Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. 33 Öll höfum við gaman af list í ein- hverri mynd. Margir njóta listar með því að fara á sýningar ýmiss konjir, söfn, kvikmyndir og annað þess háttar og láta þar við sitja en aðrir taka virkan þátt í einhverri listsköpun. Sköpunarþörfin þrengir sér meira að segja alveg út í fmgur- góma hjá mörgum hverjum og þá er ekki annað að gera en að fá sköpunarþörfinni svalað með ein- hverjum hætti. í Myndlistaskólanum í Reykjavík gefst fólki tækifæri til að gera sér ýmislegt til gamans í hinum ýmsu deildum skólans sem eru alls sex talsins. Magnea H. Aradóttir, Egill Karlsson og Eyjólfur Eyvindsson leggja síðustu hönd á grímurnar. Dægradvö] DV-myndir Brynjar Gauti á pensli eins og hinir, heldur á kaffikrús. Aðspurður sagðist hann hafa fyrir sið að gleypa í sig kaffibolla og ráðast svo á málverkið af miklu offorsi með tilhevrandi tilþrifum. Afrakstur- inn lætur ekki á sér standa og hann sýndi fúslega málverk eftir sig. Með vorinu er farið út undir bert loft og fyrirmyndir sóttar niður að höfn eða upp í Öskju- hlíð. Skólastjóri Myndlistaskólans síðastliðin þrjú ár er Valgerður Bergsdóttir. Hún segir aðsókn- ina vera meiri en skólinn geti annað og að stöðugt færist í vöxt að nemendur noti námskeiðin til í innliti hjá barnadeildinni voru krakkarnir önnum kafnir við að móta alls konar ílát og krukkur í leir undir leiðsögn Önnu Þóru Karlsdóttir sem sagði krakkana vera óhemju áhuga- sama. Leirinn, sem þau voru að móta, var að sjálfsögðu alvöru leir eins og krakkarnir sögðu, sem er þurrkaður og brenndur eftir að hann er fullmótaður og síðan skreyttur með glerungi í fallegum litum og að endingu brenndur öðru sinni í ofni. Nokkrir krakkanna voru að ljúka við að búa til grímur úr leir og vakti það verkefni mikla lukku. í tengslum við það kynnti kennarinn ævaforna hefð fyrir grímum, hvernig þær tengdust trúarbrögðum og sögu mannsins yfirleitt. Markmið kennslunnar er að kynnast sem flestum að- ferðum og í því skyni læra þau einnig að teikna og mála, bæði eftir fyrirmyndum og með því að leyfa ímyndunaraflinu að ráða. Nemendur í myndmótunar- deildinni voru niðursokknir í að höggva í tré. En áður en farið er að vinna í tréð eru fyrst gerð- ar skissur að verkefninu og síðan er prufuhöggvið í frauðplast, því feilhögg í tré verður ekki aftur tekið. Einn nemendanna, Jan Carl að nafni, hafði áður verið í módel- teikningu og einnig málað upp á grín heima hjá sér en ákvað að reyna við myndmótunina og það kom honum á óvart að hann hefði lag á því sviði líka. Fólk var almennt sammála því að þessi iðja væri góð tilbreyting frá daglegu amstri. Málaradeiklin hefur víst löng- um þótt æði litrík. Þar fæst fólk við að mála með olíulitum ýmsar uppstillingar sem það velur sjálft en einnig er nokkuð um að fólk máli eftir ljósmyndum sem það heldur upp á. Einn nemendanna, sá er heitir Baldur Hermannsson, vakti at- hygli fyrir það að hann hélt ekki að búa sig undir inntökupróf í Myndlista- og handíðaskólann eða listaskóla erlendis. Ahugamannahópurinn er einn- ig stór og mikið er um að fólk komi aftur og aftur á námskeið- in. Valgerður Bergsdóttir hefur verið skólastjóri Myndlistaskólans i Reykja- vik undanfarin þrjú ár. Gleypa i sig kaffibollann og láta svo til skarar skriða, segir Baldur Her- mannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.