Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. 37 Sviðsljós Konung- legur leir- hestur Flestir kannast við kvæði sem gerð eru úr leir en færri þekkja ef til vill hross sama efnis. En allt er til og á meðfylgjandi Reutermynd sést erfðaprinsinn breski gera leirhest fyrir börn í skóla Elísabetar drottn- ingar í Portúgal. Karl og Díana hafa sem kunnugt er af fréttum verið í opinberri heimsókn á staðn- um. Fer- • legur Fergie- hlátur Hertogaynjan af York á bráð- skemmtilegan eiginmann og getur hlegið sig alveg mátt- lausa að gullkornunum sem upp úr elskunni hrökkva. Reut- ersmyndin er tekin af hinni hláturmildu rauðtoppu undir ræðu hertogans af York þegar hjónakornin voru í opinberri heimsókn hjá Marconi Under- water Systems í Croxley Green norður af Lundúnaborg. Þetta gerðist siðastliðinn föstudag og var Sarah nýkomin af skíðum í Svisslandi - rjóð í kinnum og eitilhress að vanda. Jerry Hall yfirgefur réttarsalinn í Oistim eftir að málið hafði verið tekið fyrir fyrsta sinni. Svarað tU saka Enginn sælusvipur var á Rollingnum Mikka þegar hann steig út úr salnum á eftir sambýliskonunni. Mál fyrirsætunnar Jerry Hall hefur nú verið tekið fyrir fyrsta sinni á Barbados. Jerry var handtekin fyrir fíkniefnasmygl og fer nú ekki fetið án þess að herskari lögfræðinga og lífvarða fylgi í kjölfarið. Heldur þykir sú fagra frauka hafa látið á sjá i öllum atganginum en sambýlismaður hennar og barnsfaðir - Mick Jagger er hörkulegur mjög hvar sem til hans sést. Ljóst er að Jerry smyglaði efninu með eigin not og Jaggers í huga og segja kunnugir þau hjúin hafa átt við fíkniefnavandamál að stríða árum saman. Hvort handtakan breytir einhverju þar um er svo óvíst - en margir hafa haft á orði að varla geti Rollingurinn haldið sér miklu lengur á floti með sama áframhaldi. Ólyginn sagði... Richard Gere hætti við kærustuna, Sylviu Martin, og gekk iaus að sögn fróðra í um það bil þjá- tíu sekúndur. Þá var ein- manaleikinn orðinn alveg óbærilegur og sá sykursæti snúður nældi sér í annan kvenmannsbúk hið snarasta. Hann huggar sig við sjón- varpsfréttamanninn Mic- helle Rappaport og er á útopnu við að finna hentuga varaskeifu ef sú nýja lætur sér til hugar koma að gera einhverjar róttækar breyting- ar á stöðunni. Einn og sjálfur -og á eigin fótum-vill Rikki alls ekki vera og vinnur ötul- lega að því að koma í veg fyrir stórslys þess efnis í framtíðinni. Tom Cruise er hættur að grátbiðja um vasapeninga heima fyrir. Eft- ir frægðina, sem fylgdi í kjölfarið á Top Gun, getur stubburinn kostað lifibrauð- ið sjálfur og eru hans nánustu frelsinu fegnir. Tvö hundruð milljónir eru í boði honum til handa gegn leik í sosum eins og einni kvik- mynd - og munu milljónirn- ar duga fyrir slikkeríi handa Tomma og allrabestu vinun- um um ókomna framtíð. Madonna hefur ekki fengið sönghæfi- leikana í beinan arf frá ættmennum. Það sama gild- ir reyndar um ýmsar aðrar stjörnur. Faðir Larrys Hag- man var lögfræðingur, Linda Evans er dóttir málara og Philip Michael Thomas er úr röðum uppmælingaað- alsins því faðir hans var rafvirki. Madonna er dóttir hönnuðar sem á heiðurinn af ýmsum stílbrigðum Chryslerbílanna og söng víst sáralítið við teikniborðið. Áunnir eiginleikar - eða hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.