Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 34
34
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987.
Andlát
Jóhanna Thorlacius lést 10. febrú-
ar sl. Hún fæddist í Reykjavík 21.
október 1921. Foreldrar hennar voru
þau hjónin Gunnlaugur J. Fossberg
og Jóhanna Thorarensen. Jóhanna
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1941 og starfaði
lengst af á skrifstofu G.J. Fossberg,
vélaverslun, síðast sem stjórnar-
formaður fyrirtækisins. Hún giftist
Magnúsi Thorlacius en hann lést
árið 1978. Þau hjónin eignuðust fjög-
ur börn og eru þrjú á lifi. Útför
Jóhönnu verður gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í dag kl. 13.30.
Guðrún L. Þórólfsdóttir andaðist
8. febrúar sl. Hún fæddist 17. ágúst
1924. Foreldrar hennar voru hjónin
Þórólfur Jónsson og kona hans Guð-
björg Jónsdóttir. Guðrún giftist
Hauki Jónssyni en hann lést árið
1980. Þeim hjónum varð þriggja sona
auðið. Útför Guðrúnar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Elín Kristjánsdóttir lést 10. febrúar
sl. Hún fæddist 15. júní 1899 í Lang-
holtsparti i Flóa. Eftirlifandi eigin-
maður hennar er Lárus Jón
Guðmundsson og hafa þau búið síð-
ustu áratugina í Hafnarfirði. Þeim
hjónum varð þriggja barna auðið.
Útför Elínar verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15.
Ólína Þorvaldsdóttir, Skúlagötu
68, Reykjavík, lést á heimili sínu
aðfaranótt 17. febrúar.
Þóra Sveinbjarnardóttir frá Ysta-
skála, Vestur-Eyjafjöllum, til heimil-
is að Granaskjóli 16, verður
jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni
fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13.30.
Þuríður Helgadóttir, Melabraut 3,
Seltjarnarnesi, lést á heimii sínu
mánudaginn 16. febrúar.
Hans Meyvantsson, Kjartansgötu
15, Borgarnesi, lést á sjúkrahúsi
Akraness 16. þ.m.
Jóhannes Baldur Stefánsson,
Kleifum, Gilsfirði, lést af slysförum
þann 16. febrúar sl.
Jón A. Ketilsson húsasmiður,
Sörlaskjóli 7, Reykjavík, lést á
Reykjalundi að kvöldi 16. febrúar.
Þorvaldur A. Sigurgeirsson,
Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudag-
inn 13. febrúar.
Pétur Ólafsson hágfræðingur er
látinn.
Magnús Eiríksson, Álftamýri 14,
Reykjavík, andaðist í Landsspítalan-
um 16. febrúar.
Sveinbjörg Helgadóttir fyrrv. próf-
astsfrú, Brekkugötu 18, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 20. febrúar kl.
13.30.
Útför Magnúsar Kristjánssonar,
Safamýri 34, fer fram frá Háteigs-
kirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 15.
Matthías Kjartansson, Sólheimum
30, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl.
15.
Útför Skarphéðins Frímannsson-
ar, Baldursgötu 3b, Reykjavík, fer
fram frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 19. febrúar kl. 10.30.
Ýmislegt
Gítartónleikar í Bústaðakirkju
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar
heldur tónleika í kvöld, 18. febrúar. Tón-
leikarnir verða í Bústaðakirkju og hefjast
kl. 20.30. Á efnisskránni verður m.a. kon-
sert í d-dúr fyrir gítar og hljómsveit eftir
M. Castelnuovo-Tedesco. Einleikari á gít-
ar er Þórólfur Stefánsson og er þetta liður
í lokaprófi hans frá skólanum. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
MX-21 með tónleika
Hljómsveit Bubba Morthens, MX-21, verð-
ur með tónleika á Borginni annað kvöld
og verður húsið opnað kl. 21. Á föstudags-
kvöld spila þeir á hótelinu á Selfossi og á
laugardagskvöld á Hótel Borgarnesi.
