Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. DV UÚönd Vinsælustu loóskinnin eru minkaskinn, svört eða dökkbrun. Gífúrleg söluaukning á kanadískum loðskinnum Metsala hefur verið á kanadískum loðskinnum að undanfórnu vegna aukinnar eftirspurnar um allan heim. Verð á skinnunum hefur hækkað um fjörutíu prósent og eru loðskinnaframleiðendur i sjöunda himni. Kanada er þriðji stærsti loð- skinnaframleiðandinn á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum og selur á hverju ári loðskinn og tilbúnar flíkur úr loðskinnum fyrir fjögur hundruð og fimmtíu milljónir bandarískra dollara á ári. Loðskinnaframleiðendur segja að þessi óvænta eftirspum í vetur frá Evrópu og Austurlöndum fjær hafi orðið til þess að verð á minkaskinn- um og safalafeldum hækkaði mikið. Nokkrar tegundir ósútaðra skinna seljast á helmingi hærra verði en í fyrra. Bjartsýnir A meðan Kanadarhenn fá helmingi hærra verð fyrir loðskinnin eru Jap- anir í raun og veru að borga sama verð og í fyrra vegna þess að yenið hefur hækkað um fimmtíu prósent miðað við dollarann. Eru Kanada- menn mjög bjartsýnir og gera ráð fyrir jafnmikilli eftirspurn næstu árin. Fullyrða skinnasalar að við- horf fólks sé að breytast og að fólk skammist sín ekki lengur fyrir að klæðast loðfeldum. Þeir segja ennfremur að dýra- verndunarsamtök, sem eyðilögðu markaðinn fyrir selaafurðir fyrir nokkrum árum, séu hætt að hrjá neytendur. Mannúðlegri aflífunar- aðferðir eigi einnig sinn þátt í breyttu hugarfari þeima. Neytendur séu líka farnir að spyrja sig hvers vegna þeir geti ekki klæðst loðfeld- um þar sem þeir borði kjöt og gangi í leðurflíkum. Grænfriðungar til friðs Það gaf loðskinnaframleiðendum byr undir báða vængi árið 1985 þeg- ar breskir grænfriðungar sögðu að þeir gætu ekki lengur barist gegn þeim vegna þeirra afleiðinga sem það hefði i för með sér fyrir veiði- menn og hefðbundna lifnaðarhætti þeirra. Loðdýraveiðar eru mikilvæg tekjulind fyrir Kanadamenn. Helm- ingur allra skinna er fenginn af villtum dýrum en hinn helmingurinn úr loðdýrarækt. Ný tegundkaupenda Seljendur hafa orðið varir við nýja tegund kaupenda. Ungar konur í atvinnulífinu kaupa sér sjálfar pels, þær bíða ekki eftir því að eigin- maðurinn kaupi hann handa þeim. En þrátt fyrir yngri kaupendur eru minkapelsar enn vinsælastir og allra vinsælastir eru síðir minkapelsar, svartir eða dökkbrúnir á litinn. Flestir þeirra sem keyptu kana- dískan mink í fyrra komu frá Hong Kong og Bandaríkjunum en margir þeirra sjá Japönum fyrir loðskinn- um. Einnig komu margir kaupendur frá Sviss. Sala á tilbúnum flíkum hefur einnig aukist gífurlega og fyrstu átta mánuði ársins 1986 þre- faldaðist salan til Frakklands. Fullyrða Kanadamenn að salan gangi vel vegna gæðanna á loð- skinnunum og vegna þess að þeir fá þekkta tískuteiknara til liðs við sig. Geislavirkur úrgangur í miðborg Madrid í gömlum bækistöðvum spánska kjarnorkuráðsins, miðsvæðis í Madridborg, hafa svo árum skiptir verið gevmd geislavirk úrgangsefni, alls um 132 tonn. Þessu var ljóstrað upp nú nýverið en svo mikil leynd hefúr hvílt yfir máli þessu að svo virðist sem stjórn- málamenn hafi ekki einu sinni vitað af þessu. Hlegið að stjórninni Þetta mál er allt hið neyðarlegasta íyrir stjóm landsins því fyrir skömmu undirritaði hún alþjóðlegt bann við að kjarnorkuúrgangi verði sökkt í sæ. Og mönnum er enn í fersku minni deila Spánverja við ýmis ríki Evr- ópubandalagsins vegna áforma hinna síðarnefndu um að breyta Biskayaflóa í allsheijar