Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. Fréttir Jóhannes Nordal, fonnaður lifeyrissjóðanefndan Mikill ágreiningur um lífeyrissjóðina Rannsóknariögreglan: Unnið er að tölvu- væðingu stoTn- unarinnar Undirbúningsvinna fyrir tölvu- væðingu Rannsóknarlögreglu ríkisins er hafin og unnið er að byggingu tölvulíkans sem stofnun- in getur notað í starfeemi sinni. í tölvukerfinu, sem setja á upp, er ætlunin að hafa alla spjaldskrá stofhunarinnar, yfirlit yfir mála- streymi innan hennar og einstaka málaflokka, svo dæmi séu nefnd. Einnig er ætlunin að nota megi tölvuna til aðstoðar við rannsókn mála en slík notkun á tölvum er algeng í vestrænum þjóðfélögum. Með tölvuvæðingunni á öll starf- semi rannsóknarlögreglunnar að verða mun hraðvirkari og örugg- ari. Nú er starfeemi skráð í gömlu spjaldskrárkerfi sem þýðir „botn- lausa handavinnu" fyrir starfe- menn stoftiunarinnar eins og einn kunnugur orðaði það. -FRI Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggö Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-10 Allir nema Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10=15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12mán. uppsögn 12-20 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 18-19.75 Bb.Sp Ávisanareikningar 3-10 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2.5-4 Ab.Úb Innlán með sérkjörum 10-20 Innlán gengistryggó Bandarikjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 10-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab.lb Danskar krónur 8.S-9.5 Ab.Lb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán bverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 16.5-20 Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21—22 Almenn skuldabréf(2) 17.5-21 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yf irdr.) 17.5—21 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5.75-6.75 Lb Til lengri tíma 6,25-6,75 Bb.Lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 15-20 Sp SDR 7.75-8,25 Lb.Úb Bandarikjadalir 7.5-7.75 Sb.Sp Sterlingspund 12.5-13 Lb.Úb.Vb Vestur-þýsk mörk 6-6.5 Lb.Úb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-6.5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala feb. 1594 stíg Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaöi7,5%1.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskiialána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Alveg er óvíst að írumarp til nýrra laga um lífeyrissjóðamál verði kynnt á Alþingi fyrir þinglausnir eins og ætlunin var. Sautján manna nefnd hefur starfað að þessum málum í áratug með ýmsum undimefndum. Eins og málið stendur nú er mikill ágreiningur um írumvarpsdrög í nefhdinni að sögn Jóhannesar Nord- al formanns. Ágreiningurinn stendur milli for- svarsmanna verðtryggðra lífeyris- Bjami Guðmaissan, DV, ísafirði: Nýlega var Slysavamasveitinni Skutli á ísafirði afhent miðunarstöð sem útgerðaraðilar og sýslumannsem- bættið styrktu sveitina til kaupa á. Miðunarstöðin er af Koden-gerð og sjóða og óverðtryggðra. Opinberir starfemenn hafa notið verðtrygging- ar frá ríki og sveitarfélögum og einstaka fyrirtæki hafa tekið þann sið upp í gegnum sömu lífeyrissjóði. Meira að segja hafa starfemenn Al- þýðusambands íslands notið þessara kjara þótt flestir almennir félags- menn séu í óverðtryggðum sjóðum. Fulltrúar óverðtryggðu sjóðanna og atvinnurekenda tóku sig til og sömdu tillögu að frumvarpi um lág- kostaði um 200 þúsund krónur. Ákveðið hefur verið að setja stöðina um borð í lóðsbátinn Þyt. Alllengi hafði verið rætt um kaup á slíku tæki, einkum í kjölfar falskra neyðarsendinga í bænum sem ekki hefur tekist að upplýsa. Eftir flugslys- marks lífeyrisréttindi sem nú liggur fyrir. Þar er gert ráð fyrir að iðgjöld standi ein undir greiðslum úr sjóð- unum og að ekki komi til niður- greiðslur eða uppbætur af neinu tagi. Fulltrúar verðtryggðu sjóðanna telja að þama eigi að ganga á fengin réttindi þeirra og finnst eiga að stökkva aftur á bak í lífeyrismálun- um. I þessari frumvarpstillögu, sem nú liggur fyrir, er ekki tekið á margvís- ið við Amames í síðasta mánuði var svo látið til skarar skríða. Nýja miðunarstöðin nemur