Meðlimir MX-21 eru: Sigurður Kristinsson
(hljómborðsleikari). Þorsteinn Magnús-
son (gítar), Jakob Magnússon (bassi) og
Halldór Lárusson (trommur). Nýr umboðs-
maður hefur tekið við störfum hjá Bubba
og MX-21, Hjörtur Hjartarson. Er hann
að finna í síma 26054.
Leikbrúðuland í alþjóðlegu
dagatali UNIMA
Mikið er gefið út af alls kyns lesefni á
vegum UNIMA. M.a. er gefið út mikið og
vandað dagatal árlega. Er það með vönd-
uðum litmyndum frá mismunandi leik-
húsum fyrir hvern mánuð. Það þykir
mikill heiður í brúðuheiminum fyrir leik-
hús að komast í þetta dagatal. f ár hefur
Leikbrúðulandi hlotnast sá heiður og er
myndin fyrir febrúarmánuð í dagatalinu
úr sýningunni Tröllaleikir, sem leikhúsið
hefur ferðast með víða um Evrópu undan-
farin 4 ár og hefur hún hvarvetna vakið
verðskuldaða athygli.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Álftamýri 6, 3. haeð, þingl. eigandi Jón Pálsson, fer fram á
eigninni sjálfri föstudaginn 20. febr. '87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Marklandi 10, 1. t.h., þingl. eigandi Einar
Friðriksson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 20. febr. '87 kl. 10.30.
Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan i Reykjavík og Guðjón Ármann Jóns-
son hdl.
Borgarfógetaembaettið í Reykjavik.
I gærkvöldi
Inga Þyrí Kjartansdóttir snyrtifræðingur:
„Framlag til jafnréttisbaráttunnar“
Eg fylgdist með sjónvarpinu í gær-
kvöldi og sá þar fyrst, á hlaupum,
Miss Marple sem er sæmileg til af-
þreyingar. Einnig horfði ég á þær
Sonju og Eddu þar sem þær voru
með spaugarana í kvöldkaffi og
fannst mér sá þáttur heldur þunnur.
Það er nú kannski vegna þess að
maður væntir mikils af þeim félög-
um. Að lokum sá ég fræðsluþáttinn
um eyðni sem var mjög góður, eins
og þeir fræðsluþættir, sem sjónvarp-
ið hefur sýnt, eru yfirleitt, mætti
vera meira af slíkum þáttum. En það
varð til þess að ég náði ekki sam-
henginu í verðlaunaleikriti ríkisút-
varpsins, 19 júní, sem flutt var á
sama tíma.
Það er helst um helgar sem ég fylg-
ist með sjónvarpi og langbesti
þátturinn sem sýndur er þá er Fyrir-
myndarfaðirinn. Það er mjög sterkur
boðskapur í honum í formi framlags
til jafnréttisbaráttunnar og góð ráð
Inga Þyrí Kjartansdóttir.
til uppalenda. En aftur á móti finnst
mér laugardagsmyndum sjónvarps-
ins hafa hrakað mjög að undanf-
ömu, þar er of mikið um gamlar
svarthvítar myndir.
Að hafa fréttir bæði klukkan hálf-
átta og átta finnst mér mjög þægi-
legt, einkum þar sem ég vinn mikið
og þarf oft á tíðum að fara á fundi
og fleira, þá er mjög gott að geta
náð öðrum hvorum fréttatímanum.
Það er mikið ýtt við mér að kaupa
afruglara og þar kemur einkum inn
í að ég á eina fimm ára sem langar
til að horfa á teiknimyndimar á
laugardagsmorgnum. En þar sem ég
vinn svo mikið tími ég hreinlega
ekki að eyða tímanum í sjónvarps-
gláp. En freistingamar er miklar,
einkum þær myndir sem em seint á
kvöldin.
Af útvarpi er það Bylgjan sem er
í gangi hjá mér allan daginn. Það
er ágætt að hlusta á hana því hún
tmflar mann ekki við störfin heldur
flæðir í gegn.
