Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987.
11
DV
Útlönd
Ungur námsmaður, með andlitið falið á bak við klút, sveiflar slönguvað til
þess að grýta lögregluna i Madrid þar sem gengið hefur á með óeirðum
stúdenta siðustu tíu vikurnar.
Fella niður skóla-
gjöld vegna óeirða
Spænsk skólayfirvöld hafa, í nýrri
viðleitni til þess að binda enda á stúd-
entaóeirðimar sem hófust fyrir tíu
vikum, boðið námsfólki að fella niður
skólagjöld í menntaskólum. Sömuleið-
is er námsmönnum lágtekjufólks
boðinn ókeypis aðgangur að háskól-
um.
Jose Maria Maravall menntamála-
ráðherra gerði grein fyrir þessu í gær
og sagði að frá og með næsta ári mundi
skólafólk sleppa við að greiða skóla-
gjöld. Eins og stendur hafa mennt-
skælingar orðið að greiða skólagjöld
fyrir síðustu íjögur árin áður en þeir
komast í háskóla.
Jafhíramt skal háskólanám verða
ókeypis fyrir nemendur sem koma úr
fjölskyldum með minna en 140 þúsund
peseta (72 þúsund kr.) mánaðartekjur.
Mun það koma 80% námsmanna til
góða.
Þetta tilboð er lagt fram eftir að
stúdentasamtökin boðuðu í gær
vopnahlé í skærum námsmanna við
yfirvöld undanfarnar tíu eða ellefu
vikur. Hefur oft komið til blóðugra
átaka milli stúdenta og lögreglu víðs
vegar i landinu. Um tíma lagðist
kennsla niður vegna þess að námsfólk
hætti að sækja kennslustundir. Flestir
námsmanna eru nú snúnir aftur til
námsins.
Spænsk yfirvöld höfðu áður heitið
að verja 620 milljónum króna auka-
lega til menntamála, aðallega til
námsstvrkja og nýrra skólabygginga.
Sjónvörpuðu aftókunum
Sjónvarpið í Líbýu sýndi í gær-
kvöldi kvikmyndir af aftökum níu
manna. Sex voru hengdir en þrír
leiddir fram fyrir byssukjafta aftöku-
sveita.
Var sagt að dauðasök sumra þeirra
hefði verið hlutdeild í samsæri um
að ráða af dögum „sovéska sérfræð-
inga“ að störfum í Líbýu. - Ekki kom
fram í þessari sjónvarpsútsendingu
hvort samsærismönnum hefðu
heppnast fyrirætlanir þeirra.
Undir myndaútsendingunni las
embættismaður upp dómana sem
kveðnir höfðu verið upp yfir hverjum
einstökum en „byltingardómstóll"
hafði íjallað um mál fanganna.
Fjórir hinna dauðadæmdu höfðu
verið fundnir sekir um að vera félag-
ar í samtökunum „Al-Jihad". sem í
upplestrinum vom sögð íjandsamlég
„yfirvöldum alþýðunnar". eins og
það var orðað.
CIA í yfir-
heyrslu
Robert Gates, sem Reagan forseti
hefur tilnefht til þess að taka við af
William Casey, forstjóra bandarísku
leyniþjónustunnar CLA, kom fyrir
leyniþjónustunefnd öldungadeildar-
innar í gær. Embættisveitingin þarf
samþykki og staðfestingu þingsins sem
kallaði nýja forstjórann fyrir til yfir-
heyrslu.
Það mun hafa komið til orðahnipp-
inga á fundinum milli Gates og
nefhdarmanna þegar Gates vildi ekki
láta uppi við þingmennina hvað hann
vissi um vopnasöluna til írans og
leynilegu bankareikningana í Sviss
þar sem ágóðinn rann til gagnbylting-
arafla í Nicaragua. Sagði Gates að það
væri of handahófskennt sem honum
væri kunnugt um það mál til þess að
hann gæti borið það í nefhdarmenn.
Þingmenn véfengdu það og töldu að
nýi forstjórinn væri að bregðast svar-
skyldu sinni.
Robert Gates sést hér á myndinni fyrir ofan (t.h.) á tali viö John Warner öldungadeildarþingmann áöur en Gates gekk inn á fund leyniþjónustunefndar öldunga
deildarinnar.
Simamynd Reuter
Auka kynfraeðslu
til aðfækka
fóstureyðingum
Haukur L ífeto DV, Kaup™!^ “j*™ ^ í Danmörku.
_____________ ________ Ef konur yngn en mtjan ara eru tekn-
Mjög há tfðni fóstureyðinga meðal
ungra stúlkna hefur hrundið af stað
sérstakri fræðslutilraun í Kaup-
mannahöfh.
Öllum níundu bekkjum grunnskól-
anna verður boðið upp á aukatíma í
kynfræðslu á einni hinna þriggja kyn-
fræðslustöðva borgarinnar. Auk þess
hafa allir heimilislæknar fengið hoð
um að gefa konum ókeypis getnaðar-
vöm undir sérstökum kringumstæð-
um.
Með frumkvæði þessu er vonast til
að fóstureyðingum fækki í Kaup-
mannahöfn. Fjöldi fóstureyðinga á
hveija þúsund konur er þijátíu og sjö
prósent hærri í höfuðborginni en í
ar sér er fjöldi fóstureyðinga sextfu
og sjö prósent hærri.
Formaður samtaka um fjölskylduá-
ætlanir segir að kynfræðslustöðvam-
ar hafi lengi boðið skólum í heimsókn
og því ánægjulegt að boigaryfirvöld
vilji koma skipulagi á þessa hluti.
Kaupmannahöfh hefur verið á eftir
hvað varðar viðbótarkynfræðslu fyiir
skólana en í mörgum bæjarfélögum
hefur slík viðbótarfræðsla tíðkast í
nokkur ár.
1984 létu þrjú þúsund fimm hundmð
og þrjátíu konur í Kaupmannahöfh
eyða fóstri. Þar af voru fjögur hundr-
uð og ein á afdrinum 15-19 ára og
sjötíu yngri en 15 ára.
MARSHAL
30x 9,5x15 Verð kr. 7.836
31x10,5x15 Verð kr. 8.493
31x11,5x15 Verð kr. 8.603
33x12,5x15 Verð kr. 8.766
700x15 Verð kr. 5.443
600x16 Verð kr. 3.900
900x16 Verð kr. 7.099
Gott verð og mikil gæði
eru okkar markmið.
Góð greiðslukjör.
GjÞorsteinsson
&|OhnSOniif ármúli 1 105 reykjavik
___Simar - 687377 685533 <