neyðar- tíðni frá bátum og flugvélum og er búin 15 rása minni. I ljósi hörmulegra slysa undanfarið er víst að nýja stöðin á eftir að reynast hin nytsamasta. legum vanda við að fleyta lífeyris- sjóðunum úr fortíðinni inn í nútímann. Sumir hafa ýmist eða bæði haft of litlar iðgjaldatekjur og of lága ávöxtim sjóðanna til þess að þeir geti staðið við eðlilegar lífeyris- greiðslur þegar fram í sækir. Þá er ekki hægt að loka á verðtryggingu, þar sem hún hefur gilt, aftur í tím- ann. Þeir sem að henni hafa staðið verða þvi skuldbundnir i stórum stíl lengi enn. -HERB Þurrkar fyrir austan fjall Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Gott veður og þurrkar hafa verið undanfarna daga. I vetur hefur verið þungt loft og oft smárigningar en eng- ir þurrkar nema á Þorláksmessu, sem var fátækraþurrkurinn. Það hefur ekki einu sinni verið vasaklútaþurrk- ur fyrr en nú, en það hefur komið sér illa fyrir neftóbaksfólk. Notkun á neftóbaki hefur færst í aukana síðan allt áfengi og sígarettur fóru að hækka hvað eftir annað. Hótel Selfoss: Flestar helgar fullbókaðar Regma Thoiarensen, DV, Selfossi: Að sögn Björns Lárussonar, hótel- stjóra á Hótel Selfossi hafa flestar helgar verið fullbókaðar frá því um áramót. Hefur þar verið um þorrablót og einkasamkvæmi að ræða. Eru bók- anir á hótelið nú orðnar 72% yfir sumarmánuðina. Eru flestir föstu- og laugardagar bókaðir fyrir einkasam- kvæmi fram í miðjan apríl. Við fónmi fjögur nýlega með aldurs- forseta Selfoss að fá okkur kaffi og meðlæti í teríunni á Selfossi. Voru veitingar frábærar. Að því loknu sýndi Anna, kona hót- elstjórans, okkur allt hótelið. Vorum við stórhrifin af því. Sjö með þotu á Sjallaball Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Sjö ungir menn úr Reykjavík tóku þotu Þotuflugs á leigu sl. laugardag og skelltu sér á Bylgjuballið fræga og margumtalaða í Sjallanum. Mennirnir borguðu 55.000 krónur fyrir þotuna fram og til baka, eða um 7.800 krónur á mann. „Mér skildist á þeim að þeir hefðu ákveðið svo seint að drífa sig á ballið að þeir hefðu verið búnir að missa af véliiini," sagði Stefán Sæmundsson hjá Þotuflugi, flugstjóri í Sjallaflug- inu. Stefán sagði að þeir hefðu farið í loftið um kl. 8 á laugardagskvöldið og verið lentir á Akureyri um kl. 8.30. Til baka hefði verið komið i hádeginu á sunnudag. „Þeir höfðu geysilega gaman af þessu og nutu mikilla vinsælda í Sjall- anum vegna þotuflugsins, vissi ég,“ sagði Stefán. Þota Þotuflugs er 9 sæta þannig að tvö sæti voru laus. Ferðin kostaði 7.800 krónur á mann en hefði kostað um 6000 krónur hefði þotan verið fullset- in. Farið fram og til baka með Flug- leiðum kostar 5.100 krónur. Kvikmyndasjóður: Gild reglugerð ekki til fýrir sjóðinn Málefiii Kvikmyndasjóðs hafa ve- rið í sviðsljósinu að undanfömu í framhaldi af síðustu úthlutun hans. Það sem athygli vekur er að þrátt fyrir þá miklu fjúnnuni sem sjóður- inn úthlutar, 45 milljónum á þessu ári, er ekki til gild reglugerð fyrir starfsemi sjóðsins. Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, staðfesti þetta í samtali við DV og sagði ástæðuna þá að þriggja manna nefiid hefði unnið að því að endurskoða lögin um sjóðinn og hefði verið beð- ið eftir áliti nefndarinnar með að setja sjóðnum reglugerð. Nefnd þessa skipa þeir kvik- myndagerðarmennimir Hrafn Gunnlaugsson, Þorsteinn Jónsson og Karl Jeppesen. Upprunalega úttu þeir að skila áliti sínu á miðju síð- asta ári en það hefur dregist af ýmsum orsökum. í máli Knúts kom fram að meðan ekki væri til gild reglugerð hefði sjóðsstjóm stuðst við starfereglugerð innan sjóðsins og unnið eftir henni. Hvað varðaði gagnrýni þá sem komið hefur fram á stærstu úthlutun sjóðsins, til Hrafns Gunnlaugssonar fyrir myndina Tristran og Isold sem unnin er í samvinnu við sænska aðila, vildi Knútur taka fram að hér væri ekki um að ræða að íslendingar væm að setja fé í sænska mynd held- ur Svíar að setja fé í íslenska mynd. -FRI ****1 * * *'M ‘tíiUMiM.iaui iuijujmtuumtuj :S l £*»&*•*! Skúli Skúlason formaöur t.h. og Gestur Elíasson gjaldkeri Skutuls við nýju miðunarstööina. DV-mynd Bjarni ísafjörður: Skutull fær miðunarstóð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.