Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. Menning Látlaus úr hófi fram Ljóðormur 4 Rvik, nóv. 1986, 40 bls. Tímarit þetta hefur nú komið út í hálft annað ár. Það er allsérstætt, svo sem áður hefur verið nefnt hér í DV. Það er eingöngu helgað ljóð- um, aðallega birtingu þeirra, en yfirleitt birtast líka ritdómar. Svo er ekki í þessu hefti, en í staðinn er viðtal Eysteins Þorvaldssonar við bandaríska ljóðskáldið Jerome Rot- — henberg. Viðtalið tekur yfir nær fimm bls. Það fjallar einkum um ljóðaúrval þess síðamefhda úr skáldskap sem lengi geymdist í minni manna. Þetta er fróðlegt, svo langt sem það nær, en hefði getað birst hvar sem er. í sérhæfðu ljóða- tímariti hefði verið æskilegt að kafa dýpra, enda hefði þetta að skaðlausu mátt vera lengra mál. Það er kostur við þetta hefti, hve mikið er eftir sum skáld, þá er hægt að mynda sér nokkra hugmynd um þau. Jórunn Sörensen á 9 ljóð á 6 bls., Hörður Gunnarsson 8 ljóð á 4 bls., Þorvaldur Friðriksson á 4 ljóð á jafhmörgum síðum. Einnig eru tvö ljóð eftir Braga Ólafsson, þau birtust líka í bók hans Dragsúgur, sem hér hefur verið rætt um. Aðrir höfundar eiga minna. Þó taka þýðingar á ljóðum íranska skáldsins Sohrab Sepehri yfir þrjár bls. Þýðandi hans, Álfheiður Lárus- dóttir, á auk þess tvö ljóð. Hér er aðeins hægt að víkja lítil- lega að þremur skáldum. Jórunn Sörensen á hér sumpart smellin ljóð, svo sem þetta: I fáum dráttum 1. hún sat í festum við símann hann átti fjölskyldulíf kunningjahóp og öðru hverju góðar stundir - með henni. Þetta er einfalt ljóð, eins og hin, en kostur hve mikið er lagt á eitt orð, „átti“, sem tengir allt sam- an. Orðalagið „sat í festum“ er líka tvirætt, það er gamalt um að vera trúlofuð, en hlýtur að minna á hlekki, þegar það er haft um fátæklega tilveru þess sem bíður bara eftir að síminn hringi. Sjö seinni ljóð Jórunnar virðast mér átakaminni og áhrifalítil, því þar er bara upptalning einhvers sem hrífur talandann, eða bein frásögn, og virðist mér alveg flöt, svo sem í: Haustið mér þykir svo vænt um haustið allt er þá fullþroskað og enn ekki kominn vetur Hörður Gunnarsson á ljóðasyrpu sem nýtur sín helst í heild, einstök ljóð eru ekki auðtekin: Þolinmæði Svo sem að liggja í rúminu og hlusta Á marrið í koddanum þegar augnhár þín Strjúkann. En skoðum hvað er sameiginlegt einstökum atriðum í öðru ljóði: Ljóð Raddkliður Ráðgáta Regnið fyrir utan Eysteinn Þorvaldsson Bókmenntir öm Ólafsson Akstur inní myrkrið Gegnum þröng göng um salarkynnin I fjarlægðir eftir svörtum dreglum I móðurkviði. Hér ber mest á einhverju mannh'fi, sem virðist allt fjarlægt talandanum - raddkliður en ekki orðaskil, ferð þar sem ekkert sést, enda er svarti liturinn og myrkrið í öndvegi. Ber að skilja síðustu línuna svo að tal- andinn kjósi þessa innilokun sér til öryggis? Það gæti orðið erfitt að slá einhverju fostu, enda virðast þessi ljóð Harðar fyrst og fremst beinast að því að skapa hugblæ á fínlegan hátt. Þorvaldur Friðriksson á hér fjögur ljóð, lítum á eitt: Að baki svartra spegla Tíminn flaug hjá en þú ert hér enn að baki svartra spegla lokaðra dyra liggja brennd skip þinna drauma öskuflekkur í tómum sal hugans í bergmáli háværra radda á hnífsegg fetar þú yfir hyldýpið fram til eldsins og bjálfalegt fliss þitt gárar kristalstæra lind sársaukans sem er svo óendanlega djúp. „Sjá Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt“ kvað Omar Kajam, og virðist vitnað til hans í upphafi. Vonleysi þess sem tíminn hefur liðið frá er vel lýst með 3.