Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987.
5
Fréttir
Selma vill
fá Picasso
„Ég tel reyndar sjálfsagt að Picasso-
verkinu verði komið fyrir í nýjum
húsakynnum okkar sem verða tekin í
notkun á þessu ári,“ sagði Selma Jóns-
Picasso Vigdisar.
dóttir, forstöðumaður Listasafns
íslands, í samtali við DV. „Mér er hins
vegar ljóst að það er forseti íslands
sem ákveður staðsetninguna.“
Styttan „Jacqueline", sem ekkja Pic-
asso færði forseta íslands að gjöf að
lokinni síðustu Listahátíð, liggur enn
í hvelfingu Seðlabanka Islands. Ráð-
gjafar forsetans em að velta fyrir sér
hentugri staðsetningu þar sem al-
menningur geti notið verksins, auk
þess sem fyllsta öryggis yrði gætt. Að
mati sérfræðinga Christie’s uppboðs-
fyrirtækisins í London er Picasso
Vigdísar 10 milljón króna virði.
„Listasaíh Islands á ekki neitt verk
eftir Picasso þannig að Jacqueline
yrði sannarlega skrautíjöður í hatt
okkar,“ sagði Selma Jónsdóttir.
- Á Listasafnið önnur og frægari
verk en Picassostyttan er?
„Við eigum mikið af góðum verkum,
bæði innlendum og erlendum, sem
betur fer. En ég treysti mér ekki til
að gera upp á milli þeirra þó svo ég
sé búin að vera hérna í 36 Vi ár,“ sagði
Selma.
-EIR
Sjómenn á togaranum Jóni Vídalin frá Þorlákshöfn telja sig hafa veriö
hlunnfarna með gámaútflutningi sem þeir hafi ekki notið góðs af í laun-
um.
Þoriákshöfh:
Sjómenn telja
sig snuðaða
- misskilningur segir forstjóri Meitilsins
Sjómenn á togaranum Jóni Vídal-
ín frá Þorlákshöfn, sem er í eigu
Meitilsins, telja að frystihúsið hafi
flutt út í gámum fisk úr togaranum
en greitt sjómönnum fyrir hann eins
og landað hafi verið til vinnslu
heima. Telja þeir að um mjög háar
upphæðir sé að ræða og nefna allt
að 200 gáma í þessu sambandi.
„Það er rétt að trúnaðarmaður
áhafharinnar hefur leitað til mín
með þetta mál og lagt fram gögn
máli sínu til stuðnings. Ég er nú að
afla frekari gagna og get ekkert frek-
ar um málið sagt fyrr en ég hef þau
undir höndum," sagði Gunnar Sæ-
mundsson lögmaður í samtali við
DV.
Trúnaðarmaður áhafnarinnar á
Jóni Vídalín kvartaði við forstjóra
Meitilsins, Pál Jónsson, vegna þessa
máls. Skömmu síðar var hann rekinn
úr starfi.
„Ég kannast við þessar kvartanir
sem em á misskilningi byggðar.
Málið er þannig vaxið að við fáum
oft lánaðan fisk hjá öðrum aðilum.
Þegar við svo höfum skilað í sama
hefur sá fiskur verið fluttur út i gám-
um og við því getum við ekkert sagt
og sjómenn okkar eiga ekki rétt á
gámaverði þegar þetta kemur fyrir.
Það er rétt að ég sagði þessum trún-
aðarmanni upp þegar hann kom með
falsað læknisvottorð og grobbaði sig
af að hafa getað platað okkur með
því og fengið kaup sitt greitt út á
það. Brottrekstur hans á ekkert
skylt við þennan misskilning sjó-
mannanna um gámaútflutninginn,"
sagði Páll Jónsson, forstjóri Meitils-
ins, í samtali við DV.
Nánari fréttir verða tæplega af
þessu máli fyrr en gagnasöfhun lög-
fræðings sjómanna er lokið.
-S.dór
Unnið er af kappi við frágang i nýju húsnæði Listasafns íslands. DV-myndir GVA
Listasafn íslands
stækkar um helming
„Við stefnum að opnun 20. júní með
sýningu. Ég á von á því að þar verði
sýndar helstu perlur safnsins," sagði
Guðmundur G. Þórarinsson, formaður
bygginganefndar Listasafns íslands.
„Nýja húsið er rúmlega 2000 fermetrar
en núverandi húsnæði Listasafnsins í
Þjóðminjasafninu er um 900 fermetrar.
I Listasafni íslands við Fríkirkjuveg
verða fjórir sýningarsalir. hver með
sínu sniði. fyrirlestrasalur, kaffistofa,
skrifstofur, listaverkagevmslur og að-
staða til viðgerða á listaverkum.
Bvgging hússins hefur staðið í 12 ár
en arkitekt er Garðar Halldórsson.
húsameistari ríkisins.
-EIR
Inngangur Listasafns islands séður frá Laufásvegi.
ILALEIGA
FLUGLEIDA
Tilboð óskast í Opel Kadett árgerð 1985,
skemmdan eftir ákeyrslu.
Bifreiðin er til sýnis á verkstæði bílaleigu
Flugleiða v/Flugvallarveg.
Tilboðum ber að skila til bílaleigunnar fyrir
24. febrúar 1987.