Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Stefanía af
Mónakó
er í stöðugri uppreisn og
nýjasta aðgerðin skekur
Mónakóhöllina rafta á milli.
Fylgisveinninn þessa dag-
ana er Mario Jutare sem
hefur aðallega af vafasamri
fortíð að státa - dómur fyrir
nauðgun rís hæst á þeirri
afrekaskrá. Nú segir sagan
að villiprinsessan sé komin
í hjónaband með kauða og
heyrist tannagnístran furst-
ans gamla alla leið yfir til
Suður-Frakklands. Meintfrú
Jutare dvelst á Kyrrahafseyj-
unni Mauritus við videotök-
ur og á víst bágt með að
mæta í áður skráðar upptök-
ur vegna stöðugra anna við
umönnun maríódúllunnar
nýfundnu allan sólarhring-
inn.
Jóakim prins
af Danmörku hefur verið í
Ástralíu síðustu fjóra mán-
uði og hitti móður sína,
Margréti Þórhildi, í fyrsta
sinn þarlendis í síðustu viku.
Henrik og Margrét eru á ferð
um landið - reyndar ekki síst
til að hitta soninn - og hafa
reynt að forðast allar opin-
berar móttökur eins og hægt
er í stöðunni. Á meðan
þrenningin sólar sig í ástr-
alskri birtunni situr krón-
prinsinn, Friðrik, heima í
Danaveldi, sinnir herskólan-
um flesta daga og stjórnar
landinu í hjáverkum.
Elísabet Eng-
landsdrottning
hendir ekki aurunum um-
hugsunarlaust í afkvæmin.
Þegar Andrés prins vildi
kaupa hús fyrir sig og eigin-
konuna á litlar fimmtíu
milljónir og bað um fjár-
hagsaðstoð sagði sú gamla
þvert nei. Ung hjón geta lát-
ið sér nægja híbýli fyrir
innan við tuttugu og fimm
milljónir að hennar mati og
því verður hertoginn af York
að hugsa sig mun betur um
í fasteignakaupunum.
Ljúfir laganna verdir
Lögreglufélag Reykjavíkur
hélt árshátíð sína í Víkinga-
sal Hótel Loftleiða á dögun-
um og fór allt þar fram með
miklum friði og spekt- enda
gestir löghlýðnir með af-
brigðum. Ættjarðarlög voru
sungin, borðræður haldnar
og dansinn stiginn af krafti.
Menn mættu í sínu fínasta
pússi, svarthvítir búningar
þó ennþá í meirihluta - en
húfulausir að þessu sinni.
Ljósmyndari DV - SÞ - var
á staðnum og segja myndirn-
ar sína sögu um stemmning-
una.
Heidursgestir kvöldsins voru fjórmenningarnir Magnús Eggertsson, Gunnar
Larsen, Böðvar Bragason og Sigurjón Sigurðsson.
Hressar kempur - Sigurður F. Jónsson og Þórir Hersveinsson.
Á borðum var lostæti af ýmsu tagi
- Davíð Guðbjartsson í forgrunni.
Hjónin Þuríður Gunnarsdóttir og
Sigurjón Pálsson.
Ættjarðarlög má syngja undirbúningslaust þegar hæfileikafólk er á ferðinni - Þorgrímur Guðmundsson, Asgeir
Guðmundsson. Ásthildur Jónsdóttir og Eiríkur Beck.
Hugsað í
hnapp
Það var mikið hugsað og pælt á
fjórðu hæðinni í DV-húsinu um
síðustu helgi. Einhverra hluta
vegna hugsa áhorfendur á skák-
mótum oftar en ekki standandi
þétt í hnapp eins og hross stand-
andi af sér verstu vetrarhryðj-
urnar. Djúpt kafað og úr einstaka
baksvip má lesa að eina rétta
lausnin í stöðunni hljóti að liggja
í augum uppi. DV-mynd GVA