kjamorku- sorphaug fyrir ríki bandalagsins. Spánn, sem hafði ekki enn fengið inngöngu í bandalagið, fékk því framgengt að horfið var frá þessum áformum. Þar sem efnin eru geymd vom áður bækistöðvar kjarnorkuráðsins en það hefur nú verið lagt niður og starfsemi þess dreift á umhverfisráð og tækniráð. Spænsk bomba Fljótlega eftir atburðina í Hiros- hima og Nagasaki var stofnað kjamorkuráð á Spáni. Var því ætlað að kanna möguleika á smíði spænskrar sprengju. Það vann störf sín af kostgæfni og um 1955 var öll tækniþekking til staðar. Aðeins vantaði eldsneytið, plútóníum, en það lá ekki á lausu, síst fyrir einu fasistastjómina sem enn var við vöíd í Evrópu, í algerri einangrun. Það var ekki fyrr en 1963 að mögu- leikar vom á að leysa úr þessu vandamáli. Þáverandi forseti Frakk- lands, Charles de Gaulle, átti sér draum um óháð vamarkerfi Evrópu sem gæti staðist risaveldunum tveim snúning og áunnið Evrópu virðingu á nýjan leik meðal þjóða. Um þessar mundir var hann Bretum gramur en þeir vildu ekki smíða eigin kjam- orkuvopn. Hann bauð því Spánverj- um aðstoð við að smíða kjamorku- ver sem gæti framleitt plútóníum. Ógn frá Arabaríkjum Herinn tók þessu tveim höndum því menn vom uggandi um að hinn forni fjandi í suðri væri að styrkja stöðu sína en Alsír hafði þá nýverið brotist til sjálfstæðis undan Frökk- um og þótti stjómin þar nokkuð höll undir Sovétmenn. Líkur vom á samkomulagi milli Marokkó og Als- ír og gæti þá farið að hitna undir nýlendustjómum Spánverja í Ceuta, Melilla og auðnum Sahara. Vegna þess hve Rússar og Banda- ríkjamenn lögðu mikla áherslu á að ekki fjölgaði þeim ríkjum sem hefðu yfir kjamorkuvopnum að ráða hurfu Spánveijar frá smíði eigin sprengju. En rannsóknum var haldið áfram og Spánverjar neituðu að skrifa und- ir yfirlýsingu um að þeir hygðust ekki koma sér upp kjamorkuvopn- um. Áætlunum slegið á frest Árið 1971 var svo rannsóknum hætt. Voru þær þá komnar svo vel á veg að unnt var talið að smíða sprengju með stuttum fyrirvara ef þörf krefði. Það er einmitt efniviður þessara rannsókna sem geymdur er í Madrid, í aðeins tveggja kílómetra fjarlægð frá forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir að sérfræðingar segi tryggt að engin efni geti sloppið út em menn ugg- andi vegna þess að á Spáni hafa tvisvar orðið slys vegna þess að geislavirk efhi hafa sloppið út í um- hverfið, 1970 og 1984. Of geislavirk fyrir geymslur Samkvæmt lögum eiga slík efni að vera í vörslu sérstakrar stofnunar sem hefur geymslu fyrir geislavirkan úrgang á öræfúm í Kordóba fylki. Þessi stofnun bendir þó á að hún varðveiti aðeins úrgang á lágri tíðni en efnin sem geymd em í Madrid séu geislavirkari en húsnæði hennar ráði við og séu þau því enn í Madrid. Vegna þess hve geislavirk efnin em og einnig vegna þess að um nokkurt magn plútóníums er að ræða hefúr þagnarhjúpur umlukið þau. Óttinn um að hryðjuverkamenn komist yfir þau og komi þ'eim í hend- ur óvandaðra manna, s.s. Lýbíu- manna, auk sívaxandi ótta við almenningsálit, hefur gert það að verkum að embættismenn hafa verið þögulir sem gröfin og jafnvel haldið málinu leyndu fyrir ríkisstjómum. Á þennan hátt hefúr úrgangurinn legið í Madrid án þess að nokkur hafi vit- að hvað gera ætti við hann, í fjöl- mennu íbúðahverfi, en í næsta nágrenni við staðinn býr nú um hálf milljón manna. -PLP Spánverjar hafa lýst sig andvíga þvi að geislavirkum úrgangi sé varpað í sjó. Þess í stað geyma þeir hann í eigin höfuðborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.