfsmark Chest- ■ I erleikmannsins Graham Abel. | 1 skosku bikurkt'ppnirmi fóm þessir ■ leikir fram i gærkvókli: 3. umferð: Dundee East Kife 2-2 ■ Meadowbank Ajt Dumbarton Brechin 2-0 1 2-31 2. umferð: Albion-Wlútehill 1-21 -±l Island á mikla möguleika í Seoul - segir Amo Ehret, þjálfari Sviss „Leikurinn var ágætur og jafn en Islendingar vom einfaldlega sterkari á endasprettinum," sagði hinn geð- þekki þjálfari Svisslendinga, Arno Ehret. „Við áttum möguleika í þess- um leik en þegar síst skyldi glötuð- um við einbeitingunni. íslending- amir sigldu fram úr er þeir máttu leika einum færri. Vitanlega hefði þetta átt að fara á hinn veginn. Flug- leiðamótið er mjög góð æfing og mikilvæg fyrir lið okkar sem er enn ungt og óreynt. Af þeim sökum er því ekki eðlilegt að setja markið hátt í B-keppninni á Ítalíu. Ætlunin er þó að halda sætinu í flokki B- þjóða en stefna síðan upp á við. íslenska liðið er mjög gott og ávallt erfiður andstæðingur. Liðið á efalítið möguleika á verðlaunasæti á ólympíuleikunum í Seoul. íslenska liðið hefur margsannað getu sína - bæði hér í kvöld og á Eystrasalts- mótinu í A-Þýskalandi. Islendingar náðu þar stórkostlegum árangri. -JÖG Kínverji þjálfar blaklandsliðið Kínverjinn Jia Chang-Wen hef- ur verið ráðinn þjálfari landsliðs karla í blaki. Er hann um leið þjálf- ari Víkings. Jia Chang-Wen hefúr þegar valið tíu leikmenn af tólf, sem hann ætlar að velja, í landslið sem tekur þátt í móti fimm þjóða í Lúxemborg í mars- lok og mætir Færeyingum hér á landi í maí. Þeir eru: Bjami Þórhallsson, Víkingi. Einar Hilmarsson. Þrótti. Friðjón Bjamason. ÍS. Kristján Már Unnarsson, Fram. Leifúr Harðarson, Þrótti. Ólafur Ami Traustason, Fram. Sigurður Þráinsgon. ÍS. Stefán Jóhannesson. Víkingi. Sveinn Hreinsson. Þrótti. Þröstur Friðfinnsson, Þrótti. Óskipað er í tvær stöður. Kínverj- inn er með fjóra menn í myndinm. Þorvarð Sigfússon. ÍS. ef hann verð- ur búinn að ná sér af meiðslum, en annars Kjartan Busk. og hins vegar bíður hans erfitt val á milli Þróttar- anna Jóns Ámasonar og Lárentsín- usai- Ágústssonar í stöðu miðjiunanns. -KMU Norska knattspyman: Ný stigagjof Norska knattsp\Tnusambandið hef- ur ákveðið að taka upp nýja stigagjöf í deildarkeppninni þar í landi og mun þetta fyrirkomulag taka gildi þegar keppnistímabilið hefst í vor. Þetta r.ýja stigafyrirkomulag felur í sér að fyrir eins marks sigur fær lið þrjú stig og fyrir hvert skorað mark eftir það fær sigurlið eitt stig til við- bótar. En fyrir leik sem endar 4-1 fær sigurliðið fimm stig en hefði annars fengið sex stig ef það hefði ekki fengið mark á sig. Tapíiðið fær hins vegar ekki stig fyrir skorað mark. Að sögn Ola Nissen, talsmanns norska knattspymusambandsins, von- ast þeir til að þetta nýja stiga fyrir- komulag komi til með að hleypa nýju blóði í knattspymuna hvað varðar aukinn sóknaileik liðanna og um leið að áhorfendur munu í meira mæli leggja leið sína á völlinn. Þjálfarar liðanna hafa tekið vel í þessa nýbrevtni og eru ákveðnir í því að auka sóknarleik liða sinna til rnuna. Þess skal getið að þetta keppn- istímabil sem nú fer í hönd verður aðeins notað sem pmfa á þessu nýja fyrirkomulagi en ef vel gengur em norskir knattspymumenn ákveðnir í því að framhald verði á þessu. -JKS Urslit í NBA-deildinni Nokkrir leikir fóm fram í banda- ríska körfuknattleiknum í fyrra- kvöld og réðust úrslit í mörgum þeirra ekki fyrr en á síðustu stundu. Úrslitin í leikjunum urðu eftirfar- andi: 76ERS-Indiana Pacers.....99-44 Atlanta-Boston Celtics...126-123 Chicago-Washington Bullets...98-91 Denver-Houston Rockets..107-105 Antonio Spurs-Golden State 111-103 NY Knicks-Milwaukee.....110-109 Utah Jazz-Sacramento Kings 101-95 Portland-Phoenix Suns...117-103 -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.