Söiuitiu|l>irnir
Ný söngbók komin út
Á markað er komin ný vasasöngbók. Hún
heitir Söngbókin. Kvæðin í hana valdi
Jens Guð. Þau eru valin með hliðsjón af
því að þau henti vel til fjöldasöngs. Endá
er nú sá árstími þegar árshátíðir og ættar-
mót standa sem hæst. I söngbókinni er
hálfur áttundi tugur kunnra kvæða. Þau
eru að því leyti ólík kvæðum í áður útgefn-
um vísnasöngbókum að nýjustu og
vinsælustu dægurlagatextarnir, eins og
„Augun mín“ og „Serbinn" eftir Bubba
Morthens og „Hesturinn" með Skriðjökl-
um, eru hafðir í bland við gömlu sígildu
vísnasöngkvæðin, s.s. „Fyrr var oft í koti
kátt“, „Blátt lítið blóm eitt er“ o.m.fl.
Annað sem er nýstárlegt við söngbókina
er að hún er myndskreytt, litprentuð og
sett mjög fjörlega upp. Útgefandi er Vísna-
félagið Söngfuglarnir. Bókin fæst á
almennum bóka- og blaðsölustöðum.
Félagsvist
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Spiluð verður félagsvist í Kirkjubæ
fímmtudaginn 19. febrúar kl. 20.30. Spila-
verðlaun og kaffiveitingar.
Húnvetningafélagið í Reykja-
vík
Félagsvist laugardaginn 21. febrúar kl. 14
í Félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir vel-
komnir.
SÍBS og Samtök gegn astma
og ofnæmi
verða með spilakvöld á Hallveigarstöðum
fjmmtnrlgcrinn 1Q fphrúiQr Irl 90 30 rióA
Tilkyiiningar
Málstofa heimspekideildar
Á næstu mánuðum gengst heimspekideild
Háskóla íslandi fyrir málstofu um menn-
ingarbyltinguna 1880-1930: skil gamla
samfélagsins og þess nýja. togstreitu
þeiixa á ýmsum sviðum og sköpun þeirrar
menningar sem við lifum í. Fjallað verður
um þetta efni á þverfaglegan hátt í röð
erinda frá sögulegu, bókmenntalegu,
heimspekilegu og guðfræðilegu sjónar-
horni. Erindin verða flutt á fimmtudögum
kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagarði og eru
öllum opin. Næsta erindi verður fimmtu-
dag 19. febrúar. Þá flytur dr. Pétur
Pétursson erindi sem nefnist „Nýir
straumar í trúmálum um og eftir aldamót-
in 1900“. Að loknu erindi verða umræður.
Öllum er heimill aðgangur.
ÓÁ samtökin
Eigir þú við oífítuvandamál að stríða þá
erum við með fundi miðvikudaga kl. 20.30
og laugardaga kl. 14 að Ingólfsstræti 1
(beint á móti Gamla bíói).
Skipulagstillögur um gamla
vesturbæinn
Tillögur að hverfisskipulagi fyrir gamla
vesturbæinn verða kynntar á fundi Ibúa-
samtaka vesturbæjar hinn 19. febrúar
1987. Fundurinn verður haldinn í Hlað-
varpanum á Vesturgötu 3 og hefst kl. 20.30.
Kynnendur verða Guðrún Jónsdóttir arki-
tekt og samstarfsmenn hennar sem unnið
hafa að tillögum þessum. Meðal annars
verður fjallað um útivistarsvæði í hverf-
inu, umferðarmál, húsverndun og hverfis-
þjónustu opinberra aðila og einkaaðila.
Þá verða sýndar tillögur að deiliskipulagi
fyrir einstaka reiti í hverfinu. Hægt verður
að spyrja höfunda nánar um tillögurnar í
Hlaðvarpanum í dag, 18. febrúar, milli kl.
17 og 18.30. Þá vekja íbúasamtök vestur-
bæjar athygli á námskeiðinu Gamli
bærinn í Reykjavík en þar verður fræðst
og rölt um vesturbæinn og miðbæinn kl.
