Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987.
Útlönd
Aldraður Dublinar-búi skilar atkvæði sinu í gær, en það stefndi í að minnsta kosti 75% kjörsókn fyrir kvöldmatarleytið en kjörstöðum var lokað klukkan
nju - Símamynd Reuter
Mikil kjörsókn í
ívsku kosningunum
Það var mikil örtröð á kjörstöðum
á Irlandi í gær þar sem gengið var
til þingkosninga í írska lýðveldinu
(suðurhluta landsins). Þótt sól væri
á lofti var samt kalt í veðri en kjós-
endur létu það ekki á sig fá.
Síðdegis höfðu 45% þeirra. sem
voru á kjörskrá, þegar skilað at-
kvæði sinu og var húist við því að
kjörsókn mundi fara yfir 75% áður
en kjörstaðir lokuðu klukkan níu í
gærkvöldi.
Aðalkeppinautamir, FitzGerald
forsætisráðherra og Haughey leið-
togi Fianna Fail, voru í hópi þeirra
fyrstu sem kusu í Dublin í gærmorg-
un. Báðir hafa tvívegis verið forsæt-
isráðherrar, en skoðanakannanir
síðustu vikna hafa bent til þess að
Haughey mundi hafa sigur að þessu
sinni vegna óánægju fólks með
ástandið í efhahagsmálunum. Allra
síðustu kannanir bentu þó til þess
að það forskot, sem Haughey hafði
áður í fylgiskönnunum, hefði minnk-
að.
FitzGerald kom á óvart um helgina
með því að bjóða Framsóknarkröt-
um (Progressive democrats) kosn-
ingabandalag um uppbótarþingsæt-
in. Er það eins konar hræðslubanda-
lag, því að fylgiskannanir höfðu bent
til þess að Fianna Fail, flokkur
Haugheys, mundi fá hreinan meiri-
hluta.
Framsóknarkratar eru flokkur,
sem stofhaður var fyrir fjórbin mán-
uðum af mönnum er klufu sig út úr
flokki Fianna Fail. Leiðtogi þeirra,
Desmond O’Malley, höfðaði í síðustu
kosningaræðum sínum aðallega til
óráðinna kjósenda, en kannanir
höfðu gefið til kynna að um 20%
kjósenda hefðu ekki gert upp hug
sinn.
Forsætisráðherra írska lýðveldisins, dr. Garret Fitz-
Gerald, og eiginkona hans, Joan (sem er fötluð), voru
meðal þeirra fyrstu sem skiluðu atkvæði sínu í kjörkass-
ana í þingkosningunum í gær. -Simamynd Reuter
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Charles Haughey, sting-
ur atkvæðaseðli sínum í kjörkassann í Dublin. Honum
og flokki hans, Fianna Fail, er spáð sigri. - Símamynd
Reuter
Mynd um
Palmemorðið
færðtil
í dagskrá
KD VHhjálmsean, DV, Osló:
Sænska sjónvarpið hefúr ákveðið að
færa til í dagskrá sovéska heimildamynd
um morðið á Olof Palme. Ætlunin hafði
verið að sýna myndina 28. febrúar til
minningar um að ár var liðið frá Palme-
morðinu.
Það varð til þess að bandarískir
stjómarerindrekar mótmæltu að mynd-
in yrði sýnd þá enda er í henni gefið í
skyn að bandaríska leyniþjónustan CIA
standi á bak við morðið. Sænska sjón-
varpið tók í upphafi mjög illa í kvartanir
Bandaríkjamanna og sagði óskiljanlegt
að þeir reyndu að vera með ritskoðun
í Svíþjóð.
Nú hefúr það hins vegar gerst að
sænska sjónvarpið hefur ákveðið að
færa myndina til í dagskránni svo hún
verði ekki sýnd á eins viðkvæmum tíma
og áður var gert ráð fyrir. Komið hefúr
fram að Claes Palme, bróðir Olofs, hafi
einnig beitt sér fyrir því að myndin yrði
sýnd á ársafmæli Palmemorðsins.
Sænskir
nýnasistar
dæmdir
Gurmlaugur A. Jónssan, DV, Lundi:
Tveir félagar nýnasista í Svíþjóð vom
á mánudag dæmdir í tveggja mánaða
fangelsi, meðal annars fyrir skemmdar-
verk er þeir höfðu unnið á graffeit
gyðinga í Gautaborg. Höfðu þeir brotið
Qölda legsteina og skrifað margs konar
andgyðinglegan áróður á legsteina og
veggi.
Einnig var þeim gefið að sök að hafa
kastað bensínsprengju að húsi innflytj-
endafjölskyldu í Gautaborg. I því tilfelli
komst rétturinn þó að þeirri niðurstöðu
að brotið væri fymt.
Samtök nýnasista í Svíþjóð kalla sig
Norræna ríkisflokkinn og hafa verið
allmikið í sviðsljósmu undanfarin ár
þótt félagar samtakanna séu einungis
taldir vera nokkrir tugir.
Prestur
braut
sjöunda
boðorðið
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaimahcfa:
Umvafinn bleikum lökum og með
hettu úr gardínuefni kom maður inn
í banka í Horsens á Jótlandi. Var
hann vopnaður hnífi og byssu er síðar
reyndist vera leikfangabyssa.
Gjaldkeri bankans varð afar hrædd-
ur og afhenti hinum skrúðklædda
ræningja strax 219 þúsund danskar
krónur. Ræninginn hljóp út úr bank-
anum og á eftir honum hlupu starfs-
maður bankans og einn viðskiptavin-
ur.
Eftir nokkur hlaup fengu mennimir
tveir hálfgert áfall. Ræninginn kastaði
af sér klæðunum og reyndist ræning-
inn þá vera fyrrverandi sóknarprestur
á staðnum. Lögregla handtók prestinn
skömmu síðar og við yfirheyrslur
kvaðst hann hafa framið ránið vegna
mikilla fjárhagsörðugleika. Ekki hafði
verið hægt að fá lán í banka og því
ekki annað að gera en brjóta sjöunda
boðorðið. Hlaut prestur fjögurra vikna
gæsluvarðhaldsdóm.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson