Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Hæstiréttur í ham Hingað til hefur hér á landi það fyrst og fremst verið framkvæmdavaldið, sem hefur abbast upp á önnur vald- svið þjóðfélagsins. Minna hefur farið fyrir dómsvaldinu, sem til skamms tíma var minnsti bróðirinn í þrenningu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Nú eru teikn á lofti um, að þetta sé að breytast. For- seti Hæstaréttar hefur leyft forsætisráðherra að flytja Alþingi skilaboð dómforsetans um, hvernig ekki sé rétt að fara þar með þingmál, sem spunnizt hafa af brott- rekstri fræðslustjórans á Norðurlandi eystra. Frá því er forsætisráðherra flutti Alþingi skilaboð forseta Hæstaréttar hefur hinn síðarnefndi haft bæði tíma og tækifæri til að leiðrétta ráðherrann. Þegar þetta er ritað, hafði hann enn ekki notfært sér það, svo að líta verður á skilaboðin sem rétt flutt á Alþingi. Þessi uppákoma forseta Hæstaréttar var að vísu ekki framin í nafni Hæstaréttar sem slíks og það raunar sér- staklega tekið fram. Hins vegar er athyglisvert, að forseti réttarins skuli telja það í verkahring sínum að gefa út óbeint álit sitt á meðferð mála á Alþingi. Forsætisráðherra flutti Alþingi skilaboð forseta Hæstaréttar, þegar Alþingi var að ræða frávísunartil- lögu, það er að segja tillögu um, hvort ræða skyldi eða ekki skyldi ræða frumvarp um, að Hæstiréttur tilnefndi menn í nefnd til að rannsaka svokallað Sturlumál. Nú má það öllum vera ljóst, nema ef til vill forseta Hæstaréttar, að honum eða Hæstarétti kemur ekkert við, hvort Alþingi ákveður að ræða eða ræða ekki ein- hver frumvörp, sem þar koma fram. Það er að sjálfsögðu Alþingi sjálft, sem ákveður slíkt hjálparlaust. Sjálfsagt er, að Alþingi verjist afskiptasemi forseta Hæstaréttar og samþykki að ræða málið. Hitt er svo allt annað mál, hvort niðurstaða þeirrar umræðu verð- ur, hvort biðja eigi eða ekki eigi að biðja Hæstarétt um að tilnefna menn í rannsóknarnefnd Sturlumálsins. Ef málið endar á, að Hæstiréttur fær frá Alþingi er- indi, sem hann telur sig ekki hafa aðstæður til að sinna af formlegum ástæðum, á hann loks þá að svara því, að hann geti ekki skipað nefnd í mál, sem kunni að koma til kasta réttarins eftir venjulegri dómsmálaleið. Hins vegar er sérkennilegt, að forseti Hæstaréttar skuli leyfa, að hafðar séu eftir sér yfirlýsingar um, hvort eðlilegt sé eða vafasamt, að á Alþingi sé lagt fram frum- varp um að biðja réttinn um að taka að sér algengt verkefni, það er að skipa menn í enn eina nefndina. Merkilegra er þó, að þetta skuli vera innskot í málið á því stigi, er Alþingi er ekki að gera annað en að ræða tillögu um, hvort það sjálft eigi að ræða þetta frumvarp eða ekki. Formlega séð var Alþingi ekki einu sinni far- ið að ræða efnislega um frumvarpið sjálft. Allra dularfyllst er þó, að afskipti forseta Hæstarétt- ar skuli berast í óáþreifanlegum og óstaðfestum sím- tölum manna í milli, í þessu tilviki hans og forsætisráð- herra. Hingað til hefur rétturinn lítt notað símatæknina sem miðil dóma og annarra yfirlýsinga sinna. Ef til vill er forseti Hæstaréttar að tileinka sér hin skjótvirku vinnubrögð, sem forsætisráðherra hefur hvatt til, að tekin verði upp í kerfinu. Ef til vill hefur hann smitazt af menntaráðherrum og borgarstjórum, sem hvassast hafa gengið á þann hátt til verka. Hvað sem því líður, er öruggt, að Alþingi getur hvorki tekið mark á símaskilaboðum forseta Hæstarétt- ar, né neitað sér um að ræða Sturlufrumvarpið. Jónas Kristjánsson Rauður dregill og nýr flokkur í þessum mánuði hafa borist af landsbyggðinni tvenn pólitísk tíð- indi sem eru algjörar andstæður en rekja má þó til sömu orsakar. Annað tilvikið er frásagnir um að heilt byggðarlag á Vestfjörðum ætli að láta atkvæði sín fara í súginn með því að taka ekki þátt í komandi kosningum. Hitt tilvikið er sú frétt að eftir langvarandi umræður fólks af landsbyggðinni hefur það komist að þeirri niðurstöðu að það sé and- stætt hagsmunum landsbyggðarinn- ar að kjósa þá pólitísku flokka sem hafa stjórnað landinu sl. tvö kjör- tímabil. En þetta fólk ætlar ekki að sitja heima í kosningunum eins og KjaUaiinn Birgir Dýrfjörð rafvirki jafnskefjalaust af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið eins og á tímum tveggja síðustu ríkisstjórna og aldrei jafnlítið eftir skilið hjá þeim er auð- inn hafa skapað og aldrei jafnlitlu skilað til baka. Fyrir atbeina þessara þriggja flokka er því víða snautt um tóftir á landsbyggðinni í dag. Við þetta má svo bæta að aldrei hefur verið jafherfitt fyrir sveitar- stjórnarmenn og athafhafólk af landsbyggðinni að ná til valdhafa með erindi sín eins og tvö síðustu stjómartímabil. Heyrnarsljóir og sjóndaprir Með líkingu lýst má segja að mörg hundmð metrar af rauðum dregli séu milli stjómvalda og landsbyggð- ar og þegar við bætist að þeir sem stjórnarmegin dregilsins standa virðast bæði heymarsljóir og sjóndaprir þá er ekki að undra þótt fólk vilji komast hjá að kjósa þá aft- ur en stofhi frekar nýjan flokk. Ég vék að því að aldrei hefði fjár- magn verið sogað jafnskefjalaust til höfuðborgarinnar og sl. tvö stjómar- tímabil. Yfír90% af útflutningsverð- mæti sjávarafurða 1986 eða um 28 miiljarða er aflað utan höfuðborgar- innar. T.d. var útflutningsverðmæti þess sem framleitt var og skipað út á Siglufirði 1986 rúmar þúsund millj- ónir en bryggjan, sem þessum verðmætum er skipað út frá, er að grotna niður. „Með líkingu lýst má segja að mörg hundr- uð metrar af rauðum dregli séu á milli stjórnvalda og landsbyggðar...“ En viti menn, svo miklum peningum var ekki hægt að skila til baka - einum þúsundasta, það var of mikið, en 400 þúsund mörðu þeir þó út og það er ástæða til að vekja athygli á því að sú upphæð nær ekki einu sinni að vera einn hundraðasti part- ur af þeii-ri upphæð sem rekstur námslánasjóðs fór fram úr spam- aðaráætlun Sverris Hermannssonar. Nýlendustefna Þessi frásögn af sendinefndinni frá Siglufirði er því miður ekkert eins- dæmi. Hún er sorglegur samnefhari fyrir samskipti landsbyggðarfólks við stjómvöld sl. ár. Hún er samnefhari fyrir þá ný- lendustefhu sem síðustu tvær ríkis- stjómir hafa iðkað gagnvart landsbyggðinni, ríkisstjórnir Fram- sóknar, Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokksins. Það er því aldeilis rökrétt að sem pólitískt millistig stofni vonsviknir og langþreyttir kjósendur þessara flokka nýjan valkost í næstu kosn- ingum - stofni nýjan flokk. Því ekki Alþýðuflokkinn? Þó ég sé í framboði fyrir Alþýðu- flokkinn í komandi kosningum á þessi væntanlegi pólitíski lands- byggðarflokkur alla samúð mína. Það mun koma í Ijós að hann á skoðanalega samstöðu með Alþýðu- flokknum og stuðningsmenn þessa nýja flokks munu leggja okkur lið til að ná fram sameiginlegum mark- miðum okkar. Væntanlegir kjósendur Alþýðu- flokksins þurfa ekki á þessum nýja flokki að halda sem valkosti í kosn- ingum og síst þegar hann tekur upp markmið okkar. En við skiljum mjög vel að þótt ',Y' v. „ Það er því aldeilis rökrétt að sem pólitískt millistig stofni vonsviknir og langþreyttir kjósendur þessara flokka nýjan valkost í næstu kosningum,- stofni nýjan flokk.“ Súgfirðingar heldur stofna nýjan stjómmálaflokk til að geta kosið. Á þessu hörmungartímabili fyrir landsbyggðina eiga alla sök Fram- sóknarflokkurinn (allan tímann), Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubanda- lag og óhætt er að fullyrða að höfnun fólks á þessum stjómmálaflokkum sé rökrétt afleiðing af háttalagi þeirra á þessu tímabili. Aldrei hefur fjármagn verið sogað Leitað náðarinnar Sendinefnd frá Siglufirði fór marg- ar ferðir síðasta ár upp eftir öllum rauða dreglinum og hallaði sér að veggjum á stóllausum biðgangi fjár- veitingavaldsins. Þessar ferðir vom í þeim tilgangi að leita náðarinnar og ná til baka heim í hérað örlitlu af þeim tekjum sem Siglfirðingar lögðu í þjóðarbúið á árinu - ekki miklu - kannski einum þúsundasta parti af upphæðinni, bara til að lappa upp á útskipunarbryggjuna. þetta fólk taki upp og berjist fyrir markmiðum Alþýðflokksins í dag þá er nauðsynlegt fyrir marga að gera það undir merkjum nýs flokks því það getur verið tilfinningalega örð- ugt að ganga milliliðalaust til liðs við gamlan pólitískan keppinaut þrátt fyrir að skoðanir falli saman. Ég trúi þó að margir muni stíga skrefið til fulls og kjósa Alþýðu- flokkinn strax í næstu kosningum. Hinir em svo velkomnir í áföngum. Birgir Dvrflörð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.