-4. línu, maðurinn hefur víst ekki annað en sjálfan sig að horfa á inní speglum sem sýna örvæntingu með svörtum lit sínum. En svo er haugað saman myndum af ýmsu tagi, sem sýna það sama: brennd skip, öskuflekkur, djúp lind sársaukans, o.s.frv. Þessi sundur- leitni sýnir að höfundur ræður ekki enn við ljóðagerð, þótt fyrir bregði góðum brotum, svo sem enn það að gera tómleika salar átakanlegri með bergmáli háværra radda, þ.e. radd- imar eru fjarlægar. Þýðingar Það er lofsvert að Ljóðormur birtir jafhan þýdd ljóð. Hér em tvö löng ljóð eftir persneskt skáld, So- lirab Epehri, í þýðingu Álfheiðar Lámssdóttur og fjögur Ijóð eftir jafnmörg portúgölsk ljóðskáld í þýð- ingu Guðbergs Bergssonar. Hins vegar verð ég að segja það eins og er, að ég næ ekki vel sambandi við þessi Ijóð. Þau eru framandleg - og síst skal að því fundið. En þýðend- umir hafa væntanlega lesið heil ljóðasöfh eftir hvert skáld, og sam- anlagt skapar ljóðasafnið hverju ljóði þess umhverfi eða andrúmsloft - sem lesandi einangraðs ljóðs nýtur ekki. Ég held því að þýddu skáldin þyrftu þess enn frekar en hin inn- lendu, að nokkur ljóð þeirra komi saman. Er skemmst að minnast dýr- legs safns 30 ljóða Else Lasker- Schúler á bók hjá Iðunni nú um jólin. Samanlagt virðist mér þetta frekar slappt hefti Ljóðorms - þótt aðeins sé miðað við næsta hefti á undan. Það skásta sem hér birtist er þokka- legt, en ekkert verulega sterkt. Útgerðin á þessu tímariti virðist mér látlaus úr hófi fram. Það er lít- ið, óásjálegt og birtist sjaldan, þrjú smáhefti árlega. Samt er það að hluta fjármagnað með þremur heil- síðuauglýsingum. Mér hefur skilist að útbreiðslan sé lítil, enda hefur mér vitanlega ekkert verið gert til að auka hana, ritið t.d. ekkert aug- lýst. Það er leitt, og óskandi að Ormsliðar taki sig á. Þetta gæti orð- ið sá vettvangur íslenskra ljóða sém allir vildu fylgjast með og gæti rofið þá einangrun sem ljóðskáld búa við. Ljóðaupplestur dregur oft að sér fjölda manns, en sárafáir kaupa ljóðabækur. Það er engin von til að fólk kaupi árlega tugi ljóðabóka eft- ir skáld sem það þekkir ekki, en hitt ætti að geta orðið, að það kaupi sam- eiginlegan vettvang þeirra og að skáld telji sér fremd í því að birtast þama. TiHínning fýrir hraðn Matthias Magnússon: Við segjum ekki nóg. Medúsa, 1986, 20 bls. Þetta er þriðja ljóðabók höfundar, sem undanfarið hefur líka birt und- arlegar stuttar sögur í Sunnudags- blaði Moggans. Áður birti hann Lystigarðinn, 1980 og Dínur, 1984. Hér em aðeins tólf ljóð. Þau ein- kennast meðal annars af þvi, að fjarskyldum hlutum er slegið saman að hætti surrealista. Stundum er reyndar vemlegt samhengi, svo sem í þessu ljóði með óræðu nafni: MEÐ HUNDRAÐ AUGU EINS OG VENJULEGA einhvers staðar á efstu hæð er hvítt völundarhús bamalega byggt og hvítt eins og sápuþvegið tré þar hef ég birst og stimað af hræðslu og þar hef ég hitt konu sem færði mér þrjár hvelfdar kmkkur hálfar af ljósi hún var búin til úr dálítilli stjömuskímu fullu herbergi úr ryki sem settist á kinnar hennar , og tveimur spenntum bogum sem vom augabrúnir þessara stóm lokuðu augna Myndlíkingar með mótsögnum em m.a. kmkkur sem em „hálfar af ljósi" eins og það væri vökvi, einnig í lýsingu konunnar, sem ljóðið bein- ist að, fyrri hluti þess er einskonar sviðsetning, með vandrataðri leið, sem hefst bara einhvers staðar á ókunnum stað, og talandinn er stjarfur af ótta, þetta boðar hve mik- ilvægt takmarkið er, konan. Merki- legt er að hún er gerð úr því sem jaðrar við að vera tómið eitt: her- bergi sem geymir ekkert nema ryk, og skíma stjarna, en hún er daufast náttumlegs ljóss. Bogarnir færa háskalega spennu inn í myndina, og þungamiðja hennar verða augun, sem í andstöðu við augabrúnirnar sýna mikla kyrrð; stór og lokuð. Skyldi ótti talandans eiga sér sam- svömn í bamalegri byggingu völundarhússins? Áhersla er lögð á að láta okkur skynja völundarhúsið, lýsing þess er myndræn. Hér verð ég að gagnrýna orðalag, hefði ekki farið betur á því að skipta um röð fremstu orðanna í 3. síðustu línu: herbergi fullu af ryki o.s.frv. Hér em einnig verk sem mér finnst skolli ómerkileg, svo sem: FÉLAG ÍSL. FLUGNA á aðalfúndi var borin upp tillaga um sérstök skýli til vamar almenningi þegar fer að rigna kókosbollum - og ekki verður séð að þetta verk réttlætist heldur af stöðu sinni í heildinni. Litlu skárri finnst mér ÍTALÍA SJALDGÆFT ROT og DVERGAR, en í því síðasttalda er dregin gamaldags glansmynd af son- um talandans, mig minnir að ég hafi séð hana á kakó- eða kexauglýs- ingum frá því um 1920, þeir em „klæddir bosmabuxum úr flaueli og leikandi hnakkakertir á litlar fiðlur Matthías Magnússon. Bókmenntir Örn Ólafsson á kvöldin syngja þeir vopnaðir stingsverðum Þetta tengist svo fjarlægari hlut- um, m.a. syngja þeir fyrir mig lög um sólina um frostið og þessa löngu bið til morguns - en útkoman virðist mér ekki áhrifarík, þetta tengist ekki í neitt vemlega merkilegt. Önnur ljóð em betri, og einna best finnst mér síðasta ljóðið, þar sem við skynjum draum villidýrs í mglings- legum skynmyndum, þar sem mest ber á ljósbliki og hreyfingu: CHITA á undan vindi fara dynir fóta í stráum hvíslandi hnéskeljar gneistandi fiskar í augum og flugur sem endurkasta regn- bogum vindur þyrlast í hári trjánna hún er ofar jörðu og gufa hvílir með glófum fæturna eins og ský um huga hennar flækist svefninn og þýtur framhjá trjástofni brýtur bjölluskum með depli augans finnur fyrir blettóttum lendum hennar og urrar í loðinni brekku þau stíga varlega inn um kvið rósablaðs þar sem ómar allt af klaufasparki hún krafsar í auga krafsar dílótt skinnið og fyrir augum hennar líður kín- verskt landslag séð úr lofti en hún kemur ekki upp hljóði sprek verður undir herðablaði glitrandi fiskar þjóta i gagnstæðu rjóðri sólarljósið lendir á kólnandi speglum þófar blotna f blóði hún vaknar til að borða Hér getur flest staðist samkvæmt reynslu rándýrsins, sem virðist sofa upp í tré. T.d. gætu kólnandi speglar sólarljóssins verið stöðuvötn að kvöldlagi. Einnig em hér líkingar, svefhinn virðist „persónugerður“ sem karldýr sem fer upp á dreym- andi læðuna (11. og 12. lína). Sumt verður fjarstæðara: blik augna er eins og fiskar, síðar þjóta þeir um rjóður sem er á einhvem hátt gagn- stætt. Er ekki best að taka rök- hyggjuna úr sambandi um stund og láta okkur dreyma með rándýrinu; ekki veit ég hvernig gengið verður „inn um kvið rósablaðs", en í þeim smágera, finlega heimi rúmast svo öll sléttan með klaufasparki hjarð- anna. Þvílík „ruglun skynjunar“ einkennir drauma. Þetta ljóð er eins og sjá má einkar myndrænt, og framan af virðast mér stuttar línurnar miðla tilfinningu fyrir hraðri ferð. Mér virðist af þessu að Matthías eigi góða spretti, og betri en í fyrri bókum, en þyrfti að verða gagnrýnni á verk sín þegar hann velur til birt- ingar. Frekar en að birta þetta kver hefði að mínum dómi verið mun sterkara að setja 3-4 ljóð í tímarit, og betri útbreiðsla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.