18-19.30 á þriðjudögum, alls 5 skipti. Guð-
jón Friðriksson leiðbeinir á námskeiðinu
og verður fyrsta skiptið hinn 24. febrúar.
Námskeiðsgjald er kr. 1000 og er skráning
alla virka daga kl. 9-19 í síma 21944 eða
25262.
70 ára verður á morgun, fimmtudag-
inn 18. febrúar, frú Steinunn
Jóhannsdóttir, fyrrum kennari,
Naustabúð 8, Hellissandi. Hún er nú
stödd í Reykjavík.
„Oft orðið fyrir ónæði“
segir einn íbúanna í Espigerði 8
„Við höfum oft orðið fyrir ónæði af
þessum leigjanda og eitt sinn komum
við að útidyrahurðinni brotinni og
blóðugri eftir einn gesta hans,“ sagði
Guðmundur Karlsson, einn íbúanna
við Espigerði 8, en eins og kunnugt
er af fréttum sendi lögfræðingur Hús-
eigendafélagsins bréf til eiganda
einnar íbúðarinnar við Espigerði 8 og
bað hann um að íjarlægja leigjanda
sinn úr íbúðinni.
Það er Félagsmálastofnun sem leigir
íbúðina af eiganda hennar og endur-
leigir síðan en Guðmundur Karlsson
sagði að margoft hefði verið kvartað
til Félagsmálastofhunarundan leigj-
anda hennar. Lofað hefði verið að
hann færi en það síðan ekki staðist.
Fyrir utan ónæðið hefur verið erfitt
að fá leigjandann til að standa við sinn
hluta af þrifum á sameign hússins.
Sagði Guðmundur að undanfarið hefði
ekki verið ástæða til kvartana vegna
ónæðis af hendi léigjandans en hins
vegar væri jafnérfitt og áður að fá
hann til að bæta sig í þrifunum.
-FRI
Olafur Ragnar á friðarráðstefríunni í Moskvu:
Færði Gorbatsjov bók Guðmundar
Magnússonar um leiðtogafundinn
Ólafur Ragnar Grímsson færði
Gorbatsjov að gjöf bók Guðmundar
Magnússonar blaðamanns um leið-
togafundinn í Reykjavík á friðarráð-
stefnunni í Moskvu nú á dögunum.
„Það hefur táknrænt gildi að geta
gefið Gorbatsjov íslenska bók um
leiðtogafundinn," sagði Ólafur
Ragnar í samtali við DV. „Bókin er
að vísu að meginhluta á íslensku en
hún ber það vel með sér hver hefur
skrifað hana og þar eru niðurstöður
fundarins túlkaðar á sérstæðan hátt.
Það er engu að síður gaman til þess
að vita að þessi bók skuli vera í
bókasafni Gorbatsjovs.“
Hugmyndin að ráðstefnunni kom
upphaflega frá vísindamönnum
austan hafs og vestan og síðan bætt-
ist margt þekktra manna úr stjóm-
málum, menningar- og listalífi í
hópinn.
„Ég fékk þann heiður að kynna
Yoko Ono fyrir Gorbatsjov,“ sagði
Ólafur Ragnar. „Hann fór strax að
tala um friðarstarf hennar og harm-
aði mjög dauða Lennons. Sennilega
hefur hann verið leynilegur Bítla-
aðdáandi. Yoko var mjög snortin
yfir að Gorbatsjov skyldi þekkja til
þeirra hjóna.“
Þama var einnig Kris Kristoffers-
son sem fer með eitt aðalhlutverkið
í bandarísku sjónvarpsþáttunum
Ameríku. Þættirnir hafa mælst illa
fyrir í Sovétríkjunum vegna þess að
þar er mjög hallað á Sovétmenn.
Ólafur Ragnar sagði að Sakharov
hefði greinilega notið mikillar virð-
ingar á ráðstefnunni. Hann ræddi
þar meðal annars við Wisner sem á
sínum tíma var helsti vísindaráð-
gjafi Kennedys. „Það er enn ein
vísbendingin um að við lifum á
óvenjulegum tímum í samskiptum
stórveldanna," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
GK